Morgunblaðið - 10.06.2007, Side 26

Morgunblaðið - 10.06.2007, Side 26
26 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ                                    !! " "   !                 #! $  %        % & %   "    &                Þ að er ekki bjart yfir þorskveiðum á Ís- landsmiðum sam- kvæmt nýrri ástands- skýrslu Hafrannsóknastofn- unarinnar, þar sem þorskstofninn er sagður nærri sögulegu lágmarki og lagður er til verulegur niðurskurður á aflaúthlutun fyrir næsta ár. Nokkrar umræður hafa spunnist um það hvers vegna svona illa er ástatt um þorskstofninn. Það hefur meðal annars verið rakið til þess að veitt hafi verið umfram ráðgjöf sér- fræðinga Hafrannsóknastofnunar- innar allt frá því kvótakerfið var sett á laggirnar árið 1984. Þá hafi ekki verið hlustað á þau sjónarmið, sem stofnunin hefur haldið fram frá árinu 2002, að það þurfi að breyta aflaregl- unni og lækka veiðihlutfall. Það er forvitnilegt að kynna sér langa sögu samskipta sjávarútvegs- ráðherra og stofnunarinnar, sem hefur falið í sér fjölmargar málamiðl- anir og stundum kostað átök. Á köfl- um hefur Hafrannsóknastofnunin legið undir ámæli fyrir að draga úr kröfum sínum til þess að skapa frið á vettvangi stjórnmálanna, en á móti hafa sjávarútvegsráðherrar legið undir ámæli fyrir að fara ekki að ýtr- ustu kröfum sérfræðinga Hafró. Ef til vill eru það málamiðlanirnar sem hafa orðið til þess að sá guli, þorskurinn, hefur látið undan síga. Hefð fyrir umframveiðum Áður en aflareglan tók gildi árið 1994 var viðtekin venja hjá stjórn- málamönnum að fara verulega fram úr ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar- innar við úthlutun aflaheimilda, en á fyrsta áratug kvótakerfisins var ár- legur umframafli á bilinu 50 til 100 þúsund tonn. Þorskstofninn var í sögulegu lág- marki árið 1994 og í kjölfarið á því var loksins reynt að sporna við þessari þróun með aflareglunni svonefndu, sem stuðst var við við aflaúthlutun fiskveiðiárið 1995 til 1996. Aflareglan fól í sér að einungis var heimilt að veiða fjórðung af veiðistofni þorsksins ár hvert, en þó ekki minna en 155 þús- und tonn hvert fiskveiðiár. Það þótti svo tíðindum sæta árið eftir þegar Hafrannsóknastofnunin lagði til 20% aukningu þorskafla á fiskveiðiárinu 1996 til 1997, en þá var lagt til að þorskkvótinn færi úr 155 þúsund tonnum í 186 þúsund tonn. Það var í fyrsta skipti í tólf ár sem ekki var lagður til samdráttur í þorskveiðum. En Adam var ekki lengi í Paradís. Hafrannsóknastofnunin sætti mikilli gagnrýni árið 2000 þegar hún lagði til verulegan niðurskurð þvert ofan í væntingar. Upp úr því gerðu menn sér grein fyrir kerfisbundnu ofmati á stofnstærð þorsksins í útreikningum stofnunarinnar, en það ofmat hefur enn ekki verið leiðrétt þrátt fyrir að stofnunin hafi árlega mælt eindregið fyrir því. Sama ár, 2000, setti ríkisstjórnin inn ákvæði um sveiflujöfnun sem fól í sér að breytingar á milli ára gátu að- eins numið 30 þúsund tonnum til eða frá. Um leið reyndi á sveiflujöfn- unina, því fyrir vikið fór aflaúthlut- unin aðeins niður um 30 þúsund tonn í 220 þúsund tonn, en hefði annars farið niður í 203 þúsund tonn. Árið eftir, 2001, gaf aflareglan 164 þúsund tonn, en þá var sveiflujöfnun í gildi þannig að 220 þúsund tonn urðu 190 þúsund tonn. Á þessum ár- um var veiðihlutfallið því mjög hátt. Ofan á það bætist að afli var 14% um- fram úthlutun fiskveiðiárið 2001 til 2002, fyrst og fremst vegna um- framafla krókabáta, og sætti sjáv- arútvegsráðherra harðri gagnrýni frá LÍÚ af þeim sökum. „Þegar aflinn fór 14% fram yfir, þá var það meðvituð ákvörðun ráð- herra,“ segir Björn Ævarr Stein- arsson, forstöðumaður veiðiráðgjaf- arsviðs Hafró. „Það var reiknað með því í úthlutun aflamarks að sókn- armarksbátar tækju 2 til 3 þúsund tonn en það vissu það allir sem vildu vita að þeir tækju 14 til 15 þúsund tonn – ráðherra líka.“ Síðan þá hefur umframveiði verið á bilinu 4 til 8%. Nú eru allir bátar í sama kerfi, en munur á úthlutuðu aflamarki og afla sem kemur að landi liggur aðallega í afla færeyskra fiski- skipa, sem ekki er gert ráð fyrir í út- hlutun, og síðan smærri þáttum eins og afla Hafrannsóknastofnunar- innar, því sem fer í fiskeldi og undir- máli utan kvóta. Nærri sögulegu lágmarki Ný aflaregla tók síðan gildi fisk- veiðiárið 2006 til 2007 sem kveður á um að aflamarkið sé byggt á með- altali aflamarks síðasta árs og áætl- aðs afla á matsárinu. Ef stjórnvöld fylgja því fyrir næsta fiskveiðiár verður aflamarkið 178 þúsund tonn, en samkvæmt fyrri aflareglu hefði það verið 163 þúsund tonn að teknu- tilliti til sveiflujöfnunar, en 152 þús- und tonn án sveiflujöfnunar. Mun- urinn felst fyrst og fremst í því að í núgildandi aflareglu er lélegur ár- gangur frá 2004 ekki inni í aflamark- inu. Hafrannsóknastofnunin hefur hins vegar mælt með því að aðeins verði úthlutað 130 þúsund tonna þorsk- kvóta. Í útreikningum Hafró er við- miðunarstofninn metinn 650 þúsund tonn í upphafi ársins 2007, gert er ráð fyrir að hann fari í 570 þúsund tonn í ársbyrjun 2008 og að hann haldist í um 600 þúsund tonnum til ársins 2011. Það er nærri sögulegu lágmarki áranna 1992 til 1995 þegar hann var um 550 þúsund tonn. Og ef óbreyttri aflareglu verður fylgt gerir Hafró ráð fyrir að viðmiðunarstofn- inn fari niður fyrir það lágmark. Eins eru umtalsverðar líkur á því að hrygningarstofninn fari undir sögulegt lágmark ef áfram verður veitt samkvæmt núgildandi afla- reglu, en hann er metinn um 180 þús- und tonn á þessu ári og fór lægst árið 1993 í rúm 120 þúsund tonn. Ekki eru heldur góð tíðindi af ný- liðun árganganna frá 2001 til 2006, sem eiga eftir að bera uppi veiðarnar næstu árin, en hún er nærri sögulegu lágmarki, þar af er 2001 árgangurinn sá lélegasti frá upphafi og árgang- urinn frá 2004 metinn sá fjórði minnsti. Fyrstu mælingar á árgang- inum 2006 benda til að hann sé einnig í lakari kantinum. Ýmislegt vantar í aflaregluna Hefð hefur skapast fyrir mála- miðlunum í samskiptum Hafrann- sóknastofnunarinnar og stjórnmála- manna og raunar einnig fyrir samdrætti í þorskkvóta á milli ára. En ef stjórnvöld kjósa að hlusta á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar- innar þýðir það að veiðihlutfall lækk- ar að minnsta kosti úr 25% í 20% af viðmiðunarstofni á næstu fjórum ár- um. Það er nauðsynlegt til þess að miklar líkur, 90% eða meiri, séu á því að hrygningarstofninn stækki frá því sem nú er. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til allt frá árinu 2002 að aflareglan verði endurskoðuð og veiðihlutfall lækkað. Ástæðan er kerfisbundið of- mat í útreikningum á stofnstærð þorsksins mörg ár í röð, sem má að sögn Björns Ævars rekja til þess að ýmislegt vantar í aflaregluna. Hann segir að þetta hafi verið öllum ljóst sem fjallað hafi um þessi mál, en engu að síður hafi ráðherra sett mál- ið í nefnd og tekið hafi þrjú ár að skila áliti. „Á þeim tíma lögðu bæði Hafrannsóknastofnunin og Alþjóða hafrannsóknaráðið mikla áherslu á að nauðsynlegt væri að breyta afla- reglunni.“ Tíðni ofmats heldur áfram Aflareglunefnd skilaði áliti árið 2004, en aflareglunni var þó ekki breytt til samræmis við niðurstöður nefndarinnar fyrr en tveim árum síð- ar og þá aðeins að hluta, þ.e. afla- mark ákvarðast sem meðaltal af afla- marki síðasta fiskveiðiárs og hlutfall af viðmiðunarstofni í upphafi úttekt- arárs. En áfram var miðað við 25% veiði- hlutfall, þannig að leyfilegur þorskafli á fiskveiðiárinu 2006 til 2007 varð 193 þúsund tonn, en hefði verið 187 þús- und tonn miðað við óbreytta aflareglu. Niðurstöður aflareglunefndar kváðu hins vegar á um annað, nefnilega að skynsamlegasta veiðihlutfallið væri á bilinu 18 til 23% og það ætti að vera í neðri mörkunum þegar framleiðslu- geta þorskstofnsins væri lítil. Aflareglunefndin skilaði þessum tillögum árið 2004 þegar fram- leiðslugetan var sæmileg og lagði því til 22% veiðihlutfall, en tekið var fram að ef tíðni ofmats héldi áfram að vera hærri en vanmats, og ekki fyndist skýring á því, þá væri eðlilegt að veiðihlutfallið lækkaði í 20%. Þetta er raunar í samræmi við til- lögur vinnuhóps um nýtingu fiski- stofna sem lagði til 22% veiðihlutfall árið 1994 áður en aflaregla var fyrst tekin upp, en ekki var hlustað á það þá frekar en nú og hlutfallið ákveðið 25%. Þessi lækkun er í það minnsta Nú er augljóst að verði veiðihlutfall ekki lækkað eru verulegar líkur á því að bæði hrygningarstofn og veiðistofn fari niður úr því sem áður hefur sést, að sögn Björns Ævars. „Þá verður mun erfiðara að ná okkur upp úr lægðinni og þess vegna legg ég til að menn hætti þessum leik. Menn eru búnir að fela sig á bak við vitlausa fiskifræðinga, en hafa á sama tíma ekki fylgt ráðgjöf eða markvisst reynt að byggja upp fiskistofnana. Það hef- ur ekki verið vilji til þess. Og hafi ver- ið vilji, þá hefur það ekki verið gert. Þess vegna erum við í þessari stöðu.“ Og full alvara er á bak við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar um að þorskkvótinn verði lækkaður í 130 þúsund tonn á næsta ári. „Þessi lækkun er í það minnsta,“ segir Björn Ævarr. „Ef farið verður niður í þetta er byggt á árgangastærð sem við þekkjum og við vitum að við náum ekki meiru úr þeim árgöngum. Ef við fáum góðan lottóvinning með árganginn 2007, þá kemur hann ekki inn fyrr en árið 2011 til 2012, þannig að áhrifanna fer ekki að gæta fyrr en eftir fjögur ár.“ Slík niðurstaða gæti því skilað lang- varandi lægð þorskstofnsins í stað uppbyggingar. Björn Ævarr er því þeirrar skoðunar að best væri að lækka aflaúthlutun enn meira. „Ef menn draga verulega úr sókn þá verð- ur minna skark á miðunum og menn munu sjá áður óþekktar þéttingar eins og gerðist á árunum 1995 og 1996, en þá safnaðist fiskurinn í stóra torfu á Halamiðum sem tvístraðist ekki og menn gátu tekið úr. Menn þurfa að læra af reynslunni og hefja uppbyggingu. Ég minni á að ef við færum eftir sömu viðmiðun í kjörsókn á þorski og við leggjum til í humri, síld og steinbít, þá myndi það þýða 60 til 70 þúsund tonna þorskkvóta.“ Kjörsókn er skilgreind sem hag- kvæmasta hlutfall á milli útgerð- arkostnaðar og afraksturs, en til langs tíma þykir skynsamlegt að nýta þorskinn nálægt kjörsókn. „Það Málamiðlanir um hvarf Morgunblaðið/Rax Þorskurinn Björn Ævarr segir að ef farið væri eftir kjörsókn væri þorskkvóti 60 til 70 þúsund tonn. Þrátt fyrir að Íslendingar hreyki sér af ábyrgri fiskveiðistjórnun nálgast þorskstofninn sögulegt lágmark. Pétur Blöndal skoðar þróunina, afla- regluna og samskipti Hafró og stjórnmálamanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.