Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 49
menning Launasjóður fræðiritahöfunda
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
www.rannis.is
Auglýsing um starfslaun
Launasjóður fræðiritahöfunda auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem
veitt verða frá 1. júní 2007. Rétt til að sækja úr Launasjóði fræðiritahöfunda hafa höfund-
ar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku.
Meginhlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka, og verka í
stafrænu formi, til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru veitt til hálfs árs, eins árs, til
tveggja ára eða þriggja. Þeir sem hljóta starfslaun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu starfi
meðan á starfslaunatímanum stendur. Starfslaun miðast við núgildandi kjarasamning
félags háskólakennara.
Umsóknarfrestur er 23. febrúar nk.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís, að
Laugavegi 13, sími 515-5800, eða á heimasíðu Rannís - www.rannis.is.
Umsóknir sendist til:
Launasjóður fræðiritahöfunda
Rannís
Laugavegi 13
101 Reykjavík
Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Sinfónía og
fiðlukonsert
FIMMTUDAGINN 18. JANÚAR KL. 19.30
Hljómsveitarstjóri ::: Petri Sakari
Einleikari ::: Judith Ingólfsson
rauð tónleikaröð í háskólabíói
Wolfgang Amadeus Mozart ::: Fiðlukonsert nr. 5
Anton Bruckner ::: Sinfónía nr. 7
í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar
Sinfónían fagnar komu góðra gesta
til að flytja með hljómsveitinni hinn
dramatíska fiðlukonsert Mozarts
og þekktasta verk Bruckners.
í Sunnusal Hótels Sögu kl. 18.00. Halldór Hauksson
kynnir efnisskrá kvöldsins. Boðið verður upp á súpu
og kaffi. Aðgangseyrir er 1.200 kr.
tónleikakynning vinafélagsins
Dagskráin í dag
Á Sögusýningu Landsbankans er
margt markvert að sjá og skoða, ekki
aðeins úr bankasögunni heldur eru
dregnar upp myndir úr þjóðlífi fyrri
tíðar enda saga bankans og þjóðar-
innar samtvinnuð á ýmsan hátt.
Sögusýningin spannar 120 ára sögu bankans og þjóðarinnar
og er skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna.
Leiðsögn í boði
kl. 14:00, 15:00 og 16:00
Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur,
og Sveinbjörn Guðbjarnarson fara með
hópa um sýninguna, deila sérfræðikunn-
áttu sinni á sýningargripum og gefa
aukna innsýn í sögu banka og þjóðar.
Sögusýning Landsbankans
Aðalstræti 6 (húsnæði TM)
Sími: 410 4300
Opið virka daga kl. 11:00-17:00
og helgar kl. 13:00-17:00
Enginn aðgangseyrir
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
B
I
35
53
4
01
/0
7
DANSINN dunar í sumum ljóðum,
svitastorknir líkamar sveiflast og
svo er umfram allt gleymska, óm-
inni. Í lítilli ljóðabók, sem nefnist Ég
halla mér að þér og flýg eftir Krist-
ínu Bjarnadóttur, er okkur boðið í
tangóferðalag til Buenos Aires, fæð-
ingarhrepps tangósins. Hér áður
fyrr seint á 19. öld tóku innflytjend-
urnir frá Evrópu að dansa þennan
dans eða forvera hans þarna suð-
urfrá fyrir andalúsísk áhrif og áhrif
af dönsum sem nefndust habanera
og milonga. Í dansbúllunum og
hóruhúsunum fæddist þessi alþýð-
lega fótament blönduð karlbundinni
hugmyndafræði Gaucho-menningar-
innar í Argentínu.
Ljóð Kristínar eru meira og
minna lýsingar á dönsum sem ljóð-
mælandi dansar við hitt og þetta fólk
í Argentínu. En jafnframt mannlífs-
myndir sterkar og vel skrifaðar.
Stíllinn er knappur. Þannig er for-
saga Argentínu skrifuð í þremur lín-
um:
Í Buenos Aries býr heimsins hvítasta fólk er
mér sagt.
Svartir sem ekki fórust í fremstu víglínu
flúðu til
Uruguay; indjánar út úr bænum og upp í
fjöll …
Nokkurn veginn þannig byrjaði
saga þessarar þjóðar sem búið hefur
við svo mikið ofbeldi og fasisma í
gegnum tíðina. Kristín reynir, ekki
ólíkt því sem Borges gerði á sínum
tíma, að lýsa lífinu á strætunum,
götuhornunum og danssölunum. En
þetta er ferðalag inn í annan heim,
aðra veröld sem bersýnilega hrífur
ljóðmælandann. Dansinn er aðdrátt-
araflið eins og mannlífið en ljóðsegj-
andinn, sem augljóslega er kven-
kyns, er framandi á þessum stað og
það er alltaf viss fjarlægð milli kon-
unnar og veruleikans í kringum
hana. Hún með sína norrænu sýn
skilur ekki alltaf ryþmann og dans-
sporin, hvað þá hugarfarið. Þegar
danskennarinn, Fernando, segir að
hún megi ekki hugsa í dansinum,
hann eigi að koma af sjálfu sér, veltir
hún því fyrir sér og spyr hvað sé
hægt að hugsa sér ef ekki á að hugsa
neitt. „Fernando svarar: Ekki neitt
og það er víst erfitt fyrir evrópskar
konur.“
Innst inni eru ljóðin þó ekki síst
innra ferðalag um litríkan tilfinn-
ingaskala, gleði og sorg við undirleik
bandonéon.
Þótt kvæðin í þessari bók séu
meitluð er dálítið flug í henni og leik-
ur en kannski umfram allt viðleitni
til að leita í algleymi dansins. Ég
halla mér að þér og flýg.
Dansinn dunar
BÆKUR
Ljóð
Ég halla mér að þér og flýg – Engin venju-
leg ferðasaga eftir Kristínu Bjarnadóttur.
Eigin útgáfa 2006 – 50 bls.
Skafti Þ. Halldórsson
Ferðalag „Innst inni eru ljóðin þó ekki síst innra ferðalag um litríkan til-
finningaskala, gleði og sorg við undirleik bandonéon,“ segir í dómi.
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111