Morgunblaðið - 14.01.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 14.01.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 23 ’Háskóli Íslands ætlar áframað vera arðbærasta fjárfesting samfélagsins.‘Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Ís- lands, eftir að undirritaður hafði verið samningur um þriggja milljarða viðbót- arframlag ríkisins stofnuninni til handa á næstu fimm árum. ’Ég hafði næstum spilað migtil bana.‘Óvirkur spilafíkill, sem spilaði frá sér um 30 milljónir króna á 15 ára tímabili. ’Mér hlýtur að hafa liðið velfyrst ég er búinn að vera hér öll þessi ár.‘Þórólfur V. Þorleifsson bílstjóri sem starfað hefur við sorphirðu í Reykjavík í fimmtíu ár og borgarstjóri heiðraði á mið- vikudag fyrir tryggð og dugnað. ’Mér er efst í huga sú ábyrgðsem mér er falin og ég tek áskoruninni.‘Sigrún Björk Jakobsdóttir sem ráðin hef- ur verið bæjarstjóri Akureyrar fyrst kvenna. ’Ég lýsi yfir mikilli óánægjuog vonbrigðum með þessa ákvörðun Breta, sem er tekin án nokkurs samráðs við íslensk stjórnvöld.‘Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra um þá ákvörðun breskra stjórnvalda að heim- ila á ný opnun endurvinnslustöðvarinnar í Sellafield í Skotlandi. Þar fer fram endur- vinnsla á kjarnorkuúrgangi en stöðinni var lokað árið 2005. ’Ég gat ekki annað en bjargaðlífi vinar míns.‘Guðjón Kristinsson sem gaf þýskum vini sínum í Bremen annað nýrað úr sér. ’Konur þurfa að glíma viðýmsar hömlur og því þykir mér jákvætt að koma hingað með sendinefnd kvenna frá Íslandi, ræða þessi mál og kynna okkar viðhorf.‘Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, sem fór í liðinni viku fyrir nefnd alþingiskvenna í opinberri heimsókn í Sádi-Arabíu. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tímamót Kristín Ingólfsdóttir rekt- or HÍ segir markmið skólans skýr. eitthvað sem minnir á tryggð við trúarleiðtoga svo nálgast ofstæki. En nú hefur boðskapurinn breiðst út og sífellt fjölgar í söfnuðinum. Apple-tölvur hafa aldrei verið jafnvinsælar hérlendis og á árinu sem var að líða. Má áreiðanlega rekja það til þess að iPod hefur ræki- lega slegið í gegn hérlendis og marg- ir kunna að meta hversu hann og iT- unes-forritið eru einföld í notkun. Þetta ryður brautina fyrir iPhone og segir Steingrímur Árnason, þróun- arstjóri Apple IMC á Íslandi, að aldrei fyrr hafi eins margar fyrir- spurnir borist Apple og nú varðandi nýja tækið. Símalínur hafi hreinlega verið rauðglóandi. Hann hefur trú á símanum og segir hann vera eitthvað sem markaðurinn vilji, nýjunga- gjarnir og tæknisinnaðir Íslendingar þar meðtaldir. Verður kominn fyrir jól Að sögn Steingríms kemur iPhone á markað hérlendis á sama tíma og annars staðar í Evrópu, fyrir næstu jól: „iPhone kemur á markað í Evr- ópu í desember og þá verður verðið kynnt en við höfum gjarnan skotið á 50 þúsund krónur án ábyrgðar.“ Sú spurning vaknar líka hvort hann verði seldur í læstri áskrift símafyrirtækja líkt og í Bandaríkj- unum en Steingrímur segir það með öllu óráðið á þessu stigi. „Verið er að meta hvað hentar á hverjum mark- aði fyrir sig,“ segir hann. Sjálfum finnst honum mest spenn- andi við iPhone að hann markar samruna smátölvu, farsíma og iPod í einu tæki. „Þetta minnir á eitthvað úr framtíðarkvikmynd,“ segir hann og eru áreiðanlega margir sammála þeirri fullyrðingu. Einnig því að iP- hone eigi eftir að breyta samskipta- munstri fólks, sem Steingrímur sam- sinnir aðspurður. „Örugglega. Það að komast í þráðlaust internetsam- band þar sem er þráðlaust net er frá- bær kostur, sem gerir fólki kleift að nota frekar spjallforrit og tölvupóst umfram SMS. Ég held að fram að þessu hafi farsímar verið of hægvirk- ir til að geta leyst þetta þótt margir hafi vissulega reynt.“ Jobs sagði á kynningunni frægu að iPhone hefði þá þýðingu að not- andinn væri hreinlega með allt lífið í vasanum í þessu eina litla tæki. Ég er allavega með lífið í lúkunum af ótta við að ég verði ekki komin með iPhone í töskuna nógu snemma. (Best að hringja í Steingrím og reyna að komast á óopinbera biðlist- ann.) iPhone á áreiðanlega eftir að vaxa hraðar úr grasi en Shiloh en það á örugglega eftir að rætast úr báðum draumabörnunum. en vel heppnuð heimsmeistarakeppni, sem þar var haldin 1994. Því má líka halda fram að frægð Beckhams hafi aldrei verið í samræmi við getu hans á knattspyrnuvellinum. Hann átti vissulega frábær ár hjá Manchester United þegar liðið var nánast ósigr- andi, og getur enn átt frábærar send- ingar og markskot. En Beckham hef- ur aldrei verið sérlega fljótur eða leikinn með knöttinn og í raun aldrei komist með tærnar þar sem leikmenn á borð við Zinedine Zidane og Ro- naldinho hafa hælana. Beckham á eft- ir að vekja mikla athygli í Bandaríkj- unum, en spurningin er hvort það verði ekki fremur í slúðurdálkum blaðanna en íþróttasíðum.             !   "  2007 Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 E N N E M M / S IA / N M 25 45 3 Bibione Planetarium – glæsileg gisting. 100% ánægja Salou og Pineda Ævintýraparadís fjölskyldunnar Búlgaría Golden Sands - perla Svartahafsins Hvergi meira frí fyrir peninginn! Fyrstu 500 sætin 10.000 kr. afsláttur á mann Veldu bestu gistingu na og fáðu mesta afsláttinn. Gildir ekki um flugs æti eingöngu. Einungis takmarkað ur fjöldi sæta í boði á hverri dagsetning u. Glæsileg hótel og íbúðir á frábæru verði! frá 29.990 kr. Bókaðu núna á www.terranova.i s Tryggðu þér bes tu gististaðina og lægsta verðið . Margar brottfarir uppseldar - bókaðu núna! Glæsilegir nýir gististaðir - tryggðu þér lægsta verðið! Frá 39.995 kr. Frá 49.595 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.