Morgunblaðið - 14.01.2007, Side 50

Morgunblaðið - 14.01.2007, Side 50
50 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ menning A ð baki er mikið og við- burðaríkt ár í mynd- listarheiminum, vænt- ingarnar jafnframt drjúgar á þessu ári. En í stað þess að fara strax í saumana á atburðarásinni í fyrsta Sjónspegli ársins kaus ég að herma sérstaklega af Turner- verðlaununum. Hvað viðgang mál- verksins snerti voru þau eins og rúsínan í pylsuendanum og tilefni nokkurra hugleiðinga. Valið árétting þess að málverkið er ekki síður gildur þáttur sam- tímalistar og nýsköpunar en aðrir miðlar, jafnframt að hin sígilda hlið þess er hvergi nærri úrelt, einnegin liggur meginveigurinn sem fyrr í úrvinnslu þess sem ger- andinn hefur á milli handanna hverju sinni, síður efniviðnum sjálfum og tækimiðlunum. Heitir að enginn verður listamaður með því einu að halla sér að ákveðnu viðfangi, ekki frekar því sem eitt- hvert huldufólk úti í heimi hefur úrskurðað það heitasta, „creme de la creme“, þá og þá stundina, líkt og þeir orða í Frans. Hin gamla góða „lumma“ að í listum sé tjá- krafturinn og færnin mál málanna og hafi síðasta orðið verður ekki afsönnuð, hvar sem borið er niður. Þó hefur afbygging málverksins gengið svo langt á köflum að áhangendur þess þurftu helst að mála bak við byrgða glugga og læðast með veggjum í hópi „fram- sækinna snillinga“ dagsins eins og áður hefur verið reifað. Svo langt gekk ósóminn að þessi sértæka af- bygging miðilsins varð að kennslu- fagi í listaskólum og gengu hér hálærðir fræðingar á bókina einna lengst í því að grafa undan hon- um … Hugmyndafræðin ogskilningurinn varð málmálanna en sjálf at-höfnin og skynheimur sjónarinnar mætti afgangi, listin skyldi vera samvirkur framningur á alþjóðavísu, hópefli, síður einka- framtak eða svipmikil sjálfstján- ing. Þetta hafði þó þann helstan tilgang að afkoppla og valta yfir málverkið sem slíkt, dæma það lít- ilsgildan og smáborgaralegan tjá- miðil, upphefja um leið aðra miðla á kostnað þess, jafnframt stokka upp viðtekin siðræn gildi til hags fyrir samhæfinguna. Jafnvel af- nema öll skil milli listgreina og búa til eins konar alþjóðlegan plokkfisk eða það sem menn nefndu hér áður kattaláfujafning á Íslandi en „pyt í pande“ annars staðar á Norðurlöndum, og tíðkast enn, um leið skyldu allir yfirmáta glaðir og sáttir í því sjói. Mynd- verkið horfið frá auganu og inn í eyrað, verklag og magnaður tjá- háttur ekki lengur veigurinn held- ur orðaflaumur, hljóð og hvunn- dagslegir gjörningar. Að því kom að enginn var maður með mönnum nema hann gæti útlistað snilld sína, eða kannski heldur verklegt andleysi, í hástemmdri og fjöl- þættri orðanna hljóðan og ekki skal gleyma ritgerðunum né menntagráðunum, með allri virð- ingu fyrir hvers konar upplýsandi fróðleik. Um leið skyldu það hvorki gerendurnir sjálfir né listin sem réðu ferðinni eins og frá ómunatíð heldur kenningasmið- irnir, dyntir þeirra og fleipur sag- an sjálf, bókuð og skjalfest. Mál- ararnir Chagall, Matisse, Munch og Picasso voru vel að merkja ágætlega skrifandi en engum snill- inganna kom til hugar að það gæfi myndverkum þeirra beinlínis auk- ið gildi, né að þeim bæri skylda til að setjast á rassinn og skilgreina inntak þeirra, töldu það liggja nokkurn veginn ljóst fyrir frá þeirra bæjardyrum … Kannski er eitthvað sam-band milli þess að á lík-um tíma og málverkiðgengur í endurnýjaða lífdaga hafa vísindamenn uppgötv- að nýja og áður óþekkta mögu- leika skynfæranna ásamt döngun þeirra, sem gerir vísum erfiðara fyrir að afneita þeim. En lista- menn höfðu löngu vitað að mögu- legt er að stórauka snertiskynið og að í skapandi athöfnum væri hönd mannsins framlenging sálar- innar líkt og Matisse orðaði það þegar hann útlistaði leyndardóma teikningarinnar. Málarinn reynd- ist þar nær hundrað árum á undan vísindamönnum sem var stórum gjarnara að trúa á tölur og út- reikninga en mátt skynsviðsins, öll frávik afgreidd sem sérgáfa og óf- reski. En nú er komið í ljós að um beintengd atriði aðlögunar er að ræða og að maðurinn hefur ýmsu glatað í áranna rás, svona eins og að litli fingurinn hefur minnkað vegna þess að manndýrið þarf minna á honum að halda en þegar það sveiflaði sér á milli trjágrein- anna. Breyttar áherslur um notk- un skilningarvitana hafa auðsjáan- lega svipaðar afleiðingar, heyrnin, útvörður skilningarvitanna, hefur til að mynda öðru hlutverki að gegna en í frumskóginum stendur þó trúlega enn vel fyrir sínu, en þefnæminni hrakað ef trúa má nýjum niðurstöðum vísindamanna. Bókin Ilmurinn eftir Patrick Süs- skind er þannig sennilega ekki eins mikill spuni og margur álykt- ar, því þefnæmin er vítt og merki- legt svið sem til þessa hefur ekki verið kannað sem skyldi og nú hafa vísindamenn komist að nýjum og óvæntum niðurstöðum um eðli hennar. Þá er merkilegt til þess að hugsa, að einstaklingar með á einhvern hátt skert skilningarvit hafa stuðlað að ýmsum óvæntum uppgötvunum innan skynheimsins. Þannig getur heimurinn þakkað talsímann því að Alexander Gra- ham Bell var kvæntur heyrn- arlausri konu sem hann unni hug- ástum og var stöðugt að velta því fyrir sér hvernig honum gæti tek- ist að rjúfa einangrun hennar. Til- raunir hins mikla og frjóa upp- finningamanns leiddu til þess að bæta til stórra muna sam- skiptamöguleika hinna heyrandi, með tímanum jafnvel heimsálfa á milli, en því miður ekki hinna heyrnarlausu. Í öllu falli allar göt- ur þar til mögulegt var að senda skrifuð (sms) skilaboð í gsm-síma og er tiltölulega stutt síðan. Þá hafa menn uppgötvað marga áður óþekkta hæfileika hjá fjölfötluðum eftir að farið var að sinna þeim á réttan hátt í stað þess að afskrifa þá og loka inni, ekki síst blindum og heyrnarlausum. Svo við lítum okkur nær voru heyrnarlausir á Íslandi settir í bás með fávitum í hinum svonefnda Málleysingja- skóla, eða allt til hinna miklu um- skipta 1943. Lítum einungis til stöðunnar í dag þótt enn sé all- nokkuð í land til að unnið hafi ver- ið úr svo mörgum hlutum þeim til bærilegra lífs og viðurkenn- ingar … Í flóknum tækniheimi hefurþað meiri þýðingu ennokkru sinni fyrr að beinasjónum að hlutverki skyn- færanna, brjóstvitsins, og að möguleikar þeirra til aukins þroska eru sannanlega stórum meiri en flesta hefur grunað, um- fram allt mikilvægt að ekki rýrni meira af þeim á tímum samhæf- ingar og mötunar. Þetta á jafnt við í listum og daglegu lífi hárra sem lágra, hefur þannig ómælda þýðingu að vanrækja hvorki né bregða fæti fyrir meðfætt sköp- unareðli eins og gert var til skamms tíma og gerist enn. Vera betur meðvitaðir um að sjónlistir höfða á sama hátt til augans og tónlist til eyrans, talað og skrifað orð til heilans og vitsmunanna, þessu ekki mögulegt að breyta, og skal síður sett í einn pott og hrært duglega í eins og hefur ver- ið að gerast. Hér skal og á engan hátt litið framhjá því að mögulegt er að greina umfang hluta, næsta umhverfi og fjarlægðir með heyrninni, né að sjónin getur greint ígildi hljóða á sinn óbeina og sértæka hátt og þá nærtækast að vísa til litrófsins og birtumagn- anna, en menn horfa þó ekki bein- línis með eyrunum né meðtaka há- vaða með sjónhimnunni. Loks ber að vísa til þess að töluð og skrifuð orð innibera möguleika á að greina frá atburðum og lýsa hlut- um svo gagngert að menn sjái fyr- irbærin nákvæmlega fyrir sér í huganum, jafnvel þótt birting- armynd þeirra sjái stað hinum megin á hnettinum. Dregið saman í hnotskurn er óhætt að halda því fram að heim- urinn sé abstrakt, lífið óraunveru- legur raunveruleiki, enn fremur að viðteknum tjáformum sem bera í sér einhvern vott af mögnum al- lífsins sé ekki mögulegt að hafna, því síður úrelda … Fram og aftur – aftur og fram Dulúð og fegurð Paul Klee (1879-1940). „Ad Parnassum“ (Skáldafjallið), 1932, olía og kasein á léreft, 100x126 cm. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.