Morgunblaðið - 14.01.2007, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.01.2007, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali REIÐVAÐ - GLÆSILEG ENDAÍBÚÐ 4ra-5 herbergja glæsileg 122,7 fm endaí- búð í lyftuhúsi með sérinngangi af svölum ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin hefur verið innréttuð á einkar glæsilegan hátt, m.a. er granít á vinnuborðum. Stórar svalir. Fallegt útsýni er til Bláfjalla og víðar. Eign í sérflokki. V. 33 m. 6250 ÆGISÍÐA - GLÆSILEGT ÚTSÝNI Vorum að fá í einkasölu 261,4 fmeinbýlis- hús við Ægisíðu. Íbúðarrými er skráð 231,5 fm og bílskúr 29,9 fm Húsið stendur á 797 fm glæsilegri hornlóð á eftirsóttum útsýnis- stað. Arkitekt er Aðalsteinn Richter. Á aðal- hæð hússins eru tvær glæsilegar stofur- sem gengið er í niður af palli, borðstofa, eldhús, snyrting, rúmgott hol ogforstofa. Gengið er út í garð úr stofu og borðstofu. Á efri hæð eru 3-4 herbergi, baðherbergi og hol. Rúmgóðar svalir útaf hjónaherbergi. Í kjallaraeru herbergi, baðherbergi, þvotta- hús, búr og hol. Miki lofthæð er í húsinu. Húsinu hefur verið mjög vel viðhaldið. Hús- ið er laust til afhendingarfljótlega. 6005 LAUFBREKKA - VERSLUNAR-/ATVINNUHÚSN. Snyrtilegt 107 fm verslunar-/atvinnuhús- næði nálægt Toyotaumboðinu. Stutt í helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðis- sins. Húsnæðið er bjart með góðri lofthæð, nýmálað m/ nýju steinteppi á gólfi og snýr til norðurs. Mjög hentugt fyrir lítinn iðnað, verslun eða heildsölu. V. 21,4 m. 6377 MIÐLEITI - GIMLI - ÚTSÝNISÍBÚÐ Glæsileg 4ra herbergja 114,5 fm íbúð á 5. hæð í „Gimli“ með stórkostlegu útsýni, ásamt stæði í bílageymslu. Húsið er hann- að með þarfir eldri borgara í huga og þurfa kaupendur að vera 55 ára og eldri. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, borðstofa, eldhús, herbergi, baðherbergi, snyrting, hol (sem er herbergi á teikningu) og forstofa. V. 46,0 m. 6371 LUNDARBREKKA - LAUS FLJÓTLEGA Falleg og rúmgóð 3ja herbergja 88 fm íbúð á 3. hæð er skiptist í hol, stofu, eldhús, tvö herbergi og baðherbergi. Í kjallara er sam- eiginleg hjóla- og vagnageymsla ásamt sérgeymslu. Sameiginlegt þvottahús er á hæðinni. Sameign er nýmáluð og húsið var viðgert og málað fyrir nokkrum árum. V. 19,5 m. 6370 VATNSSTÍGUR - 101 SKUGGI - 2.H.H. Um er að ræða einstaka 136 fm glæsilega íbúð í hinu nýja Skuggahverfi ásamt stæði í bílgeymslu. Íbúðin er staðsett á 2. hæð og með svalir til vesturs. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og öll gólfefni eru sérvalin. Íbúðin skiptist í stofu, borðstofu, 3 svefn- herbergi, eldhús, baðherbergi og snyrtingu. V. 59,0 m. 6355 LITLIKRIKI - RÚMLEGA FOKHELT Fallegt 219,3 fm einbýlishús með inn- byggðum tvöföldum bílskúr á góðum út- sýnisstað. Húsið er í byggingu og skiptist í forstofu, snyrtingu, innra hol, eldhús, stofu, borðstofu, 3 stór svefnherbergi, fataher- bergi, tvö baðherbergi, tvöfaldan bílskúr, geymslu o.fl. V. 39,9 m. 6357 DALATANGI - MOSFELLSBÆ Fallegt einnar hæðar raðhús í Mosfellsbæ. Húsið er miðjuhús. Góður garður er við húsið baka til og einnig ný verönd framan við húsið. Húsið hefur verið mikið endurnýj- að, meðal annars gólfefni, hurðar, eldhús- innrétting o.fl. Húsið skiptist í tvö svefnher- bergi, baðherbergi, geymslu, eldhús og stofu. Steypt loftaplata er yfir húsinu og er köld geymsla yfir íbúðinni. V. 24,5 m. 6369 HVASSALEITI - ENDARAÐHÚS Vel staðsett þrílyft um 258 fmendaraðhús með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist í 2 saml. stofur,bókaherb., 5-6 herb., innb. bíl- skúr o.fl. Stór og vel gróin lóð. Ákv. sala.V. 48,0 m. 6375 FLYÐRUGRANDI - FALLEG 3ja herb. íbúð í mjög vinsælli blokk með- verðlauna sameign o.fl. Íbúðin snýr inn í garðinn, til suðurs og er meðmjög stór- umsuðursvölum. Nýstandsett baðherbergi. V. 18,9 m. 6372 BIRKIMELUR FRÁBÆRT ÚTSÝNI Þriggja herbergja 80,5 fm íbúð á 4.hæð í fremsta fjölbýlishúsinu við Hagatorg með frábæru útsýni.Íbúðin er ífallegu fjölbýlishúsi sem hefur verið m.a. steinað að utan.Íbúð- in skiptist íhol, tvö herbergi, stofu, eldhús og bað. V. 21,5 m. 6358 DRÁPUHLÍÐ - GLÆSILEG 5 herbergja mjög falleg og vönduð efri sér- hæð sem skiptist í þrjú svefnherbergi, tvær samliggjandi stofur, stórt eldhús og bað- herbergi. Yfir hæðinni er gott geymsluris auk sérgeymslu í kjallara. V. 31,5 m. 6126 OPIÐ HÚS LAUGAVEGUR 82 4.H. BARÓNSTÍGSMEGIN Góð 3ja herbergjaíbúð í 4ra hæða húsi á horni Laugavegs og Barónsstígs. Íbúðin skiptistþannig: Stofa, tvö herbergi, eldhús, baðherbergi, geymsla og hol. Glæsilegt út- sýni er til norðurs EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 13-14. Guðni á bjöllu. V. 18,9 m. 6356 VATNSSTÍGUR - 101 SKUGGI 2.H.V. Glæsileg íbúð á 2. hæð í einu af glæsilegri fjölbýlum í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er í Skuggahverfinu í húsi nr. 15 við Vatnsstíg. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. Íbúðin er 4ra herbergja og er þvottahús innan íbúð- arinnar. Íbúðin skiptist í 3 svefnherbergi, stofu, eldhús, baðherbergi, gestasnyrtingu og þvottahús. Tvennar svalir eru á íbúðinni. Parketið á íbúðinni er plankaparket úr eik. V. 50,0 m. 6368 GULLSMÁRI - YFIRBYGGÐAR SVALIR Falleg 87,1 fm íbúð á 3. hæð með yfir- byggðum svölum. Íbúðin skiptist í anddyri, þvottahús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, stofu, eldhús og yfirbyggðar svalir. Geymsla fylgir á jarðhæð. Stutt er í alla þjónustu og í verslunarmiðstöðina Smára- lind. 6374 LAXAKVÍSL - JARÐHÆÐ MEÐ GARÐI Rúmgóð 107,6 fm 4ra herbergja íbúð á jarðhæð í fjórbýli. Íbúðin skipstis í anddyri, eldhús, þvottahús, stofu, sólstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Íbúðin er staðsett efst í Ártúnsholtinu og er rétt við Ábæjarsafnið. Stutt er í skóla og útivist. V. 27.6 m. 6373 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is UM áramótin varð ljóst að ís- lenska krónan hafði fallið um 18% á árinu 2006. Hinn 5. janúar 2006 rit- aði Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra grein í Blaðið sem hann kallaði „Gleðilegt gengisfellingar ár“. Vissulega hefur hann verið bænheyrður. Hins vegar eru svona skrif algjört einsdæmi í ís- lenskri efnahagssögu. Engum hef- ur dottið svona nokkuð í hug áður. Nú liggur það fyrir, að sextíu ára og eldri eru um 39.000. Eins eru upplýsingr um það, að pen- ingaleg eign þeirra er um 210 milljarðar í bönkum og sparisjóð- um. Innlánsvextir af þessari upp- hæð gera aðeins um fimm millj- arða. En á móti kemur rýrnun, tap, á eign þeirra gagnvart er- lendum gjaldeyri um 36 milljarða. Þetta merkir nettótap um 30 millj- arða. Fáir ættu að gleðjast yfir þessu. Svo vildi til sem oftar, að RÚV, sjónvarp, fjallaði nýlega um hluta- bréfamarkaðinn á liðnu ári. Þar kom fram mikill hagnaður á þeim vettvangi og sumir með djúpa vasa. Svo óhönduglega vildi til að ekki var talin nein ástæða að fjalla um gengissigið og rýrnun íslenskra peninga. Því síður að minnast á stöðu eldri borgara og „plokkun“ á þeim. Því hringdi ég í sjónvarpið og í símann kom Helgi H. Jóns- son. Hann vildi ekki ræða sjón- armið varðandi halla hjá eldri borgurum og kallaði til konu. Eft- ir nokkur orðaskipti við hana mat ég það svo að hún kæmi með fréttir um „útreið“ á 60 ára og eldri í verðbólgunni. Svo er þó ekki. Mér finnst full ástæða að fjalla um svona þróun og hversu alvar- lega er farið með sparnað eldri borgara. Fólk er beðið að spara, en í raun þróast það upp í vit- leysu. Þessi hópur er tryggasti hópur bankanna og sparisjóðanna, sem varðveita peningalega eign hóps- ins. Engin peningastofnun stendur undir nafni gagnvart þessu fólki árið 2006. Bankarnir hvetja fólkið til að koma með peninga til sín en í raun er það stór tap. Þeir hafa enga „varðveislu“ ábyrgð. Langa- umastur er KB-bankinn gangvart þessum hópi, enda þéna þeir mest og hælast um. Þetta ástand minnir mann á gömlu þuluna: „Kallinn í kell- inguna, kellingin í kálfinn, en ekki gekk rófan …“ Það kann þó að breytast. Allir lofa öllu núna. Ókyrrð er á mark- aðnum. Það er eins og menn viti af einhverju, sem er framundan og almenningur hefur áhuga á að breyta til. Kjör þessa hóps, 60 ára og eldri, skipta þjóðina miklu máli. JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON, Birkigrund 59, Kópavogi. 30 milljarð- ar í súginn – Sjónvarp- ið þegir Frá Jóni Ármanni Héðinssyni: Jón Ármann Héðinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.