Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Akranes | Grundaskóli á Akranesi, sem er móðurskóli í umferðar- fræðslu í samvinnu við Umferðar- stofu, vinnur að verkefni til að efla umferðarfræðslu í grunnskólum landsins og stuðla að fækkun um- ferðarslysa með markvissri fræðslu. Verkefnið er liður í umferðarörygg- isásætlun stjórnvalda. Skólinn fékk á síðasta ári til liðs við sig þrjá aðra grunnskóla til að sinna verkefninu. Það eru Brekku- skóli á Akureyri, Grunnskóli Reyð- arfjarðar og Flóaskóli í Árnessýslu. Hlutverk skólanna er að halda nám- skeið í umferðarfræðslu fyrir grunn- skólakennara, vera grunnskólum til ráðgjafar á þessu sviði og loks að efla námsefnisgerð og stuðla að þróun náms- og fræðsluvefs um umferðar- mál. Hluti af daglegu lífi Að þessu er meðal annars unnið með vefnum umferd.is sem er sam- vinnuverkefni Námsgagnastofnun- ar, Umferðarstofu og Grundaskóla. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Ástu Egilsdóttur verkefnisstjóra að um sé að ræða náms- og fræðsluvef um umferðarmál sem ætlaður er grunnskólanemendum, kennurum og foreldrum. Vefnum er skipt í þrjá hluta, einn fyrir nemendur 1. til 5. bekkjar, annar fyrir nemendur 6. til 10. bekkjar og sá þriðji fyrir kennara og foreldra. Megináhersla er lögð á samþættingu umferðarfræðslu við aðrar námsgreinar þar sem umferð- in er hluti af daglegu lífi nemenda og snertir öll svið samfélagsins. Verk- efnin taka mið af þeim raunveruleika sem nemendur búa við og byggjast á virkni þeirra, þekkingu og reynslu. Halda úti vef um umferðarfræðslu LANDIÐ Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Hafnar eru bor- anir eftir heitu vatni á Berserks- eyri við Hraunsfjörð á Snæfells- nesi. Jarðboranir sjá um borunina fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og nota til hennar borinn Sleipni. Sleipnir er enginn smásmíði – 300 tonn að þyngd – og þarf 17 flutningabíla til að flytja hann á milli staða. Borinn getur dýpst borað 2.400 metra lóðrétt niður. Að sögn Jakobs Friðrikssonar hjá Jarðborunum verður hins vegar beitt stefnuborun á Berserkseyri og þá getur hámarksdýpt holunnar orðið 1.700 metrar. Hins vegar er vonast til að gnægð vatns verði fundin áður en borholan verður svo djúp. Jarðborinn Sleipnir hefur verið notaður um árabil við borun á há- hitaholum og kemur vestur frá borun á Nesjavöllum og þar áður á Hellisheiði. Hitaveita fyrir Grundarfjörð Orkuveita Reykjavíkur keypti vatnsveitu Grundarfjarðar í sept- ember 2005 en inni í þeim kaupum var samningur um lagningu hita- veitu í Grundarfjörð frá Berserks- eyri þar sem heitt vatn hafði þá fundist. Vegurinn yfir Kolgrafar- fjörð auðveldar lagningu aðveitu- æðar frá Berserkseyri. Sumarið 2005 var boruð þar vinnsluhola niður á 550 metra dýpi með svokallaðri skáholuborun. Eftir að sú hola hafði verið dælu- prófuð um nokkurt skeið og með hliðsjón af rannsóknum á vatns- magni og efnisinnihaldi ákvað Orkuveitan að láta bora nýja vinnsluholu. Jarðboranir hf. eru að hefja það verk með Sleipni um þessar mundir. Borað eftir vatni fyrir Grundfirðinga Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Borað á Berserkseyri Jarðborinn Sleipnir við Berserkseyri, Eyrarfjall til hægri og Klakkur í baksýn. Vatnið verður leitt til Grundarfjarðar. Jarðborinn Sleipn- ir tekinn til starfa á Berserkseyri Í HNOTSKURN »Orkuveita Reykjavíkurkeypti vatnsveitu Grund- arfjarðar og með fylgdi samn- ingum um að leiða hitaveitu frá Berserkseyri. »Rannsóknir á 550 m djúpriholu sem boruð var sum- arið 2005 leiddu til þess að nú er hafist handa við borun að nýju. Eftir Sigurð Jónsson Stokkseyri | „Við erum að opna dyr að heimi álfa og trölla líkt og við gerðum með Draugasetrinu á sínum tíma. Þetta er bara byrjunin því við lítum á þetta sem grunn til að byggja ofan á. Okkur langar að gera álf- um og tröllum góð skil,“ sagði Benedikt Guðmundsson, framkvæmdastjóri GTyrf- ingsson ehf. og einn forsvarsmanna Álfa-, trölla- og norðurljósasafnsins sem opnað verður fyrir almenning á morgun, sunnudag, í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokks- eyri. Safn þetta er í um 1.200 fermetra húsnæði og verður því með alstærstu söfnum lands- ins. Sömu hönnuðir og aðilar standa að Draugasetrinu og þessu nýja safni og líkt og með Draugasetrið, er höfuðáhersla lögð á að koma þessum hluta þjóðfræðinnar til skila á lifandi og áhugaverðan hátt. Óhætt er að segja að það takist. Álfakirkja og kynjaskógar Gestir Álfa-, trölla- og norðurljósasafnsins Icelandic Wonders koma fyrst inn í mót- tökurými sem er meira og minna gert úr ís- lensku grjóti; stuðlabergi, grágrýti og hrauni sem skapar sérstakt andrúmsloft. Á hægri hönd seytlar vatn niður klettavegg sem ýtir undir stemninguna. Því næst halda gestir inn í helli og koma inn í heim álfa og huldufólks. Í álfheimum gefst gestum tæki- færi til þess að sjá álfa við störf. Fossar, vatn og lækur eru í þessu rými sem og nátt- úrulegt grjót, hólar og hæðir að ógleymdum álfhólnum sem gestir horfa niður í til að sjá álfana við sín daglegu störf. Þar við hliðina er svo álfakirkja í öllum sínum skrúða. Tröllaheimurinn tekur síðan við í löngum og mjóum helli, hlöðnum úr grágrýti. Í enda hans er stór hellir þar sem tröllin búa og skessan ásamt afkvæmi sínu. Þarna geta gestir lagst í flet skessunnar og mátað sig við hana. Stór pottur á hlóðum er fyrir miðju og kræsingar krauma í honum. Þeir sem komast heilir úr hellinum geta séð stuttmynd um skessuna í hliðarsal við hell- inn. Því næst halda gestir inn í skóg þar sem spenna og ótti liggja í loftinu og enginn veit í raun hvaða kynjaverur kunna að birtast þeim á leiðinni. Úr kynjaskóginum koma gestir inn í norð- urljósarýmið þar sem frostið er 5-10 gráður en veður nokkuð stillt. Í þessu 200 fermetra rými eru stór jökulbrot úr Jökulsárlóni. Þarna inni er eins konar ísöld og veggir klakabrynjaðir en möguleiki er á þjóðlegri hressingu á ísbar sem finna má í einu horn- inu. Ljósið í myrkrinu eru svo norðurljósin sem í allri sinni dýrð munu leika á tugfer- metra sýningartjaldi. Að endingu er farið út á sama stað og ferðin hófst og komið í sal þar sem fyr- irhugað er að bjóða gestum að nálgast fróð- leik um þjóðtrúna hverju nafni sem hann nefnist og á hinum ýmsu tungumálum. Þjóðfræðimiðstöð undirbúin „Því miður er raunin sú í dag að mikið verk er óunnið í því sambandi og munu að- standendur Álfa-, trölla- og norður- ljósasafnsins ásamt Draugasetrinu fara í sérstakt átaksverkefni hvað það varðar. Markmiðið er að koma á laggirnar þjóð- fræðimiðstöð þar sem nemendur í skólum landsins munu koma og vinna verkefni tengdri þjóðfræði okkar. Við viljum með þessu framtaki skapa einn fjölsóttasta ferða- mannastað landsins á næstu árum,“ sagði Benedikt Guðmundsson framkvæmdastjóri og lagði áherslu á að safnið Icelandic Wond- ers hefði eingöngu verið byggt upp af ein- staklingum og til þessa, algjörlega styrkja- laust. Hann sagði að safnið yrði rekið í einka- hlutafélagsformi þar sem það rekstrarform væri einfalt og skýrt. Hann sagði skýr ákvæði í samþykktum félagsins um að safnið yrði ekki rekið í ágóðaskyni en hugsanlegum hagnaði af starfseminni yrði varið til frekari uppbyggingar í menningarmálum. Að sögn Benedikts er mikið lagt upp úr útsjónarsemi í öllu hönnunarferlinu og vinnu við uppsetningu til að hafa upplifun eins sterka og mögulegt er. Fyrir erlenda gesti verður Draugasetrið markaðssett sem ein deild í Icelandic Wonders. Nánari upplýsingar um Draugasetrið má finna á slóðinni www.draugasetrid.is. Þar eru einnig upplýsingar um hið nýja Álfa-, trölla- og norðurljósasafn. Opna dyr að heimi álfa og trölla Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ísjakar og norðurljós Starfsmenn Icelandic Wonders í norðurljósarýminu, Tyrfingur Guð- mundsson, Benedikt Guðmundsson, Bjarni Magnússon og Hlynur Hjaltason. Í HNOTSKURN »Álfum, tröllum og norðurljósum erugerð skil í nýju safni á Stokkseyri, Icelandic Wonders. »Þar má sjá álfa við sín daglegu störfí álfhól sem og álfakirkju. »Gestir geta heimsótt skessuna í hell-inn og lagst í fleti hennar ef þeir þora. »Frost er í norðurljósarýminu en veð-ur frekar stillt. Risastórir Ísjakar úr Jökulsárlóni setja sterkan svip á um- hverfið. Álfa-, trölla- og norður- ljósasafn opnað á Stokkseyri um helgina Suðursveit | Haldin verður svo- nefnd stjörnuhelgi í Þórbergssetri dagana 24. og 25. febrúar. Dag- skráin er unnin í samvinnu við Snævarr Guðmundsson, fjallaleið- sögumann, náttúruunnanda og ljós- myndara. Snævarr setur upp stjörnuver og þátttakendur fá að fara þar í ferða- lag um himingeiminn undir leið- sögn hans, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Einnig verður farið í kvöldgöngu ef veður leyfir og skyggnst um óravíddir geimsins. Formleg dagskrá hefst kl. 14 laugardaginn 24. febrúar og lýkur um miðjan dag á sunnudegi. Snævarr Guðmundsson flytur fræðsluerindi um norðurljósin klukkan 11 á sunnudeginum. Dag- skráin verður tengd bókmenntum Þórbergs Þórðarsonar með upp- lifun og lestri úr verkum skáldsins frá Hala í Suðursveit. Stjörnur í Þórbergssetri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.