Morgunblaðið - 14.01.2007, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 14.01.2007, Qupperneq 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 14. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Vestan 5–10 metrar á sekúndu og él, norðaustan 10–15 og snjó- koma á Vestfjörðum. Mildast syðst. » 8 Heitast Kaldast -1°C -8°C EKKI verður gengið til íbúakosninga á Suðurnesjum vegna fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, eins og samtökin Sól á Suð- urnesjum hafa krafist eftir stofnfund sinn á föstudagskvöld. Árni segir tvær skoðanakannanir hafa verið gerðar á síðasta ári sem sýnt hafi 77% stuðning við verkefnið auk þess sem fjöldi fólks á Suðurnesjum bíði eftir að fá örugg og vel launuð störf. „Í kjölfar kynningar og umræðna hefur staðsetning álversins verið færð fjær íbúðabyggð þannig að hún er á kjörstað,“ segir Árni og bætir við að nú fari í hönd eðlileg kynning í gegnum umhverfismat þar sem íbúar geti sett fram athugasemd- ir. „Við teljum að þetta séu mjög eðlileg vinnubrögð af okkar hálfu.“ Aðspurður hvort fyrirhugaðar kosn- ingar í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík kalli ekki á sambærilega kosn- ingu á Suðurnesjum segir Árni aðstæður gjörólíkar. „Þar eru áhyggjur manna fyrst og fremst vegna nálægðar við íbúðabyggð sem ekki er í okkar tilviki. Þar eru að- stæður líka aðrar, hér upplifðum við stærstu hópuppsagnir í sögu þjóðarinnar á síðasta ári og sjö hundruð manns þurftu að leita sér að öðru starfi í skyndi,“ segir Árni og tekur fram að það hafi nær allir gert en í mörgum tilvikum sé um að ræða verr launuð störf eða störf til skamms tíma. Ekki kosið á Suðurnesjum Árni Sigfússon MAÐURINN sem slasaðist í alvarlegu um- ferðarslysi við Munaðarnes á föstudag liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Sam- kvæmt upplýsingum frá svæfingalækni fór maðurinn í aðgerð aðfaranótt laug- ardags og tókst hún vel. Honum er haldið sofandi í öndunarvél og er líðan hans eftir atvikum. Haldið sofandi í öndunarvél BRESKA net- ferðaþjónustufyr- irtækið Cheap- flights hefur keypt hlut í íslenska flugleitarvefnum dohop.- com. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum seg- ir að um umtalsverðan hlut sé að ræða en kaupverðið verði ekki gefið upp. Frosti Sigurjónsson, stofnandi og fram- kvæmdastjóri dohop.com, segir að Cheap- flights sé öflugt fyrirtæki og það sé spenn- andi að fá það til liðs við dohop.com. „Cheapflights hafa mikla þekkingu og sambönd á þessum markaði sem geta auð- veldað dohop að ná sínum markmiðum,“ segir hann. Starfsemi dohop.com hófst árið 2004. Á vefnum er leitað að ódýrasta flugi á tiltek- inni flugleið. Vefurinn var sá fyrsti í heim- inum sem hægt var að nota til að finna tengiflug með lággjaldaflugfélögum. Þjónusta dohop.com er notendum að kostnaðarlausu. Cheapflights, sem er vefur þar sem leit- aðir eru uppi flugmöguleikar á milli tiltek- inna staða á svipaðan hátt og hjá dohop.- com, hóf göngu sína árið 1996. Á árinu 2003 hóf fyrirtækið starfsemi í Bandaríkj- unum, en frá upphafi hefur það skilað hagnaði. Breskt félag kaup- ir hlut í leitarvél- inni dohop.com SÍÐUSTU tveir dagar hafa verið með þeim annasamari í snjóhreinsun í borginni það sem af er vetri og hafa menn á allt að 50 snjóruðn- ingstækjum, stórum og smáum, verið ræstir út til að greiða fyrir samgöngum. Reikna má með að moksturinn kosti borgina um sex milljónir króna á dag og eru þá tekin með í reikninginn snjóruðningur og hálkueyðing á götum og gönguleiðum. Reykjavíkurborg sjálf á engin snjóruðningstæki en snjóruðningur á gatna- kerfinu er boðinn út og sinnt af verktökum og fyrirtækjum. Mikil áhersla hefur verið lögð á snjóhreinsun og má búast við áframhaldandi vinnu á því sviði um helgina. Að sögn Guðbjarts Sigfússonar, yfirverk- fræðings hjá framkvæmdasviði Reykjavík- urborgar, var moksturinn á föstudag vissu- lega með þeim erfiðari, þótt snjómoksturs- menn hafi hins vegar séð það miklu svartara áður. „Það er þæfingur víða en engin ófærð og þetta er því ekki mjög slæmt,“ sagði hann. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar veð- urfræðings hefur ekki verið jafnmikill snjór í Reykjavík síðan í desember árið 2001. Þá mældist mesta snjódýpt 31 sentímetri en í gærmorgun var hún 24 sentímetrar. Einar segir það athyglisvert að snjódýpt sé nú víða meiri sunnan- og vestanlands en fyrir norðan. Það heyri til tíðinda á þessum árstíma að snjórinn sé meiri í Reykjavík en á Akureyri. Morgunblaðið/Ómar Mokað fyrir sex milljónir á dag Meiri snjór í Reykjavík en fyrir norðan og sá mesti frá því í desember 2001 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is SÉRFRÆÐILÆKNAR á Barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss (BUGL) gagn- rýna stjórnendur spítalans fyrir að bregðast ekki við alvarlegum at- hugasemdum við stjórnunarlega stöðu BUGL innan LSH. „Í allri góðri stjórnun er það grundvallaratriði að ábyrgðar- og valdsvið fari saman. Stjórnunin þarf líka að fara sem mest fram á vettvangi, þ.e. þeir sem eru að taka ákvarðanir um störf og starfsmenn þurfa að vera á staðnum eins og kostur er. Þetta grundvallaratriði er ekki virt hvað varðar BUGL,“ segja læknarnir. Engar breytingar á stjórnunarfyrirkomulagi Þeir segja þetta ítrekað hafa verið gagnrýnt undanfarinn áratug og þörf sé fyrir úrbætur. „Spítalinn hefur ekki bætt úr þessu og rökin eru aðallega þau að ekki megi gefa fordæmi gagnvart öðrum deildum eða sérgreinum um frávik frá mið- stýrðu stjórnunarfyrirkomulagi spítalans.“ Læknarnir segja stjórnkerfið óviðunandi. „Við þekkjum víða til og fullyrðum að þessu er ekki kom- ið fyrir með þessum hætti á Norð- urlöndunum, í Bretlandi og Banda- ríkjunum og gerum ráð fyrir að sama máli gegni um aðrar þjóðir á Vesturlöndum.“ Forstjóri LSH boðaði nýverið til fundar um fagleg málefni BUGL og gagnrýna læknarnir að á þann fund hafi hann aðeins boðað þrjá aðila af deildinni en sjö utan henn- ar. Skömmu fyrir jól hélt forstjóri síðan fund með starfsfólki BUGL þar sem hann tilkynnti að engar breytingar yrðu gerðar á stjórnun- arfyrirkomulagi deildarinnar. Á síðasta ári unnu sænskir læknar skýrslu um málið fyrir heil- brigðisráðherra og eru læknarnir á BUGL ósáttir við að ráðherra skuli ekki hafa beitt sér fyrir þeim úr- bótum sem skýrsluhöfundar telja nauðsynlegar, heldur segi hann fyrirkomulag BUGL á ábyrgð stjórnar LSH. „Þar horfir forstjóri spítalans framhjá alvarlegri og vel rökstuddri gagnrýni skýrslunnar og tilkynnir að hann sjái ekki ástæðu til breytinga.“ Segja stjórnkerfi deildar- innar vera óviðunandi Sérfræðilæknar Barna- og unglingageðdeildar telja stjórnendur Landspít- alans ekki bregðast við alvarlegum athugasemdum við stöðu BUGL Í HNOTSKURN »Læknar á BUGL eruósáttir við að ráðherra skuli ekki hafa beitt sér fyrir úrbótum sem sænskir skýrsluhöfundar telja nauð- synlegar. »Forstjóri LSH boðaði ný-verið til fundar um BUGL og gagnrýna læknarnir að á þann fund hafi hann aðeins boðað þrjá aðila af deildinni. Morgunblaðið/Golli  Brothætt börn | 10–19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.