Morgunblaðið - 14.01.2007, Síða 10

Morgunblaðið - 14.01.2007, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ GEÐHEILSA BARNA OG UNGLINGA lokað árið 2004 fækkaði þeim á ný. Út frá þörf segir Ólafur að áætlað hafi verið að bæta átta plássum við. Frá árinu 1999 hefur legutími á BUGL styst úr 43,9 dögum niður í 25,2 og árlegur legudaga- fjöldi úr 4.569 í 3.508. Hér munar mest um lokun Kleifarvegsdeildar og aukna áherslu á dagdeild- arþjónustu. Legutími á Kleifarvegsdeild var yf- irleitt á bilinu frá hálfu til eins árs. Með- allegutími á legudeildum BUGL frá 1999–2005 var 36,2 dagar. Barnadeildin er fyrir börn að þrettán ára aldri en frá þrettán til átján ára heyra þau til unglingadeild. Vilborg G. Guðnadóttir, deild- arstjóri legudeildar, upplýsir að menn séu ekki harðir á þessari skiptingu og fyrir komi að eldri börn en tólf ára dveljist á barnadeild. „Það er góð samvinna milli deilda og við skoðum hvert mál fyrir sig. Stundum getur verið betra fyrir barn að vera elst á barnadeild frekar en yngst á unglingadeild, svo dæmi sé tekið,“ segir hún. Samtals eru 40 stöðugildi á legudeildunum báðum. Þau eru mönnuð af hjúkrunarfræð- ingum, sjúkraliðum, þroskaþjálfum og fólki með BA-próf í sálar- og uppeldisfræðum. Sumir starfsmenn vinna nær eingöngu annaðhvort á barna- eða unglingadeild en aðrir fara á milli deilda. Það veltur að mestu á sérsviði hvers og eins. Hér er mikil virkni Barnadeildin er dagdeild, þ.e. börnin verja nóttinni yfirleitt ekki þar. Gerist þess þörf gista foreldrar þeirra með þeim. Börnin koma á deildina klukkan átta á morgnana og flest eru farin heim klukkan átta að kvöldi. „Hér er mikil virkni og dagskrá fram á kvöld, bæði hóp- og einstaklingsvinna,“ segir Vilborg og bætir við að höfuðáhersla sé lögð á að bæta líðan, styrkja góða hegðun, fjölskyldusamvinnu og foreldrast- uðning. Barnadeildin er lokuð um helgar og geti barn af einhverjum ástæðum ekki farið heim um helgi dvelst það með foreldrum sínum á ung- lingadeildinni. Á sumrin dregur mjög úr þörf fyrir innlagnir á barnadeildina, húsnæðið er þá lokað í sex vikur en unglingadeildin til staðar sé þörf á innlögn barns. Vilborg segir þetta fyr- irkomulag hafa gefist vel. Börnin ganga í Brúarskóla, Dalbrautardeild, og er hann til húsa á BUGL-lóðinni. „Börnin þurfa samt að fara í skólann, þar sem þetta er önnur bygging, sem við teljum mikilvægt.“ Á unglingadeild eru níu pláss. Sjö legu- og tvö dagpláss. Mest hafa verið þar þrettán unglingar í einu. G eðræn vandamál barna og unglinga birtast í ýmsum myndum. Þau geta til dæmis lýst sér í kvíða eða depurð og erfiðleikum við að hafa stjórn á athygli og hegðun. Mörg þeirra barna sem leita aðstoðar á Barna- og ung- lingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss eiga í miklum félagslegum erfiðleikum. Þau kann að skorta þá félagsfærni og samskiptahæfileika sem þarf til að eiga ár- angursrík samskipti við jafnaldra og fjölskyldu. Það leiðir svo aftur til þess að börnin verða af- skipt í hóp, félagsstarfi og skóla. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir BUGL, segir tilvísunarástæður geta verið af ýmsu tagi en börn með geðraskanir eigi oftar en ekki við samsettan vanda að etja. Þau greinast þá með fleiri en eina geðröskun og fylgiraskanir líka, oftast á sviði þroskafrávika. „Þá er ég ekki að tala um þroskahömlun, það er sjaldgæft, heldur sértæk þroskafrávik af ýmsu tagi eða frávik í fé- lagslegu samspili, svokölluðu einhverfurófi. Að- stæður barnanna eru líka mjög mismunandi en oftar en ekki fá þau of lítinn stuðning í skóla og þörfum þeirra ekki mætt þar. Svo eru fjöl- skylduaðstæður þeirra líka mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög góðar niður í það að vera mjög slæmar. Sum þessara barna hafa gengið í gegnum einelti og misnotkun, bæði lík- amlega og kynferðislega.“ Lyfjameðferð er í mörgum tilfellum veiga- mikill þáttur í meðferðinni og henni stýra sér- fræðilæknar. „Lyfjameðferð hefur fengið auk- inn sess á undanförnum árum í takt við auknar rannsóknir og þekkingu á geðröskunum barna. Fólk er almennt meðvitað um það. Það mæðir á okkur læknunum að taka afstöðu til þess hvort lyfjameðferð á við eða ekki,“ segir Ólafur. Lítill hluti lagður inn Barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss hefur verið starfrækt frá árinu 1970. Starfsemin, sem er til húsa á Dal- braut 12 í Reykjavík, skiptist í göngudeild og tvær legudeildir, aðra fyrir börn og hina fyrir unglinga. Einungis sérfræðilæknar BUGL geta lagt sjúklinga inn á legudeildirnar en aðeins lítill hluti skjólstæðinga BUGL er lagður þar inn. Sautján pláss eru á legudeildum BUGL, átta á barnadeild og níu á unglingadeild, og er það svipaður fjöldi og þegar deildin var sett á lagg- irnar. Plássin voru fleiri um tíma en eftir að langtímameðferðardeildinni á Kleifarvegi var BROTHÆTT BÖRN Geðræn vandamál fara ekki í manngreinarálit. Þau sneiða heldur ekki hjá einstökum þjóðfélagshópum, ekki einu sinni börnum og unglingum. Á Barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkra- húss (BUGL) starfar þverfag- legur hópur sérfræðinga að greiningu og meðferð ung- menna sem eiga við geðræn vandamál að stríða, bæði á göngudeild og tveimur legu- deildum. Mörg þessara barna eiga við mikla félagslega erf- iðleika að stríða og eru fyrir vikið utanveltu í tilverunni. Texti | Orri Páll Ormarsson | orri@mbl.is Myndir | Kjartan Þorbjörnsson | golli@mbl.is Vilborg G. Guðnadóttir deildarstjóri. Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.