Morgunblaðið - 14.01.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 14.01.2007, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ örf er á iðjuþjálfun þegar börn eða ung-lingar eiga orðið erfitt með að sinna sín-um daglegu verkefnum á fullnægjandi hátt. Algengt er að sú færni breytist í kjölfar sjúkdóms eða álags. Börn geta átt erfitt með að annast sig og eiga samskipti við foreldra og vini, stunda skólann, sinna áhugamálum sínum eða njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Antonía María Gestsdóttir, yfiriðjuþjálfi BUGL, segir að stór hluti barna sem eru þar til meðferðar fari í iðjuþjálfun. Gert er mat í upp- hafi þar sem farið er yfir hvernig staðan er og hverju skuli stefnt að. Ákveðið er í samvinnu við barnið eða unglinginn hvaða leiðir skuli farnar og síðan hefst viðeigandi meðferð. Með- ferð er veitt í formi mats, viðtals eða þjálfunar, ráðgjafar og/eða fræðslu. „Við horfum fyrst og fremst á styrkleika barnanna og vinnum út frá þeim, en mark- miðið er að auka færni þeirra til að taka þátt í hinu daglega lífi, s.s. að vera í skóla, eiga vini og vera þátttakandi. Lykilatriðið er að finna hvatann. Hverju er barnið eða unglingurinn mest upptekinn af og finnst skipta máli í sínu lífi?“ segir Antonía en börnin koma bæði í ein- staklings- og í hópþjálfun. Unnið er með skólafærni, sjálfsstyrkingu, félagsfærni, líkamsvitund og tjáningu, slökun og virkniþjálfun, svo dæmi séu tekin, auk þess sem veitt er ráðgjöf varðandi tómstundir og frítíma. Mörg þeirra barna sem koma á BUGL eiga í miklum erfiðleikum félagslega. Þau skortir þá félagsfærni og samskiptahæfileika sem þarf til að eiga árangursrík samskipti við jafnaldra og fjölskyldu, sem leiðir til að börnin verða út- undan í hóp, félagsstarfi og skóla. Sem dæmi um meðferð nefnir Antonía svokallaða Æv- intýrameðferð en grunnhugmyndafræði henn- ar er upplifunarnám. „Mikilvægt er að börnin fái tækifæri til þess að taka þátt í leik og starfi með öðrum börnum. Í hópnum eru þau í öruggum aðstæðum, þau fá tækifæri til að prófa sig áfram í aðstæðum sem þau hafa kannski aldrei prófað áður og það hvernig þau takast á við verkefnin er reynsla, upplifun og lærdómur. Hver tími hefur sitt markmið, t.d. samskipti, samvinna, hugrekki eða úrlausn vandamála, og er unnið á fjölbreyttan hátt með leikjum, verkefnum, þrautum, klettaklifri o.fl. Jákvæð reynsla sem börnin öðlast er yf- irfærð á hið daglega líf og aukið sjálfstraust skilar sér í bættri líðan og hegðun.“ Foreldrar fylgja börnum sínum ávallt í fyrsta viðtal hjá iðjuþjálfa og fylgjast með því sem er gert. „Foreldrar eru kannski ekki með í hverjum tíma en eru í stöðugu sambandi við okkur og fylgjast með öllu sem við erum að gera,“ segir Antonía og bætir við að mikil fræðsla og ráðgjöf sé tvinnuð inn í meðferðina, bæði fyrir börn og ekki síður foreldra. Enda þótt börn hafi verið útskrifuð úr iðju- þjálfun halda mörg þeirra meðferðinni áfram innan veggja BUGL. Erfitt að manna stöður Stöðugildi iðjuþjálfa eru fjögur á BUGL, tvö á göngudeild og tvö á legudeildum, hvort á sinni deild. Frá áramótum hafa aftur á móti aðeins tveir iðjuþjálfar verið starfandi. Stöðurnar hafa verið auglýstar og segir Antonía marga iðjuþjálfa hafa sýnt þeim áhuga en ekki hefur enn tekist að ráða í stöð- urnar. „Ég held að álag og launamunur ráði þar miklu um. Við getum ekki boðið eins vel og aðrir og þá er ég að tala um ríki og borg, ekki einkageirann sem við getum eðli málsins sam- kvæmt ekki keppt við. Það hefur verið erfitt að ná í reynt starfsfólk til að manna stöðurnar, en stöðu BUGL vegna er mikilvægt að ráða starfsfólk með mikla og sértæka fagþekk- ingu.“ Manneklan hefur haft það í för með sér að dregið hefur úr þjónustu við skjólstæðinga BUGL. „Það er mjög slæmt að neyðast til að draga úr þjónustu. Þó við höfum verið fjórar áður var það engan veginn nóg og það segir sig sjálft að tveir starfsmenn anna engan veg- inn jafnmiklu og fjórir. Vitaskuld bitnar þetta ástand fyrst og fremst á börnunum. Biðlistinn er alltof langur. Ég er búin að láta í mér heyra og fundur hefur verið boðaður um málið á næstu dögum. Vonandi skilar hann árangri.“ UNNIÐ ÚT FRÁ STYRKLEIKUNUM Antonía María Gestsdóttir yfiriðjuþjálfi. S érfræðilæknar BUGL eru með böggum hildar yfir því ástandi sem ríkir á deildinni um þessar mundir og fullyrða að erfitt sé að vinna við þau skilyrði sem starfsmönnum eru búin. Morgunblaðið ræddi við læknana um þetta mál en þeir eru: Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir, Guð- rún Bryndís Guðmundsdóttir, Dagbjörg Sigurðardóttir, Gunn- steinn Gunnarsson, Gísli Bald- ursson, Bertrand Lauth, Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Garðar Garðarsson. Snar þáttur í vandanum eru ráðningamál. Undanfarin eitt til tvö ár hefur BUGL misst margt af sínu besta og reyndasta fag- fólki, m.a. sálfræðinga, fé- lagsráðgjafa og iðjuþjálfa, en ekki hefur tekist að ráða reynt fagfólk í staðinn. „Ákveðin umsetning er eðlileg en þetta er meira en eðlilegt get- ur talist. Þessu veldur meðal ann- ars álag og að áðurnefndum fag- hópum bjóðast hærri laun á öðrum opinberum stofnunum. Það er mikið vinnuálag, og fagfólkið hverfur því til starfa við sitt fag á öðrum vettvangi,“ segja læknarn- ir. „Þessi þróun er sérstaklega slæm því segja má að fagfólkið sjálft sé okkar hátæknibúnaður.“ Fleira stuðlar að óánægju starfsmanna BUGL. „Í allri góðri stjórnun er það grundvallaratriði að ábyrgðar- og valdsvið fari saman. Stjórnunin þarf líka að fara sem mest fram á vettvangi, þ.e. þeir sem eru að taka ákvarð- anir um störf og starfsmenn þurfa að vera á staðnum eins og kostur er. Þetta grundvallaratriði er ekki virt hvað varðar BUGL,“ segja læknarnir. Þeir segja þetta ítrekað hafa verið gagnrýnt undanfarinn ára- tug og þörf sé fyrir úrbætur. „Spítalinn hefur ekki bætt úr þessu og rökin eru aðallega þau að ekki megi gefa fordæmi gagn- vart öðrum deildum eða sér- greinum um frávik frá miðstýrðu stjórnunarfyrirkomulagi spít- alans.“ Þarf að endurspegla sérstöðuna Eruð þið að segja að stjórn- kerfi LSH henti BUGL alls ekki? „Vissulega hafa Barna- og ung- lingageðdeildir mikla sérstöðu. Aðrir faghópar en læknar á lækn- ingaþætti eru hlutfallslega stærri þar en á öðrum spítaladeildum, s.s. fullorðinsgeðdeildum eða lyf- lækningadeildum, svo dæmi séu tekin. Stjórnskipulagið þarf að endurspegla þessa sérstöðu sem sérgreinin hefur. Það gerir það ekki í dag.“ Jókst þessi vandi eða minnkaði við sameiningu sjúkrahúsanna ár- ið 2000? „Vandinn varð mun sýnilegri. Það stafar af því að þá var stjórn margra faghópa færð frá BUGL. Það þýðir í reynd að t.d. sálfræð- ingar sem vinna á BUGL eru ekki starfsmenn BUGL, heldur starfsmenn á geðsviði LSH. Þetta á við um alla faghópana. Þessir starfsmenn eru ráðnir af for- stöðumanni viðkomandi faghóps og hann getur ákveðið að hve miklu leyti starfsmaðurinn vinnur á þessari deild eða hinni deild- inni. Stjórnendur hvers faghóps eru staðsettir á Hringbraut eða inni á Kleppi og eiga því erfiðara með að þekkja þarfir starfsem- innar eins og nauðsynlegt er.“ Er BUGL þá upp á þessa aðila komið varðandi starfsfólk enda þótt það starfi á ábyrgð yfirlækn- is hjá BUGL? „Nákvæmlega. Þetta er óvið- unandi stjórnkerfi. Við þekkjum víða til og fullyrðum að þessu er ekki komið fyrir með þessum hætti á Norðurlöndunum, í Bret- landi og Bandaríkjunum og ger- um ráð fyrir að sama máli gegni um aðrar þjóðir á Vesturlöndum.“ Ekki tekið mark á athuga- semdum í sænskri skýrslu Forstjóri LSH boðaði nýverið til fundar um fagleg málefni BUGL og gagnrýna læknarnir að á þann fund hafi hann aðeins boð- að þrjá aðila af deildinni en sjö utan hennar. Skömmu fyrir jól hélt forstjóri síðan fund með starfsfólki BUGL þar sem hann tilkynnti að engar breytingar yrðu gerðar á stjórnunarfyr- irkomulagi deildarinnar. Hafa óháðir aðilar verið fengn- ir til að skoða þetta mál? „Já, í fyrra kom skýrsla sem unnin var fyrir heilbrigð- isráðherra af virtum aðilum, m.a. sænska lækninum Anders Milton, sem hefur verið að gera úttekt á geðheilbrigðiskerfinu í Svíþjóð á vegum þarlendra yfirvalda. Hann kom hérna við annan mann, Dav- id Eberhard, og skiluðu þeir ágætri skýrslu, þar sem alvar- legar athugasemdir voru gerðar við stjórnunarlega stöðu BUGL innan LSH, athugasemdir sem í grundvallaratriðum eru sam- hljóma athugasemdum sem komið hafa fram í öðrum skýrslum um sama málefni. Ráðherra hefur ekki beitt sér fyrir þeim úrbótum sem skýrsluhöfundar telja nauð- synlegar heldur segir fyr- irkomulag BUGL á ábyrgð stjórnar LSH. Þar horfir forstjóri spítalans framhjá alvarlegri og vel rökstuddri gagnrýni skýrsl- unnar og tilkynnir að hann sjái ekki ástæðu til breytinga.“ Ólafur, þú ert að fara í árs launalaust leyfi. Það hlýtur þá að tengjast þessu ástandi? „Tíu ár í starfi yfirlæknis er langur tími, sérstaklega við þess- ar að stæður og því sótti ég um launalaust leyfi til eins árs,“ svar- ar Ólafur. Sú staðreynd að þú ferð í leyfi en segir ekki upp hlýtur að benda til þess að þú alir þá von í brjósti ÓVIÐUNANDI STJÓRNKERFI GEÐHEILSA BARNA OG UNGLINGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.