Morgunblaðið - 14.01.2007, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 21
Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur
helga@mbl.is
Vinsæla stúlkan sem unnið hefur
hug og hjarta Vilhjálms prins, Kata
Middleton, þurfti að þröngva sér í
gegnum hóp 20 ljósmyndara, auk
tökuliðs frá fimm sjónvarpsstöðvum,
fyrir utan heimili sitt í Chelsea í
Lundúnum hinn 9. janúar síðastlið-
inn, daginn sem hún varð 25 ára. At-
vikið þykir minna á fyrirsátina sem
ljósmyndarar gerðu Díönu heitinni
Spencer á leið til vinnu, þremur
mánuðum áður en trúlofun hennar
og Karls ríkisarfa var gerð heyr-
inkunn árið 1981. Almúginn er að
eigna sér nýja prinsessu.
Tilkynning um trúlofun unga
parsins þykir liggja í loftinu og hafa
frásagnir af henni meðal annars ver-
ið byggðar á heimildum innan kon-
ungshallarinnar. Svo vissir eru ýms-
ir í sinni sök að Woolworth’s
verslanakeðjan hefur þegar látið
framleiða yfir 20 minjagripi um trú-
lofun Vilhjálms og Kötu, allt frá boll-
um og diskum upp í farsíma og
músamottur. Drottningin sjálf á
reyndar demantsbrúðkaupsafmæli í
ár, svo ólíklegt þykir að konunglegt
brúðkaup sé í vændum alveg strax.
Kata Middleton heitir Katrín El-
ísabet fullu nafni og var alin upp í
Bucklebury í suðurhluta Englands.
Móðir hennar var flugfreyja og faðir
hennar starfsmaður flugfélags þeg-
ar hún fæddist, en á seinni árum
hafa foreldrar hennar rekið póst-
verslun með barnaafmælisdót með
góðum árangri. Hún gekk í almenn-
an skóla til þess að byrja með, en við
13 ára aldur fór hún í einkaskólann
Marlborough College, þar sem Ev-
genía Jórvíkurprinsessa, dóttir
Andrésar prins og Söru Ferguson,
er nú við nám.
Kata og Vilhjálmur kynntust í St.
Andrews háskólanum í Fife í Skot-
landi árið 2001, þegar hún var á öðru
ári í listasögu, og hafa átt í sambandi
frá því árið 2003, undir vökulu auga
heimspressunnar. Þau sáust fyrst
saman opinberlega í skíðaferð í
Klosters í apríl árið 2004 og ári síðar
tóku vangaveltur um hugsanlegt
hjónaband að birtast í blöðum. Orð-
rómur er uppi um það að Kötu hafi
verið boðið í jólaboð í Sandringham-
höll á dögunum, sem þykir festa
vangaveltur um yfirvofandi trúlofun
enn betur í sessi.
Drottningin sátt
Hermt er að drottningin sé ánægð
með kærustu prinsins, hún sé bæði
yfirveguð og jarðbundin og hafi eig-
inleika sem prýða mega drottningu
framtíðarinnar, enda eru ýmsir
þeirrar skoðunar að Vilhjálmur taki
við krúnunni af ömmu sinni, en ekki
föður sínum, prinsinum af Wales.
Þeir sem hafa reynt að grafa upp
eitthvað misjafnt í fari Kötu Middle-
ton hafa ekki haft erindi sem erfiði.
Til skamms tíma var henni legið á
hálsi fyrir að vera ekki í alvöru
vinnu, en frá því í nóvember síðast-
liðnum hefur hún starfað sem að-
stoðarinnkaupastjóri fylgihluta fyrir
fataverslanakeðjuna Jigsaw. Fjöl-
miðlar hafa beint sjónum sínum í æ
ríkara mæli að ungfrú Middleton á
undanförnum misserum og þarf ekki
meira til en stöðumælasekt til að
koma henni á forsíðu einhverra göt-
blaðanna.
Lögmenn Vilhjálms prins hafa
unnið að því að vernda Kötu fyrir
átroðningi með lögfræðilegum ráð-
stöfunum og rétt fyrir helgi barst sú
tilkynning frá News International,
sem gefur út The Times, The
Sunday Times, The Sun og News of
the World að þau myndu ekki kaupa
myndir sem „paparazzo“ ljósmynd-
arar tækju af Kötu Middleton. Elt-
ingaleikur fjölmiðla hefur líka valdið
Vilhjálmi prins mikilli hugarangist,
enda er hann minnugur átroðnings-
ins semDíana prinsessa, móðir hans,
mátti búa við til dauðadags.
Glæsileiki og fágun
Margir sjá Kötu Middleton fyrir
sér sem prinsessu fólksins, líkt og
Díana var, að glæsileiki hennar, fág-
un og fegurð bræði hjarta bresks al-
mennings. Einnig þykir hún líkleg
til að ljá lífinu í konungsfjölskyld-
unni kærkominn hversdagsblæ,
þvert á það sem kvonfang annarra
fjölskyldumeðlima hefur laðað fram
til þessa.
Eða eins og Sunday Times orðaði
það: „Hún er ekki klikkuð þótt hún
sé falleg og á líklega ekki eftir að
fleygja sér niður stiga, létta á hjarta
sínu við slúðurpressuna eða stunda
símaat.“
Haft er eftir sérfræðingi í málefn-
um konungsfjölskyldunnar að þegar
hjónaband Kötu og Vilhjálms sé
annars vegar, sé spurningin ekki
hvort, heldur hvenær.
„Þau hafa átt í alvarlegu sam-
bandi um langt skeið og eru eig-
inlega þegar orðin eins og hjón.
Þetta er klappað og klárt. Kata er
jarðbundnari en Díana var og glímir
ekki við tilfinningavandamál. Þar að
auki er hún mun betur búin undir
áhlaupið framundan. Honum líður
vel með henni, henni líður vel með
honum og hún er traust eins og
klettur.“
Reuters
Ekta Kata Middleton þykir hafa allt sem prýða má sanna prinsessu.
»Hún er ekki klikkuðþótt hún sé falleg og
á líklega ekki eftir að
fleygja sér niður stiga,
eða létta á hjartanu við
slúðurpressuna.
KÓNGAFÓLKIÐ »
Almúginn fær
nýja prinsessu
Lögfræðingar Vilhjálms prins hafa
unnið að því að vernda kærustuna fyrir
sívaxandi átroðningi ljósmyndara
Viss Woolworth’s hefur þegar
framleitt minjagripi um konung-
legt brúðkaup, fyrir trúlofun.