Morgunblaðið - 10.06.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.06.2007, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞAÐ eru komnir þrír mánuðir síðan þessi ákæra var birt og ég skil ekki að þessir einstaklingar hafi svo mikið að gera að þeir geti ekki sinnt þessu hraðar. Það er viss hótun og ögrun sem felst í því að draga svona mál lengi,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson frí- kirkjuprestur sem átta þjóðkirkju- prestar kærðu til siðanefndar Prestafélags Íslands vegna um- mæla um þjóðkirkjuna. Hjörtur var boðaður á fund hjá siðanefnd- inni á fimmtudag þar sem borin var fram sáttatillaga en henni hafnaði hann alfarið. Ósáttir við ummæli Hjartar í Kompási Þjóðkirkjuprestarnir átta voru ósáttir við ummæli Hjartar í fréttaskýringaþættinum Kompási í vor en þar sagði hann m.a. að ef kirkjan færi að láta dýrka sig í stað guðs væri hún að brjóta fyrsta boðorðið – „Þú skalt ekki aðra guði hafa“. Hjörtur mætti á fund siða- nefndar á fimmtudag, ásamt tveimur ákærendum, þar sem hann fékk tækifæri til að tjá sig um ákæruna. „Ég lýsti þar yfir, sem ég hef áð- ur gert, að mér þykir þessi ákæra í raun fáránleg og kirkju Krists til skammar. Ég tel að þetta sé allt byggt á miklum misskilningi því þessa átta aðila hef ég aldrei nefnt á nafn né vísað til þeirra með ein- um eða neinum hætti í gagnrýni minni á þjóðkirkjuna.“ Hann segir það ekki felast í gagnrýni sinni á stofnunina að ráðast á persónu hvers og eins sem hjá henni starf- ar. „Það finnst mér út í hött.“ Meðal þess sem Hjörtur hefur gagnrýnt þjóðkirkjuna fyrir er það sem hann nefnir „hróplega mis- munun“ fjármuna sem hún stendur fyrir „þar sem hún fær milljarða af almannafé á hverju einasta ári til eigin rekstrar“ auk þess að gagn- rýna afstöðu kirkjunnar í málefn- um samkynhneigðra. Hjörtur segir að ef ákvörðun siðanefndarinnar verði honum í óhag boði það hættulega þróun. Þá sé niðurstaðan sú að prestum leyf- ist ekki að gagnrýna þjóðkirkjuna, því einhver prestur geti tekið það upp hjá sér að móðgast persónu- lega og kært viðkomandi fyrir. „Þá er verið að fría ríkisrekna stofnun af gagnrýni sem ég held að sé mjög hættuleg þróun.“ Orðin sem hann valdi og framgangsmátinn Guðmundur Karl Ágústsson, sóknarprestur Hólabrekkusóknar, er einn þeirra sem skrifuðu undir kæruna. Hann segist ósáttur við að Hjörtur hafi talað niðrandi um stofnunina sem hann þjónar og það hafi slegið hann líkt og aðra presta. „En þetta snýst ekki um hans skoðanir um kirkjuna. Þetta eru bara orðin sem hann valdi og framgangsmátinn; hvernig hann talaði niður til þeirra sem kirkj- unni þjóna. Okkar siðareglur eru þannig að ekki eigi að níða aðra.“ „Verið að fría ríkis- stofnun af gagnrýni“ Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur er ósáttur við hversu siðanefnd Prestafélagsins hefur dregið að úrskurða NÝTT frystiskip Eimskipa var nefnt Dalfoss eftir fossi í Vatns- dalsá í A-Húnavatnssýslu við hátíð- lega athöfn í Sundahöfn á föstudag. Það var Dóra Guðmundsdóttir, starfsmaður Eimskips, sem nefndi skipið. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, sagði við þetta tilefni að fyrirtækið vildi undirstrika tengsl sín við heimahagana með því að nefna skipið í Sundahöfn, en hingað til hefur skipum félagsins verið gef- ið nafn erlendis. Baldur telur skipið gefa Eimskip gott forskot í kæli- og frystiflutningum, en það er aðeins eitt af 50 skipum sem félagið hefur í rekstri. Dalfoss er bæði frysti- og gáma- skip. Hann er 82 metra langur og 16 metra breiður og er sérstaklega styrktur til siglinga í ís. Hámarks- ganghraðinn er 16 sjómílur á klukkustund og burðargetan 2.500 tonn. Skipið var byggt í Noregi. Öflugt Dalfoss getur borið 2.000 bretti og 28 gámaeiningar á þilfari. Á skipinu er síðuport sem styttir löndunar- og lestunartíma verulega. Nýtt flutningaskip heitir Dalfoss FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is RÍKIÐ hefur krafist þess að máli, sem höfðað er til að fá eignar- og nýtingarrétt eigenda sjávarjarða viðurkenndan, verði vísað frá dómi á þeirri forsendu að málið sé ekki sótt gegn réttum aðila. Málið er höfðað gegn íslenska ríkinu, en Ómar Antonsson, formaður Sam- taka eigenda sjávarjarða, segist ekki vita hverjum hann eigi að höfða mál gegn ef héraðsdómur taki kröfuna til greina. Sér hafi t.d. skilist að ekki sé hægt að höfða mál gegn Alþingi eða alþingis- mönnum sem settu lögin sem deilt er um í þessu máli. „Við landeigendur erum einu löglegu eigendur að hafinu, þ.e.a.s. 115 metra frá stórstraumsfjöru. Annað eigum við saman. Við erum hins vegar þeir einu sem megum ekki koma nálægt þessu hafi til að veiða þar fisk. Það er búið að af- henda það öðrum,“ sagði Ómar þegar hann var spurður út í málareksturinn. Eigendur sjávar- jarða hafa staðið í langri baráttu við að fá eignar- og nýtingarétt sinn viðurkenndan. Baráttan hefur þó engu skilað enn og því hafa þeir gripið til þess ráðs að reyna að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Ekki er búið að flytja málið fyrir héraðsdómi vegna þess að deilt er um hvort málið sé höfðað gegn réttum aðila. Það er Ómar Antons- son, eigandi jarðarinnar Horns í Nesjum í V-Skaftafellssýslu sem höfðar málið, en hann er jafnframt formaður Samtaka eigenda sjávar- jarða. Gömul réttindi Það sem deilt er um í þessu máli er tvennt, annars vegar eignarrétt- ur og hins vegar nýtingarréttur. Fyrirfram má gera ráð fyrir að Ómari og lögfræðingi hans, Ragn- ari Aðalsteinssyni, reynist tiltölu- lega auðvelt að sanna eignarrétt- inn, en nýtingarrétturinn er flóknara mál. En sjávarbændur líta svo á að ef að dómstólar viður- kenna eignarréttinn sé þar með ljóst að það sem í honum felist verði ekki tekið af þeim án ein- hverra bóta. Eitt af því sem réð verðmæti jarða fyrr á öldum var hvort þeim fylgdu hlunnindi. Þau gátu falist í eggjatöku, selveiði, útræði og fleiru. Jörð sem var við sjó, þar sem hægt var að stunda sjósókn, veiða fugl og sækja egg í björg, var sannkölluð kostajörð sem keypt var og seld fyrir metfé. Í dag selja jarðeigendur veiði- mönnum rétt til að skjóta rjúpur og gæsir og fella hreindýr. Engum dettur annað í hug en að greiða fyrir þessi veiðileyfi. Rétturinn til að nýta hlunnindi hefur alla tíð verið skilgreindur í lögum. Kveðið er á um hann í Grá- gás og Jónsbók frá árinu 1281. Réttindin eru skilgreind nákvæm- lega í veiðitilskipun frá 1849 og tekið hefur verið tillit til þeirra í lögum allt fram á þennan dag. Efn- islega felst í réttindunum að ef jörð liggur að sjó á eigandi rétt á að stunda veiðar 60 faðma (115 metra) frá stórstraumsfjöru. Þar hefur sjávarbóndi rétt til að leggja net sín og aðrir mega ekki leggja þar sín net án hans leyfis. Þegar kom fram á síðustu öld hættu margir sjávarbændur að róa til fiskjar frá jörðum sínum. Breyttir atvinnu- hættir og aukin sérhæfing gerði það að verkum að útræði frá sjávarjörðum lagðist að mestu af. Það má velta fyrir sér hvort þessi réttur skiptir einhverju máli í dag. Er eðlilegt að eigendur sjávarjarða geti gert kröfu í dag um nýtingu á rétti sem þeir hafa ekki hirt um í hálfa öld eða meira? Ómar Antonsson á Horni telur þessa röksemd fráleita. „Bankinn minn hefur engan rétt til að hirða það sem er í bankabókinni minni þó að ég hafi ekki hreyft hana í mörg ár. Þessi réttur hefur alla tíð fylgt jörðinni og hann hverfur ekki þó að hann sé ekki nýttur hvert einasta ár.“ Ríkið hefur í sjálfu sér aldrei neitað því að þessi réttur sé til staðar. Þetta kemur m.a. fram í bréfi sem sjávarútvegsráðherra skrifaði Samtökum eigenda sjávar- jarða árið 2004. Hann bendir jafn- framt á að landeigendur megi stunda fiskveiðar innan netalaga. Þeir þurfi hins vegar að hafa kvóta. Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Með lögum um stjórn fiskveiða frá árinu 1990 fylgir réttur til fisk- veiða í landhelginni skipum sem uppfylla viss skilyrði. Landeig- endur hafa fært rök fyrir því að hægt sé að stunda netalög í sjó á litlum bátum eða jafnvel án þess að nota bát. Með því að gera það að skilyrði að þeir eigi bát af tiltek- inni stærð til að nýta rétt sinn sé ríkið að leggja á eigendur kvöð um að stofna til mikilla fjárfestinga. Hæstiréttur dæmdi árið 2004 í máli manns sem lét reyna á rétt sinn til veiða innan netalaga. Niðurstaða dómsins var að löggjaf- anum væri heimilt að vernda nytja- stofna í fiskveiðilandhelginni og stuðla að hagkvæmri nýtingu þeirra, með því að banna landeig- endum veiðar úr þeim innan net- laga sem utan nema með sérstöku leyfi. Það er því ljóst að það getur orð- ið erfiður róður fyrir landeigendur að sanna rétt sinn til að nýta neta- lög. Eru réttindin einhvers virði? Það má hins vegar spyrja, ef landeigendur eiga netalög, mega þeir þá ekki banna öðrum að leggja net í sjó úti fyrir landi sínu? Fram að þessu hefur þessi réttur land- eigenda ekki verið virtur því að grásleppusjómenn hafa lagt net sín upp við landsteina án þess að spyrja kóng né prest. Það má líka velta fyrir sér hvort Alþingi hafi ekki verið skylt að kveða á um það í lögum að taka ætti rétt eigenda sjávarjarða innan netalaga eignarnámi og að þar með hefði verið tryggt að hann yrði bættur eins og venjulega þegar land er tekið eignarnámi. Í umræðum á Alþingi í vetur um þessi mál, sem efnt var til að frum- kvæði Sigurjóns Þórðarsonar, fyrr- verandi alþingismanns, kom fram hjá Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, en hann fór með byggðamál, að það væri ekki óalgengt að Alþingi setti lög sem takmarkaði rétt eigenda fasteignar til nýtingar. Þar væri m.a. litið til skipulagsmála, um- hverfisverndar, verndunar fugla og dýra og fleira. „Þessar takmark- anir þykja réttlætanlegar í nútíma- þjóðfélagi út frá sjónarmiðum um verndun og skynsamlega nýtingu. Ákvæði sem þessi geta vissulega orðið til þess að bótaréttur stof- nast en slíkt verður að meta í hverju tilviki,“ sagði Jón. Það má kannski velta fyrir sér hvort barátta eigenda sjávarjarða snúist ekki bara um áhugaverða lögfræðilega spurningu en hafi litla praktíska þýðingu að öðru leyti. Ómar Antonsson er ekki sam- mála þessu. Hann lítur á þennan málarekstur eigenda sjávarjarða sem einn þátt í baráttu lands- byggðarinnar fyrir rétti sínum. „Ríkið er búið að hirða rétt manna til að veiða fisk. Ríkið er að reyna að hirða heiðarlönd af bændum. Ríkið er að hirða vötnin af því að það er verið að búa til rafmagn úr þessu og tímir svo ekki að borga bændum fyrir. Það er búið að negla allt niður í framleiðslukvót- um. Það er alls staðar verið að kroppa og setja lög svo að það sé illbúandi á landsbyggðinni. Það er því kannski ekki nema eðlilegt að landsbyggðin sé komin á vonar- völ.“ Getur einhver átt sjóinn?  Eigendur sjávarjarða hafa stefnt ríkinu og krefjast viðurkenningar á eignar- og nýtingarrétti  Tekist er á um ákvæði Jónsbókar og lög um stjórn fiskveiða sem kveða á um úthlutun kvóta Morgunblaðið/Golli Fiskveiðar Eigendur sjávarjarða vilja fá að veiða fisk í sjó líkt og bændur sem veiða í net í vötnum. Þeir reyna nú að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Í HNOTSKURN »„Allir menn eiga at veiðafyrir utan netlög at ósekju. En þat eru netlög, yzt, er selnót stendur grunn 20 möskva djúp at fjöru, og komi þá flár upp úr sjó. … Landeigandi á … ok veiðar allar í netlögum og í fjör- unni,“ segir í rekabálki Jóns- bókar frá árinu 1281 sem enn er í gildi. »Netalög er sá staður þarsem net eru lögð í sjó. Samkvæmt gömlum lögum er um að ræða 60 faðma eða u.þ.b. 115 metra frá stór- straumsfjöru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.