Morgunblaðið - 14.01.2007, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 35
Aldrei fyrr hefur mig langaðtil að flytja til útlanda. Enþegar ég las um þá „blóð-
mjólkun“ sem ég og aðrir launþeg-
ar þessa lands sætum, ef marka
má samanburðartölur við ná-
grannalöndin, þá fylltist hjarta
mitt allt í einu útþrá. Jafnvel flug-
hræðslan vék fyrir þessari máttugu
tilfinningu – út vil ek.
Hingað til hef ég alltaf maldað í
móinn þegar fólki hefur orðið tíð-
rætt um ágæti útlandanna, t.d.
Danmerkur. Ég hef hæversklega
bent á að hér séu fá skordýr sem
ástæða er til að hræðast, ekki þurfi
fólk að óttast ofbeldi hér í sama
mæli og erlendis – miklu færri eigi
hér við fíkniefnavanda að stríða,
vatnið sé gott og sumarnóttin ís-
lenska sé engu lík. Það sé borgandi
fyrir þessi lífsgæði.
Hvað hefur svo gerst meðan ég
hef sungið þennan söng – jú, geit-
ungar hafa lagt undir sig landið,
a.m.k. höfuðborgarsvæðið, venju-
legt fólk þorir ekki niður í miðbæ
að nóttu til, í flestum fjölskyldum
er fíkniefnavandi (áfengi og dóp)
illvígt böl – vatnið stendur að vísu
fyrir sínu og sannarlega íslenska
sumarnóttin, – en nú, þegar grýlu-
kertin mynda sárbeittan múr við
útidyr og glugga, þá er hún víðs-
fjarri. Það sem er nálægt er um-
rætt ástand sem fjölmiðlum verður
æ tíðræddara um og svo hitt sem
ekki er betra – hið ofurháa verð-
lag.
Ég veit ekki hvað heldur hér í
„venjulegt“ fólk, líklega sama stór-
furðulega þrjóskan og hélt forfeðr-
unum hér þrælkuðum og fátækum
undir nýlendukúgun Dana. En nú
eru það önnur öfl sem hafa töglin
og hagldirnar. Ég er farin að ótt-
ast að ættjarðarástin og sum-
arnóttin bjarta hafi ekki nógu
sterkt aðdráttarafl til þess að
mæta þeim upplýsingum sem nú
rignir yfir landsmenn, – matarverð,
húsnæði, lánakjör, raforka og
meira að segja fiskur er samkvæmt
birtum samanburðartöflum marg-
falt dýrara hér en nokkurs staðar á
byggðu bóli. Fyrirtækin græða
mikið en stórir hópar launþega, t.d.
þeir sem sinna umönnun, græða
ekki – það sýnir fréttaumfjöllun.
Enn aðrar fréttir benda til að
fólk þurfi að borga það okurverði
að vilja ástunda heiðarleika, dreng-
skap og umburðarlyndi, jafnvel
virðist í sjónmáli samfélag þar sem
foreldrar þurfa að að undirbúa
börn sín nánast með vígorðum frá
barnæsku svo þau verði þannig
starfsmenn sem hafa í sig og á.
Það að vinna vel og trúlega sýnist
oft duga skammt, hitt – að kunna
að stinga menn í bakið, oftast í
óeiginlegri merkingu þó, virðist á
stundum mikilvægari eiginleiki.
Skyldi vera að nálgast sú stund að
Íslendingar harmi það helst að við
skyldum ekki öll hafa verið flutt út
á Jótlandsheiðar á sínum tíma?
Þegar fólk sem ævinlega hefur ver-
ið hallt undir allt það sem íslenskt
er finnur slíka tilfinningu þá er
eitthvað að. Mikil misskipting auðs
hefur jafnan þótt ákjósanlegur
jarðvegur fyrir byltingu. Nákvæm-
lega hver formúlan að slíku er veit
ég ekki - en ef svo heldur fram
sem horfir gæti ýmislegt enn und-
arlegra gerst en það sem þegar
hefur átt sér stað í íslensku sam-
félagi.
Hvað er að gerast?
Jótlands-
heiðar –
fyrirheitna
landið!
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR
Guðrún Guðlaugsdóttir
Stangarhyl 5, sími 567 0765
Ítarlegar upplýsingar um
eignirnar á www.motas.is
Íbúðir fyrir fólk 50 ára og eldri, við Skipalón 22-26 á Hvaleyrarholti í
Hafnarfirði og í Sóleyjarima 19-23, Grafarvogi. Báðir staðirnir skarta
frábæru útsýni.
Glæsilegar íbúðir
fyrir 50 ára og eldri
SkipalónSkipalón 22-26 á Hvaleyrarholti2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir á
frábærum stað til afhendingar í apríl 2007.
• Gróið hverfi.
• Frábært útsýni.
• Ísskápur, kvörn í vaski og
uppþvottavél fylgja.
• Granít á borðum og sólbekkjum.
• Innangengt úr bílageymslu í lyftur.
Söluaðili:
Sóleyjarimi
3ja og 4ra herbergja íbúðir á besta stað í
Grafarvogi til afhendingar í október 2007.
Sóleyjarimi
Hvaleyrarholt
Grafarvogur
> Yfir 20 ára reynsla
> Traustur byggingaraðili
> Gerðu samanburð
www.motas.is
Sími 565 5522 | www.fasteignastofan.is
Sími 533 4040 | www.kjoreign.is
• Tvennar svalir, bæði út úr eldhúsi og stofu.
Ótrúlegt útsýni.
• Stórar stofur.Tvö baðherbergi, baðherbergi
inn af hjónaherbergi.
• Amerískur ísskápur, kvörn í vaski og
uppþvottavél fylgja.
• Granít á borðum og sólbekkjum.
• Arinn og 2 stæði í bílageymslu með stærstu
íbúðunum.
• 80 m2 salur í sameign fylgir (afmæli og
minniháttar tilefni).
• Þvottastæði í bílageymslu.
• Golfvöllur í göngufæri.
Söluaðili:
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/M
O
T
3
56
41
0
1/
07
Sýningaríbúð
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Til sýnis í dag gullfalleg 89,1 fm
íbúð ásamt 17,6 fm innb. bílskúr.
Vandað, glæsilegt fjölbýli sem er
klætt að utan með vandaðri klæðn-
ingu og nær viðhaldsfrítt að utan.
Parket. Glæsilegt útsýni. Stutt í
skóla, framhaldsskóla og alla þjón-
ustu. Bílskúr með vatni, hita og raf-
magni. Verð 20,9 m.
Allir velkomnir. Elísabet á bjöllu.
Sími 588 4477
Lyngmóar 2 – Garðabæ
Opið hús í dag kl. 14-16
120 HEKTARAR Í ÁSAHREPPI
Til sölu afar grösugt land, með víðsýni til allra átta, í aðeins klukku-
stundar fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Ótakmarkaðir möguleikar fyrir hugmyndaríkt fólk.
Tilboð óskast.
Upplýsingar gefur Guðrún Hulda í síma 861 1032