Morgunblaðið - 03.06.2007, Page 36
á sjó
36 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
É
g ætla ekki að gefa
kvótakerfinu neina
einkunn. Það verð-
ur alltaf að stjórna
veiðum, en aðferðin
til þess verður
sjálfsagt alltaf umdeild. En mín
skoðun er sú að það sé stórmerki-
legt að við skulum ekki vera búnir
að eyða þorskinum gjörsamlega.
Mér finnst veiðar síðustu árin hafa
verið allt of miklar og of mikið gert
af því að veiða ætið frá þorskinum,
loðnu, rækju og kolmunna,“ segir
Kristján Pétursson, skipstjóri á
Höfrungi III., og trillukarl í tóm-
stundum.
Kristján veit hvað hann syngur.
Hann hefur verið á sjó í um hálfa
öld og mest stundað veiðar á botn-
fiski, síld og loðnu. Mestallan fer-
ilinn hefur hann verið hjá Haraldi
Böðvarssyni á Akranesi og síðustu
árin hjá HB Granda.
„Það er bara bull, þegar menn
halda því fram að það sé allt fullt af
þorski í hafinu og við veiðum allt of
lítið. Sem betur fer hefur þorskur-
inn staðið sig með eindæmum vel,
því þetta virðist vera ótrúlega
sterkur stofn. Andstæðingar kvóta-
kerfisins hafa haldið því fram að
við höfum árlega fyrir tíma kvóta-
kerfisins verið að veiða 400.000 til
500.000 tonn. Það er bara ekki rétt.
Það er hægt að sjá í öllum opinber-
um tölum um fiskveiðar. Það komu
góðir toppar tvö til þrjú ár og svo
dró úr aflanum. Það gerðist þrisvar
til fjórum sinnum á síðustu öld að
aflinn varð svona mikill.
Fyrsta svarta skýrslan
Staða þorskstofnsins var orðin
mjög slæm strax 1975 og þá kom
fyrsta svarta skýrslan frá fiskifræð-
ingunum. Svo kom einn árgangur
sem hélt veiðinni uppi til 1981. Þá
kom hrunið, sem leiddi til kvóta-
kerfisins. Síðan hafa komið góðir
væri svo mikill þorskur við landið.
Þá þurftum við ekki annað en
keyra á Halann ef við ætluðum að
taka þorsk. En það var bara þessi
eina torfa út af Barðinu, þar sem
fiskurinn þétti sig svona mikið.
Smábátarnir mokfiskuðu reyndar
líka uppi í fjöru, en á heilu svæð-
unum, þar sem hafði verið góð veiði
áður, var ekki mikið af þorski. Að
undanförnu hefur verið mjög þægi-
legt að veiða þorsk, vegna þess að
álagið er takmarkað. Ef flotinn færi
allur í þorsk á sama tíma myndi
stofninn láta undan. En nú er sókn-
in orðin svo dreifð að stofninn þolir
það.
Handafæraveiðarnar voru með
ólíkindum á þessum árum fyrir
aldamótin. Það byggðist á því að
það var ekki verið að skarka á tog-
urum á miðunum allt sumarið.
Menn hafa svo takmarkaðar þorsk-
veiðiheimildir. Meðal frystitogari
veiðir 1.000 til 1.200 tonn af þorski
á ári af 6.000 til 7.000 tonna heild-
arafla skipsins,“ segir Kristján.
Mikið veiðiálag á miðunum
En það er fleira sem honum ligg-
ur á hjarta:
„Fyrir utan það, er veiðiálagið á
Íslandsmiðum nú svo miklu meira
en fyrir nokkrum áratugum. Fyrst
byrjum við að veiða loðnuna, síðan
Ljósmynd/Guðjón Einarsson
Skipstjórinn Kristján Pétursson er búinn að vera á sjó í hálfa öld. Í þrjátíu ár hefur hann verið skipstjóri á togurum.
Á góðum degi Skipstjórar hjá HB um áramótin 1962/1963 ásamt eiginkonum sínum. Erla Magnúsdóttir, Þorvald-
ur Guðmundsson, Þórdís Björnsdóttir, Sigríður Adda Ingólfsdóttir, Viðar Karlsson og Kristján Pétursson.
Við tökum of mikið
æti frá þorskinum
Kristján Pétursson er
einn fengsælasti og far-
sælasti skipstjóri ís-
lenzka fiskiskipaflot-
ans. Hjörtur Gíslason
hitti Kristján, sem rakti
viðburðaríkan feril og
skoðanir sínar á mál-
efnum sjávarútvegsins
neistar öðru hverju eins og þegar
stóra þorsktorfan var þarna á Hal-
anum í þrjú ár fyrir aldamótin og
menn býsnuðust yfir því að það
Kristján Pétursson er fæddur í Suður-Bár í Eyrarsveit í
Grundarfirði. Hann ólst upp í Grafarnesi, sem nú er sveit-
arfélagið Grundarfjörður. „Ég hóf sjómennsku sem ung-
lingur á trillum en var fyrst skráður á bát í júní 1954, þá
16 ára. Eftir það hefur sjómennskan verið mitt aðalstarf.
Ég var á vertíðarbátum frá Grundarfirði og fór svo í Stýri-
mannaskólann haustið 1958 og lauk honum vorið 1960. Þá
var ég reyndar búinn að vera stýrimaður á vertíðum, en
fyrsta sumarið sem ég var stýrimaður á síldveiðum var
1959. Það var á bát sem hét Sæfari SH 104, en ég hafði
verið á honum þrjár vertíðar áður. Þetta var fyrsti bát-
urinn sem ég var svo skipstjóri á. Ég byrjaði með þennan
bát á vetrarvertíðinni 1961. Síðan hef ég verið við skip-
stjórn.“
Kristján hefur verið nær allan skipstjóraferil sinn hjá
Haraldi Böðvarssyni og síðar HB Granda, en hvernig hófst
sá ferill?
„Um haustið 1961 var ég kominn til Reykjavíkur og þá
hittist svo á að þar var bátur frá Akranesi, Ver AK, sem
var að fara á línu á útilegu og vantaði mannskap. Ég réð
mig á hann og þar með hófst sjómennska mín hjá Haraldi
Böðvarssyni hf.
Um áramótin eftir réð Sturlaugur H. Böðvarsson mig til
að taka við bát, sem hét Bjarni Jóhannesson AK 130, og
hafði legið við bryggju um tíma. Ég byrjaði með hann í
ársbyrjun 1962. Ég var með hann fyrst á línu og netum og
síðar á síld. Um sumarið varð vélarbilun í honum. Seinna
buðu þeir mér svo að taka við sams konar bát, sem hét
Sveinn Guðmundsson AK 70. Þetta voru trébátar, smíðaðir
í Danmörku og voru um 67 tonn. Við gátum sett á þá um
800 mál og tunnur þegar við vorum á síldinni. Þessi bátur
var svo seldur um vorið 1963 og í kjölfarið tók ég bát sem
hét Sæfari AK 55 fyrir Bergþór Guðjónsson, sem rak Fiski-
ver á þeim tíma. Þann bát var ég með á síld til áramóta. Í
upphafi árs 1964 tók ég við Skírni AK 12 hjá HB og var
þar óslitið síðan. Af Skírni lá leiðin yfir á Harald AK 10 og
þaðan yfir á Höfrung III., sem þá var nótabátur.
Sumarið 1975 keypti svo Haraldur Böðvarsson hf. nýjan
skuttogara í Noregi sem fékk nafnið Haraldur Böðvarsson
og þar hófst togaraferill minn. Ég var 11 ár með Harald
Böðvarsson og tók svo við Sturlaugi H. Böðvarssyni, sem
var keyptur frá Grundarfirði. Hann var ég með til ársins
1992 þegar keyptur var fjögurra ára gamall frystitogari
frá Færeyjum og hlaut hann nafnið Höfrungur III. Þar var
ég í brúnni þar til nú í vor, að ég ákvað að fara í land enda
búinn að vera skipstjóri í 46 ár og á sjó í meira en hálfa
öld.“
Hjá HB í
fjóra áratugi
Báturinn Bjarni Jóhannesson AK var fyrsti báturinn sem Krist-
ján var með fyrir Harald Böðvarsson & co. Hér er hann við
bryggju á Raufarhöfn, fullur af síld, með 850 mál og tunnur.