Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „EF HÆGT er að búa svo um hnútana að ein- ungis sjúklingurinn sjálfur eða sá sem hann gef- ur umboð sitt, til dæmis heimilislæknir viðkom- andi, fengi ákveðið pin-númer með aðgangi, þá myndum við fagna svona rafrænum aðgangi fólks að eigin sjúkraskrá,“ segir Matthías Halldórsson landlæknir, en í frétt í Morgunblaðinu sl. fimmtudag var sagt frá því að Danir geti innan skamms lesið sjúkraskýrslur sínar, jafnt þær sem gerðar eru á sjúkrahúsum og af hálfu heim- ilislækna, á Netinu. „Það gæti líka aukið öryggi sjúklinga, þar sem alltaf væri hægt að komast í gögnin þegar mikið lægi við og meðferð gæti orðið markvissari,“ seg- ir Matthías. „Tæknilega er þetta ekki hægt eins og stendur og því miður eru til dæmis sumir sér- fræðingar enn með handskrifaða sjúkraskrá. Ég tel hins vegar að það beri að stefna að þessu.“ Svipað og með heimabanka Matthías segir að nær sé í tíma að veita sjúk- lingi beinan rafrænan aðgang að lyfjagagna- grunninum, sem þegar sé fyrir hendi. „Það er tæknilega ekki mjög flókið, yrði í raun svipað og nú er með heimabanka. Þá gæti bæði fólkið sjálft og heimilislæknirinn komist í þetta, öllum til góðs og hætta á misnotkun upplýsinganna væri lítil. Svona er þetta þegar orðið í Danmörku.“ Hefur Matthías fært þetta í tal við heilbrigð- isráðherra. Hér á landi hefur fólk leyfi til að fá afrit af sjúkraskrá sinni að öllu jöfnu og flestir eru sér meðvitandi um þennan rétt sinn, segir Matthúas. Venjulega snýr fólk sér beint til viðkomandi stofnunar til að fá afrit. Í lögum um réttindi sjúk- linga segir: „Skylt er lækni og öðrum sem færa sjúkraskrá að sýna hana sjúklingi eða umboðs- manni hans, í heild eða að hluta, og afhenda þeim afrit skrárinnar sé þess óskað.“ Sama gildir gagnvart opinberum aðilum sem lögum sam- kvæmt athuga kæru sjúklings eða umboðsmanns vegna meðferðar. Heimilt er að taka gjald fyrir afrit af sjúkraská. „Í reynd er það svo að við höfum í langan tíma ekki synjað neinum um að fá aðgang að eigin sjúkraskrá,“ segir Matthías. „Vandamálið er hins vegar að ættingjar eru stundum að biðja um sjúkraskrá látins fólks. Með tilvitnun í lög er því nánast alltaf hafnað, nema dómari hafi úrskurðað að svo skuli gert. Við lítum ekki á ættingja sem sjálfkrafa um- boðsmenn látinna sjúklinga í þessum skilningi.“ Rafrænn aðgangur gæti aukið öryggi sjúklinga Stefna ber að því að veita fólki aðgang að sjúkraskrám sínum á Netinu Í HNOTSKURN »Danir hafa uppi áform um að fólk getifengið rafrænan aðgang að sínum sjúkraskýrslum. »Matthías Halldórsson landlæknir hefurrætt við heilbrigðisráðherra um áform danskra yfirvalda. »Tæknilega er rafrænn aðgangur ekkimögulegur sem stendur, því enn eru t.d. sérfræðingar með handskrifaðar sjúkra- skrár, en landlæknir telur að stefna beri að þessu fyrirkomulagi. »Landlæknir telur nær að veita aðgangað rafrænum lyfjagagnagrunni, sem þegar sé fyrir hendi. Eftir Andra Karl andri@mbl.is SAMÞYKKT hefur verið að gera töluverðar breytingar á einkenn- isfatnaði lögregluþjóna og gert er ráð fyrir að fyrir sumarið verði nýi fatn- aðurinn orðinn algildur. Breytingin er liður í því að gera lögregluna sýni- legri en t.a.m. verður bætt við merk- ingum og endurskini á búninginn. Í nýrri reglugerð um einkenn- isbúninga og merki lögreglunnar seg- ir m.a. að almennur lögreglufatnaður skuli auðkenndur með sérstakri svart/hvítri endurskinsmerkingu neðst á yfirhöfnum og neðst á erm- um. Nýju endurskinsmerkin ættu margir að kannast við frá lögreglunni á Englandi sem ber sambærileg merki. „Við erum að merkja allan búnaðinn með þessum sjálflýsandi borða og er svipað því sem gengur og gerist hjá bresku lögreglunni,“ segir Jónína Sigurðardóttir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er við- urkennt endurskin sem hefur gefið verulega góða raun.“ Verða merktir „police“ En það er ekki aðeins nýtt end- urskin sem verið er að taka í notkun því einnig verður ljósbláu skyrtunum skipt út fyrir svartar sem og að ný svört lögregluhúfa verður tekin í notkun. „Breytingin á fatnaðinum er sú að þetta verður meiri vinnufatn- aður, s.s. á slysavettvangi og í myrkri. Svarta húfan er t.a.m. verk- legri en sú hvíta og það er hægt að nota hana meira á vettvangi. Auk þess er verið að skilja hinn almenna búning lögregluþjóna frá hátíðarbún- ingnum,“ segir Jónína en húfan með hvíta kollinum verður áfram notuð við hátíðarbrigði auk þess sem der- húfan svarta verður einnig notuð áfram. Auk þess verður útbúnaður lög- reglunnar merktur betur en áður, t.a.m. verða skyrtur lögregluþjóna merktar með ensku áletruninni „pol- ice“ vinstra megin yfir brjóstið og með sambærilegri íslenskri áletrun hægra megin. Jónína segir að á næstunni verði farið í að framleiða fötin og vonast er til að lögregluþjónar verði komnir í nýja búninginn 1. maí. „En það fer s.s. eftir því hvað framleiðendur eru lengi að framleiða efnin.“ Svört húfa með end- urskini „HORFURNAR eru nokkuð góðar og ég myndi segja að ef veður leyfir þá verði einhverjar lyftur opnar,“ segir Grétar Þórisson, for- stöðumaður skíðasvæðanna í Blá- fjöllum og Skálafelli. Gærdagurinn var notaður til að vinna skíðaleiðir, ýta til snjó og undirbúa svæðið að öðru leyti og segir Grétar Hallur nægan snjó vera kominn í þær brekkur sem opnaðar verði á morg- un, ef veður leyfir. Hann hvetur þá sem hyggja á skíðaiðkun að fylgjast með á vefsíðu Bláfjalla, www.bla- fjoll.is, eða hringja í síma 530-3000 áður en lagt er af stað. Nægur snjór í Bláfjöllum SAMKVÆMT nýjum samningi sem Fjarskiptasjóður og Síminn hf. undirrituðu í nýliðinni viku, og greint var frá í blaðinu í gær, verður lokið við að gsm-væða allan hringveginn á næstu tólf mánuðum. Einnig verður far- símakerfið bætt á fimm fjallvegum: Fróðárheiði, Stein- grímsfjarðarheiði, Þverárfjalli, Fagradal og Fjarð- arheiði, samanber meðfylgjandi kort. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu eru rökin fyrir því að leggja áherslu á hringveginn nú m.a. þau að hann er ein megin samgönguæð landsins og liggur um flesta landshluta. Um hann er mikil umferð einka- og atvinnubíla árið um kring. Rökin fyrir vali á fjallveg- unum fimm eru m.a. þau að þeir eru allir mikilvægir en vetrarfærð þar oft erfið.                    !"      $   %&"'("   )    * (       +,- - *---- .   ,-$/0 --*   !- ! -                    !   !  "  #  1   #     $    #               % &!   '  (! ! ) '  *+   ,  '  ( ! (    $          - !   Farsímasambandið bætt til fjalla RANNSÓKNANEFND flugslysa hefur lokið vettvangsrannsókn á flugatvikinu við Reykjavíkurflugvöll á fimmtudag þegar tveggja hreyfla vél Flugstoða ohf. hlekktist á í flug- taki með átta manns innanborðs. Allir sluppu ómeiddir en vélin er skemmd á báðum hreyflum, skrokk og hjólabúnaði. Hjá RNF er hafin frumrannsókn og má búast við að eftir helgi geti línur farið að skýrast í tengslum við það í hvaða átt rannsóknin muni helst beinast. Skýrslutökur af vitn- um, farþegum og fleirum sem tengj- ast atvikinu standa yfir og einnig eru starfsmenn RNF að safna gögn- um, s.s. veðurfarsgögnum, frá þeim tíma sem slysið varð. Skoðun á flug- vélinni sjálfri er ekki byrjuð en sá þáttur gæti tekið lengri tíma en aðr- ir þættir rannsóknarinnar. Á föstu- dag fóru starfsmenn RNF aftur út á flugbrautina sem vélin var á þegar hætt var við flugtak í miðjum klíðum til að átta sig betur á tildrögum slyssins. Tilgangur með rannsóknum RNF er ekki að úrskurða um hvort lög eða reglur hafi verið brotin eða hvort einhver hafi gerst sekur um vítavert gáleysi eða afglöp í starfi, heldur er markmiðið að finna og skilgreina veikleika og galla sem skaðað geta flugöryggi, segir á heimasíðu RNF. Vélin undirbjó flugtak á vestur/ austurbraut vallarins en lét ekki að stjórn með þeim afleiðingum að flug- stjórinn hætti við flugtakið og lenti út af flugbrautinni og stefndi á fólk, þotur og mannvirki við flugplan. Flugstjóranum tókst hins vegar að stýra vélinni aftur inn á brautina og stöðva hana á eystri enda brautar en í millitíðinni rakst vélin í flugbraut- arskilti og laskaði þau að ógleymd- um fyrrnefndum skemmdum á sjálfri vélinni. Frumrannsókn á flugatvikinu hafin                                !      "  #  $   $      %       "  !   &  !   '         AÐFARANÓTT laugardags var ró- leg í umdæmum lögreglunnar um land allt. Svo virðist sem tiltölulega fáir hafi ákveðið að halda á vit skemmtana og þeir sem það gerðu hafi almennt verið löghlýðnir. Þó stóðust a.m.k. fimm ökumenn á höf- uðborgarsvæðinu ekki freistinguna og óku bifreiðum sínum eftir að hafa neytt áfengis. Þeir mega búast við sekt og ökuleyfissviptingu – og sömu örlög bíða ökumanns sem tek- inn var ölvaður á Selfossi í gær- morgun. Sex teknir ölv- aðir undir stýri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.