Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is TÆPLEGA 10 málum sem upp hafa komið hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu á undanförnum vikum og mánuðum hefur verið lokið með sáttaleið. Lögregluyfirvöld binda miklar vonir við að góður árangur verði af þessu úrræði en um er að ræða tilraunaverkefni sem standa á í tvö ár. Hörður Jóhannesson yfirlögreglu- þjónn sagði að þetta úrræði, sátta- miðlun, hefði farið af stað í haust. Reynsla væri ekki komin á það en menn byndu vonir við að árangur af þessu yrði góður. Áherslan yrði ekki síst á yngra fólk sem væri að byrja að brjóta af sér. Ekki væri gert ráð fyrir að þeir sem gerst hefðu sekir um alvarleg eða ítrekuð brot ættu kost á sáttamiðlun. Þolandinn kynnist aðstæðum brotamannsins Sáttaleið byggist á talsvert ann- arri hugmyndafræði en við eigum að venjast í afbrotamálum. Þegar brot er framið, t.d. rúða brotin í bíl, tekur lögregla málið að sér. Brotið er rann- sakað og brotamaðurinn látinn sæta refsingu. Sá sem brotið framdi og sá sem brotið er gegn hittast hins vegar aldrei. Hörður sagði að sáttaleiðin þýddi hins vegar að gerandinn og þolandinn hittust og þolandinn gerði gerandanum grein fyrir hvaða afleið- ingar brotið hefði haft, bæði fjár- hagslega og eins tilfinningalega. Þol- andinn kynntist einnig aðstæðum brotamannsins. Brotamaðurinn bæðist afsökunar á athæfi sínu og ætlast væri til að báðir gengju sáttir frá fundi. Sáttin gengi einnig út á að málsaðilar kæmu sér saman um með hvaða hætti tjónið yrði bætt. Hörður sagði að sáttaleið gæti bæði falist í því að málinu væri lokið án þess að refsing kæmi til, en einnig gæti hluti af sáttinni falist í því að brotamaðurinn tæki út refsingu. Hefur varnaðaráhrif Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, verkefnisstjóri hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu, sagði að þetta úr- ræði, sáttaleið, væri notað í ná- grannalöndum okkar. Norðmenn hefðu mikið notað þetta. Sama ætti við um Finna og Svía. Þessu úrræði hefði einnig verið mikið beitt í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Hann sagðist binda miklar vonir við þessa leið. Norðmenn hafa beitt sáttaleið í meira en 20 ár. Í skýrslu sem Haf- steinn lagði fram um þessi mál er hins vegar ekki lagt til að við förum nákvæmlega sömu leið og Norð- menn. Þar í landi hafa sjálfboðaliðar séð um að koma á sáttum, en hér á landi verða lögreglumenn í þessu hlutverki. Talsmenn uppbyggilegrar réttvísi halda því fram að afbrot valdi skaða og skapi þar með þarfir hjá þeim sem verða fyrir beinum eða óbeinum áhrifum af völdum afbrotsins. Með sáttaleið er verið að reyna að bæta þennan skaða eða draga sem mest úr áhrifum hans með því að koma til móts við þarfir fólks og þá sérstak- lega þarfir þolenda. Slíku markmiði er fyrst náð þegar tekist hefur að hlúa þannig að fólki að það losni und- an vanlíðan sinni og hafi fengið sín- um þörfum eins vel fullnægt og sanngjarnt og réttlátt þykir. Sáttamiðlun er talin líklegri til að hafa sérstök varnaðaráhrif á brota- mann en hinar hefðbundnu aðferðir sem beitt er við meðferð refsimála. Brotamaður fær tækifæri til að sitja andspænis þeim einstaklingi sem hann braut gegn og horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Komist þeir að samkomulagi færist brotið ekki á sakaskrá. Gerandi og þolandi ræða saman Í SÍÐUSTU viku var beitt sáttamiðlun í máli pilts sem sprengdi strætisvagnaskýli með heima- tilbúinni sprengju í Hafnarfirði. Tjónið var um- talsvert. Komið var á fundi með piltinum og for- eldrum hans, lögreglu og eigendum strætisvagnaskýlisins, þ.e. Hafnarfjarðarbæ. Samkomulag náðist um að falla frá kröfum gegn því að pilturinn ynni eina viku hjá þjónustu- miðstöð bæjarins. Laun hans munu renna upp í kostnað sem hlaust af sprengjunni. Sáttamiðlun stendur öllum til boða sem náð hafa sakhæfisaldri en sé þolandi eða gerandi yngri en 18 ára skal lögráðamaður samþykkja að sáttamiðlun verði beitt. Lögreglan telur þetta nýja úrræði vera til hagsbóta fyrir bæði þol- endur og gerendur og þar með samfélagið allt. Sprengdi strætisvagnaskýli og vinnur í viku hjá bænum „NÓATÚN hefur engar undanþágur frá tóbakslögum. Það er alveg ljóst að starfsfólk okkar má ekki selja tóbak nema það hafi náð 18 ára aldri,“ segir Bjarni Jóhannesson, rekstrarstjóri Nóatúnsverslana, en Morgunblaðinu barst í gær ábending þess efnis að ungmenni yngra en 18 ára hefði af- greitt tóbak í Nóatúnsverslun og bor- ið því við að verslunin hefði undan- þágu frá lögum. Að sögn Bjarna hefur umrætt ung- menni augljóslega ekki þekkt starfs- reglur fyrirtækisins nægilega vel og tekur hann fram að þær hafi verið áréttaðar við alla verslunar- og vakt- stjóra. Bendir hann á að í sumum til- vikum sé starfsfólk á kassa yngra en 18 ára, en vilji viðskiptavinur kaupa tóbak hjá viðkomandi beri honum að ná í sér eldri samstarfsfélaga, en tryggt eigi að vera að ávallt sé starfs- maður á vakt sem sé eldri en 18 ára. Í lögum um tóbaksvarnir frá árinu 1984 er kveðið á um að ungmenni yngri en 18 ára megi hvorki kaupa né selja tóbak. Í reglugerð 543/2001 er kveðið á um tímabundnar undanþág- ur við 18 ára aldurstakmarki vegna sölu tóbaks. Tekið er fram að und- anþágur skuli aðeins veita í undan- tekningartilvikum og aldrei lengur en til sex mánaða í senn. Óheimilt er að veita undanþágu vegna ungmenna yngri en 16 ára. Umsóknum um und- anþágur skulu fylgja upplýsingar um að umsækjandi hafi auglýst eftir starfsmönnum 18 ára og eldri, en eng- ar umsóknir borist. Hjá Jakobínu H. Árnadóttur, verk- efnisstjóra tóbaksvarna á Lýðheilsu- stöð, fengust þær upplýsingar að til undantekningar heyrði að sótt væri um undanþágu frá 18 ára aldurstak- markinu. Engin undanþága Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „FÓTBOLTINN er ákveðin ástríða. Þetta er list- grein sem er gaman að pæla í enda er þetta af- skaplega skemmtilegur leikur,“ segir Björn Kristinn Björnsson, knattspyrnuþjálfari til margra ára. Björn gekk til liðs við Fylki sl. haust og þjálfar þar meistaraflokk kvenna í knatt- spyrnu en þar áður þjálfaði hann hjá Breiðabliki og var yfirþjálfari hjá KA til margra ára. Björn er menntaður UEFA-B þjálfari frá KSÍ. Hjá Breiðbliki leiddi Björn, í samstarfi við Úlfar Hin- riksson og Guðmund Magnússon, meistaraflokk kvenna til sigurs, því liðið varð bæði Íslands- meistari og bikarmeistari. Það sem fáir hins veg- ar vita í knattspyrnuheiminum er að Björn er einfættur því hann missti annan fótinn neðan við hné í umferðarslysi fyrir nokkrum áratugum. Í samtali við Björn vill hann lítið gera úr þeirri staðreynd að hann vanti annan fótinn og leggur áherslu á að það sé engin hindrun, hvorki í þjálf- unarstörfunum né neinu öðru sem hann taki sér fyrir hendur enda hafi tækni við smíði gervifóta fleygt fram. „Mér finnst þetta ekki vera neitt merkilegt og hef aldrei haldið þessu á lofti sem knattspyrnuþjálfari. Ég veit ekki af hverju fólki finnst þetta svona merkilegt. Tannlæknir sem fær tvær stíftennur er ekkert verri tannlæknir fyrir vikið. Þetta hefur aldrei pirrað mig eða truflað í þjálfunarstörfunum því öll kennslan fer hvort sem er fram í höfðinu,“ segir Björn og tek- ur fram að miklu erfiðara væri sem þjálfari að þurfa að kljást við sykursýki á háu stigi eða vera 150 kíló að þyngd. Mikilvægt að rækta hæfileika sína Að sögn Björns hefur hann ávallt verið þeirrar skoðunar að fólk eigi að gera það sem það sé hæfast til. „Fyrir mér er ekki spurning hversu gamall þú getur orðið heldur hvernig þú lifir líf- inu. Við breytum ekki fortíðinni. Við getum hins vegar haft áhrif á núið og framtíðina. Við þurf- um að lifa í núinu og einbeita okkur að því sem við ætlum og viljum. Maður þarf að finna út úr því í hverju maður er góður og rækta það. Ég tel mig vera mjög góðan þjálfara sem hefur náð langt og það kemur fótaskortinum ekkert við.“ Spurður hver sé lykillinn að góðu gengi í íþróttum og þjálfun þegir Björn stutta stund og svarar síðan: „Ég get í sjálfu sér ekki svarað því. Það er hins vegar alveg ljóst að þú nærð ekki langt, hvort heldur það er í afreksíþróttum eða hverju öðru sem þú tekur þér fyrir hendur, nema hafa mjög sterka sjálfsmynd. Ég hef ákveðna reynslu af örlítilli brekku sem ég hef þurft að krafla mig upp og kannski oftar en margur annar. Þetta er svo sem ekki alltaf auð- velt en þannig er það líka í íþróttum. Þetta er ekkert alltaf gaman og auðvelt þegar þú ert komin upp í afreksflokk,“ segir Björn og bætir við að það sem skili honum langt sé mikill áhugi á fótbolta sem íþrótt, enda hafi hann stúderað greinina af miklum áhuga. „Mér hefur gengið af- skaplega vel og skilað bæði ánægðum iðkendum og sigurvegurum,“ segir Björn og tekur fram að ein besta umbunin fyrir þjálfara sé þegar þeim sem hann hefur þjálfað vegnar vel. Þess má að lokum geta að Björn er ekki eini knattspyrnuáhugamaðurinn í fjölskyldunni, því báðar dætur hans, Björk og Laufey, hafa stund- að íþróttina af miklum kappi og voru t.a.m. í 17 ára landsliðinu og eru nú í 19 ára landsliðinu. Laufey þjálfar hjá Breiðabliki og Björk hjá Fylki. Besta umbun þjálfara er þegar leikmönnum vegnar vel Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sterkur karakter Björn Kristinn Björnsson knattspyrnuþjálfari ásamt meistaraflokki kvenna hjá Fylki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sett af stað tilraunaverkefni sem byggist á svokallaðri sátta- leið  Tæplega 10 málum hefur lokið með sátt  Lögreglan bindur miklar vonir við þetta úrræði MIKLIR skruðningar bárust frá Blöndu í Húnaþingi vegna jaka- burðar í gærkvöldi. Ruddi áin sig með miklu afli og telst þetta óvenju- legt á þessum tíma árs ekki síst í ljósi þess að nú er ekki hláka í Húnaþingi. Þegar mest lét þá stóð áin hátt og vestan árinnar munaði ekki miklu að hún færi upp á Blöndubyggðina. Fljótt sjatnaði þó í ánni og streymdi hún lygn til sjávar. Jakaburður í Blöndu ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.