Morgunblaðið - 14.01.2007, Síða 47

Morgunblaðið - 14.01.2007, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 47 MINNINGAR Tjaldvagnar Tjaldvagn til sölu Montana Easy Camp ´05 með fortjaldi og stórum álkassa. Upplýsingar í síma 867 1335. Húsbílar Húsbíll til sölu. Ford Econoline 79, skoðaður ‘07, húsbíll, 35" er á góðum dekkjum, hár toppur með flest öllu nema eldavél. Verð 450 þús., skoða skipti. Upplýsingar í síma 899 5484, Einar. Lyftarar Lyftari Lyftir upp í 7,59 m og lyftir mest 1440 kg. Verðið er 600.000 með vsk. Upplýsingar í síma 897 2387. Jeppar Toyota Hilux 89. Toyota Hilux V6 3 l, 89". Bíllinn er breyttur á 36", nýbúið að gera hann upp og mála. Í bílnum er talstöð , NMT sími, geislaspilari, 2 sjónvörp í sólskyggnum, ps2. Hann er raflæstur að aftan og með lokur að framan, loftdælu flækjum, nýju pústkerfi. Uppl. 690 3294. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is ✝ Nína GunnlaugHjaltadóttir fæddist í Reykjavík 25. maí 1934. Hún lést á heimili sínu, Neðstutröð 6 í Kópavogi, fimmtu- daginn 28. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hjalti Gunnlaugsson, f. 19.4. 1906, d. 4.10. 1989, og Valný Tómasdóttir, f. 8.5. 1911, d. 23.10. 1992. Systkini Nínu eru: Þor- steinn L. Hjaltason, f. 21.5. 1936, maki Elín Einarsdóttir, þau eiga fjóra syni; Tómas G. Hjaltason, f. 12.3. 1938, d. 6.9. 1967; og hálf- systir Nínu samfeðra er Anna Hilmars Hjaltadóttir, f. 22.3. 1940, maki Össur Torfason. Nína giftist hinn 17. maí 1953 Hafsteini Eyjólfssyni. Þau slitu samvistir. Sonur þeirra er Hjalti E. Hafsteinsson, f. 12.7. 1953, maki Þórdís Eygló Sigurð- ardóttir, f. 28.12. 1950. Börn þeirra eru Rannveig Ein- arsdóttir, f. 15.11. 1967, maki Jón Sævar Þorbergsson, f. 13.2. 1966, börn þeirra eru Jón Þór Jónsson, f. 20.5. 1987, og Sigrún Gróa Jónsdóttir, f. 23.1. 1992; Sigurður Hrannar Hjaltason, f. 22.3. 1982; og Pálmi G. Hjaltason, f. 25.4. 1985, unnusta Anna Rakel Ólafsdóttir, f. 27.9. 1985, dóttir þeirra er Clara Hrönn Pálmadótt- ir, f. 23.3. 2005. Nína giftist aftur hinn 28. nóvember 1959 Pálma A. Ara- syni, f. 4.8. 1928, d. 3.8. 1997. Þau slitu samvistir. Nína stundaði ýmis störf um ævina, þó var hún lengst af starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar og forvera þess eða um 32 ára skeið. Í starfi sínu aðstoðaði hún meðal annars við stofnun nokkurra björg- unarsveita víðsvegar um landið. Einnig kenndi Nína skyndihjálp hjá ýmsum félögum, samtökum og skólum. Nína gekk ung til liðs við skátahreyfinguna og starfaði þar til dauðadags. Hún var í Parkinssonsamtökunum og gegndi meðal annars stöðu for- manns um skeið. Útför Nínu var gerð frá Kirkju óháða safnaðarins hinn 11. janúar, í kyrrþey að hennar ósk. Elsku Nína, ég kveð þig með sökn- uði. Það var sárt að heyra að þú værir farin og það rifjuðust upp allar ljúfu minningarnar sem ég á um þig. Í ágúst tókstu á móti mér og börnun- um mínum í maraþoninu í Reykjavík og mér fannst þú lítið hafa breyst, sama kröftuga röddin og knúsið. Nína, þú kynntir mig, þegar ég var 11 ára, fyrir mínu mesta og stærsta áhugamáli, golfinu, og þú kenndir mér hvað íþróttin gengur út á, keppni, félagsskap og útiveru. Þú gafst mér 2 kylfur sem ég notaði allt fyrsta sumarið, stytt 5-járn og æð- islegan pútter. Ég veit ekki af hverju þú ákvaðst að taka mig með í golfið en mikið rosalega er ég þér þakklát- ur. Hann Magnús, 6 ára sonur minn, fékk einmitt félagsskírteini í Golf- klúbbi Reykjavíkur í jólagjöf og seg- ist ætla að verða betri en ég þegar hann er 11 ára. Nína, takk fyrir að koma mér í golfið. Nína, þú kynntir mig einnig fyrir skátunum og Landsmótið á Úlfljóts- vatni 1977 er í huga mér eins og það hafi gerst í gær. Bláa skikkjan sem þú gafst mér, öll merkin sem við saumuðum í hana, kvöldvökurnar, spilin, leikirnir og allt þetta skemmti- lega fólk. Takk fyrir það Nína. Ég held að allir eigi sér skemmti- legustu frænkuna þegar þeir eru að alast upp. Þú ert mín skemmtilegasta frænka og athygli þín, umhyggja og kraftur hjálpuðu mér mikið á þroska- brautinni. Takk fyrir, Nína. Ég kveð þig með söknuði. Helgi Anton. Ég var ekki orðinn hár í loftinu þegar ég heyrði skátafélaga mína segja sögur af kjarnakonunni Nínu Hjalta. Flestar voru sögurnar bundnar einhverjum sprellum og skemmtilegheitum. Það var á heims- móti skáta, Jamboree í Lillehammer í Noregi sumarið 1975, sem leiðir okkar lágu fyrst saman af einhverri alvöru. Hún var þar foringi í gæsl- unni, hrókur alls fagnaðar og eign- aðist þar stóran vinahóp frá fjölda þjóðlanda. Þegar ég var að undirbúa mig að fara í nám vestur til Bandaríkjanna árið 1977 kom ég við á skrifstofunni hjá Nínu til að kveðja. Varð hún þá bjargvættur minn eins og svo oft síð- ar, því hún átti frænku sem bjó í sömu borg og ég var að fara til. Var hún ekki lengi að græja að ég fengi gistingu og ummönnun þar til að ég kæmi mér fyrir. Árið 1985 var ég ráðinn til starfa hjá Landssambandi hjálparsveita skáta en þar hafði Nína unnið frá árinu 1972. Næstu 15 árin áttum við eftir að starfa náið saman að eflingu og uppbyggingu á björgunarstarfi í landinu. Á þessum árum voru miklir umbótatímar í björgunarsögu þjóð- arinnar. Árið 1991 sameinuðust LHS og Landssamband flugbjörgunar- sveita í Landsbjörg, landssamband björgunarsveita, og í október 1999 sameinuðust Landsbjörg og Slysa- varnafélag Íslands í Slysavarnafélag- ið Landsbjörg. Í samstarfi okkar reyndist Nína mér einstaklega vel. Hún var boðin og búin til að leggja sig fram til að hlutirnir mættu ganga upp. Framan af vorum við fámenn á skrifstofunni og má segja það að sönnu að Nína gekk í öll þau störf sem þurfti. Hún var mikill málasnillingur og skipti því engu hvort um var að ræða íslenska eða enska tungu, talaða eða skrifaða, hún var þar á heimavelli. Allt ritmál sem fór úr húsi sá hún um að lesa yf- ir. Samskipti við fólkið úti í björg- unarsveitunum var hennar fag. Þar þekkti hún hvern krók og kima, al- gjörlega ófeimin við öll samskipti, og lengi vel var hún meðal afkastamestu skyndihjálparkennara landsins. Nína var mikil hamhleypa til vinnu og fengu mörg góðgerðafélög að njóta krafta hennar. Þar má helst nefna Skátahreyfinguna, Parkinsonssam- tökin, Hjálparsveit skáta í Reykjavík og núna síðast eftir að hún flutti í Kópavoginn var hún virk í starfi með- al eldri borgara. Ætli umhyggja hennar fyrir sínum nánustu hafi samt ekki legið næst hjarta hennar. Ég minnist þess þegar foreldrar hennar voru á lífi og komin á efri ár, þá var Nína mjög ræktar- söm og studdi þau vel. Í veikindum Pálma Arasonar, eiginmanns hennar, lagði hún sig alla fram. Umhyggju naut Hjalti einkasonur Nínu og síðan synir hans, þeir Siggi og Pálmi Gunnlaugur. Þeir bræður voru alveg frá fæðingu og til hennar hinsta dags, ömmu sinni einstaklega nærkomnir og var hún áhugasöm um að láta okkur sem vorum nálægt henni deila með henni þeirri gleði sem hún naut af drengjunum. Ég veit að hennar er sárt saknað af heimilisfólkinu í Neðstutröðinni og meðal ættingja og vina um allt land. Nína mín, takk fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði. Björn Hermannsson. Eins og venjulega vorum við Nína í sambandi fyrir jólin. Eins og venju- lega ræddum við um komandi flug- eldasölu Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, eins og venjulega myndi Nína starfa í stjórnstöðinni, eins og venjulega myndi hún sjá um nýárs- kortin, eins og venjulega myndi hún sjá um að svara fyrirspurnum í síma, eins og venjulega … Flugeldasalan var nokkuð erfið þetta árið, þrátt fyrir góðan stuðning almennings. Það vantaði Nínu. Í starfi björgunarsveita eru það oft þau sem sinna útköllum sem eru í sviðsljósinu. Stundum gleymast þau sem leggja til þekkingu og vinnu með óeigingjörnu sjálboðaliðastarfi og gera þannig öðrum félögum kleift að vera ávallt viðbúnir. Nína var ein af þeim. Hjálparsveit skáta í Reykjavík þakkar Nínu samfylgdina og vottar aðstandendum samúð. Fyrir hönd hjálparsveitar skáta í Reykjavík Haukur Harðarson sveitarforingi. Kveðja frá skátahreyfingunni Nína Hjaltadóttir er farin heim eins og við skátar segjum þegar skátasystkin fellur frá. Nína byrjaði ung í skátastarfi og má fullyrða að hún hafi verið virk í skátastarfi alla tíð. Framan af var starfsvettvangur- inn í hinu almenna starfi sem skáti og síðan foringi á flestum þrepum hreyf- ingarinnar. Allan tímann lagði hún allan sinn metnað í öll þau störf er hún tók að sér. Hún tók að sér fjöl- mörg verkefni á vegum landshreyf- ingarinnar og skáta í Reykjavík og má þar nefna skátaskemmtanir á ár- um áður, 17. júní og sumardaginn fyrsta. Þá sat hún í fjölmörgum ráð- um og nefndum á vegum hreyfing- arinnar og óþarfi að telja allt upp þó undirbúningur fjölmargra landsmóta skáta í gegnum tíðina komi upp í hug- ann. Á tímabili starfaði hún jafnframt á skrifstofu BÍS og fór þaðan til starfa á vegum Landssambands hjálparsveita skáta og starfaði síðan óslitið á vegum þeirra og síðar Landsbjargar þar til hún náði eftir- launaaldri. Síðustu ár kom hún einnig víða við og var m.a. einn bakhjarla skátafélagsins í sinni heimabyggð – skátafélaginu Kópar. Nína var einstaklega félagslynd og var ávallt létt í lundu og sá ekki vandamál við verkefnin heldur ein- vörðungu mismunandi erfið verkefni sem leysa þurfti. Öllum þessum störfum sem öðrum á vegum skáta- hreyfingarinnar í gegnum árin sinnti hún af alúð og áhuga og fyrir það skal nú þakkað. Þú ert skáti horfinn heim, himinn, jörð, ber sorgarkeim. Vinar saknar vinafjöld, varðar þökkin ævikvöld. Sérhver hefur minning mál, við munum tjöld og varðeldsbál, bjartan hug og brosin þín, þau bera ljósið inn til mín. Kveðjustundin helg og hlý, hugum okkar ríkir í. Skátaminning, skátaspor, skilja eftir sól og vor. (Hörður Zóphaníasson.) Skátahreyfingin flytur Hjalta syni Nínu og fjölskyldu sem öðrum ást- vinum, einlægar samúðarkveðjur og minnist hennar með miklu þakklæti. Margrét Tómasdóttir skátahöfðingi. Kveðja frá skátafélaginu Garðbúum Einn af foreldrabakhjörlum skátafélagsins Garðbúa til fjölda ára, Nína Hjaltadóttir, er látin. Við skátar segjum gjarnan að þar með sé skát- inn farinn heim. Fyrir áratugum, er sonur Nínu, Hjalti, gekk ungur í skátafélagið Garðbúa í Smáíbúða- og Bústaðahverfi fylgdi móðir hans nán- ast með og var frá þeim degi ávallt reiðubúin að leggja starfinu lið – hvetja og liðsinna án þess þó að vera með afskiptasemi. Nína var þar með einn félaga okkar er vorum samsíða Hjalta í skátastarfinu alla tíð og skipti engu þó talsverður aldursmun- ur væri á. Þannig var Nína, ávallt ung í anda. Skátafélagið Garðbúar og skáta- systkini þaðan kveðja Nínu að sinni um leið og þakkað er fyrir uppeldið og vinskap í gegnum árin. Þá sendum við Hjalta og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Með skátakveðju, Skátafélagið Garðbúar. Nú hefur hún Nína kvatt okkur. Ég kynntist Nínu í gegnum foreldra mína en þau þekktust í gegnum skát- ana. Mér fannst hún, á þeim tíma, í fyrstu svolítið öðruvísi en flestir kunningjar þeirra. Hún náði strax at- hygli minni fyrir framkomu sína og léttleika. Síðar á lífsleiðinni kynntist ég henni betur en þá var hún eini starfsmaður Landssambands hjálp- arsveita skáta, síðar Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Á þessum tíma hafði kviknað mikill áhugi hjá mér á skyndihjálp og áttum við þar langt og farsælt samstarf. Okkar samstarf byrjaði fyrir al- vöru þegar nokkrir leiðbeinendur ákváðu að stofna Félag leiðbeinenda í skyndihjálp (FLÍS) en þar var ég í undirbúningsnefnd. Nína starfaði með okkur í stjórninni í nokkur ár og var m.a. formaður félagins. Það var svo merkilegt við hana Nínu að ef mig vantaði einhverjar upplýsingar varðandi skyndihjálpina þá hafði hún alltaf lausn eða leitaði sér upplýsinga um málið. Það var ótrúlegt hversu marga hún þekkti bæði hér heima og erlendis. Við Nína unnum saman við skyndi- hjálparkennslu í allmörg ár, þar á meðal í um 10 ár við þjálfun áhafna Icelandair. Nína var mikill áhugamaður um slysaförðun og uppsetningu slysaæf- inga. Þar áttum við líka samleið. Ekki vantaði hana hugmyndaflugið við út- færslu æfinganna hvort heldur það voru brunasár, slagæðarblæðingar eða beinbrot. Það var virkilega gam- an að vinna með henni í þessum verk- efnum því alltaf var líflegt í kringum hana. Sem dæmi um verkefni sem hún tók að sér var að sjá um að farða 60 manns á tveimur klukkutímum. Þetta útheimti mikla undirbúnings- vinnu sem hún vann að mestu. Sá sem tók hinn helminginn á móti okk- ur með jafn marga sjúklinga var sjálfur herinn á Miðnesheiði. Eftir þessa tveggja tíma vinnu voru báðir hóparnir klárir en sá var munurinn á hópunum að okkar sjúklingar voru með sjáanlega áverka en hinn hóp- urinn var aðeins með áverkalýsingar á pappaspjaldi hengdar um hálsinn. Þegar kom að greiningu slasaðra þá brá greiningarlæknum hersins held- ur betur í brún þegar þeir sáu farð- aða sjúklinga sem léku af fingrum fram eftir leiðbeiningum frá Nínu. Alltaf var gaman að taka upp jóla- kortin frá henni Nínu því þau voru sérstök en þessi jól voru öðruvísi. Ég var með fjölskyldunni erlendis á skíð- um og tók því upp jólakortin eftir heimkomuna. Ég vissi þá að hún hafði kvatt þennan heim um hátíð- arnar. Nína mín, ég vil þakka þér fyrir samstarfið á liðnum árum og votta ég fjölskyldu þinni samúð mína. Oddur Eiríksson, formaður FLÍS. Kveðja frá Gjábakka „Dáinn, horfinn, harmafregn“. Já, það var harmafregn sem barst í Gjábakka þegar fréttist að Nína Hjaltadóttir væri dáin, horfin. Það mátti sjá svipbrigði á andlitum fólks- ins og flesta setti hljóða. Nína hafði ráð við mörgu, hafði breiðan starfs- vettvang að baki og var áhugasöm um að tileinka sér nýjungar. Hún var einstaklega hjálpfús og gefandi per- sónuleiki, handlagin og listræn. Allt- af tilbúin að rétta hjálparhönd. Með þessum ljóðlínum er Nína Hjaltadóttir kvödd með djúpri virð- ingu og þökk. Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir út á hjarnið og vera svo í máli mild og skýr, að minni í senn á spekinginn og barnið, og gefa þeim, sem götu rétta flýr, hið góða hnoða, spinna töfragarnið? Svo þekki hver, sem þiggur hennar beina, að þar er konan mikla, hjartahreina. (Davíð Stefánsson) Gestir og starfsmenn Gjábakka votta aðstandendum samúð. Blessuð sé minning Nínu Hjalta- dóttur. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Nína G. Hjaltadóttir  Fleiri minningargreinar um Nínu Hjaltadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Kveðja frá Skáta- skólanum Úlfljótsvatni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.