Morgunblaðið - 14.01.2007, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 14.01.2007, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ með börn sín á sleðum eða þá á gönguskíðum. Það var þó eitt sem- skemmdi nokkuð skemmtilega göngu – það var ófögnuðurinn sem blasti við rétt vestan við Borg- arstjóraplan og Vígsluflöt. Þar hafði greinilega verið hópur manna á ferðinni kvöldið áður – til að skjóta upp flugeldum í kyrrðinni og fögru umhverfi. Það er í góðu lagi, en aftur á móti var það dap- urlegt að sjá hvernig fólk hafði gengið um svæðið. Þar var hópur fólks sem ber ekki virðingu fyrir umhverfi sínu, fór frá mörgum flugeldakössum, sem voru á víð og dreif – ásamt öðru drasli sem lá eins og hráviði út um víðann völl. Við blasti sjón- mengun í fögru umhverfi í Heið- mörkinni. Það er alltaf sárt að vera vitni að hvernig fólk gengur um umhverfi sitt, öðrum til leiðinda og ama. Sem betur fer kann meirihluti landsmanna að meta umhverfi sitt og bera virðingu fyrir því, en skussarnir eru því miður of margir sem skemma fyrir. Víkverji er einnþeirra sem hefur verið hlynntur reyk- ingabanni á opinber- um og fjölsóttum stöð- um – svæðum sem almenningur kemur saman á. Víkverji bíð- ur spenntur eftir þeg- ar reykingabann tek- ur gildi á veitingastöðum og kaffihúsum, þannig að menn geta notið mat- ar og veitinga án þess að vera í reykjamekki. Víkverji telur að það eigi strax að banna reykingar í bið- skýlum strætisvagna á Reykjavík- ursvæðinu. Það er óviðeigandi að sjá hvernig reykingamenn hrein- lega svæla þá sem reykja ekki – út úr biðskýlum er menn leyta skjóls þar sem beðið er eftir stræt- isvögnum í slæmum veðrum yfir vetrartímann. Forráðamenn Strætó bs. eiga strax að seta bann á reyk- ingar í biðskýlum. x x x Víkverji brá sér í gönguferð umHeiðmörkina sl. sunnudag, eða morguninn eftir Þrettándann. Aðstæður voru frábærar í fallegu veðri. Fólk var þar bæði gangandi,    víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Drottinn mun frelsa mig frá öllu illu og mig hólpinn leiða inn í sitt himneska ríki. Hon- um sé dýrð um aldir alda! Amen. (Tím. 4, 18.) Í dag er sunnudagur 14. janúar, 14. dagur ársins 2007 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Árás á bændur í leiðara ÉG er dyggur áskrifandi Morg- unblaðsins í áratugi og sjálfstæð- ismaður og bóndi. Mér ofbauð al- gjörlega leiðari Morgunblaðsins í gær, miðvikudaginn 10. janúar, þar sem enn einn nafnlaus leiðarinn réð- ist að okkur bændum og kenndi okk- ur um hátt matvælaverð. Ég vil benda Morgunblaðinu á það að við erum líklega eina stéttin sem búum við verðstöðvun á okkar vörum með- an öll okkar aðföng hafa hækkað í verði eins og hjá öðrum og það hefur verið margsýnt fram á að íslensk landbúnaðarvara vegur mjög lítið í matarkörfu heimilanna. Ég vil minna Morgunblaðið á að það eru ekki bændur hér á landi sem fljúga um í einkaþotum, það eru verslunar- eigendur en að þeim vill Morg- unblaðið ekki sneiða þar sem þeir borga auglýsingarnar í blaðið. Svo vil ég óska þess, miðað við breyting- arnar á blaðinu undanfarið, sem hafa að mörgu leyti verið góðar, að leið- arahöfundar blaðsins sjái sóma sinn í því að koma fram undir nafni. Morgunblaðið er alltaf að tala um úrelta landbúnaðarstefnu. Gaman væri að sjá einhvern blaðamann gera úttekt á því, því hún hefur breyst mikið á undanförnum árum. Sólveig Ólafsdóttir. KB jólagjöf ÉG las í Velvakanda 5. janúar sl. um jólagjöf sem KB Banki sendi við- skiptavinum sínum fyrir jólin. Þetta var svartur poki eða hetta og ekki stafur um hvernig ætti að nota þetta. Ég vísa í skrifara í Velvakanda 5. janúar, eins og ég stóð hann alveg á gati um til hvers þetta var ætlað. Ekki var þetta húfa því að hún náði niður á axlir, ég bretti upp á og enn var hún of víð og of síð, ég setti nælu í aðra hliðina og hugsaði þetta sem flottan hatt en allt kom fyrir ekki. Nú var ég alveg ráðalaus, hringdi í bankann og spurði hvað þetta væri sem þeir sendu mér. Nú, þetta er brauðkarfa til að hafa á borði, en margir hafa hringt vegna þessa, var svarið. Ég tók allt það brauð sem ég átti og setti í húfuna, það var ekki nóg svo að ég fór í frystinn og fann rúnstykki og fyllti upp með kexi en þvílík hörmung; kolsvört húfa full af brauði. Þetta passaði ekki við gömlu diskana mína (gekk bara ekki). Nú voru góð ráð dýr því þetta var umb- un fyrir þessar fáu krónur sem ég nurlaði saman, en allt í einu sá ég til hvers þetta var ætlað, ég er nefni- lega prjónakona og þegar ég setti þennan fína hatt á gólfið þar sem prjónadótið mitt var út um allt gekk þetta upp, allir hnyklar í hattinn og prjónaskapurinn ofan á. Þú sem kvartar yfir þessu, gefðu konunni þinni KB-hattinn og þá sit- ur hún róleg með prjónana sína og þú getur verið í tölvunni öll kvöld. Prjónakona í Hlíðunum. Íslensk tónlist ÉG vil skora á Hönnu Sigurð- ardóttur útvarpskonu að sinna betur íslenskri tónlist í þáttum sínum eftir hádegi. Hún er af góðum íslenskum tónlistarættum komin og ætti að hafa úr mörgu að velja. Það er þreytandi að fara alltaf út í amerísku regnkápunni, Out With My Over- coat, sem hún leikur viku eftir viku. Ég óska henni heilla og vaxandi smekkvísi. Pétur Pétursson, þulur. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 100 ára af-mæli. Í dag, 14. janúar, er 100 ára Mar- grét Björns- dóttir frá Ref- stað í Vopnafirði. Hún dvelur nú á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. 90 ára af-mæli. Í dag, 14. janúar, er níræður Hall- grímur Stein- grímsson, fyrr- verandi fisksali, Hringbraut 2a, Hafnarfirði. Hann og kona hans verða er- lendis á afmælisdaginn. 70 ára af-mæli. Í dag, 14. janúar, er sjötug Guðný Erna Sigurjóns- dóttir. Í tilefni þessara tíma- móta verður op- ið hús á afmæl- isdaginn frá kl. 17 í veislusal í Gullsmára 13. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags- blað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.