Morgunblaðið - 10.06.2007, Page 4
4 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
KARLMAÐUR á sextugsaldri var
yfirbugaður eftir umsátursástand
við heimili í Hnífsdal aðfaranótt
laugardags. Sérsveit ríkislögreglu-
stjóra var kölluð til og flutt til bæj-
arsins með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar, TF-LIF. Skömmu eftir
miðnætti lenti þyrlan og á þriðja
tímanum hafði sérsveitin náð stjórn
á ástandinu og aflétt viðbúnaðar-
stigi. Maðurinn gisti fangageymslur
lögreglunnar á Ísafirði en að öllum
líkindum verður farið fram á gæslu-
varðhald yfir honum.
Tilkynning til Neyðarlínunnar
barst um klukkan ellefu á föstudags-
kvöld. Staðfest hefur verið að í það
minnsta einu skoti var hleypt af áður
en lögregla kom á vettvang en engan
sakaði. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins var eiginkona
mannsins á heimilinu og í námunda
við manninn þegar skotið reið af en
hún komst undan og í öruggt skjól
hjá nágrönnum sínum. Sömu ná-
grannar hringdu í Neyðarlínuna og
tilkynntu um atburðinn.
Í kjölfar tilkynningarinnar var
sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út
og Landhelgisgæslan fengin til að
fljúga með hana til Hnífsdals. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Gæslunni
fór TF-LIF af stað klukkan 23.41
með níu sérsveitarmenn innanborðs
og lenti á Hnífsdalsbryggju kl.
00:43.
Konan með áverka í andliti
Áður en sérsveitin mætti á vett-
vang höfðu lögreglumenn frá Ísa-
firði rýmt nærliggjandi hús, og beðið
aðra íbúa um að halda sig innandyra.
Sjálfir héldu þeir uppi umsáturs-
ástandi en fóru ekki nærri húsinu.
Sérsveitarmenn umkringdu svo
húsið og náðu fljótlega sambandi við
manninn. Eftir að hafa rætt við hann
í um fimmtán mínútur í dyragætt-
inni var hann færður í handjárnum
af vettvangi. Hann var rólegur.
Ekki liggur fyrir hvers vegna
maðurinn skaut að eiginkonu sinni,
samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu var hann mjög ölvaður en ljóst
er að sama er hvert ástand hans var
á umræddum tíma; ekkert réttlætir
notkun skotvopna. Að sögn lögreglu
bar konan að auki áverka í andliti og
þurfti að flytja hana á sjúkrahúsið á
Ísafirði til aðhlynningar.
Um 250 manns búa í Hnífsdal sem
er lítill bær við utanverðan Skut-
ulsfjörð. Óhætt er að segja að at-
burðirnir hafi hrist upp í íbúum bæj-
arins sem margir hverjir urðu afar
skelkaðir er þeir sáu viðbúnað lög-
reglunnar.
Maður vopnaður hagla-
byssu skaut að konu sinni
Í HNOTSKURN
»Tilkynning barst lögregl-unni á Ísafirði k. 22.53 á
föstudagskvöld og voru lög-
reglumenn þegar sendir á
vettvang.
»Eftir að ljóst var hvers eðl-is ástandið var leitaði lög-
regla til sérsveitar ríkislög-
reglustjóra sem flutt var með
þyrlu Gæslunnar.
»Sérsveitin yfirbugaðimanninn á þriðja tímanum
aðfaranótt laugardags.
Hús á Bakkavegi í
Hnífsdal voru rýmd á
föstudagskvöld vegna
umsátursástands sem
skapaðist þegar karl-
maður hleypti af hagla-
byssu á heimili sínu.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Yfirbugaður Sérsveitarmenn leiða manninn til bifreiðar lögreglunnar eftir umsátursástand á Hnífsdal aðfaranótt
laugardags. Ekki kom til neinna átaka á milli lögreglu og mannsins sem gafst upp eftir samtal við sérsveit.
HERDÍS Þor-
valdsdóttir leik-
kona er fædd
1923 og bloggar
af krafti á mbl.is.
Telst Herdís til
eldri borgara
landsins en ekki
fer mikið fyrir
þeim í bloggflóru
Íslands.
Hún bloggar
um verndun gróðurs og ágang
manns og búfénaðar á gróður Ís-
lands. Herdís er fyrrverandi for-
maður Lífs og lands, sem eru fé-
lagasamtök er stofnuð voru af
áhugamönnum um verndun og efl-
ingu gróðurs í landinu.
Herdís segist hafa í mörg ár
skrifað allar sínar greinar sem hún
hafi sent inn í Morgunblaðið á
tölvu. Hún hafi svo rekið augun í
bloggið á mbl.is, séð litlu tilvitn-
anirnar og hugsað með sér „þetta
verð ég að komast í til að vekja at-
hygli“ enda finnst henni að margir
séu hættir að lesa blöðin og fari á
Netið í staðinn.
Gera bloggið að veigameiri
umræðuvettvangi
Samkvæmt Árna Mattíassyni
verkstjóra mbl.is er meðalaldur
bloggara á mbl.is 22,77 ár sem er
víst hár meðalaldur í bloggheimum
miðað við aðra bloggvefi.
„Það var meðvituð ákvörðun okk-
ar að reyna að laða til okkar eldri
bloggara en tíðkast hafði á öðrum
íslenskum bloggvefjum. Með því
töldum við að við næðum að gera
bloggið að veigameiri umræðuvett-
vangi sem hefur líka orðið,“ segir
Árni.
Svo virðist sem aðeins einn virk-
ur bloggari á mbl.is sé eldri en
Herdís, en hefur hann slóðina
mattibjorns.blog.is en hann er
fæddur 1921. Árni segir að þessar
upplýsingar séu þó með þeim fyrir-
vara að fólk noti oft rangar kenni-
tölur þegar það skráir sig á mbl.is.
Bloggar til
að ná til
fleira fólks
Herdís
Þorvaldsdóttir
ALLS voru 372 kandídatar brautskráðir frá
Háskólanum á Akureyri í Íþróttahöllinni í
gærmorgun, fleiri en nokkru sinni fyrr. Skól-
inn verður 20 ára í haust.
Þorsteinn Gunnarsson rektor sagðist í
brautskráningarræðu sinni talsmaður þess
sjónarmiðs að öflugir opinberir háskólar séu
starfræktir á Íslandi. „Ástæður þessa liggja
annars vegar í kröfunni um jafnrétti til náms
og hins vegar í því ríka samfélagshlutverki sem
háskólar gegna.“ Hann velti fyrir sér hlutverki
íslenskra stjórnvalda í þeim miklu breytingum
sem opinberir háskólar ganga nú í gegnum.
„Þar skiptir mestu að þessari þróun verði fylgt
eftir m.a. með því að skapa háskólum fjárhags-
leg skilyrði til áframhaldandi vaxtar. Auknar
fjárveitingar þurfa að koma frá ríkisvaldinu,
atvinnulífinu í landinu, alþjóðlegum uppbygg-
ingarsjóðum og að einhverju leyti frá nemend-
um sjálfum. Ég vil þó taka fram að stjórnvöld
eiga ekki að freistast til að innheimta skóla-
gjöld í grunnámi við opinbera háskóla hér á
landi.“
Þorsteinn sagði einkaháskólana njóta mun
meira fjárhagslegs frelsis en opinberir háskól-
ar og innheimtu skólagjöld af nemendum sín-
um til viðbótar greiðslum frá ríkisvaldinu.
„Þessi mismunun á fjárhagsumhverfi einkahá-
skóla og opinberra háskóla er afar sérstæð og
þekkist vart í nálægum löndum.“
Afar sérstæð
mismunun í fjárhag
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Mikill meirihluti Hluti kandídata á háskólahátíð á Akureyri. „Það er tímanna tákn að konur
eru hér í miklum meirihluta. Alls teljið þið 299 konur og 73 karla,“ sagði Þorsteinn rektor.
Eftir: Ástu Sóley Sigurðardóttur
astasoley@mbl.is
KAUPÞING banki hefur ákveðið að styrkja
Háskólann á Bifröst um 30 milljónir á næstu
þremur árum, einkum vegna meistaranáms í
fjármálum og bankastarfsemi. Þetta kom fram í
ávarpi rektors, Ágústs Einarssonar, í tilefni af
útskrift skólans í gær. „Þetta er höfðinglegt og
þannig vil ég að hin öflugu fyrirtæki í landinu
styrki skóla því engin væri útrásin og léleg
væru lífskjörin ef ekki væru til góðir skólar, þar
sem hið framsækna og duglega fólk fær mennt-
un sína“ sagði Ágúst í ræðu sinni.
Háskólahátíð að vori fór fram á Bifröst í gær
og voru þá útskrifaðir tæplega 40 nemendur
með BS og BA gráður frá skólanum. Úr meist-
aranámi útskrifuðust 4 nemendur, 13 með dip-
lómapróf í fjármálum og stjórnun og loks um 50
nemendur úr frumgreinadeild.
Háskólinn nú rekinn með hagnaði
Ágúst sagði í ræðu sinni að mikil orka hefði
farið í að rétta skólann af en fyrrverandi stjórn-
endur skólans hafi skilið eftir sig mjög alvar-
lega fjárhagsstöðu og verulegt tap síðasta eina
og hálfa árið. Það hafi þó tekist og nú sé Háskól-
inn á Bifröst rekinn með nokkrum hagnaði. Á
þessu ári hafi verið settar upp meistaralínur í
samstarfi við virta erlenda háskóla, hafið fjar-
nám í frumgreinadeild, aukið rannsóknir, eflt
gæði námsins, aukið sérhæfingu meðal annars í
verslun, skattarétti, í Mætti kvenna og í menn-
ingar- og fjármálum og
straumlínulagað rekstur
skólans. Mikið sé búið að
gera en einnig sé mikið eftir
og gaman sé að starfa í slíku
umhverfi.
Í ræðu sinni sagði Ágúst
einnig að markmið skólans í
89 ára sögu hans væri það að
útskrifa forystufólk í ís-
lensku atvinnulífi og yrði
það markmið heiðrað áfram. Sagði hann að Há-
skólinn á Bifröst tæki hlutverk sitt alvarlega og
að hann hafi áður rætt um háskólakeðju um
landið til að halda því saman og tryggja búsetu
og fjölbreytni en Háskólinn á Bifröst hafi nú
opnað útibú á Egilsstöðum þar sem núverandi,
væntanlegir og gamlir nemendur verði í beinu
sambandi við námið á Bifröst, meðal annars
fjarnámið. Næst myndi háskólinn opna útibú á
Ísafirði og síðan í Vestmannaeyjum. Vildi há-
skólinn þannig gefa fólkinu á landsbyggðinni
tækifæri til að tengjast skólanum betur. Sagði
hann að erlendum skiptinemum fjölgaði stöð-
ugt og byði háskólinn þá velkomna.
Ágúst vakti athygli á því að þakka bæri kenn-
urum fyrir framlag sitt og sagði „Þakkið því
fólki sem ver hluta eða jafnvel allri ævini í að
mennta aðra og færa þekkingu mannsins spöl-
korn fram á við. Þetta eru hinir nýju landnáms-
menn Íslands, fólkið sem kennir, í leikskólum,
grunnskólum, framhaldsskólum, sérskólum og í
háskólum.“
Kaupþing styrkir
meistaranám
Fyrrverandi stjórnendur Háskólans á Bifröst
sagðir hafa skilið eftir alvarlega fjárhagsstöðu
Ágúst Einarsson