Morgunblaðið - 14.01.2007, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
menning
ÓFAGRA VERÖLD
Sun 21/1 kl. 20 4.sýning Græn kort
Fös 26/1 kl. 20 5.sýning Blá kort
Sun 28/1 kl. 20
Lau 3/2 kl. 20
Fös 19/1 kl. 20
Fim 25/1 kl. 20
Fös 2/2 kl. 20
Lau 10/2 kl. 20
Fös 16/2 kl. 20
SAN FRANCISCO BALLETTINN
Samstarfsverkefni Listahátíðar í
Reykjavík og Borgarleikhússins.
Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20
Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14
Lau 19/5 kl. 20 Sun 20/5 kl. 14
Sun 20/5 kl. 20
Miðaverð 4.800
Í kvöld kl.20 AUKASÝNING
Lau 20/1 kl. 20 AUKASÝNING
Lau 27/1 kl. 20 AUKASÝNING
Síðustu sýningar
EILÍF HAMINGJA
Í samstarfi við Hið lifandi leikhús
Sun 28/1 kl. 20 Frumsýning UPPSELT
Fös 2/2 kl. 20
Sun 4/2 kl. 20
DAGUR VONAR
Fim 18/1 kl. 20 UPPSELT
Sun 21/1 kl. 20 UPPSELT
Fös 26/1 kl. 20
Lau 3/2 kl. 20
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að
sýning er hafin.
Í kvöld kl. 20
Lau 20/1 kl. 20
Síðustu sýningar
Fim 18/1 kl. 20
Lau 27/1 kl. 20
Síðustu sýningar
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Í dag kl. 14
Sun 21/1 kl. 14
Sun 28/1 kl. 14
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fös 19/1 kl. 20
Fim 25/1 kl. 20
Síðustu sýningar
FRÍTT FYRIR 12 ÁRA OG YNGRI
Börn, 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið
Í fylgd með forráðamönnum.
* Gildir ekki á barnasýningar og
söngleiki.
„DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“
DAGUR VONAR
Svartur köttur – forsala hafin!
Lau 20. jan kl. 20 Frumsýn UPPSELT
Sun 21. jan kl. 20 2. kortasýn örfá sæti laus
Fim 25.jan kl. 20 3. kortasýn UPPSELT
Fös 26.jan kl. 20 4. kortasýn örfá sæti laus
Lau 27.jan kl. 20 5. kortasýn örfá sæti laus
Sun 28.jan kl. 20 Aukasýn UPPSELT
Fim 1.feb kl. 20 Aukasýn laus sæti
Næstu sýn: 2., 3., 4., 9., 10., 16., 17. febrúar.
Skoppa og Skrítla – forsala hafin!
Lau 10. feb kl. 11 og 12.15 Sala hafin!
Sun 11. feb kl. 11 Sala hafin!
ATH! Miðasalan opin í dag, sunnudaginn 14. jan. frá kl.13-17.
www.leikfelag.is
4 600 200
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
FLAGARI Í FRAMSÓKN - The Rake’s Progress e. STRAVINSKY
Frumsýning fös. 9. feb. kl. 20 - örfá sæti laus
2. sýn. sun 11. feb. kl. 20 – 3. sýn. fös. 16. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 18. feb. kl. 20
IGOR STRAVINSKY
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
FÁAR SÝNINGAR - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX
ATH! ALLIR 25 ÁRA OG YNGRI FÁ 50% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI Í SAL
Kynning fyrir sýningu í boði VÍÓ (ekki á frumsýningu)
Ingibjörg Eyþórsdóttir, tónlistarfræðingur hefur umsjón með kynningunni
ÞJÓÐARÓPERA ÍSLENDINGA
Í 25 ÁR
STÆRSTU tíðindin í mínum aug-
um eftir að hafa nú séð Dag vonar í
þriðja sinn, og í annað sinn á sviði,
er að leikritið lifir. Það þótti mér
alls ekki sjálfgefið þegar ég settist í
salinn á fimmtudagskvöldið. Birgir
Sigurðsson valdi nefnilega að feta
ákaflega vandratað einstigi þegar
hann ákvað að segja þessa sögu.
Hann gefur persónum sínum,
hverri einustu, hæfileika til að tjá
sig á háfleygan, orðmargan og hnit-
miðaðan hátt, ljær þeim öllum
kjark til að tjá sig opinskátt og um-
búðalaust og flestum að auki innsæi
til að deila tilfinningum sínum með
hinum persónunum og þar með
okkur áhorfendum. Það er ekkert
tjekovskt eða jökulskt við þetta
leikrit, ef það á einhverja fræga
frændur í útlöndum eru þeir senni-
lega ættaðir frá Eugene O’Neill.
Þetta er hættulegur stíll, og það
kemur vissulega fyrir að verkið
rambar á öðrum fæti á brúninni við
melódramafenið. Stundum meira að
segja slettist aðeins á það. En hin
djúpa og augljósa alvara höfund-
arins og krafturinn sem hann blæs í
efniviðinn drífur það alltaf áfram,
allt að leikslokunum þar sem ekk-
ert stendur eftir nema vonin.
Og um leið og áhrifaríkri frá-
sögninni vindur fram, hægt en af
þunga, eru umfjöllunarefnin lögð
fram og krufin. Hlutskipti lista-
mannsins og afstaða hans til lífsins,
frjó eða ófrjó. Ljósið sem sannleik-
urinn ber inn í líf fólks, þótt það
sem hann gerir sýnilegt sé ekki allt
fallegt. Og hörmungarnar sem
blinda, sjálfsblekking og skilnings-
leysi kallar yfir okkur. Atburðirnir
leiða þetta í ljós, rökræðurnar
skerpa sýnina, skáldskapurinn
kveikir myndirnar sem næra skiln-
inginn. Magnað leikrit.
Það er kreppuástand í fjölskyld-
unni sem Dagur vonar greinir frá.
Fyrir utan efnahagskreppuna sem
mótar lífsaðstæður þeirra hafa
skömmu áður en verkið hefst gerst
tveir atburðir sem hækka spennu-
stigið í þær illbærilegu hæðir sem
gefa tóninn um samskiptin. Dóttirin
Alda, sem virtist vera að ná sér upp
úr geðveikinni, hverfur á ný inn í
sinn ljóðræna einkaheim og móðirin
Lára tekur saman við drykkju-
manninn Gunnar sem synir hennar
eiga erfitt með að lynda við. Yfir
öllu vakir síðan húseigandinn
Guðný, sem einkum leggur sig eftir
velferð Öldu og Reynis, yngri son-
arins, sem þrátt fyrir einarðar til-
raunir Láru til að stýra honum frá
glötunarbraut listrænunnar úr föð-
urættinni reynist vera hneigður í
þá átt.
Það er fánýtt að rekja söguþráð-
inn frekar. Hann er innbrenndur í
leikhúsminni þeirra sem sáu frum-
uppfærsluna, og þeim sem ekki
fengu notið hennar er betur þjónað
með því að gefa þeim tækifæri til
að mæta ógnarlegum atburðum
verksins óviðbúnir.
Enn fráleitara er að reyna að
bera þessar tvær sýningar saman.
Sú nýja nýtur þess að vera fersk í
huganum, hin hefur fengið að búa
um sig þar í tuttugu ár, svo eftir
standa einungis þeir þættir hennar
sem ekki er hægt að gleyma. Höld-
um okkur við núið.
Verkið lifir, en það tók sýninguna
dágóðan tíma að vinna mig á sitt
band. Nánasarlegt fótarýmið í
áhorfendabekkjum nýja sviðsins
hjálpaði þar ekkert til, en það var
fleira sem truflaði.
Morgunblaðið/Kristinn
Ágætt „Sýning Leikfélags Reykjavíkur á Degi vonar lukkast á endanum, þó svo við hana sé ýmislegt að athuga í
persónusköpun, hlutverkaskipan, leikmynd og tóntegund þeirri sem leikstjórinn velur,“ segir m.a. í dómi.
LEIKLIST
Leikfélag Reykjavíkur
Höfundur: Birgir Sigurðsson, leikstjóri:
Hilmir Snær Guðnason, leikmynd: Vytau-
tas Narbutas, tónlist: Egill Ólafsson, lýs-
ing: Kári Gíslason, búningahönnun: Mar-
grét Einarsdóttir og Dýrleif Ýr Örlygsdóttir,
förðun Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Leik-
arar: Birgitta Birgisdóttir, Ellert A. Ingi-
mundarson, Gunnar Hansson, Hanna
María Karlsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason
og Sigrún Edda Björnsdóttir. Nýja svið
Borgarleikhússins 11. janúar 2007.
DAGUR VONAR
Tíðindi úr þagnarhúsinu
Í KAMMERMÚSÍKKLÚBBNUM
verða tónleikar í kvöld kl. 20. Camer-
arctica leikur, og á efnisskránni eru
Sónata nr. 3 í B-
dúr fyrir fiðlu,
óbó, fagott og
fylgirödd eftir
Zelenka, Kvart-
ett í G-dúr f.
flautu, óbó, fiðlu
og fylgirödd úr
Tafelmusik eftir
Telemann og
Strengjakvartett
nr. 4 í D-dúr op.
83 eftir Sjostakovits.
Valdemar Pálsson skrifar efnis-
skrá tónleikanna, og um „borðtón-
list“ Telemanns segir hann meðal
annars:
„Telemann var mjög praktískt og
„markaðsmeðvitað“ tónskáld, samdi
tónsmíðar við öll hugsanleg tækifæri
og varð að sönnu virtur og geysivin-
sæll meðal samtíðarmanna sinna.
Svo mjög að stef hans skjóta upp
kollinum mjög víða meðal kolleg-
anna: hjá Handel einum hafa menn
talið a.m.k. 150 stef eftir Telemann. Í
tónsmíðunum leit hann mjög til Vi-
valdis, sem á þeim tíma átti mjög
upp á pallborðið um alla Evrópu, en
einnig gætir þar franskra áhrifa og
jafnvel pólskra þjóðlegra áhrifa.
Telemann gaf safnið út árið 1733
undir franska heitinu Musique de
table (það er ekkert nýtt að franskan
þyki flottari en þýskan!). Safnið er í
þremur hlutum, alls 18 kammerverk,
hljómsveitarsvítur og konsertar og
hverjum hluta lýkur á stuttum loka-
hnykk, Conclusion. Musique de table
varð geysivinsælt víða um Evrópu og
til þess tekið hversu vel nóturnar
seldust, alls 206 eintök, og eitt þeirra
fór til „Mr. Hendel, Docteur en
Musique, Londres“ sem væntanlega
hefur verið á höttunum eftir nýjum
hugmyndum.
G-dúr-kvartettinn er eitt af þekkt-
ustu kammerverkum Telemanns,
hann er í senn glaðlegur og þokka-
fullur og gott dæmi um hinn lipra
tónsmíðastíl Telemanns.“
Markaðsmeðvit-
aður Telemann
Georg Philip
Telemann
LeikkonanElizabeth
Hurley lætur
ekki eina kaloríu
inn fyrir varir
sínar eftir klukk-
an fjögur síðdeg-
is til þess að
vera viss um að
passa í brúð-
arkjólinn frá Versace, sem er í
stærð átta og hún ætlar að skrýð-
ast þegar hún gengur að eiga ind-
verska kaupsýslumanninn Arun
Nayar í mars. Elizabeth borðar nú
aðeins eggjahvítur, grænmeti,
gufusoðinn fisk og smávegis af
fransbrauði auk fólínsýru til að
auka möguleika sína á að verða
barnshafandi á árinu.
Fólk folk@mbl.is
Fréttir í tölvupósti