Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 149. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SUNNUDAGUR Í FARAR- BRODDI PÚSLUSPIL KATR- ÍNAR S. BRIEM VIÐBURÐARÍK ÆVI >> 30 ALDRAÐ UNGSKÁLD LEIFUR EIRÍKSSON 100 ÁRA Í DAG LÍFIÐ Á HRAFNISTU >> 40 MÁ ÞETTA? Á TÖSKUM, BOLUM OG GLÖSUM Í FÁNALITUNUM >> 6 Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is KOLSVÖRT skýrsla Hafrannsóknastofnunarinn- ar leggur til að hámarksafli á næsta fiskveiðiári verði aðeins 130.000 tonn, sá minnsti síðan 1937. Það er 63.000 tonnum minna, um 30%, en kvótinn á þessu fiskveiðiári. Auk þess leggur stofnunin til að veitt verði 20.000 tonnum minna af ufsa og 10.000 tonnum af ýsu. Gangi þessar tillögur eftir þýðir það um 15 milljarða tap útflutningstekna í þorskinum einum saman miðað við gengi og afurðaverð nú. Það er um þriðjungs samdráttur frá því sem var á síðasta ári, en þá skilaði þorskurinn um 50 milljörðum króna í útflutningstekjur. Við þetta má svo bæta um 5 milljarða samdrætti vegna minni afla af þorski og ýsu. Þetta þýðir um 15% samdrátt í heildarútflutningi sjávarafurða miðað við útflutn- inginn á síðasta ári. Hvergi er lagður til aukinn afli nema í humri, um 100 tonn frá aflamarki þessa árs. Þá leggur stofnunin á ný til upphafskvóta í loðnu, sem að þessu sinni verður 205.000 tonn. Um stöðu þorskstofnsins segir í skýrstu stofn- Kolsvört veiðiráðgjöf Hafró Hafrannsóknastofnunin leggur til 63.000 tonna niðurskurð í þorskveiðum Leiðir til 15 milljarða samdráttar í útflutningstekjum fyrir þorskinn Samdráttur í afla af ýsu og ufsa gæti leitt til 5 millj- arða samdráttar Stærð veiðistofns þorsks talin nálægt sögulegu lágmarki og nýliðun er slök unarinnar um ástand og horfur nytjastofna sjávar fyrir næsta fiskveiðiár, að stærð veiðistofnsins sé nú metin nálægt sögulegu lágmarki og stærð hrygningarstofnsins er aðeins helmingur þess sem talið er að gefi hámarksafrakstur. Nýliðun síðustu sex árin hefur verið slök og meðalþyngd allra aldurshópa er í sögulegu lágmarki. Forstjóri stofnunarinnar segir í inngangi að skýrslunni að ljóst sé að án stefnubreytingar við nýtingu þorsk- stofnsins sé hvorki að vænta stækkunar hrygning- arstofnsins né aukinnar nýliðunar, sem sé for- senda aukinna aflaheimilda á komandi árum. | 6                NÚRSÚLTAN Nasarbajev hefur verið við stjórnvölinn í Kasakstan frá því landið fékk sjálfstæði eftir hrun Sovétríkjanna. Stjórnmál þar í landi eru nú eitt fjölskyldudrama. Einvaldurinn í Kasakstan ÁSAKANIR og gagnásakanir ein- kenna mál Alexanders Litvínenkós, sem var myrtur í London í nóv- ember. Fyrir átta árum lýsti hann ótta sínum á myndbandi. Írafárið vegna Litvínenkós „FASISMI“, „fantaskapur“, „for- sjárhyggja“ og „félagsverkfræði“ voru orð, sem heyrðust á Ölstofunni síðasta kvöldið sem þar mátti reykja. Nú er reykurinn bannaður. Síðasti reykinga- dagurinn HVERNIG breytist fiskur við geymslu? Þetta er ein af þeim spurningum sem hægt er að fá svör við á Hátíð hafsins við Reykjavíkurhöfn í dag. Þar verður m.a. sýndur heill þorskur; nýr, 2-3 daga gamall og 10 til 12 daga gamall og gefst gestum kostur á að lykta af flökunum og finna mun á lykt misferskra flaka. Í dag verður einnig sjómannamessa í Dómkirkjunni, hægt verður að fara í hvalaskoðun, skoða varðskip við Faxagarð og furðufiska á Miðbakka. Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Dagskráin er fjölbreytt og lögð er áhersla á að höfða jafnt til barna og þeirra sem eldri eru. Tilgangurinn með deginum er að kynna starf sjómanna og jafn- framt að efla samhug sjómanna. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn í Reykjavík og Ísafirði 1938 og breiddist út um allt land á fáum árum. Talið er að um tvö þúsund sjómenn hafi tekið þátt í skrúðgöngu í Reykjavík árið 1938, en á seinni árum hefur hátíðahöldunum víða verið breytt. Morgunblaðið/ÞÖK Afli Sigurður Jón Sigurðsson, sjómaður í Vestmannaeyjum, var ánægður með fiskinn sem hann kom með að landi. Viltu finna lykt af nýj- um og gömlum þorski? Sjómannadegi fagnað um allt landVIKUSPEGILL „ÞAÐ er stór- merkilegt að við skulum ekki vera búnir að eyða þorskinum gjör- samlega. Mér finnst veiðar síð- ustu árin hafa verið alltof miklar og of mikið gert af því að veiða æt- ið frá þorskinum, loðnu, rækju og kolmunna,“ segir Kristján Pétursson, skipstjóri á Höfrungi III. AK, í viðtali í Morg- unblaðinu í dag. „Það er bara bull þegar menn halda því fram að það sé allt fullt af þorski í hafinu og við veiðum alltof lítið. Sem betur fer hefur þorsk- urinn staðið sig með eindæmum vel því þetta virðist vera ótrúlega sterkur stofn.“ Kristján segir að til þess að ná upp þorskstofninum hér við land þurfi að friða ætið og minnka álag- ið enn meira en gert er. Margir haldi því fram að það sé óþarfi að takmarka fiskveiðar. Það sé því miður ekki svo. „Veiðunum verður að stjórna,“ segir Kristján. | 36 Veiðarnar of miklar Kristján Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.