Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 27
að fólk geti búið eins lengi og kostur er heima hjá sér, og haldið sitt eigið heimili. Það er best fyrir alla aðila. Það er alveg hægt að ráðast í og leysa þessa brýnu þörf fyrir aukinn fjölda hjúkrunarrýma á nokkrum árum. Meðal lausna í þeim efnum, er auðvitað að breyta smám saman, eftir því sem svigrúm gefst til, dvalarheimilum aldraðra í hjúkrunarheimili. Það getur gerst jafnhliða efl- ingu á heimahjúkrun og þjónustu. Annað forgangsmál Samfylkingarinnar verð- ur að leggja áherslu á að jafna aðstöðumun milli höfuðborgar og landsbyggðar með metn- aðarfullu átaki í samgöngumálum, mennta- málum og háhraðanettengingum, þannig að landsmenn allir hafi jöfn tækifæri til að virkja hæfileika sína og njóta grunnþjónustu sam- félagsins. Við höfum of lengi stillt höfuðborg- arbúum og landsbyggðarfólki upp sem and- stæðum fylkingum sem bítast á um hagsmuni. Þessu þurfum við að breyta, við erum ein þjóð í einu landi og það eiga allir að sitja við sama borð. Ég vil beita mér fyrir því í næstu rík- isstjórn að gerður verði það sem ég kalla sátt- mála um jafnvægi. Samfélagið kallar á nýtt jafn- vægi eftir tímabil mikillar þenslu, stöðugra sveiflna á gengi krónunnar, sívaxandi ójafnaðar og mikillar streitu sem birtist í vaxandi kyn- ferðisofbeldi, alvarlegum fíkniefnabrotum, nei- kvæðri umræðu um innflytjendur o.s.frv. Það þurfa margir að koma að því verki að skapa jafn- vægi í samfélaginu og samráðsstjórnmál Sam- fylkingarinnar eru árangursríkasta leiðin til að ná því marki. Hvað varðar umhverfismálin, þá höfum við bent á leiðina sem við í Samfylkingunni viljum fara, eins og ég nefndi áðan. Þar höfum við átt frumkvæði að því að marka stefnuna og aðferða- fræðina. Ég nefni sérstaklega að við teljum að nú þurfi að draga úr stóriðjustefnunni og skapa jafnvægi þar sem náttúruvernd er gert hærra undir höfði. Samfylkingin leggur til í „Fagra Ís- landi“ að gerð verði rammaáætlun um nátt- úruvernd, því náttúruvernd er ein tegund nýt- ingar. Við verðum að átta okkur á því hvaða náttúrusvæði við viljum vernda, til ráðstöfunar fyrir komandi kynslóðir og hvaða svæði við telj- um óhætt að nýta til virkjana eða annarra hluta. Ég er sannfærð um að ef okkur tekst að horfa ekki bara á náttúruna út frá nýtingarsjón- armiðum virkjanafyrirtækja, heldur á for- sendum náttúrunnar sjálfrar, þá verði mun auð- veldara að ná fram sátt í þessum málum. Auðvitað verða alltaf skiptar skoðanir og tekist á um einstök svæði, en vegna stöðunnar í efna- hagsmálum gefst núna svigrúm til þess að fara nýjar leiðir, sem stjórnast ekki bara af kapp- hlaupi um auðlindirnar og orkukostina og ein- hliða nýtingu þeirra til álframleiðslu. Við eigum að staldra við, því við höfum ráðrúm til þess nú.“ – Jafnréttismálin. Hver verða helstu baráttu- mál Samfylkingarinnar í þeim efnum? „Það má aldrei vanmeta hvað það er mikil- vægt að það sé jafnræði með konum og körlum, þar sem ráðum er ráðið. Það skiptir máli að kon- ur séu helmingur eða því sem næst, hvort sem það er í þingflokkum, í ríkisstjórn, eða í stjórn- kerfi ríkisins. Það er alltaf þannig að sá er eld- urinn heitastur er á sjálfum brennur og það ger- ir það svo miklu auðveldara að leysa ýmis mál, sem eru konum erfið og mótdræg í samfélaginu í dag, ef það eru konur við stjórnvölinn ásamt og með körlum. Þess vegna sagði ég, t.d. í þessari ræðu minni í Keflavík, að það væri ekki í anda minna lífsgilda og hugsjóna, ef ég settist inn í ríkisstjórn sem Samfylkingin ætti aðild að, að ekki væri jafnræði með kynjum í ráðherraliðinu, að minnsta kosti hvað varðar Samfylkinguna. Jafnaðarmenn í öðrum löndum hafa tekið upp þann sið að hafa jafna skiptingu kvenna og karla í ríkisstjórn og til þess eigum við að horfa. Auk þess er fyrir löngu tímabært að ná raun- verulegum árangri í baráttunni fyrir launajafn- rétti kynjanna, sem gengið hefur mjög hægt, skelfilega hægt. Okkur tókst að minnka launa- mun kynjanna um helming hjá Reykjavík- urborg þegar ég var borgarstjóri og í þeim anda vil ég vinna í ríkisstjórn. Þótt margt hafi batnað verulega á undan- förnum árum og áratugum hvað varðar stöðu kvenna í þjóðfélaginu, þá er einn málaflokkur þar sem hallar verulega á konur og hefur því miður þróast til verri vegar, en það er allt það sem lýtur að ofbeldi gagnvart konum. Í þeim efnum verðum við að ná árangri. Það er alveg sama hvort við lítum á heimilisofbeldi, nauðg- anir, vændi eða mansal landa á milli. Skipulögð þrælasala á sér stað á Vesturlöndum í miklum mæli, þar sem konur eru seldar landa á milli í kynlífsánauð og við erum orðin hluti af því, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við verð- um að leggja okkar af mörkum til þess að berj- ast með öllum tiltækum ráðum gegn slíku of- beldi vegna þess að ekkert vegur eins að lífsgæðum fólks og óttinn við ofbeldi.“ Ingibjörg Sólrún segir að ljóst sé að verkefni nýrrar ríkisstjórnar verði mörg og brýn, á fjöl- mörgum sviðum. Hér þurfi að fara fram upp- stokkun á ýmsum sviðum, eins og í efnahags- málum, heilbrigðismálum, menntamálum, landbúnaðarmálum, þar sem verði að vera markmiðið að innleiða atvinnufrelsi, stjórnkerf- inu og stjórnsýslunni, meðal annars uppstokkun ráðuneyta, sameining og fækkun. „Það er ómótmælanlegt, að í tíð þessarar rík- isstjórnar hefur bilið aukist á milli þeirra sem mest hafa á milli handanna í íslensku samfélagi og þeirra sem minnst hafa, og að skattbyrði níu af hverjum tíu fjölskyldum í landinu hefur þyngst, þó að tekjur þeirra og kaupmáttur hafi vissulega einnig aukist. Þetta er mál sem við í Samfylkingunni, sem jafnaðarflokkur, hljótum að láta til okkar taka,“ segir Ingibjörg Sólrún. Stefnumið að taka upp evru „Það er grundvallaratriði að ná hér jafnvægi í efnahagsmálum. Eins og staðan er í dag, er það almenningur í landinu sem ber kostnaðinn af því ójafnvægi sem hér ríkir. Það er alltaf al- menningur sem borgar brúsann, hvort sem um hátt vaxtastig er að ræða, mikla verðbólgu eða miklar gengissveiflur. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að stefna að því að uppfylla allar þær kröfur sem fylgja því að gerast aðili að myntbandalagi Evr- ópu og taka upp evru. Í því felst að við tökumst á við stærsta hagsmunamál íslenskra fjöl- skyldna sem er að lækka verðlag á nauðsynja- vörum og ofurvextina sem eru með þeim hæstu á byggðu bóli. “ – Ef við undanskiljum evruna og upptöku hennar. Ert þú, Ingibjörg Sólrún, ekki að segja nákvæmlega það sama og þeir hafa sagt og unnið að, sem fara og hafa farið með stjórn efnahagsmála hér á landi, þ.e. að brýnt sé að ná hér efnahagslegum stöðugleika, sem þú kallar jafnvægi, ná verðbólgu niður og lækka vexti. Er ekki eini munurinn sá, að stjórnvöld í dag sjá ekki eins og þú evruna sem ljósið við enda ganganna? „Stóri munurinn er sá að ríkisstjórnin hefur klifað á efnahagslegum stöðugleika en ekki tekist að viðhalda honum nema um stutta stund. Munurinn er sá, að ef stjórnvöld hafa það fyr- ir framan sig, sem stefnumið, að taka upp evruna, þá vinna þau og aðrir aðilar samfélags- ins markvisst í þá átt, að Ísland geti orðið gjald- gengt í myntbandalagi Evrópu. Ég held að það myndi aga okkur mjög mikið ef við hefðum þetta sem stefnumið og það myndi leysa mjög mikinn kraft úr læðingi í íslensku efnahags- og atvinnulífi og auðvelda okkur að ná árangri. Það þýddi það auðvitað að fleiri yrðu að vinna betur og samstilltar saman, til þess að ná þessu sam- eiginlega markmiði, okkur öllum til hagsbóta.. Slík stefnumið hafa reynst nýjum aðildar- þjóðum að Evrópusambandinu mjög heilla- drjúgt tæki til þess að takast á við sín efnahags- mál og til þess að aga sín vinnubrögð. Af því held ég að okkur veiti ekki.“ Samkennd kvenna á Alþingi – Svona í lokin, Ingibjörg Sólrún, að allt öðru. Þú ert eina konan í formannaklúbbi stjórn- málaflokkanna. Er það ekki stundum erfitt að vera eina konan í þeim klúbbi og einmanalegt og er eitthvað til í því að konur á þingi nái jafn- vel betur saman þvert á stjórnmálaflokka en við eigin flokksbræður? „Að seinni hluta spurningarinnar fyrst. Það er erfitt að alhæfa um þetta. Á þingi eru auðvit- að konur og karlar, einstaklingar sem ná mis- munandi vel saman, oft óháð kyni. Hins vegar held ég að það sé ákveðin samkennd meðal kvenna á Alþingi og ég þori að fullyrða að við er- um tillitssamari hver við aðra en almennt tíðk- ast í pólitík. Ég get mjög vel sett mig í spor ann- arra kvenna í forystu í íslenskum stjórnmálum og tel mig vita hvað þær hafa þurft að leggja á sig, til þess að komast þangað sem þær eru.. Ég nefni bara tvær konur úr ríkisstjórninni, Val- gerði Sverrisdóttur og Þorgerði Katrínu. Ég er ekki viss um að karlarnir skilji það jafnvel. Þetta gerir það að verkum að við konur erum ekki eins árásargjarnar við hver aðra, eins og karlarnir eru, bæði innbyrðis og við konurnar. Varðandi formannahópinn þá er ég orðin nokkuð vön því að vera eina konan í svona karla- hópum. Það er ekkert nýtt fyrir mér og þessi karlahópur er ekkert frábrugðinn öðrum. Auð- vitað er það stundum einmanalegt. Þátttaka í pólitík getur stundum verið konum dálítið erfið, því pólitík snýst um völd og valdabaráttu. Völd og valdabarátta hefur einfaldlega ekki verið kjörlendi kvenna, heldur karla. Þeir fá þau skilaboð frá blautu barnsbeini alls staðar að úr samfélaginu, að körlum sé ætlaður hlutur í völd- um og þeir eigi rétt á völdum. Konur fá ekki sömu skilaboð og upplifa þannig ekki rétt sinn til valda. Konum finnst frekar sem þær fái völd lánuð um tíma. Að því leytinu held ég að konur og karlar nálgist völd og valdabaráttu með mis- munandi hætti. Þetta getur verið bæði erfitt og sársaukafullt fyrir konur. Ég leyfi mér að full- yrða það, hvað svo sem konur segja á meðan þær standa í eldlínunni, að ekki sé til sú kona í pólitík sem ekki hafi upplifað þennan sársauka. En þetta er bara veruleikinn. Maður getur aldr- ei spilað úr annarri stöðu, en þeirri sem maður er í. Ef við ætlum að færa út þessi landamæri, þá er þetta bara það verkefni sem við þurfum að takast á við. Hin hliðin á þessum peningi er svo sú að það eru mikil forréttindi að fá að taka þátt í því að móta samfélag sitt og eiga hlutdeild í því að skapa bæði konum og körlum meira svigrúm til að velja sér leiðir í lífinu. Ég er því mjög þakklát fyrir öll þau tækifæri sem ég hef fengið. En sem sagt, hinn pólitíski heimur lýtur fyrst og fremst hugmyndum og leikreglum karla og til þess að breyta þessu þarf einfaldlega að fjölga konum í lykilstöðum þannig að pólitíkin verði kjörlendi kvenna jafnt sem karla. Ég held að samfélagið fari á mis við svo mik- inn mannauð, svo mikið af hugmyndum og krafti, ef ekki er jafnræði á milli kvenna og karla og bæði kyn fái að njóta sín á sínum for- sendum.“ agnes@mbl.is kki kjörlendi kvenna Morgunblaðið/Ásdís MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.