Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 54
54 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Kalvin & Hobbes
KOMDU ÚT ÚR TJALDINU
OG TAKTU PYLSUR MEÐ
HINIR Í HÓPNUM ERU AÐ
GRILLA SÉR KVÖLDMAT
Ó, EN
ÆÐISLEGT
ÞÝÐIR ÞAÐ AÐ ÉG
HAFI KOMIÐ MEÐ
ÞENNAN ÖRBYLGJU-
OFN TIL EINSKIS?
Kalvin & Hobbes
ÉG HELD AÐ VIÐ
ÆTTUM AÐ FARA
MÉR SÝNIST EITTHVAÐ AF
STÓRA
FÓLKINU
ÆTLA Í
TENNIS
Kalvin & Hobbes
KRÓKÓDÍLLINN
FLÝTUR Á TOPPI AMASON-
FLJÓTSINS
EINS OG MEINLAUS
TRJÁDRUMBUR LIGGUR
HANN HREYFINGALAUS
FLÓÐHESTUR
NÁLGAST OG
INNSIGLAR ÞANNIG
DAUÐA SINN
HVAÐ ERTU AÐ GERA
KALVIN? ER ALLT Í LAGI?
NÆR...
NÆR...
Litli Svalur
ÞETTA LÍTUR ALVEG ROSALEGA
VEL ÚT HJÁ ÞÉR. HVAÐ ERTU
MEÐ Í SAML0KUNNI?
?
KALDUR KJÚKLINGUR MEÐ...
VÁ! MÁ ÉG NOKKUÐ FÁ
PÍNU BITA HJÁ ÞÉR?
JÁ... ALLT Í LAGI...
FÁÐU ÞÉR SMÁ BITA
HEY!
GEYMDU EITTHVAÐ
HANDA MÉR!
ÚPS!
ÉG BORÐAÐI ALLA
SAMLOKUNA
ÞETTA LÍTUR ALVEG ROSALEGA VEL ÚT HJÁ
ÞÉR. HVAÐ ERTU MEÐ Í SAML0KUNNI?
MARGLYTTU, FYLLTA MEÐ
SOÐNUM HUNDAHEILUM. ÞETTA
ER FJÖLSKYLDU UPPSKRIFT
HA?! ER ÞÉR ALVARA? ERTU AÐ BORÐA ÞETTA?
HELDURÐU AÐ ÉG SÉ EINHVER VILLIMAÐUR?
ÞETTA ER SULTA
SPEKINGURINN SEGIR: „ÞEGAR ÚLFURINN
ER SVANGUR, SEGÐU HONUM ÞÁ AÐ
BELJAN ÞÍN SÉ MEÐ KÚARIÐU.“
SNIÐUGT!
MÁ ÉG
NOKKUÐ
FÁ BITA?
Umhverfisstofnun stendurfyrir röð fyrirlestrafram að sumri. Næst-komandi þriðjudag, 16.
janúar, mun Sigþrúður Stella Jó-
hannsdóttir líffræðingur og þjóð-
garðsvörður Þjóðgarðsins í Jökuls-
árgljúfrum flytja erindi sem ber
yfirskriftina Náttúrutúlkun.
Fræðsla gegnum upplifun
„Náttúrutúlkun er íslenskun á
enska orðinu „nature inter-
pretation“, og vísar til þess sem
kalla má óformlega fræðslu um
náttúru og sögu,“ segir Stella.
„Náttúrutúlkun varpar ljósi á
merkingu og tengsl hluta í um-
hverfinu með upplifun á náttúrunni,
frekar en t.d. beinni miðlun upplýs-
inga og staðreynda í kennslustofu.
Þetta má t.d. gera með gönguferð-
um með leiðsögn um náttúrusvæði,
með fræðsluskiltum eða svoköll-
uðum náttúrustígum. Einnig með
margmiðlunarsýningum eins og
finna má víða um land. Markmiðið
er ætíð hið sama: að mynda tengsl
milli gesta og umhverfis.“
Kennt er um náttúrutúlkun á
landvarðanámskeiðum Umhverf-
isstofnunar, en hugtakið var fyrst
mótað í þjóðgörðum Bandaríkjanna
á síðustu öld: „Við þekkjum t.d.
sagnahefð indíána af náttúrunni,
sem fela í sér bæði virðingu og boð-
skap. Náttúrutúlkun er framhald af
þeirri hefð, sem aðferð til að veita
fólki upplifun og þekkingu á nátt-
úrunni, og um leið auka virðingu
fyrir henni,“ segir Stella. „Það vill
gerast að fólk óttist náttúruna
vegna þess að það þekkir hana
ekki, og þá um leið er hætt við að
við viljum beita náttúruna valdi og
beisla hana – stundum með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum . Nátt-
úrutúlkun er tæki til að fræða og
upplýsa, og miðill fyrir almenning
til að þekkja náttúruna. Sumir hafa
einnig lýst náttúrutúlkun sem leið
til að gera vísindaleg rök sem liggja
að baki friðlýsingu svæða skilj-
anlegri. Þar er hið flókna tæknimál
vísindanna gert skiljanlegt og að-
gengilegt leikmönnum með ein-
faldri og skemmtilegri framsetn-
ingu. Þar skiptir upplifun í
náttúrunni miklu máli. Þekking
leiðir til virðingar og virðing til
verndunar.“
Fræðigrein og stjórntæki
Í fyrirlestri sínum hyggst Stella
fjalla um sögu og uppruna nátt-
úrutúlkunar sem fræðigreinar og
stjórntækis í þjóðgörðum: „Ég
fjalla um mismunandi aðferðir sem
nota má við náttúrutúlkun og mik-
ilvægi náttúrutúlkunar, en fyr-
irlesturinn er jafnt ætlaður almenn-
ingi sem og leiðsögumönnum og
landvörðum,“ segir Stella.
Fyrirlestur Stellu hefst kl. 17, í
húsi Umhverfisstofnunar, Suður-
landsbraut 24, 5. hæð. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill. Nánari
upplýsingar um fyrirlestraröð Um-
hverfisstofnunar má finna á slóð-
inni www.ust.is.
Næsti fyrirlestur verður 30. jan-
úar en þá munu Zulema s. Porta og
Brynhildur Briem fjalla um íblönd-
un bætiefna í matvæli.
Náttúra | Opinn fyrirlestur á vegum Um-
hverfisstofnunar á þriðjudag kl. 17
Möguleikar
náttúrutúlkunar
Sigþrúður
Stella Jóhanns-
dóttir fæddist á
Húsavík 1966.
Hún lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum
á Akureyri 1986,
BS-prófi í líf-
fræði frá Há-
skóla Íslands 1992 og meistaraprófi
í stjórnun friðlýstra svæða með
áherslu á fræðslu frá Háskólanum í
Idaho 2004.
Stella vann um skeið hjá Líf-
fræðistofnun Háskóla Íslands, en
hefur verið þjóðgarðsvörður í Jök-
ulsárgljúfrum frá árinu 1994. Stella
er gift Aðalsteini Erni Snæþórssyni
líffræðingi og kennara og eiga þau
tvo syni.
Myndbandið af síðustu stunduástralska sjónvarpsmannsins
Steves Irwins hefur verið eyðilagt.
Terri Irwin, ekkja krókódílaveið-
arans, sagði að lögreglan hefði lok-
ið sinni rannsókn á dauða manns-
ins síns og afhent henni
upprunalegu upptökuna og öll afrit
af henni og þeim hefði verið eytt.
Fréttavefur Yahoo skýrir frá
þessu en síðasta þáttaröðin sem
Steve Irwin gerði, Ocean’s Dead-
liest, verður sýnd í Bandaríkjunum
21. þessa mánaðar.
Steve Irwin lést við tökur þátta-
raðarinnar er gaddaskata stakk
hann í hjartastað. Sú upptaka hef-
ur nú verið eyðilögð og mun ekki
vera hluti af þáttaröðinni.
Átta ára dóttir Irwins, Bindi,
fetar nú í fótspor föður síns og
mun hún tala um villt dýr í sjón-
varpsþáttaröð sem birtist á næsta
ári á Discovery Kids-gervi-
hnattarásinni.
Fólk folk@mbl.is