Morgunblaðið - 10.06.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.06.2007, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Davíð tekur forystuna, hækkar sig um 200 þúsund stig, hver vill toppa það? VEÐUR Sigurður Helgason, eldri fyrrumforstjóri og stjórnarformaður Flugleiða, hefur unnið frækinn sigur fyrir Hæstarétti í deilum um túlkun á eftirlaunasamningi, sem hann gerði fyrir áratugum við fyrirtækið. Deilan snerist um það, hvort kaupréttarsamningar nokkurra æðstu starfsmanna Flugleiða, sem gerðir voru löngu eftir að Sigurður eldri lét af störfum hjá félaginu, skyldu taldir með við útreikning viðmiðunar fyrir eftirlaun.     SigurðurHelgason, sem hér er kall- aður eldri til þess að forðast þann misskilning, að um sé að ræða Sigurð Helgason, yngri, sem lét af starfi forstjóra Flugleiða fyrir nokkrum misserum, var einn af hinum ungu, framsýnu athafnamönnum, sem byggðu upp Loftleiðir á sínum tíma og stjórnaði lengi umsvifum þess fyrirtækis í Bandaríkjunum.     Þegar Flugfélag Íslands og Loft-leiðir gengu saman í eina sæng og urðu að Flugleiðum varð hann einn af þremur framkvæmdastjór- um hins sameinaða félags. Hinir voru Örn Johnson og Alfreð Elías- son. Sigurður varð svo einn forstjóri fyrirtækisins og síðar stjórn- arformaður.     Sú niðurstaða Hæstaréttar aðdæma Sigurði eldra í hag mun áreiðanlega þýða veruleg útgjöld fyrir FL Group, sem nú er með á sínu borði eftirlaunaskuldbindingar gömlu flugfélaganna.     Sjálfsagt eru eftirlaunasamningaraf þessu tagi liðin tíð en engu að síður má gera ráð fyrir, að þessi dómur Hæstaréttar leiði til þess að við gerð slíkra samninga eða ann- arra starfslokasamninga gæti menn þess að detta ekki í þann dýra pytt, sem FL Group er nú fallið í. STAKSTEINAR Sigurður Helgason Frækinn sigur SIGMUND                          ! "#    $%&  ' (                  ) '   *  +, - % .   /    * ,                  01      0  2    3 1, 1  ),  40 $ 5 '67 8 3# '   ! !    ""#$$%   %       9  )#:;< ""                  !  "# )  ## : )    & '  ( " "' "    ) =1  = =1  = =1  &( $# "* $% +",#$-  ;1>            .(#"  (#" /"&"  ' $0  "$" $$  "  " ") / . ""  "" #/ 5  1  .(#"$  (#" "-1  #" / 2  "$ $ $% "$"  %" 3 0"#"&   $%/"& %# 0 "  ' $  /". "!"  " " #4  "  ' $ $% / :  .(#"$  (#" "-1  #" / 5  " " " $$ $ $% "# ' $4"$" " "  %# / & "#"%   "  %"$ $0"#  $ $% /". ""  " " #4"$ "  "" #"$ $0"#"  $ $% / 61## " "77  $#" "8  "* $% 2&34?3 ?)=4@AB )C-.B=4@AB +4D/C(-B /  4 !/  /! /! /!     /  /! /!    4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4                   Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sigríður Laufey | 8. júní 2007 Alvarlegur vandi Kolbrún Bergþórs- dóttir slær því fram í forystugrein Blaðsins að langstærsti hluti þjóðarinnar kunni að fara með áfengi. Það orkar tvímælis að forystugrein Blaðsins afgreiði áfengisneyslu með fullyrðingu án þess að líta á málið í víðara sam- hengi. Staðreyndin er sú að tíu pró- sent (30.000 manns) Íslendinga eiga við alvarlegan áfengisvanda að stríða. Meira: logos.blog.is Eygló Harðardóttir | 8. júní 2007 Hvar á að taka út? Davíð Oddsson for- sætisráðherra tók eitt skipti út alla þá fjár- muni sem hann átti í KB-banka þar sem honum blöskraði laun bankastjórans. Davíð Oddsson seðlabankastjóri virðist ekki vera alveg jafn vandur að virð- ingu sinni og nafni hans forsætisráð- herrann. Kannski veit hann að það tekur enginn neitt út úr Seðlabank- anum? Ekki einu sinni bankastjór- ana sjálfa. Meira: eyglohardar.blog.is Baldur Kristjánsson | 8. júní 2007 Þarfur boðskapur Mikið var gaman að sjá Pollýönnumyndina í ríkissjónvarpinu. Þar var í hreinni og tærri mynd sá boðskapur sem við þurfum: að sjá björtu hliðarnar í til- verunni, brosa, vingast, uppörva, hjálpa. Pollýanna er ljósgeisli sem kemur inn í þunga og staðnaða veröld þar sem staðnað ættarveldið og pen- ingaöflin ráða ferðinni. Hún er krist- gervingur eins og fínu guðfræðing- arnir myndu segja. (Hún deyr að vísu ekki en hún lamast og það lítur út fyrir að hún muni rísa upp). Þarna var allt t.d. prestur sem skreið fyrir hinu veraldlega valdi, bukkaði sig og beygði fyrir ráðandi öflum en upp- götvaði fyrir rest fyrir tilstilli lítillar stúlku hvað til hans friðar heyrði. Við sáum gleðisnautt og staðnað samfélag breytast í gleðiríkt sam- félag vináttu, virkni og samhjálpar. Meira: baldurkr.blog.is Salvör | 8. júní 2007 Hvað væri þjóðskáldið Jónas að bauka í dag? Núna um helgina er hyllingarhátíð Jón- asanna, háskólarnir hylla þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson með vandaðri dagskrá á Jónasarstefnu. Það er fínt að fara einu sinni á ári á Þingvöll og strengja sín heit og gaman að gera það undir góðri leiðsögn. Fyrsta erindið á Jónasarhátíðinni er erindið „Var Jónas vinstri- grænn?“ Ég brosti við þegar ég sá þennan titil, hann endurspeglar þrá mannanna til að heimfæra allt upp á sinn samtíma. En ég fór að hugsa … hverju hefði lærdómsmaður eins og Jónas haft áhuga á í dag, hann sem var boðberi nýrra tíma og nýrrar hugsunar á svo mörgum sviðum, hann var ekki eingöngu skáld heldur var hann náttúruvísindamaður og leitandi sál. Mörg af verkum Jón- asar eru byggð á hugmyndum ann- arra skálda og fræðimanna, sér- staklega danskra og þýskra. Ég ætla að nota helgina til að lesa aftur ævisögu Jónasar eftir Pál Valsson og lesa vefinn um Jónas og ef ég hef tíma þá ætla ég að bæta í wikipedia greinina um Jónas eða jafnvel skrifa sérstaka wikibók um Jónas. Ég hugsa að Jónas hefði verið hrifinn af wikimedia verkefnum. Hann hefði örugglega gert það sama og ég reyni að gera, hann hefði sett inn greinar á íslensku sem lýsa ís- lenskri náttúru. Ég hef t.d. sett inn greinar á íslensku wikipedia um gabbró og surtarbrand og ofauðgun og eiturþörunga og fiska eins og ála og loðnu og lúðu. Jónas hefði ekkert verið að setja það fyrir sig að framlag mitt og ann- arra er skoplítið þegar horft er til þess hve mikið verk er óunnið, hversu mörgum náttúrufyrirbærum og verum þarf að lýsa og tengja hvað við annað. Meira: salvor.blog.is BLOG.IS Vilborg G Hansen | 9. júní 2007 Tækifæri eystra Nú má segja að grunn- urinn sé lagður á Aust- urlandi. Nú er mikið í mun að Austfirðingar sjái tækifærin sem ál- verinu og virkjuninni fylgja, grípi þau og nýti. Margfjöldunaráhrif byrja fyrst núna, en þau koma aldrei ef enginn sér eða nýtir tækifærin. Margskonar uppbygging léttiðnaðar sem og öfl- ugri ferðamennska á svæðinu í tengslum við Kárahnjúkasvæðið og þar í kring væri eðlileg byrjun eða hvað! Skapa atvinnu og þá kemur fleira fólk. Meira: villagunn.blog.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.