Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 28
kvikmyndir
28 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristinn
Fjölskyldan Aðalleikarar Foreldra sem frumsýnd verður 19. janúar og börn þeirra. F.h. Nanna Kristín með stjúpdóttur sinni Önnu Kristínu
Kristinsdóttur. Við hlið þeirra eru bræður Nönnu, ofar er Pétur Rögnvaldsson sem leikur son hennar í myndinni og neðar er Bjarni Rögnvalds-
son. Þá er Áslákur Ingvarsson, Ingvar Sigurðsson faðir hans, fyrir framan Ingvar Sigurður sonur hans. Í rólu er Snæfríður og Hringur Ingv-
arsbörn. Við hlið rólunnar er Víkingur Kristjánsson og dóttir hans Stefanía. Við hlið Víkings er sonur hann Tómas.
K
vikmyndin Foreldrar verður
frumsýnd föstudaginn 19. jan-
únar nk.
Framleiðandi er Vesturport en
leikstjóri er Ragnar Bragason.
Hann er jafnframt handritshöfundur ásamt að-
alleikurunum þremur, Ingvari G. Sigurðssyni,
Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Víkingi
Kristjánssyni.
„Hugmyndin að þessari mynd tók að mynd-
ast fyrir um þremur árum. Þá byrjaði ég að
vinna með sex manna leikarahópi. Hann sam-
anstóð af fyrrnefndum þremur aðalleikurum og
þremur aðalleikurum í kvikmyndinni Börnum,
sem frumsýnd var í september á síðasta ári,
þeim Gísla Erni Garðarssyni, Ólafi Darra Ólafs-
syni og Nínu Dögg Filippusdóttur.“
Fannst ykkur mikið ósagt þegar gerð kvik-
myndarinnar Barna var lokið?
„Já, málið er að þessar tvær myndir eru í
raun afsprengi sama vinnuferils og þegar upp-
tökur fóru fram tók ég upp báðar myndirnar á
sama tíma. Ég kalla þetta tvíburamyndir.“
Persónur úr raunverulegum sögum
En hvað vakir fyrir ykkur með gerð þessara
mynda?
„Grunnhugmyndin var einhvers konar sam-
tal við nútímann, að fjalla um íslenskt fólk í nú-
tímaveruleik, bæði vandamál og persónulega
hluti. Allar persónurnar í hvorri mynd fyrir sig
voru unnar upp úr raunverulegum sögum að því
leyti að þær eiga sér fyrirmyndir. En auðvitað
voru þær lagaðar til og settar í dramatískt sam-
hengi.“
Hvernig gekk að fjármagna þetta verk?
„Það gekk – á endanum. Við kvikmyndagerð
er fjármögnun alltaf erfiðasti hlutinn. En við
gerðum þessar myndir á þann máta að kostn-
aðurinn yrði viðráðanlegur. Við byrjuðum með
tvær hendur tómar en eftir því sem verkinu
miðaði jókst tiltrú manna í umhverfinu. Þessi
mynd á rætur í sjöunda áratugnum að sumu
leyti, áratugnum þegar realistísk kvikmynda-
gerð er að fæðast. Það er ekki algengt núna að
búa til svart/hvítar myndir en okkur fannst það
henta efni myndanna, skapa ákveðinn einfald-
leika og setja persónurnar í forgrunn. En þegar
upp er staðið er það verkið sem talar fyrir sig.“
Foreldrar – samtal við
Fyrir þremur árum tók að
myndast hugmyndin að kvik-
myndinni Foreldrum sem frum-
sýnd verður 19. janúar nk.
Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi
við Ragnar Bragason leikstjóra
og þrjá aðalleikara mynd-
arinnar, en þetta fereyki samdi í
sameiningu kvikmyndahand-
ritið. Öll eru þau félagar í leik-
hópnum Vesturporti.
Sumt fólk hefur meira fyrir þvíen aðrir að eignast börn.Tækninni hefur fleygt fram
og ef börn koma ekki þegar þeirra er
óskað þá er farið að athuga málið.
Orsakir barnleysis geta verið marg-
víslegar – og óvæntar!
Ingvar E. Sigurðsson leikur í
kvikmyndinni Foreldrum tannlækni
sem hefur mikinn áhuga á að geta
barn með konu sinni en það gengur
vægast sagt ekki sem skyldi.
„Þessi karakter er barnið okkar
Ragnars,“ segir Ingvar.
„Í rauninni byrjaði þetta með því
að við settumst niður og komum okk-
ur saman um að ég fyndi mér karakt-
er sem mig langaði til að gefa líf. Okk-
ur kom saman um að ég fengi líka að
gera eitthvað sem ég hefði ekki áður
sýnt í kvikmynd, fíngerðari mann
sem væri að fást við eitthvað nost-
urslegt. Upphaflega vorum við
ákveðnir í að þetta yrði úrsmiður en
svo var ég heima að vinna karakter-
inn og þá fannst okkur úrsmiðurinn
ekki nógu félagslegur, tannlæknir
væri í beinna sambandi við fólk.
Ég byrjaði á að skrifa sögu manns-
ins frá fæðingu, alla hans barnæsku
og skólagöngu, ég á til efni í ævisögu
þessa manns – Óskars Sveins Bene-
diktssonar.“
Er ævisagan hans eitthvað svipuð
þinni?
„Auðvitað er hún eitthvað skyld.
Hann er úr stórum systkinahópi eins
og ég og er yngstur. Við erum sex
systkinin en Óskar Sveinn er yngstur
fimm systkina – það kemur þó aldrei
fram í myndinni.“
Hefur þú svona mikinn áhuga á
börnum eins og umræddur tann-
læknir?
„Já en ég lenti ekki í neinum vanda
við að eignast börn, þau eru fjögur og
komu þegar þeirra var óskað. En ég
þekki fólk sem hefur glímt við barn-
leysi – reynt mikið til að eignast barn
og loks tekist það. Ég veit líka um
dæmi þar sem það hefur ekki tekist.“
Tannlæknirinn þinn er einlægur?
„Já, hann er af góðu fólki, er
bónda- og prestssonur, hann missir
mömmu sína á menntaskólaárum. Þú
heyrir að þetta er í mínum huga bráð-
lifandi maður.“
Líf Óskars Sveins opið
– fullt eftir!
Ertu sáttur við örlög hans í mynd-
inni?
„Í huga mínum er líf hans opið, það
er ekki búið, það er fullt eftir.“
En hvað með tannlækninn sem
uppalanda?
„Hann tekur við stálpuðum börn-
um og ef ég á að segja eins og er þá
finnst mér hann hafa verið of ragur
við að taka af skarið og taka við föð-
urhlutverkinu. En þetta er af því að
börnin eiga annan pabba og Óskar
sýnir því of mikla tillitssemi. Kannski
eiga þau eftir að meta verk hans síð-
ar.“
En hvað með framferði eiginkon-
unnar?
„Ég held að hennar hátterni
helgist af því hvernig Óskar er.
Hann er sem fyrr sagði alltof tillits-
samur og nærgætinn í samskiptum,
hræddur við að raska ró annarra,
hún lætur því reka á reiðanum meira
en hún hefði gert ella.“
Hvað með þig sjálfan sem uppal-
anda?
„Allir geta skellt skuldinni á for-
eldra sína fyrir eitthvað en ég hef
haft að leiðarljósi að börnum mínum
líði vel, hver svo sem uppskriftin er
fyrir því.“
Afdrifaríkur atburður gerist í
Finnlandi í lífi tannlæknisins?
„Já, Óskar var í framhaldsnámi í
munnholslækningum og það hafði
sínar afleiðingar. Í framhjáhlaupi
get ég getið þess að í ævisögu hans
kemur fram að hann gerði við tenn-
ur danska kóngafólksins en það
kemur ekki fram í myndinni. Þá þén-
aði hann vel enda einhleypur þá.“
Má vænta framhalds á ævisögu
tannlæknisins?
„Ég býst ekki sérstaklega við því
en það getur vel verið að ég haldi
áfram að skrifa ævisögu Óskars
Sveins Benediktssonar.“
Kann að vera að þú ætlir að skipta
um vettvang og gerast rithöfundur?
„Nei, en það er alltaf töluverð
hvíld í því fyrir hvern sem er, hvaða
starfi sem menn gegna, að grípa í
eitthvað annað, hvort sem það er að
taka hljóðfæri eða blýant. Stundum
getur það nýst beint í starfi, t.d. í
leikarastarfinu.“
Er ekki talsvert öðruvísi að fá að
búa svona til persónu heldur en fá
hana nánast fullskrifaða í leik-
handriti?
„Maður hefur lent í minni verk-
efnum þar sem maður hefur unnið
með spuna, t.d. í stuttmynd sem ég
gerði með Katrínu Ólafsdóttur og
Reyni Lyngdal. Þar var búinn til
söguþráður sem svo var bætt ofan á.
Hvert einasta verkefni er einstakt
og það er misjafnt hvað manni finnst
maður eiga mikið í því.
Eins og Óskar Sveinn kemur fyrir
á tjaldinu þá er hann „barn“ okkar
Ragnars, ég eigna mér hann ekki al-
veg, en það líf sem ég gef honum er
samkvæmt mínum forsendum.“
Þú hefur leikið í mörgum kvik-
myndum – er kvikmyndaleikurinn
nú orðinn þitt aðalstarf?
„Nei, þetta hefur hingað til verið
blandað en kvikmyndaleikurinn hef-
ur komið sterkar inn í seinni tíð.
Bæði kvikmyndaleikur og sviðs-
leikur er skemmtilegur – maður
reynir að haga því þannig að það sé
gaman í vinnunni. Enginn leikari vill
festast í sama hjólfarinu. Allir vilja
halda áfram, hvaða starfi sem þeir
gegna. Ef manni finnst sjálfum að
maður sé að þróast – þó ekki sé
nema svolítið – þá er það gleðiefni.“
„Barnlausi“ tannlæknirinn!
Vænn Ingvar sem Óskar Sveinn ásamt Jónu Guðrúnu Jónsdóttir sem leikur
eiginkonu hans í myndinni Foreldrar og reynist ekki hreinlunduð.