Morgunblaðið - 14.01.2007, Qupperneq 29
nútímann
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 29
Hún lifir dularfullu lífi persón-an sem Nanna KristínMagnúsdóttir leikur í kvik-
myndinni Foreldrum og það er
hreint ekki allt sem sýnist í að-
stæðum hennar.
Getur hún talist til „venjulegrar“
móður að mati Nönnu Kristínar?
„Það verður að fara eftir því
hvernig maður skilgreinir venjulega
móður. Þar getur margt spilað inn í,
t.d. hvenær á lífsleiðinni konur eign-
ast börn. Þessi kona, Katrín Rós,
eignast sitt barn þegar hún er um 18
ára og hún hefur ekki tekið þátt í
uppeldisstörfunum frá því dreng-
urinn var rétt að byrja í skóla, þá
flutti hún til Svíþjóðar. En þarna er
hún komin aftur og vill taka við móð-
urhlutverkinu. Móðir hennar og
amma stráksins, sem annaðist hann
í fjarveru móðurinnar, treystir
henni ekki nægilega og það sem
verra er – Katrín Rós sjálf er ekki á
þeim stað í lífinu að hún viti hvert líf
hennar á að stefna. Hún er þannig
karakter að hún klárar engin mál,
hún getur varla tekið ábyrgð á
sjálfri sér, hvað þá barni, þótt móð-
urást sé vissulega fyrir hendi. Hún
hefur bara ekki ræktað hana og á
erfitt með að gefa af sér. Ég hugsa
nú að þetta sé ekki það sem fólk
venjulega sér fyrir sér hvað móð-
urhlutverk snertir.“
Hvaða fyrirmynd hafðir þú í sköp-
un og túlkun þessarar konu?
„Fyrirmyndin er viðtal sem ég las
í tímariti. Ég þekki þessa konu ekki
en saga hennar hafði áhrif á mig.
Svo þróaðist karakterinn í spuna-
vinnu og með tímanum.“
Ertu sjálf móðir?
„Ég á stjúpdótturina Önnu Krist-
ínu sem er stór hluti af lífi mínu.
Hún á að sjálfsögðu sína móður en
ég er meira „vinkona“ hennar. Það
er ábyrgð að vera stjúpforeldri sem
tekur þátt í uppeldi barns.
Með þessari sögu Katrínar Rósar
langaði mig að sýna hversu sam-
skipti foreldra og barna geta verið
brothætt. Það er erfitt að stökkva til
og ætla að yfirtaka móðurhlutverkið
ef maður hefur ekki alltaf verið til
staðar. Þetta er sérstaklega erfið
staða fyrir barnið. Drengurinn er í
myndinni settur í þá stöðu að þurfa
að velja á milli ömmu sinnar og móð-
ur. Börn þurfa oft að velja, t.d. þeg-
ar fólk skilur. Þar finnst mér of mik-
il ábyrgð lögð á litlar manneskjur.“
Hvernig uppeldi fékkst þú sjálf?
„Ég ólst upp hjá móður minni, en
þar sem hún var ung þegar hún átti
mig var ég líka mikið hjá ömmu
minni. Frá sex ára og fram á fullorð-
insár átti ég fósturföður. Hann var í
svipuðu hlutverki og ég er nú því ég
hef alltaf haft samband við pabba
minn. Mér hefur fundist fróðlegt að
kynnast svona sambandi frá hinni
hliðinni.
Mér fannst mjög ánægjulegt að fá
bróður minn Pétur Rögnvaldsson
sem meðleikara, hann leikur son
minn í myndinni. Það er 20 ára ald-
ursmunur á okkur en við höfum allt-
af verið góðir vinir, ég var mikið
með hann þegar hann var lítill. Svo á
ég yngri bróður, Bjarna, sem er tíu
ára, jafngamall stjúpdóttur minni.
Við eyðum öll talsverðum tíma sam-
an. Ætli ég leyfi mér ekki að vera
meira í uppeldishlutverki gagnvart
bræðrum mínum en stjúpdóttur.“
Ert þú einn af stofnendum Vest-
ursports?
„Já, ég og Víkingur lékum einmitt
saman í fyrstu uppfærslu Vest-
urports, sýningunni Diskópakki, en
þá vorum við til húsa með starfsem-
ina í litlum skúr á Vesturgötunni.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan þá. Nú setjum við upp sýn-
ingar hér heima og erlendis og erum
að auki komin út í kvikmyndafram-
leiðslu. Draumurinn var að gera
eitthvað stórt og hafa frelsi til að
skapa eigin list út frá eigin for-
sendum.
Þessi hópur hefur haldið saman
frá árinu 2000 og kemur úr nokkrum
árgöngum Leiklistarskóla Íslands
og Listaháskólanum. Ég var í síð-
asta hópnum sem útskrifaðist úr
fyrrnefndum skóla. Þess ber að geta
að í Vesturportshópnum er líka fólk
úr tónlistargeiranum og fleiri svið-
um sem snerta leiklistina. Upp-
runalega vorum við 13 en nú erum
við allnokkru fleiri.“
Langar þig að halda áfram kvik-
myndaleik?
„Já, það langar mig, mér finnst
þetta mjög skemmtilegt. Ég er núna
með tvö hlutverk í væntanlegum
kvikmyndum en hvorugt er komið
það langt á veg að hægt sé að tala
um það. Svo er ég líka að undirbúa
mitt draumaverkefni, þar sem ég er
í hlutverki framleiðanda og leik-
stjóra, en það verkefni er enn stað-
sett í tölvunni minni.“
Fyrirmyndin úr tímariti
Ringluð Nanna Kristín sem persónan Katrín Rós. Hún á í miklu sálarstríði.
Hann er að sumu leyti dæmigerður íslenskur faðir og að öðru leytialls ekki, maðurinn sem Víkingur Kristjánsson leikur í kvik-myndinni Foreldrar.
„Einar Birgir viðskiptafræðingur, sem vinnur við verðbréfaviðskipti,
er kannski algengari týpa sem faðir en maður heldur,“ segir Víkingur.
„Ég held að það sé ansi algengt að menn, rúmlega þrítugir, eigi í
nokkurri sálarkreppu og eigi dálítið erfitt með að höndla ábyrgð sína.“
Þekkir þú þetta af eigin raun?
„Það má segja að ég viti um svona dæmi en engin þeirra séu mér þó
mjög nákomin.“
En þú sjálfur?
„Ég hef að vísu upplifað sálarkreppu en það eru orðin nokkuð mörg ár
síðan og ég tel mig vera kominn yfir það skeið – vonandi!“
Hvaða möguleika telur þú að maður af þessu tagi eigi sem uppalandi?
„Hann á náttúrulega ekki mikla möguleika nema hann taki sig saman í
andlitinu og standi andspænis ábyrgð sinni. Það er ekki alltaf hægt að
hlaupa í burtu. Honum þykir vænt um barnið sitt og vill að sumu leyti
vera gott foreldri. Hann veit innst inni af hverju konan hans er að gefast
upp á honum. En það er oft erfitt að sætta sig við sannleikann – einkum
ef maður er þver og þrjóskur.“
Missti föður sinn 14 ára
Hvernig var þinn faðir?
„Minn faðir var afskaplega góður og gerði sitt besta. Það var nú oft
mjög mikið að gera hjá honum, hann var kaupmaður og síðar bóndi og
hafði því stundum lítinn tíma til að sinna okkur systkinunum sex. Hann
hafði meiri tíma eftir að hann gerðist bóndi, þá gáfust stundir frá bú-
skapnum og eins vorum við krakkarnir með honum í daglegum störfum.
En ég var svo óheppinn að missa föður minn af slysförum þegar ég var
14 ára.“
Hefur þú sjálfur haft hann að fyrirmynd í þínum uppeldisstörfum?
„Ég á 13 ára son og 6 ára dóttur. Við feðgarnir búum saman og ég
legg mikla áherslu á að vera til staðar og sinna þessum krílum eins mik-
ið og ég get. Dóttirin býr hjá móður sinni en heimsækir okkur feðga
oft.“
Stór plön – stolt af árangri
Nýtir þú á einhvern hátt reynslu þína í hlutverkinu?
„Nei, ég þurfti svolítið að kynna mér aðstæður þeirra manna sem eru
fyrirmynd að þessu hlutverki, þessi persóna var mér svolítið framandi.
En það var það skemmtilega við þetta ferli, að fá að sökkva sér svona
ofan í þá hluti með Ragnari Bragasyni. En ég get ekki neitað því að eitt-
hvað af mér sjálfum er í persónunni.“
Er þetta fyrsta stóra kvikmyndahlutverkið þitt?
„Já, ég hef verið í sjónvarpsþáttum og auglýsingum, mér nýttist sú
reynsla. Öll reynsla fyrir framan myndavélarnar nýtist og þótt sviðs-
reynsla sé ólík, þá nýtist hún líka. En kúnstin er að tempra leikinn en
hafa hann samt sannan.“
Hefur þú verið lengi með Vesturportshópnum?
„Ég er einn af stofnendum og er búinn að vera með frá upphafi. Við
vorum með stór plön í upphafi og ætluðum okkur að gera kvikmyndir og
við erum búin að gera mjög margt af því sem við lögðum upp með og er-
um afar stolt af því. Svo er bara að halda áfram.“
Faðir í sálarkreppu!
Ábyrðarlaus Víkingur Kristjánsson sem Einar Birgir ásamt Gunnari Hanssyni sem leikur vinnufélaga hans.
Innritun í símum 588-3630 og 588-3730, eða í skólanum að Síðumúla 17, tölvu-
póstur: ol-gaukur@islandia.is Í boði er fjölbreytt nám með vönduðu námsefni
fyrir alla aldursflokka, bæði byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér.
Nánari upplýsingar um skólann og námsleiðir er að fá á heimasíðunni:
www.gitarskoli-olgauks.is eða í skólanum á innrit-
unartíma, en innritað er alla virka daga kl. 14:00
til 17:00.
ww
w.g
itar
sko
li-o
lga
uks
.is
Hægt að fá leigða
HEIMAGÍTARA
kr. 3500 á önn
INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17
G
A
U
K
U
R
–
G
U
T
E
N
B
E
R
G
Heimasíða:
www.gitarskoli-olgauks.is
588-3630
588-3730