Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 15
aðeins sjúklingar sem verið höfðu á
legudeild þessarar þjónustu en í
seinni tíð hefur þetta jafnframt náð
til sjúklinga á göngudeild.
Mikið mæðir á bráðateyminu en
þar kemur alltaf einn sérfræðilæknir
að málum. Bráðamálum hefur fjölg-
að ört á síðustu árum. Voru 98 árið
2003 en 155 í fyrra (sjá töflu).
Gísli Baldursson, læknir á BUGL,
segir að mál sem gefa tilefni til
bráðamats geti verið af ýmsu tagi en
algengast er að þar séu á ferðinni
sjálfsskaðatilraunir og jafnvel sjálfs-
vígshætta. Einnig alvarlegt þung-
lyndi, geðrofseinkenni og óútskýrður
skapofsi sem veldur miklum usla í
umhverfinu.
Vímuefnamál eru sjaldan skil-
greind sem bráðamál hjá BUGL, þar
kemur frekar til kasta barnavernd-
aryfirvalda.
Vilja sinna allri
vaktþjónustu sjálfir
Bráðamál koma nær eingöngu á
BUGL á dagvinnutíma en á kvöldin
og um helgar verður fólk að leita til
fullorðinsgeðdeildar Landspítalans
við Hringbraut. Fá bráðamál koma
þó þangað enda er þeim að jafnaði
beint til BUGL, þar sem fagþekk-
ingin er mest á þessu sviði.
Gísli segir lækna BUGL lengi hafa
óskað eftir því að sinna alfarið sinni
vaktþjónustu sjálfir en af því hefur
enn ekki orðið. „Það liggur í hlut-
arins eðli að það getur verið erfitt að
fara með börn upp á fullorð-
insgeðdeild að kvöldi eða um nætur,
jafnvel á sama tíma og verið er að
koma með áfengissjúklinga og fíkni-
efnaneytendur.“
Þeir Ólafur benda líka á að búast
megi við að þjónustan verði betri fyr-
ir skjólastæðingana ef hún fari öll
fram á sama stað og að um nauðsyn-
legt skref sé að ræða ef lág-
marksnýliðun á að geta orðið í sér-
greininni barna- og unglinga-
geðlækningum.
Um langt árabil hefur staðið til að
stækka húsakynni BUGL. Eins og
lýðum er ljóst hefur það dregist en
nú eru hjólin loksins farin að snúast.
Búið er að samþykkja að stækka
deildina í þremur áföngum. Stefnt er
að því að fyrsti áfangi verði tekinn í
notkun vorið 2008, 1.000 fermetra
hús undir starfsemi göngudeild-
arinnar. Annar áfangi er bætt að-
staða fyrir iðjuþjálfun og skóla og
þriðji áfangi bætt aðstaða fyrir legu-
deildina. Þá fyrst myndi plássum
geta fjölgað.
Hluti af nýju sjúkrahúsi
Ólafur sér BUGL sem hluta af
nýju háskólasjúkrahúsi við Hring-
braut til framtíðar en húsnæðismál
deildarinnar hafi verið svo aðkallandi
að ekki hafi verið unnt að bíða með
framkvæmdir við Dalbraut.
Vilborg tekur undir þetta enda
geti legudeildirnar ekki þróað sig
áfram eins og staðan er nú vegna
þröngs húsakosts. Sérstaklega sé að-
staða fyrir foreldra og aðstandendur
bágborin. „Samt kvartar þetta fólk
aldrei. Ég dáist að viðhorfi þess, því
líður greinilega mjög vel hérna hjá
okkur. En það breytir því ekki að að-
staðan er ekki viðunandi. Nú sjáum
við fram á bjartari tíð.“
Starfsemi BUGL fer fram víðar en
á Dalbrautinni. Deildin er með þjón-
ustusamning við Barnaverndarstofu
og SÁÁ og fara læknar þaðan reglu-
lega á meðferðarstöðvarnar Vog og
Stuðla í Grafarvoginum og veita ung-
lingum þjónustu þar. Ólafur segir að
þetta samstarf hafi gengið ákaflega
vel og mikil ánægja sé með það af
beggja hálfu. „Þetta er mjög til hags-
bóta fyrir unglinga sem eiga við sam-
settan vanda að stríða, þ.e. mikla
andfélagslega hegðun, vímuefna-
vanda og geðraskanir. Þetta er erf-
iður hópur við að eiga.“
Og starfsmenn BUGL fara víðar.
Þannig sjá sálfræðingar deildarinnar
um sálfræðiþjónustu á Barnaspít-
alanum. BUGL á einnig í samstarfi
við Greiningarstöðina í Kópavogi
enda þótt það hafi ekki verið form-
lega innsiglað með samningi. Þá er
BUGL í samstarfi við teymi á heilsu-
gæslunni í Grafarvogi sem vinna að
geðheilbrigðismálum barna- og ung-
linga. Loks er ákveðin tilraunastarf-
semi í gangi á heilsugæslunni í
Glæsibæ hvað varðar handleiðslu.
» Svo eru fjölskyldu-aðstæður þeirra líka
mjög mismunandi, allt
frá því að vera mjög
góðar niður í það að vera
mjög slæmar. Sum þess-
ara barna hafa gengið í
gegnum einelti og mis-
notkun, bæði líkamlega
og kynferðislega.
F élagsfundur Barnageðlækna-félags Íslands, haldinn 7.12. ’06,sendi Siv Friðleifsdóttur heil-
brigðisráðherra eftirfarandi álykt-
un:
„Barna- og unglingageðlækningar
eru sú sérgrein sem sinnir greiningu
og meðferð barna og unglinga með
geðræn vandamál til 18 ára aldurs
ásamt því að veita úrræði til forvar-
nar. Sérgreinin byggir á skilningi á
eðlilegum þroskaferli barna ásamt
þekkingu á því orsakasamhengi sem
liggur að baki þróunar geðræns
vanda hjá börnum og unglingum.
Kjarni sérgreinarinnar liggur í
þekkingu og skilningi á lækn-
isfræðilegum, líffræðilegum, sál-
fræðilegum og félagslegum þáttum.
Sérfræðingur í barna- og ung-
lingageðlækningum hefur víðtæka
faglega þekkingu á þessum sviðum.
Hlutverk hans er því greining og
meðferð á öllum tegundum geðræns
vanda hjá börnum og unglingum. Í
því skyni stýrir hann greiningu og
meðferð í samvinnu við annað fag-
fólk, oftast innan þverfaglegs teymis.
Sérfræðingur í barna- og unglinga-
geðlækningum veitir ráðgjöf varð-
andi geðraskanir barna og unglinga
til heilsugæslu, barnaverndar, fé-
lagsþjónustu, skóla, leikskóla og
jafnframt til barnalækna, lyflækna
og geðlækna.
Staða sérgreinarinnar á Íslandi er
ekki sterk. Enginn læknir er nú í sér-
fræðinámi sem er í ósamræmi við
það sem gerist í nágrannalöndunum
þar sem fleiri og fleiri unglæknar
sýna sérgreininni áhuga. Félagið
hefur ítrekað bent á mikilvægi þess
að skapa aðstæður sem vekja áhuga
á sérgreininni því mikil og vaxandi
þörf er á sérfræðiþjónustu í barna-
og unglingageðlækningum. Borið
saman við nágrannalönd sýna tíðni-
tölur að á Íslandi fær aðeins lítill
hluti þeirra sem þurfa á sér-
fræðiþjónustu viðeigandi aðstoð.
Einnig má geta þess að Ísland er eina
landið í Evrópu sem ekki er með pró-
fessorsstöðu í barna- og unglinga-
geðlækningum.
Sérfræðiþjónusta í barna- og ung-
lingageðlækningum verður ein-
göngu veitt af sérfræðingum í sér-
greininni. Það ætti að vera augljóst
að sérfræðiþjónusta verður einungis
veitt af viðurkenndum sérfræð-
ingum. Þess vegna hefur það vakið
furðu félagsins að heilbrigð-
isráðherra hefur tekið þá ákvörðun
að vísa frumgreiningu og meðferð
vægari geð- og hegðunarvandamála
hjá börnum á höfuðborgarsvæðinu
að 18 ára aldri til Miðstöðvar heilsu-
verndar barna. Engin sérfræðiþekk-
ing á sviði barna- og unglingageð-
lækninga er við stofnunina.
Félagsfundur Barnageðlækna-
félags Íslands mótmælir með ofan-
greindum rökum þeirri leið sem ráð-
herra hefur valið að fara með því að
flytja barna- og unglingageðlækn-
ingar til starfsmanna sem hafa ekki
formlega menntun eða starfsreynslu
í geðheilbrigðismálum barna og ung-
linga. Barnageðlæknafélagið getur
því ekki stutt þessa tillögu í núver-
andi mynd en lýsir sig sem fyrr tilbú-
ið til samstarfs um leiðir til að bæta
geðheilbrigðisþjónustu barna og
unglinga á Íslandi.“
MÓTMÆLA LEIÐ
RÁÐHERRA