Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 43

Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 43 MINNINGAR M aður var nefndur Joseph Scriven. Hann fæddist 10. september 1819 í Seapatrick, Bam- bridge í Ulsther-héraði á Írlandi. Foreldrar hans voru Capt. James Scriven og Jan Madlicott. Joseph þótti efnilegur ungur maður, hann fékk að ganga mennta- veginn og lauk árið 1842 BA-prófi með láði frá Trinity College í Dyflinni. Framtíðin brosti við hinum unga manni. Hann átti yndislega unnustu og brúðkaups- dagurinn rann upp, hamingju- samt hjónaband var framundan. En dag skal að kveldi lofa. Jos- eph varð fyrir þeim þungbæra harmi að horfa á unnustu sína drukkna á sjálfan brúðkaupsdag- inn. Þessi sára reynsla beindi hug unga mannsins að bæninni og hjálpinni sem fæst fyrir trúna á Jesúm Krist. Árið 1844 lagði hann leið sína til Kanada, bæði til þess að sefa sorgina og hefja nýtt líf í nýju umhverfi. Mörgum sem í raunir rata hefur orðið happadrjúgt að breyta algerlega til. Joseph Scri- ven lánaðist þó ekki að finna gæf- una við svo búið. Heilsa hans var ekki í lagi og hann sneri heim eftir aðeins tveggja mánaða dvöl að þessu sinni. En tveimur árum síðar fór hann aftur til Kanada og tók nú að sér kennslustörf. Hann gerðist brátt meðlimur í kristilegu bræðrafélagi í Plymouth og helg- aði því krafta sína. Þá var hann farinn að yrkja og mest trúarleg ljóð. Hann kynntist ungri glæsi- legri stúlku og aftur stóð gifting fyrir dyrum. Gæfan virtist brosa við. En sumir verða að lifa þyngri raunir en aðrir og svo varð í þessu tilviki. Unga konan veiktist hastarlega og dó eftir stutta legu. Þetta var mikið áfall og Joseph var sem lamaður af sorg, þung- lyndi tók að ásækja hann og heilsu hans hrakaði verulega. Þrátt fyrir allar þrengingarnar missti hann þó aldrei trúna á Frelsarann. Að ráði vina sinna skipti hann um dvalarstað og settist að í Port Hope í Ontario. Hann sneri sér nú að því að að- stoða lítilmagnann, þá sem orðið höfðu undir í lífsbaráttunni, og deildi með þeim fæði og klæðum. Eftir það gekk hann undir nafn- inu „Miskunnsami Samverjinn.“ Nú gerðist það heima á Írlandi að móðir Josephs varð alvarlega sjúk. Þá voru liðin 10 ár frá því hann fór alfarinn að heiman. Heilsa hans leyfði ekki svo langt og strangt ferðalag, sem það var í þá daga að sigla yfir Atlantshafið, þótt hann ætti þá ósk heitasta að hitta móður sína einu sinni enn. Hans eina ráð varð því að yrkja til hennar ljóð, huggunarsálm, þar sem hugir þeirra gætu mæst í lofgjörð og bæn til Drottins, einkavinarins í hverri þraut. Segja má að hvert orð sálmsins beri með sér lífsreynslu full- vissunnar um að náð Guðs fylgi honum þrátt fyrir allt. Það er móðir hans þreytt og sjúk, sem fær í raun uppgjör sálar hans að leiðarlokum. Hann leggur að líku líf sitt og hennar og skilaboðin eru skýr: „Flýt þér þá að halla og hneigja höfuð þreytt í Drottins skaut.“ En hvað kom til að sálmurinn varð svo þekktur? Síst kom höf- undi til hugar að auglýsa hann nokkurs staðar. Svo einkennilega vildi til er hann lá sjálfur á bana- beði að vinur hans kom auga á sálminn hjá honum og spurði hver hefði samið þessi fögru og huggunarríku orð. Svarið hljóm- aði svo í dýpstu auðmýkt og ein- lægni sem var Joseph Scriven svo eðlislæg: „Drottinn minn og ég.“ Og hann gaf vini sínum leyfi til að birta sálminn í dagblaði bæjarins. En ekki er þar með sagan öll. Svo vildi til að böggull var sendur til New York. Eitt eintak dagblaðsins var notað til að pakka honum inn. Sá sem böggul- inn fékk kom auga á ljóðið, las það og varð svo hrifinn að hann fékk það prentað í víðlesnu heim- ilisblaði stórborgarinnar. Þar með lagði sálmurinn af stað út í víða veröld. Skömmu seinna samdi þýsk-ameríska tónskáldið Charles Converse lagið sem hef- ur fylgt sálminum ætíð síðan. Í nótnabókum er það skráð frá árinu 1868. Joseph Scriven andaðist í Bew- ley, Ontario, l0. ágúst 1866 og var jarðsettur í Pengelley-kirkju- garðinum þar. Safn af skáldskap hans var gef- ið út í Ontario árið 1869 undir nafninu „Sálmar og andleg ljóð“. En víkjum nú sögunni til Ís- lands. Hvernig komst sálmurinn í okkar hendur? Jú, hann er kom- inn í sálmabókina frá 1886 í þýð- ingu Matthíasar Jochumssonar. Vel má hugsa sér að hann hafi rekist á sálminn í Englandsferð- um sínum 1871 eða 1873. Þegar hann kemur til Englands í fyrra skiptið er hugur hans sjálfs sem opin und. Hann er búinn að missa tvær eiginkonur. Hina fyrri 1868 eftir tæplega tveggja ára sambúð, hina síðari 1871 eftir tæplega eins árs sambúð. Raunum hans svipar óneitanlega til þeirra sem Joseph Scriven mátti þola. Honum er lagið að grípa gott efni og vinna úr því vel. Sálmurinn nær til hans allt að hjartarótum, því verður þýðingin snilld, hann upplifir sína eigin reynslu og gjörir sálminn að dýrmætri perlu á okkar góða móðurmáli. Þar bættist fámenn þjóð í hóp þeirra sem sálmsins njóta og lagsins um víðan heim. Ó, þá náð sigurdur.aegisson@kirkjan.is Á vef ellimála- nefndar Þjóðkirkj- unnar, sem ber heitið gamlinoi.is, er marga áhuga- verða lesninguna að finna. Sigurður Ægisson rakst þar t.d. á eftirfarandi fróðleik um tilurð sálmsins góð- kunna, Ó, þá náð að eiga Jesú. HUGVEKJA Helgi ólst upp öll sín æskuár í Heiðargerði og átti þá margar góðar minningar þaðan. Bróðir Helga, Al- bert Rúnar, lést fyrir einum mánuði, og er nú mikil sorg í fjölskyldunni út af missi þeirra bræðra. Helgi á einn bróður, Ólaf, sem býr á Hawaii. Hann á konu og eina 16 ára uppeld- isdóttur. Ólafur er með stofu sem heitir „Body art tattoo of Hawaii“. Helgi var skemmtilegur strákur þegar hann var lítill, uppfinninga- samur og með margt á sinni könnu. Helgi byrjaði snemma að vinna og fór þá á sjóinn og þar var hann í um það bil tíu ár. En fljótlega komu list- rænir hæfileikar Helga í ljós, lista- maðurinn var nú farinn að skapa ótal teikningar og riss og var hugmyndin að opna tattústofu. Helgi dreif sig út og lærði þessa iðn en fyrir var hann listamaður af lífi og sál. Hann var ótrúlega hugmyndaríkur og flinkur með blýantinn og allt sem sneri að list. Draumurinn varð að veruleika, Helgi varð fyrstur manna á Íslandi sem kynnti þessa iðngrein og fékk nafnbótina er kallast húðflúrmeist- Helgi Aðalsteinsson ✝ Helgi Aðal-steinsson fædd- ist í Reykjavík hinn 23. mars 1954. Hann lést á krabba- meinsdeild 11-E á Landspítalanum við Hringbraut hinn 25. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Aðalsteinn Helgason hús- gagnasmíðameist- ari og Sonja Al- bertsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Leiðir þeirra skildi. Helgi lætur eftir sig konu, Kristínu Sigríði Óskarsdóttur, og tvö uppkomin börn, Óskar Helga- son og Anítu Töru Helgadóttur. Útför Helga var gerð í kyrrþey að hans eigin ósk. ari. Margir eru þeir sem bera listaverk Helga á líkama sínum. Helgi var mjög ná- kvæmur og vildi að allt væri hundrað prósent með þær myndir sem hann lét frá sér. En lífshlaupið var ekki alltaf slétt og fellt. Helgi lifði lífinu eins og listamönnum er tamt og lenti þá stundum í lífsins ólgusjó. Honum tókst þó alltaf að koma sér á rétta braut. Helgi var með ótal áform í gangi og var líf hans fjölbreytt. Hann virð- ist hafa haft ótæmandi orku. Þegar honum var sagt að hann væri með ólæknandi krabbamein þá vildi hann ekki lyfjameðferð og tók þessum vá- fréttum með æðruleysi. Helgi hélt áfram fram á síðasta dag við vinnu sína. Hann reyndi að skila frá sér sem mestu, því hann vissi að tíminn var stuttur. Hann vissi líka að bróðir hans biði eftir honum. Helgi var lánsamur í sínu hjóna- bandi, hann átti góða konu sem studdi hann í blíðu og stríðu og tvö börn, Anítu Töru, sem er mikil pabbastelpa, og Óskar sem fetar í fótspor föður síns. Komið er kvöld og klukkan er stopp, lífshlaupi Helga er lokið. Við kveðjum þig með ást í hjarta og þökkum þér nærveru þína á þessari kveðjustundu. Elísabet Albertsdóttir og Ólafur Gunnarsson. ✝ Eyrún Jóhann-esdóttir, æv- inlega nefnd Rúna, fæddist á Kambs- hóli á Hvalfjarð- arströnd 10. októ- ber 1917. Hún andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi 29. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jóhannes Jónsson, f. 1891, d. 1921, og Kristín Eyjólfs- dóttir, f. á Nýlendu undir Eyjafjöllum 1886, d. í Reykjavík 1937. Systkini Rúnu línumaður, f. 1942, starfar hjá Landsneti, Gunnar leirkera- smiður, f. 1945, starfar nú sem húsvörður, og Kjartan, f. 1949, starfar í minjasafni Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal. Barna- börnin eru 16, barnabarnabörnin 13 og barnabarnabarnabörnin 2. Rúna og Óli bjuggu lengst af á Fossvogsbletti 50. Þegar byrjað var á nýja Útvarpshúsinu urðu þau að flytja úr Fossvoginum og keyptu sér íbúð á Blómvallagötu 11. Þar bjuggu þau þar til Ólafur lést snögglega árið 1995. Þá fluttist Rúna í Fannborg 8 í Kópavogi þar sem hún bjó þar til hún var lögð inn á spítala í byrj- un desember sl., þar sem hún lést. Útför Eyrúnar var gerð í kyrr- þey. voru Sigríður, f. 1913, d. 1999, Jóna, f. 1915, d. 1997, og Eggert Óskar, f. 1919, d. 1995. Rúna ólst upp í Reykjavík í fjögurra systkina hópi hjá einstæðri móður sinni við kröpp kjör, lengst af á Vesturgötu 52b. Rúna giftist 3. jan- úar 1942 Ólafi Árna- syni, sýningarstjóra í Gamla bíói, f. 19.4. 1915, d. 18.3. 1995. Synir þeirra eru Árni véla- viðgerðarmaður, f. 1941, Egill Elsku amma mín Rúna. Mig langar til að kveðja þig með þessum fáu orðum. Jesús, af hjarta þakka eg þér, þú, Jesús, varst í dag með mér, gef þú mér, Jesús, glatt og rótt, góða og sæla værðarnótt. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Synd hvað við áttum fáar stundir saman. Ég hugsa til baka og man eftir fallegu heimili þínu, blómun- um og útsaumuðu hlutunum. Alltaf fannst mér gaman og spennandi að heimsækja þig og Óla afa. Ég man þegar þú kenndir mér ungri að þvo og þurrka hvern putta fyrir sig. Og ég geymi líka litlu vettlingana sem þú prjónaðir með tannstönglum og gafst mér. Í huga mér á ég fallega mynd af þér og afa saman. Og nú veit ég að þið hafið hist á ný og til þess þykir mér gott að hugsa. Elsku pabbi, þér og öllum af- komendum ömmu votta ég mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að geyma Eyrúnu, fallegu ömmu mína. Rut. Eyrún Jóhannesdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SÆUNN ÞURÍÐUR GÍSLADÓTTIR, til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 15. janúar kl. 13.00. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Margrét Kjartansdóttir, Vigfús Sólberg Vigfússon, Gísli Kjartansson, Júlíana Aradóttir, Svava Kjartansdóttir, Ingibjörg Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSGERÐUR ALDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Árskógum 6, Reykjavík, sem lést laugardaginn 6. janúar, verður jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn 15. janúar kl. 13.00. Páll Gunnar Halldórsson, Erla Benediktsdóttir, Friðbjörn Sveinbjörnsson, Halldór Pálsson, Sigurlaug Kristín Pálsdóttir, Lára Margrét Pálsdóttir, Svanur Tómasson, barnabörn og barnabarnabarn. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri/Framkvæmdarstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.