Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 30
listir
30 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
H
var í Afríku er Ben-
ín?“ spurðu flestir er
ferðir greinarhöf-
undar bar á góma. Í
krikanum á Vestur-
Afríku er þetta litla land sem er að-
eins minna en Ísland (um 112.000
km²). Það á landamæri að Nígeríu í
austri að Tógó í vestri og strönd að
Atlantshafinu.
Landið ber nafnið Lýðveldið Ben-
ín en hét áður Dahomey og var í
margar aldir öflugt konungsríki
með borgina Abomey sem aðsetur.
Frakkar lögðu það undir sig 1892 og
var það frönsk nýlenda til 1960 og
er franska nú ríkismálið sem notað
er í skólum og víða í samskiptum.
Íbúar eru rúmlega 8 milljónir og
mörg tungumál koma þarna saman.
Kennari sem tekur við nýjum nem-
endum í grunnskóla getur þurft að
kenna krökkum sem enn tala litla
eða enga frönsku og jafnvel haft
fjögur mismunandi móðurmál í
bekknum.
Benín er eitt af fátækari löndum
Afríku en er þó smátt og smátt á
uppleið. Þar er fjölflokkalýðræði
sem er talið til fyrirmyndar í Afr-
íku.
Hin finnska Villa Karo
Ein af ástæðunum fyrir ferð
minni til Benín var að þar bauðst
möguleiki til að dvelja og starfa í
Villa Karo um tíma. Villa Karo er
finnsk-afrísk menningarstofnun
sem stofnuð var af nokkrum Finn-
um með áhuga á afrískri menningu.
Tilgangurinn er að efla menningar-
samskipti milli norðurs og suðurs,
að miðla og læra, að taka við áhrif-
um sem við norðurbúar getum haft
gott af og að styðja uppbyggingu á
svæðinu. Menningarstofnunin hefur
verið starfrækt í 6 ár með aðstöðu
fyrir 5–6 listamenn mismunandi list-
greina samtímis og fjölnotahús fyrir
tónleika, sýningar o.fl., lítið safn
með afrískri list og ýmislegt annað
er í uppbyggingu. Villa Karo er á
ströndinni í þorpinu Grand Popo og
hefur uppbygging og starfsemi þess
verið mjög örvandi fyrir samfélagið
þar og aukið atvinnutækifæri.
Grand Popo og ströndin
Ölduniðurinn er þungur og vindur
af hafi gerir hitastigið þægilegra á
ströndinni en fjær hafinu. Þetta er
þó enginn sundstaður eða sólbaðs-
strönd fyrir hvern sem er þótt vanir
og hraustir láti ekki alltaf náttúru-
öflin aftra sér frá slíku. Þarna er
mjög aðdjúpt og straumar með
þungum öldum sem sverfa stöðugt
alla strandlengju Benín. Grand
Popo á að heita helsta baðströnd
Benín og hefur eitthvað svolítið ver-
ið byggt upp þar fyrir túrisma þó
það teldist ekki umtalsvert á vest-
rænan mælikvarða. Svæðið hefur
vissulega allt annað að bjóða ferða-
manninum en fjöldinn sækist eftir. Í
Grand Popo er hlýr vindur af hafi,
voldugt sjónarspil öldunnar og
þungir tónar hafsins blandast
stundum trommuleik eða söng. Lífs-
takturinn er oftast rólegur en
stundum líka glaður og galsafeng-
inn.
Engin höfn er nokkurs staðar við
strönd Benín nema í Cotonou sem
er stærsta borgin og minnir sjávar-
útvegur fiskimannanna í strand-
þorpunum í Benín á margt í sjósókn
Íslendinga hér áður fyrr við Suður-
land. Sótt er á haf á opnum bátum,
sama þunga aldan í sama hafi og
sama baráttan fyrir lífsbjörginni –
aðeins brennandi hiti hjá þeim í stað
kuldans við okkar strönd.
Árekstur tveggja heima
Í landi eins og Benín eru mögu-
leikarnir vissulega aðrir til efna-
hagslegra gæða en eru í okkar
heimshluta. Frjósemi og fegurð
jarðar í röku hitabeltisloftslaginu og
mannlíf sem er í svo nánu sambandi
við náttúruna ber oft vitni um verð-
mæti sem ekki er hægt að meta til
fjár. Hinn vestræni nútími og
tækniheimurinn með allt annað
verðmætamat, allt aðra kunnáttu og
allt aðra efnalega getu er á leiðinni
um alla heimsins byggð. Í mörgum
löndum mætast núna tilvera í efna-
legu allsleysi og einföldum lifn-
aðarháttum og tækniveröldin. Oft
er sambúð þessara heima erfið og líf
í fátækt verður hvað erfiðast þar
sem slíkir heimar rekast á. Blasir
það við þegar farið er um stórar
borgir og þjóðvegi landa eins og
Benín. Þar er iðandi mannlíf við
umferðaræðarnar í bland við hávaða
og loftmengun farartækjanna sem
oftar en ekki væru ekki leyfð á göt-
um Norður-Evrópu af öryggis- og
heilsufarsástæðum. En hvaða val á
manneskjan?
List um mennina og lífsbarátt-
una
Einn af þekktustu samtíma-
listamönnum í Benín er Romuald
Hazoume. Hann er einn þeirra afr-
ísku listamanna sem hefur átt verk
á stórum sýningum í Evrópu á und-
anförnum árum. Hann fjallar oft um
hina hörðu lífsbaráttu og misskipt-
ingu sem rekja má langt aftur.
Lífsbaráttan getur verið hörð í
Benín og ekkert val um auðveldari
leiðir eða að forðast hættuspil. Það
er meðal annars viðfangsefni Ha-
zoume. Verk hans um bensínflutn-
inga ungra manna á litlum mót-
orhjólum fjalla um það að bjarga
sér og sínum eftir bestu getu og oft
með lífið að veði. Þessir ungu menn
flytja bensínið um langan veg í
plastbrúsum sem staflað er á mót-
orhjólin eða jafnvel hengdir við þau.
Þetta ferðalag með smyglað bensín
frá Nígeríu er gjarnan farið í
myrkri um dimma vegi þar sem oft
eru ljóslausir trukkar á fullri ferð.
Hazoume vinnur með ýmsa miðla
eins og ljósmyndir eða það sem til
fellur eins og ýmis efni nútíma
neyslusamfélags. Hann hefur t.d.
gert röð af grímum úr plastbrúsum
sem hann meðhöndlar á sinn hátt.
Þar nær hann með einföldum leið-
um andlitum sem eru bæði dulúðug
og tjáningarfull. Þessi andlit eða
grímur endurspegla bæði íróníu og
samkennd og minna á fornar hefðir
og nýjar og ná víðri tilvísun. Hefðin
í gerð og notkun gríma er Hazoume
nærtæk, ekki síst þar sem hann er
Yoruba að uppruna en hjá þeim er
sterk hefð fyrir notkun gríma.
Listin nær oft að fjalla um hinn
sammannlega eða alþjóðlega heim
með miklum krafti þegar hún á
djúpar rætur í menningu þess sem
skapar. Vissulega er sú menning oft
mikil blanda héðan og þaðan og
varasamt að ætla að skilgreina það
Ljósmynd/Jóhanna Bogadóttir
Málað á vegg Listamaðurinn Mahu Toby við litskrúðuga veggmynd sína af páfugli, snáki og hlébarða í húsagarði í Abomey.
Ljósmynd/Jóhanna Bogadóttir
Líf og fjör Það var mikið um að vera á laugardagsmarkaðnum í Grand Popo.
Ljósmynd/Romuald Hazoume
Litur lífs og lista í Benín
Benín er lítið land í
Vestur-Afríku með
strönd að sama hafi og
við búum við. Þar var
Jóhanna Bogadóttir á
ferð og skoðaði mannlíf
og listir.
Samgöngur Bensínflutningur á mótorhjóli.