Morgunblaðið - 14.01.2007, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.01.2007, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 25 E inu sinni heyrði ég þá skemmtisögu að Kín- verjar væru að eðlisfari gáfaðri en aðrar þjóðir sem byggja hnöttinn. Þetta var rökstutt með tveimur dæm- um. Annars vegar hefðu Kínverjar fundið upp púðrið löngu á undan öll- um öðrum en ekki notað það til að skjóta mann og annan heldur til þess að búa til skrautlega og háværa flug- elda. Og eins og það væri ekki nóg hefðu þeir uppgötvað áttavitann fyrr en allir aðrir en ekki notað hann til þess að finna Ameríku. Leifur heppni fann svo Ameríku, enda Íslendingur en ekki Kínverji, og ef hann hefði þekkt púðrið hefði hann áreiðanlega lagt alla Ameríku undir sig í stað þess að fara fljótlega heim og týna henni aftur eins og hann gerði. Við sem erum komin af Leifi heppna og búum enn hér í staðinn fyrir Ameríku fengum flugeldana í hendur seinna en flestar aðrar þjóðir og af einhverjum ástæðum urðum við afskaplega hugfangin af því „fýr- verki“ og djöfulgangi sem flugeldar í eðli sínu eru. Kannski er það vegna þess að flugeldar geta framleitt há- vaða og sprengingar án þess að mein- ingin sé að drepa einhvern en ef til vill er það vegna þess að við getum hvert og eitt háð okkar sýndarstríð einu sinni á ári og skotið nágranna okkar algerlega í tætlur í óeiginlegri merk- ingu. Það er afskaplega hallærislegt að vera á móti flugeldum. Björgunar- sveitir í dýrlingatölu selja þá til að standa straum af sjálfboðavinnu við að leita að týndum rjúpnaskyttum og fólki sem hefur anað í ógöngur vegna kunnáttuleysis eða innbyggðrar þver- móðsku gegn því að hlíta góðum ráð- um. Sá sem er á móti flugeldum er þess vegna á móti björgunarsveitum og það er eiginlega ekki hægt. Flugeldasala eykst með góðæri og í nokkur ár hefur aukningin verið um það bil 20% milli ára. Ég gekk frá heimili mínu við Há- teigsveg síðastliðið gamlárskvöld skömmu fyrir miðnætti. Hverfið mitt og nærliggjandi götur voru fullar af prúðbúnu og vel snyrtu, en sýnilega ölvuðu, fólki sem kepptist við að þruma stórfenglegum skoteldum og tertum til himins. Hávaðinn var svo mikill að samræður við ferðafélaga voru vonlausar og áður en klukkan var orðin tólf var reykurinn orðinn svo mikill og þéttur að götuljósin sáust eins og í móðu og skyggnið var líklega um 150–200 metrar lárétt en reykj- armóðan náði niður að ljósastaurum í þykkri þoku og þangað hurfu flugeld- arnir og bomburnar að mestu. Umhverfis Hallgrímskirkju var kominn þykkur flekkur af útbrunnum flugeldum, tómum bjórdósum, kampavínsflöskum og mann sveið í hálsinn og vitin af þykkri brenni- steinsþokunni en gegnum ruslaflekk- inn sem huldi hálar göturnar eigraði prúðbúna fólkið flissandi af kæti og öl- vímu og tók myndir í óðaönn hvert af öðru milli þess sem það æpti í farsím- ann: „Gleðilegt ár – hvar ertu?“ Allir leituðu að einhverju og ég skyggndist um eftir hátíðahöldunum og velti fyrir mér tilganginum með þessu öllu saman en var hættur að sjá flugeldana fyrir þoku, langaði hálf- partinn í hreint loft og þögn en hefði samt alveg verið til í að sjá flotta flug- elda því þeir eru nú alltaf dálítið til- komumiklir. En ofgnóttin og sprengjugnýrinn voru einhvern veginn búin að kæfa kætina yfir því að það skyldi vera komið nýtt ár og gleðina yfir því að hafa efni á almennilegum flugeldum einu sinni svo ég fálmaði mig heim aftur gegnum mistrið og fór að hugsa um Kínverjana skynsömu sem lögðu sig svo fram um að finna upp flugeld- ana okkur til skemmtunar og gleði, einhvern tímann í fyrndinni. Getur verið að minna sé betra? Fallegir flugeldar HUGSAÐ UPPHÁTT Páll Ásgeir Ásgeirsson Kjara kaupadagar Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A – S T ÍN A M . / F ÍT Eldavél, HL 423200S Keramíkhelluborð, fjórar hraðsuðu- hellur, þar af ein stækkanleg, fjórfalt eftirhitagaumljós. Fjölvirkur stór ofn (58 lítrar), létthreinsikerfi, ecoClean. Stangarhandfang. Orkuflokkur A. Falleg og gæðaleg eldavél. Verð: 79.800 kr. stgr. Uppþvottavél, SE 55E550EU Klæðanleg uppþvottavél sem á heima í eldhúsinu þínu. Stjórnborð úr stáli. Fimm þvottakerfi, 4 hitastig. Orkuflokkur, þvottahæfni, þurrkhæfni: A/A/A. Mjög hljóðlát. Verð: 79.800 kr. stgr. Þessa vikuna eru kjarakaupa- dagar hjá okkur. Láttu sjá þig og gerðu góð kaup, hvort sem þig vantar smekklega lampa, þráðlausan síma, sísogandi ryksugu, smátæki sem hitna eða snúast eða stóru tækin í eldhúsið og þvottaherbergið. Þá er ekkert annað eftir en að flýta sér hingað til okkar, því að engum flýgur sofanda steikt gæs í munn, eins og sagt er. Umboðsmenn um land allt. 15. - 20. janúar Kæliskápur, KG 36VV70SD Fallegur kæli- og frystiskápur. Framhlið úr ryðfríu stáli. Efri hurð nær alveg upp í topp. 228 l kælir, 87 l frystir. Orkuflokkur A. Hillur úr öryggisgleri, losanlegir hillubakkar. Frystikerfi á þremur hæðum. H x b x d = 185 x 60 x 60 sm. Verð: 89.800 kr. stgr. Þvottavél, WM 14E460DN Bjóðum nú þessa glæsilegu þvottavél með íslensku stjórnborði á frábæru verði. Þetta er vélin handa þér! Verð: 76.800 kr. stgr. • 6 kg. • Íslenskar merkingar. • 1400 sn./mín. • Fjölmörg þvottakerfi. • 15 mínútna kerfi. • Snertihnappar. • Góður stafaskjár. • Orkuflokkur A plús. Fínn afsláttur og mörg sértilboð í gildi nú í vikunni. 15 mí n. kerfi GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Jurta Kalk Sítrat FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR H á g æ ð a fr a m le ið sl a A ll ta f ó d ýr ir NNFA QUALITY No. 1 í Ameríku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.