Morgunblaðið - 10.06.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.06.2007, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Erlent |Roberto Calvi höndlaði með peninga páfagarðs og morðið á honum þykir ein af stærri ráðgátum glæpasögu 20. aldar. Lífsstíll | Vefsíðan Facebook hefur vaxið hratt og örygglega og er markmið eigendanna að þar verði grundvöllur að félagslífi netverja. Fjðlmiðlar | Norsk stjórnvöld undirbúa nú löggjöf um ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla. VIKUSPEGILL» Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Hans hafði verið saknað í níudaga og síðar í mánuðin-um hafði honum veriðgert að mæta fyrir áfrýj- unarrétt á Ítalíu. Í vösum hins látna fundust fimm múrsteinar og andvirði um 800 þúsund króna í þremur gjald- miðlum. Lögregla hóf rannsókn á grundvelli þess að aðalbankastjóri Ambrosiano-bankans í Mílanó hefði hengt sig undir Blackfriars-brúnni í miðborg Lundúna. Löngu síðar kom- ust sérfróðir að þeirri niðurstöðu að Roberto Calvi hefði verið myrtur. Nú, 25 árum síðar, er morðgátan enn óleyst; á miðvikudag voru fimm menn sýknaðir af ákæru um að hafa komið „bankastjóra Guðs“ fyrir kattarnef. Úrskurður réttarins í Róm kom nokkuð á óvart. Saksóknarar höfðu farið fram á lífstíðarfangelsi yfir þeim Guiseppe („Pippo“) Calo, Flavio Carboni, Ernesto Diotallevi og Silv- ano Vittor. Þeir höfðu hins vegar lagt til að Manuela Kleinzig, fyrrverandi unnusta Carbonis, yrði sýknuð. Málareksturinn hófst haustið 2005 í Róm. Ákæruvaldið hélt því fram að Pippo Calo hefði sem fjármálastjóri mafíunnar á Sikiley fyrirskipað að bankastjórinn skyldi tekinn af lífi. Þeir Carboni og Diatallevi eru báðir kaupsýslumenn en Silvano Vittor, fyrrverandi lífvörður Calvis, er margdæmdur smyglari. Niðurstaða réttarins var sú að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að leggja fram full- nægjandi sönnunargögn. Verjendur hinna ákærðu lögðu einkum áherslu á að fjölmargir hefðu getað hugsað sér að koma Roberto Calvi yfir á annað tilverustig og höfðu í því efni vísast nokkuð til síns máls. Ákæruvaldið getur áfrýjað dómnum en að auki er nú hafin ný rannsókn á morðinu, sem tengist m.a. Licio Gelli, öldruðum fyrrverandi siðameistara P2-frímúr- arareglunnar, sem forðum var bendl- uð við fjölmörg myrkraverk á Ítalíu. Roberto Calvi var 62 ára gamall er jarðvist hans lauk. Að morgni 18. júní 1982 kom vegfarandi auga á lík hans þar sem það hékk í snöru undir Blackfriars-brúnni í Lundúnum. Daginn áður hafði einkaritari hans, hin 55 ára gamla Teresa Corrocher, (trúlega) framið sjálfsmorð með því að stökkva fram af svölum á fjórðu hæð í höfuðstöðvum bankans. Calvi varð aðalbankastjóri Banco Ambrosiano, stærsta einkabanka Ítalíu, árið 1975. Þremur árum síðar leiddi rannsókn í ljós að nokkrir millj- arðar líra höfðu verið fluttir með óleyfilegum hætti af reikningum bankans. Calvi var handtekinn í maí- mánuði árið 1981, sakfelldur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir fjársvik. Í fangelsinu reyndi hann að fremja sjálfsmorð. Dómnum var áfrýjað og Calvi sleppt þar til niður- staða hefði fengist. Hann komst til Feneyja í júnímánuði 1982, níu dög- um áður en niðurstaða áfrýjunarrétt- arins átti að liggja fyrir. Frá Feneyj- um hélt hann til Trieste, þaðan með hraðbáti til Júgóslavíu og þá til Aust- urríkis áður en hann framvísaði föls- uðu vegabréfi við komu sína til Lund- úna þar sem lífi hans lauk. Með í för voru þeir Silvano Vittor og Flavio Carboni, sem sýknaðir voru á mið- vikudag. Að auki vofðu yfir Calvi réttarhöld á Sikiley vegna fjársvika í tengslum við hrun Franklin National-bankans í New York í Bandaríkjunum. Helsti eigandi bankans var Ítalinn Michele Sindona, sem sagður var „lærimeist- ari“ Calvis. Líkt og hann var Sindona tengdur mafíunni og félagi í „svart- munkasamtökunum“ P2. Sindona var árið 1984 dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir morð. Tveimur árum síðar var hann drepinn í fangaklefa sínum; kaffið reyndist innihalda blásýru auk rjómans. Þegar Ambrosiano-bankinn hrundi til grunna árið 1982 kom í ljós að andvirði rúmlega 80 milljarða króna skorti til að hann gæti staðið við skuldbindingar sínar. Stærsti hluthafi bankans var „Stofnun trúar- legra verka“ (ít. Istituto per le Opere di Religione), sem er hið opinbera heiti banka Páfagarðs. Ráðamenn þar sóru af sér alla ábyrgð á endalok- um Ambrosiano en lögðu engu að síð- ur fram andvirði um 15 milljarða króna, sem greiddar voru lánar- drottnum. Leyndarmál „górillunnar“ Síðustu 25 árin hefur mál þetta orðið tilefni margvíslegra samsæris- kenninga, sem flestar lúta að meint- um tengslum mafíunnar og Páfa- garðs. Almennt er það nú hald manna að mafían hafi látið myrða Calvi til að hefna fyrir stuld hans á peningum samtakanna, sem um banka hans fóru. Jafnframt hafi mafían talið að koma þyrfti í veg fyrir að hann greindi frá peningaþvættinu, sem fram hafði farið í gegnum fjármála- stofnanir þessar. Calvi hafi hugsan- lega ætlað sér að ná yfirráðum í bankanum með því að færa peninga mafíunnar yfir á reikninga pappírs- fyrirtækja erlendis, sem mörg hver hafi verið í eigu Páfagarðs. Víst þykir einnig að Calvi hafi gjörþekkt ólög- legar greiðslur nokkurra helstu stór- fyrirtækja Ítalíu til stjórnmálaflokka. Og hann bjó án nokkurs vafa yfir þekkingu á vafasömu fjármálavafstri Páfagarðs og sökum þeirra tengsla var hann gjarnan sagður „banka- stjóri Guðs“. Roberto Calvi hófst til valda innan Banco Ambrosiano í skjóli Pauls Marcinkus, bandarísks preláta, sem átti makalausan feril að baki er hann tók öll leyndarmál sín með sér í gröfina í febrúarmánuði í fyrra. Marcinkus var aðalbankastjóri „Stofnunar trúarlegra verka“ frá 1971 til 1989 en hafði áður m.a. starf- að sem lífvörður Páls VI páfa og upp- skorið viðurnefnið „górillan“ af þeim sökum. Marcinkus naut verndar Jó- hannesar Páls II páfa og þurfti því aldrei að mæta fyrir rétt í tengslum við rannsókn á endalokum Banco Ambrosiano og Robertos Calvis. Þegar lík Calvis fannst í Lundún- um fyrir 25 árum var rannsókn lög- reglu grundvölluð á því að hann hefði framið sjálfsmorð. Ári síðar var þess- ari niðurstöðu hrundið og frá því skýrt að ekki væri vitað hvernig dauða Calvis hefði borið að. Hann var borinn til grafar í bænum Drezzo norðan Mílanó en árið 1998 var lík hans grafið upp að kröfu ítalskra dómara, sem töldu síðbúna krufningu geta varpað ljósi á málið. Árið 2002 komust ítalskir sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að Calvi hefði verið myrtur. Sögðu þeir að háls líksins hefði ekki skaddast á þann veg sem búast hefði mátt við hefði hann hengt sig sjálfur. Þá hefði Calvi aldrei snert múrsteinana, sem fundust í vösum hans. Ítarlegar rannsóknir hafa einn- ig leitt í ljós að næsta óhugsandi er að Calvi, sem var í góðum holdum og hætt við svima, hafi getað lesið sig niður eftir stillönsum, sem voru undir brúnni, og engin merki sáust á skóm hans um að hann hefði farið þá leið. Á hinn bóginn leiddi rannsókn einnig í ljós að Calvi hafði ekki sætt ofbeldi fyrir dauða sinn og einungis fundust merki um eina svefntöflu í blóði hans. Kunna morðingjarnir því að hafa flutt líkið á bát að brúnni og hengt það þar upp í orðsins fyllstu merk- ingu. Morðið á Calvi og hrun Ambro- siano telst sennilega ein af stærri ráðgátum glæpasögu 20. aldar. Ald- arfjórðungi eftir ódæðið er flestum meginspurningum málsins ósvarað og ljósið enn fjarri skúmaskotum ítalskra undirheima. Hver myrti „bankastjóra Guðs“? Tuttugu og fimm árum eftir að lík Robertos Calvis, bankastjóra ítalska Ambrosiano-bankans, fannst hangandi í snöru undir Blackfriars-brúnni í Lundúnum eru menn litlu nær um hver myrti hann REUTERS Sýknaðir Á myndskermi sjást þeir Pippo Calo (t.h.), fyrrum fjármálastjóri Cosa Nostra, og lögmaður hans, hlýða á úrskurð dómara í Róm er hann sýknaði Calo og félaga hans af ákæru um að hafa myrt Roberto Calvi árið 1982. ERLENT» Í HNOTSKURN »Sú staðreynd að múr-steinar fundust í vösum Calvis hefur verið höfð til marks um að leyniregla frí- múrara, P2, hafi komið nærri morðinu. »Þá þykir ýmsum það rennastoðum undir kenningu þessa að lík Calvis skyldi finn- ast undir Blackfriars-brúnni. „Blackfriars“ vísar til svart- munka og félagar P2 klædd- ust jafnan dökkum kuflum á fundum sínum. A P Roberto Calvi árið 1981. »Manni finnst hræðilegt aðstofnun, sem tekur að sér þá sem eru andlega eða líkamlega fatlaðir og vanhæfir um að bregðast rétt við, skuli ekki hafa húsnæði, sem er betur búið. Jens Kjartansson , yfirlæknir lýta- og brunadeildar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, um mál sextugs öryrkja, sem brenndist lífshættulega þegar hann fékk yfir sig allt að 80 gráða heitt vatn í sturtu. Unnt hefði verið að koma í veg fyrir slysið með betri blöndunartækjum. »Hann gat ekki fótað sig,straumurinn tók hann. Helga Garðarsdóttir, skálavörður í Þórs- mörk, sem sýndi mikið snarræði á mið- vikudag er hún bjargaði 14 ára dreng úr Krossá. »Fyrir mig er þetta það erf-iðasta og versta sem ég hef lent í á fótboltaferlinum en ég verð að komast frá því eins og maður. Ívar Ingimarsson , landsliðsmaður í knatt- spyrnu, eftir 5:0-tap gegn Svíum á mið- vikudag. Ívar kvaðst taka á sig sökina á þremur af fimm mörkum Svía. » Það er mikið verk framundan. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari eft- ir leikinn gegn Svíum. »Ég má þakka fyrir að vera á lífi. Þráinn Arnar Þráinsson flugmaður, sem neyddist til að nauðlenda Cessna-flugvél sinni við erfiðar aðstæður í Flórída á mið- vikudag. »Einkalíf fólks er fótum troðið. Jóhannes Gunnarsson , lækningaforstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, um gangainnlagnir á stofnuninni. Að meðaltali liggur meira en tugur manna á göngum sjúkrahússins á degi hverjum sökum skorts á leguplássum og manneklu. » Þetta er bara eitthvað sem atvinnulífið getur alls ekki búið við. Vilhjálmur Egilsson , framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um stjórn peningamála og aðgerðir Seðlabankans. » Þetta verður enginnkrúttismi. Egill Helgason um nýjan bókmenntaþátt sem hann mun stýra í Ríkissjónvarpinu. Ummæli vikunnar Eftirsóttur Egill Helgason hyggst nú söðla um og stýra tveimur sjón- varpsþáttum um stjórnmál og bók- menntir í viku hverri í Ríkissjón- varpinu. Morgunblaðið/Ásdís © In te rI KE A Sy ste m sB .V .2 00 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.