Morgunblaðið - 14.01.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 14.01.2007, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 19 að það rætist úr málum. Muntu koma aftur til starfa að ári? „Ég á ekki von á öðru. Maður heldur alltaf í vonina en það vek- ur ekki bjartsýni að æðstu stjórnendur LSH skuli ekki átta sig á þörfum barna- og unglinga- geðlækninga og að þeir hunsi ítrekuð sérfræðiálit og skýrslur um nauðsyn breytinga.“ Svo virðist sem upp sé komin algjör pattstaða? „Það eru til góðir leikir í stöð- unni. Málið snýst ekki um per- sónur heldur stjórnun og rekst- ur. Það er ekki þannig að við á BUGL eigum erfið samskipti við stjórnendur LSH,“ segja lækn- arnir. Hverju þarf að ykkar mati að breyta til að stjórnkerfi BUGL gangi upp? „Hér þyrfti að vera skýr stjórn BUGL sem bæri ábyrgð á rekstrinum og hinni klínísku þjónustu. Aðalatriðið er að það sé skýr fagleg og rekstrarleg yf- irstjórn sérgreinarinnar þar sem ábyrgðar- og valdsvið haldast í hendur. Brýnt er að fjárhagur deildarinnar sé vel aðgrein- anlegur. Loks þurfa stjórnendur deildarinnar alfarið að fara með mannaforráð og stýra þeim eins og þeir telja réttast til að ná markmiðum þjónustunnar. Mark- mið þjónustunnar hljóta að vera að veita bestu mögulegu með- ferð, sinna kennslu faghópa og leggja stund á rannsóknir.“ Væri hægt að ná þessu mark- miði enda þótt BUGL væri áfram hluti af geðsviðinu á LSH? „Það er ljóst að það er hár þröskuldur fyrir því að BUGL verði sérsvið en það má hæglega ná þessu markmiði þótt deildin verði að miklu leyti hluti af öðru sviði. Sem dæmi má nefna að á háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð eru barna- og unglinga- geðdeildirnar og fullorð- insgeðdeildirnar að vísu formlega innan sama sviðs en aðskildar rekstrar- og stjórnunarlega enda starfsemin mjög ólík. Til álita hefur komið að BUGL tilheyri barnasviði LSH en á því eru skiptar skoðanir. Frá sjónarhóli sjúklinganna, sem eru börn og unglingar, og fjölskyldna þeirra má segja að þeir eigi miklu meira sameiginlegt með þjónustu á barnasviði en á geðsviði.“ Einkarekin þjónusta Kæmi það að ykkar mati til álita að BUGL færi hreinlega út af spítalanum og þjónustan yrði einkarekin? „Við höfum séð annað eins ger- ast. Lítum t.d. á starfsemi Orku- hússins, þar sem bæklunarlæknar eru að veita afbragðsþjónustu, húðlæknastöðina og nú síðast glasafrjóvganir sem voru innan Landspítalans. Ekki vitum við annað en þessi starfsemi blómstri. Hugsanlega er það framtíðin í barna- og unglinga- geðlækningum að þær finni sér farveg utan spítalans. Kannski er það það sem stjórnendur hans vilja?“ »Ráðherra hefur ekki beitt sér fyrir þeim úrbótumsem skýrsluhöfundar telja nauðsynlegar heldur segir fyrirkomulag BUGL á ábyrgð stjórnar LSH T íu sálfræðingar starfa við greiningu og meðferðbarna og unglinga á BUGL. Meðal meðferð-arúrræða sem starfrækt eru af þeim, oft í sam- vinnu við fagfólk úr öðrum heilbrigðisstéttum, eru kvíðastjórnunarnámskeið, reiðistjórnun, sjálfsstyrk- ingarhópar, þunglyndishópar, þjálfunarnámskeið fyrir foreldra ofvirkra barna, félagsfælninámskeið og með- ferð í einstaklingsviðtölum. Páll Magnússon, yfirsálfræðingur BUGL, segir með- ferðarúrræðin byggjast á aðferðum hugrænnar atferl- ismeðferðar en það mun vera sérlega heppileg leið til að nálgast hegðunar- og tilfinningavandamál barna og unglinga. Eins og nafnið ber með sér beinist atferl- ismeðferð að ytri hegðunar- og atferliseinkennum fremur en tilfinningum og innri hvötum. Meðferðin tekur því beint á einkennum hegðunar. Með bættri hegðun breytast tilfinningar barnsins einnig. Hugræn nálgun bætir geðslag og hegðun með því að hafa áhrif á hvernig barnið hugsar. Túlkun manneskju á atburð- um hefur mótandi áhrif á það hvernig hún bregst við. Hugræn meðferð leiðir barnið inn á brautir raunhæfari og jákvæðari hugsanagangs. Áhersla er lögð á það hvernig rangsnúnar hugsanir leiða til tilfinninga- og hegðunarvanda. Páll nefnir þjálfunarnámskeið fyrir foreldra of- virkra barna á barnageðdeild sem dæmi um námskeið sem BUGL stendur fyrir. Starfsmenn á BUGL sem einnig starfrækja Fræðsluþjónustuna Eirð hafa síðast- liðin tvö ár haldið námskeið af þessu tagi en þjálfun sína hlaut þessi hópur í Bandaríkjunum. Páll segir námskeiðin hafa gefið góða raun og nú sé orðið ljóst að stofnunin er langt frá því að ráða við að anna þörfinni fyrir námskeið af þessu tagi. Bið eftir að komast á nám- skeið er á bilinu sex til tólf mánuðir. „Jafnframt má færa rök fyrir því að námskeiðahald af þessu tagi eigi ekki síður heima á 2. stigi heilbrigðisþjónustunnar og ekki eingöngu á 3. stigs stofnun á borð við BUGL,“ seg- ir Páll. Aukið vægi rannsókna Rannsóknir eru snar þáttur í starfi sálfræðinga BUGL og hefur því starfi vaxið fiskur um hrygg á um- liðnum árum. Það er ekki síst auknu samstarfi við Há- skóla Íslands að þakka. Páll segir að mikilvægur hluti af þessu starfi séu rannsóknir á mats- og greining- artækjum. Fjölmargar rannsóknir eru nú í gangi á BUGL og nefnir hann þar rannsóknir á greining- arviðtölunum K-SADS og DISC en einnig rannsóknir á matskvörðum á borð við SDQ, BPI og ofvirknikvarð- anum (ADHD Rating Scale). Páll gerir sérstaklega grein fyrir rannsókn á próf- fræðilegum eiginleikum íslenskrar útgáfu DISC- greiningarviðtalsins. Hún er unnin í samvinnu við sál- fræðinema í meistaranámi og þýðanda viðtalsins, Helgu Hannesdóttur barnageðlækni. Viðtalið er lagt tvisvar sinnum með 1–3 vikna milli- bili fyrir hundrað börn og unglinga sem koma til grein- ingar og meðferðar á BUGL. Niðurstöður eru bornar saman við matskvarða sem lagðir eru fyrir samhliða og mat á innri stöðugleika og endurtektaráreiðanleika. HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ Páll Magnússon yfirsálfræðingur. Jón S. Sigurjónsson, Hdl.& Löggiltur FFS. gsm: 893 3003, jon@vidskiptahusid.is Haraldur A. Haraldsson, Viðskiptafræðingur. gsm: 690 3665 haraldur@vidskiptahusid.is ● Nýtt glæsilegt tæplega 1.900 fm verslunar,- lager,- og skrifstofuhúsnæði, þar af 1.500 fm grunnflötur með allt 10 metra lofthæð og 4-6 stórum innkeyrsluhurðum. ● Stækkunarmöguleikar í milliloftum og einnig hægt að skipta húsinu í minni einingar. ● Mjög gott útisvæði með 41 bílastæði. ● Húsið er afhent tilbúið til innréttinga samkvæmt skilalýsingu 1. júlí 2007. ● Með tilkomu Sundabrautar er staðsetning í nálægð við hafnar- og miðborgarsvæðið. ● Kynningarmappa ásamt teikningum og skilalýsingu til afhendingar á skrifstofu. Til sölu eða leigu við Bæjarflöt 1 í Grafarvogi Þórhallur Björnsson, Lögg. leigumiðlari. gsm: 899 6520 thorhallur@vidskiptahusid.is Jóhann Ólafsson, Löggiltur FFS. gsm: 863 6323, johann@vidskiptahusid.is Félag fasteignasala

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.