Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 32

Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 32
32 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ 16. janúar 1977: „Fréttir berast og um víðtækar and- ófsaðgerðir í Austur- Þýskalandi. Þar hafa stjórnvöld neyðst til að grípa til rússnesks for- dæmis um brottvísun úr landi. Nægir í því efni að minna á a-þýzka listamann- inn Wolf Biermann, sem telur sig sósíalista. Síðustu fréttir greina frá fangelsun fólks sem leyfði sér að mót- mæla útlegð Biermanns. Áþekk dæmi væri hægt að tína til úr flestum A- Evrópuríkjum. Sú spurning leitar því á hugi manna, hvort þetta stjórnkerfi, sem hefur valdið fleiri mönnum vonbrigðum en nokkurt annað, muni fyrr en menn hingað til hafa gert ráð fyr- ir gliðna innan frá. Sú spurning styðst við þá stað- reynd, að það er hægt að fangelsa og lífláta menn en ekki skoðanir og hugsjónir. Þær lifa af hvers konar of- beldi og skepnuskap.“ . . . . . . . . . . 11. janúar 1987: „Í október síðastliðnum voru tíu ár lið- in frá því að menning- arbyltingunni svonefndu lauk í Kína. Á tímum bylt- ingarinnar gengu náms- menn um að skipun stjórn- valda og kröfðust skilyrðislausrar hlýðni við kenningu Maós. Á árinu 1978 ákváðu kínversk stjórnvöld, undir forystu Dengs Xiaoping, að tekin skyldi upp ný efnahags- stefna og stefnt að opnu þjóðfélagi. Síðastliðið sumar var formlega ákveðið, að setning, sem höfð er eftir Maó og varð stefnuatriði kínverskra kommúnista 1956: „Látum hundrað blóm blómstra og hundrað skoð- anir keppa“ ætti ekki ein- ungis við um vísindi heldur einnig stjórnmál. Nú er það yfirlýst stefna stjórnvalda í Peking, að almenningi sé ekki aðeins heimilt að ræða um stjórnmál heldur er fólk hvatt til að láta í ljós eigin skoðanir á þeim.“ . . . . . . . . . . 12. janúar 1997: „Kjarni málsins, ef byggt er á hugs- un Jónasar H. Haralz, hlýt- ur að vera þessi: Þegar fiskveiðar við Ís- landsstrendur voru ótak- markaðar gat hver einasti Íslendingur sótt sjóinn, ef honum sýndist svo. Þegar fiskveiðar voru takmark- aðar var þessi réttur tekinn af landsmönnum. Eiga þeir þá ekki skv. hugmyndum Jónasar H. Haralz að fá greiddar bætur fyrir, að þessi réttur var af þeim tekinn? Áður en kvótakerfið var tekið upp voru veiðar takmarkaðar með ýmsum hætti. Átti að greiða bætur fyrir það? Annað dæmi er þó nærtæk- ara: ef útgerðarmenn eiga að fá bætur fyrir skertan veiðirétt, hvað þá um sjó- mennina sjálfa? Með tak- mörkun á rétti til fiskveiða hefur atvinnuréttur þeirra verið skertur. Ef greiða á útgerðarmönnum bætur fyrir skertan atvinnurétt, hvers vegna þá ekki sjó- mönnum? Raunar er annar hópur fólks, sem einnig hef- ur orðið fyrir búsifjum vegna skerts veiðiréttar, en það er fiskvinnslufólk.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KOSIÐ UM ÁLVER Andstæðingar þess, að nýtt álverrísi í Helguvík, efndu til fundarí Reykjanesbæ á föstudags- kvöld. Þar kom fram krafa um að efnt yrði til kosningar á Suðurnesjum um þau áform. Þetta er auðvitað sjálfsagt mál. Morgunblaðið hefur ítrekað lýst þeirri skoðun, að íbúar í viðkomandi sveitarfélögum eigi að taka ákvarðanir um meiri háttar mál í almennri at- kvæðagreiðslu innan viðkomandi byggðarlags. Ef það er gert eru mál af- greidd með svo lýðræðislegum hætti, að enginn getur í kjölfar slíkrar at- kvæðagreiðslu haldið uppi stöðugu andófi árum saman, hver svo sem nið- urstaðan verður. Hafnfirðingar hafa tekið ákvörðun um að efna til atkvæðagreiðslu í bæj- arfélaginum um stækkun álversins í Straumsvík. Það er rétt og eðlileg ákvörðun. Með sama hætti er sjálfsagt að íbúar í þeim sveitarfélögum, sem málið varð- ar, taki ákvörðun um álver í Helguvík og hið sama á raunar við um hugsan- legt álver í nágrenni Húsavíkur. En jafnframt er ástæða til að undir- strika, að það er ekkert sjálfgefið, að stækkun álvers í Straumsvík eða bygging álvers í Helguvík verði felld í almennri atkvæðagreiðslu íbúa á við- komandi stöðum. Raunar benda skoð- anakannanir, sem gerðar hafa verið fyrir norðan, til þveröfugrar niður- stöðu, að víðtækur stuðningur geti verið við álver. Afstaðan til þess, hvort atkvæða- greiðsla skuli fara fram, á hins vegar ekki að byggjast á því hver líkleg nið- urstaða sé. Hún á einfaldlega að byggjast á því, að eðlilegt er að fólkið sjálft í þeim sveitarfélögum, sem um er að ræða, taki slíkar ákvarðanir í al- mennri atkvæðagreiðslu. Það er lýð- ræði. Almenningur nú til dags hefur að- gang að öllum sömu upplýsingum og kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum eða á Alþingi. Þess vegna er eðlilegt að þegar um stór mál er að ræða séu ákvarðanir teknar í almennum at- kvæðagreiðslum. Stuðningur við þessa lýðræðislegu málsmeðferð hefur stóraukizt. Senni- lega eiga langvinnar umræður um Kárahnjúkavirkjun verulegan þátt í því. Hefði Kárahnjúkavirkjun verið lögð undir þjóðaratkvæði eru miklar líkur á því, að niðurstaðan í þjóðarat- kvæðagreiðslu hefði orðið afgerandi. Það er ekki hægt að deila við þann dómara, sem þjóðin sjálf er. Með tilvísun til þessara röksemda er ástæða til að hvetja þær sveitarstjórn- ir, sem um er að ræða á Suðurnesjum, til þess að taka vel í hugmyndir and- stæðinga álvers í Helguvík um að kosning fari fram um þetta stóra mál. Spurningar um slíkar atkvæða- greiðslur koma nú upp aftur og aftur. Það er tímabært að festa þessa aðferð við ákvarðanatöku í sessi og ganga þannig frá löggjöf um ýmist þjóðarat- kvæði eða atkvæðagreiðslu í ein- stökum sveitarfélögum að fram- kvæmdin geti orðið tiltölulega óumdeild og að nokkuð augljóst verði hvenær efna eigi til atkvæðagreiðslu og hvenær ekki. Þær hugmyndir, sem fram hafa komið á erlendum vettvangi, að þróa fulltrúalýðræði 20. aldarinnar áfram til opins lýðræðis 21. aldarinnar, eru stórfenglegar. Lengra verður ekki komizt í uppbyggingu hins lýðræðis- lega samfélags. Hvers vegna skyldu menn vera á móti lýðræði? Hvers vegna skyldu kjörnir fulltrúar vera andvígir því að fólkið sjálft fái að segja sitt? Einu rök- in, sem gætu verið gegn þessari stjórn- unaraðferð, væru þau, að sá almenn- ingur, sem ákvörðun tæki í almennri atkvæðagreiðslu, hefði ekki nægilegar upplýsingar undir höndum. En nú hafa allir aðgang að sömu upplýsingum. E itt helzta einkenni stjórnmál- anna í upphafi kosningaárs er markviss viðleitni Samfylking- arinnar til þess að skapa and- rúmsloft og jarðveg fyrir sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn að kosningum loknum. Þetta gera talsmenn Samfylkingarinnar með tvennum hætti. Annars vegar með því að gera lítið úr því, að einhver alvara liggi að baki hugmyndum um samstarf stjórnarandstöðuflokkanna þriggja í ríkisstjórn og hins vegar með því að tala við marga áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum og lýsa beint og umbúðalaust áhuga á samstarfi þessara tveggja flokka. Þessi viðleitni Samfylkingarinnar sýnir mjög ákveðinn vilja til þess að komast í ríkisstjórn. Hann er skiljanlegur. Takist það ekki að þessu sinni má gera ráð fyrir að kynslóð Ingibjargar Sólrúnar og Össurar Skarphéðinssonar hverfi frá völdum í Samfylkingunni á allra næstu ár- um og alveg nýtt fólk taki við. Hins vegar sýna þessar þreifingar Samfylkingarinnar að for- ystumenn hennar hafa takmarkaðan áhuga á og takmarkaða trú á að ríkisstjórn stjórnarand- stöðuflokkanna þriggja geti gengið til fram- búðar. Þar kemur aftur tvennt til: ákveðinn kuldi í samskiptum Samfylkingar og Vinstri grænna og hins vegar vaxandi fyrirvari á því, að Frjálslyndi flokkurinn verði samstarfshæfur í ríkisstjórn vegna þess hvernig þingflokkur þess flokks er skipaður og vegna ágreinings- mála þar innan dyra. En þess ber að gæta að auðvitað gæti Framsóknarflokkurinn átt eftir að koma að slíku samstarfi en ekki Frjálslyndi flokkurinn. Formannsskiptin í Sjálfstæðisflokknum hafa auðveldað þessa stefnubreytingu innan Sam- fylkingarinnar. Núverandi forysta Samfylking- ar leit á Davíð Oddsson sem sinn höfuðóvin á vettvangi stjórnmálanna og liggur raunar við, að hún geri það enn. Samstarf við Sjálfstæð- isflokk Geirs H. Haarde er frá þeirra sjón- armiði séð auðveldara. Svo kann auðvitað vel að vera, að forystusveit Samfylkingarinnar vilji eiga allra kosta völ að kosningum loknum, sem er skiljanlegt út frá þeirra hagsmunasjónarmiði séð. Það hefur gjarnan verið svo, að vinstri flokk- arnir hafa talið sér bæði skylt og nauðsynlegt að gera fyrst tilraun til að mynda ríkisstjórn á vinstri kantinum áður en þeir færu að hugsa um aðra hluti og skýrt það m.a. með því að það sé nauðsynlegt vegna baklandsins í báðum flokkunum. Þetta viðhorf er að breytast og myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur sl. vor á mikinn þátt í þeirri hugarfarsbreyt- ingu. Bæði Vinstri grænir og Frjálslyndi flokk- urinn líta svo á, að þeir hafi misst af þeim strætisvagni vegna þess að þeir hafi ekki verið nógu snöggir að ganga hiklaust til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn. Í hópi Vinstri grænna er sú afstaða að verða áberandi að þeir eigi ekki að taka þátt í neinum tilgangslausum forleik að loknum næstu kosn- ingum og hið sama má segja um Samfylkinguna að einhverju leyti. Ágreiningsmál innan Samfylkingarinnar hafa einnig áhrif á gerðir forystu hennar í þessum efnum. Andstæðingar Ingibjargar Sólrúnar inn- an flokksins líta svo á, að takist henni ekki að tryggja flokknum setu í næstu ríkisstjórn verði dagar hennar taldir sem formanns og að hún muni láta af formennsku á fyrsta landsfundi flokksins að loknum kosningum, sem þá yrði væntanlega ekki fyrr en á árinu 2009. Framsóknarmenn sitja á hliðarlínu, sem markast m.a. af erfiðri stöðu þeirra í skoð- anakönnunum. Þeir geta að vísu bent á, að það hafi gerzt áður og þeir náð sér á strik í kosn- ingabaráttunni, sem er rétt. Hins vegar hafa vaknað efasemdir innan flokksins um möguleika nýs formanns á að breyta þessari stöðu. Jón Sigurðsson hefur jákvæð áhrif fyrir flokkinn, þegar hann talar en hann talar of sjaldan. Inn- an flokksins hafa komið upp raddir um að staða utan ríkisstjórnar væri ekki það versta, sem gæti komið fyrir flokkinn. Viðkvæmni þeirra gagnvart slíkum umræðum kom hins vegar vel í ljós hér á síðum Morgunblaðsins fyrir nokkrum dögum. Í Staksteinum var bent á þennan mögu- leika, sem varð til þess, að sá mæti maður, Jón Kristjánsson, fyrrum ráðherra, brást til varnar og taldi einkennilegt að einungis væri talað um Framsóknarflokkinn í þessu sambandi, sem hefði setið í ríkisstjórn í tólf ár en Sjálfstæð- isflokkurinn samfellt í sextán ár. Það virtist hins vegar hafa farið fram hjá Jóni Kristjáns- syni, að staða Sjálfstæðisflokksins meðal kjós- enda er allt önnur, ef marka má skoðanakann- anir, en Framsóknarflokksins. Og auðvitað byggjast vangaveltur um að það væri jafnvel æskilegt fyrir Framsóknarflokkinn að standa utan ríkisstjórnar um skeið á þeim veruleika, sem birtist í könnunum. Þótt stjórnmálamenn, sem koma illa út úr skoðanakönnunum, geri lít- ið úr þeim og bendi á, að það séu kosningarnar sjálfar sem skipta máli er alveg ljóst, að skoð- anakannanir endurspegla veruleikann meðal kjósenda hverju sinni. Ganga má út frá því sem vísu, að innan Sjálf- stæðisflokksins vilji menn halda öllum mögu- leikum opnum. Þar á bæ hefur verið ákveðinn vilji til þess að skoða samstarf við Vinstri græna af mikilli alvöru. Í því sambandi er ástæða til að benda á að nú fara fram kosningar í fyrsta sinn í meira en hálfa öld, þar sem bandarískt varnarlið á Keflavíkurflugvelli kem- ur ekki við sögu. Nú útilokar vera þess á engan hátt samstarf á milli Sjálfstæðisflokks og vinstri flokka. Þetta er auðvitað gjörbreyting á vettvangi íslenzkra stjórnmála, sem hefur leitt til alveg nýrrar stöðu á þeim vettvangi. Auðvit- að má segja, að eftir að kalda stríðinu lauk hafi þessi fyrirstaða ekki verið fyrir hendi að neinu marki. Það má til sanns vegar færa en þó er þetta alveg skýrt nú. Innan Sjálfstæðisflokksins er sterk umhverf- isverndarhreyfing, sem á rætur marga áratugi aftur í tímann, þegar Birgir Kjaran var einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og frum- kvöðull í umhverfismálum á pólitískum vett- vangi hér á Íslandi. Þeir sem hana skipa hafa séð marga möguleika í samstarfi við Vinstri græna á því sviði, þótt öðrum finnist umhverf- isverndarsjónarmið sumra þingmanna Vinstri grænna of öfgakennd. Það hefur líka eflt stuðn- ing við stjórnarsamstarf með Vinstri grænum innan Sjálfstæðisflokksins að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki bara notið lítilla vinsælda innan flokksins heldur hefur beinlínis verið mjög hörð andstaða innan Sjálfstæðisflokksins við samstarf við Samfylkingu undir hennar for- ystu. Að því leyti til má segja, að afstaðan innan Sjálfstæðisflokksins hafi verið svipuð gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu eins og innan Samfylkingar gagnvart Davíð Oddssyni. En þegar á heildina er litið verður að teljast ljóst, að langt sé síðan allir flokkar hafi gengið til kosninga með jafn opnum huga um samstarf í ríkisstjórn eftir kosningar og nú. Breytt staða viðskiptalífsins H agsmunir atvinnuveganna hafa lengi haft áhrif á það, hvernig stjórnmálaflokkar horfa til samstarfs sín í milli að kosn- ingum loknum. Á síðustu árum hefur það verið útbreidd skoð- un og það með réttu, að völd og áhrif í íslenzku samfélagi hafi færzt frá stjórnmálunum til við- skiptalífsins. Þetta hefur m.a. gerzt með vax- andi styrkleika bæði einstakra atvinnuvega og einstakra fyrirtækja, sem hafa jafnvel orðið þátttakendur í þjóðfélagsumræðum samanber yfirlýsingu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs, um hvalveiðar fyrir nokkru, sem hefur áreiðanlega styrkt stöðu andstæðinga hvalveiða vegna þess, að hún var ákveðin vís- bending um að þær röksemdir þeirra væru rétt- ar, að hvalveiðar mundu hafa neikvæð áhrif á viðskiptahagsmuni Íslendinga í öðrum löndum. Hin auknu áhrif viðskiptalífsins hafa valdið mörgum þeim, sem er annt um lýðræðislega stjórnarhætti, áhyggjum. Ef þróun samfélags- ins yrði sú, að peningar mundu í vaxandi mæli hafa áhrif á það hverjir næðu kosningu til Al- þingis og hvað þeir mundu gera væri hætta á ferðum. Að þessu hefur verið vikið í Morg- unblaðinu aftur og aftur á undanförnum árum. En seint á síðasta ári var þessari hættu eytt nánast með einu pennastriki og líklega hefur þjóðin ekki gert sér fyllilega grein fyrir því um hvers konar tímamót var að ræða. Frá og með þessu ári verður starfsemi stjórnmálaflokka að langmestu leyti fjármögnuð úr almannasjóðum. Þetta þýðir, að forystumenn í viðskiptalífi, sem áður höfðu aðgang að stjórn- málamönnum vegna peningalegs stuðnings við flokkana, hafa það ekki lengur. Þeir geta haft slíkan aðgang af öðrum ástæðum en ekki af þessum viðkvæmu ástæðum. Það kom mörgum á óvart, sem á annað borð hafa fylgzt með íslenzkum stjórnmálum í langan tíma, að samstaða um þetta skyldi nást á milli flokkanna. Líkleg skýring á því er sú, að ný kynslóð í viðskiptalífinu hafi fært sig upp á skaftið og gengið lengra í kröfugerð á hendur flokkunum öllum sem endurgjald fyrir fjárhags- legan stuðning en forystumönnum flokkanna Laugardagur 13. janúar Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.