Morgunblaðið - 10.06.2007, Síða 35

Morgunblaðið - 10.06.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 35 Sumaropnun: Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-15. Síðumúla 3, sími 553 7355 D+ sundföt Glæsilegur sundfatnaður Bikinísett - Tankinísett • Verð frá 8.500-11.000 Skálastærðir 32-38 D-F • Buxur - boxer st. 36-44 Aaltos sjálfs, húsgögnin þar með tal- in. Þetta er því lítil perla. Eftir fáein ár mun hver einasti ferðamaður sem kemur til Reykjavíkur vilja láta taka mynd af sér fyrir utan Norræna hús- ið, rétt eins og ferðamenn til Parísar fá mynd af sér við Eiffelturninn. Ég sagði við starfsfólkið mitt: eftir eitt ár verðum við á forsíðu tímaritsins Wallpaper (sem er þekkt tímarit um hönnun og lífsstíl).“ – Og hvernig bregst starfsfólkið við slíkum yfirlýsingum? „Starfsfólkið heldur reyndar að ég sé léttruglaður! Það þarf líka að leggja meira á sig nú en áður. Öll borð eru hlaðin gögnum vegna hátíð- ar sem verður hér í haust en þá munu 120 manneskjur vinna við húsið.“ Dager getur þó ekki orða bundist um það að sér sýnist að í náinni fram- tíð muni þrengja meira að Norræna húsinu en æskilegt væri. „Hér ofan í húsinu að sunnanverðu er að fara að rísa risastór bygging á vegum Háskóla Íslands, 13 hæða há. Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir þessu, ég hef a.m.k. ekkert séð um það í blöðunum. Ég vil fyrir alla muni eiga gott samstarf við Há- skóla Íslands en við hliðina á þessu húsi mun Norræna húsið nánast verða eins og bílskúr. Alvar Aalto hafði metnaðarfullar hugmyndir um gervallt svæðið í kringum Norræna húsið sem mér sýnist hér vera þrengt að, jafnvel möguleikum kastað á glæ. Eina huggunin er þá sú að Tjörnin skuli vera hér norðan við húsið; það verður að minnsta kosti ekki reist há bygging ofan í henni. Eða það vona ég ekki.“ Hinn norræni valkostur – En hvernig nýtist og birtist reynslan af því að reka Cirkus Cirkör við rekstur Norræna hússins? „Við hófum Cirkus Cirkör í litlu kjallararými á borðtennisborði. Fyrst var þetta 7-8 manna hópur en nú tel- ur hann yfir 500 manns. Við rekum skóla á háskólastigi. Að smátíma liðn- um settumst við niður og spurðum: „Að hverju stefnum við, hvert er tak- markið?“ Og svarið við því var: „Við viljum vera stærst í heiminum á þessu sviði.“ Og við sögðum ekki bara: „Við getum það ekki, við erum of lítil.“ Í stað þess að vera lítil og eiga stóra drauma þá kýldum við bara á hlutina! Og þetta er kannski eitthvað sem ég flyt með mér hingað. Auðvitað er þetta áhætta en ég held að það versta sem gæti gerst væri að ég yrði að hætta í starfinu fyrr en ég ætla. Við ráðumst í allar breytingar á hús- inu af nærfærni og það verður hér áfram svo ég ætti ekki að vera að fara að valda svo miklum skaða …“ Það fer naumast hjá því að við slík- ar bollaleggingar um hlutverk Nor- ræna hússins vakni hugsunin um það sem mótvægi við alræmda „amerík- aníseringu“ í Reykjavík. Er það eitt- hvað sem Dager hefur á bak við eyrað í sinni vinnu? „Auðvitað býr einhver slík hugsun að baki þessu öllu og ég verð bara stoltur ef okkur tekst að leggja fram sterkan valkost við þá tilhneigingu. Hins vegar verður fólk að velja sjálft, ég vil ekki fella dóma og segja að eitt sé rétt og annað rangt. Ef fólk kýs heldur bandarískar kvikmyndir, píts- ur og kók þá er það þess mál en ég vil að það líti að minnsta kosti hér inn og sjái hinn kostinn sem í boði er. Ég tel hann kannski betri en hinn en það má deila um. Það sem mestu skiptir er að ég vil að þetta hús, hönnunin, mat- argerðin og starfsemin hér geti verið framvörður þess sem nefna mætti sjálfbæra framtíð. Við viljum setja fram góðar hug- myndir, góðan málstað sem sprottinn er úr sínu náttúrlega umhverfi. En við segjum ekki „þið verðið að gera svona en ekki hinsegin“. En húsið sjálft stendur fyrir ákveðin gæði. Og í þeirri hröðu framþróun sem orðið hefur á Íslandi þá er ég ekki viss um að fólk gefi sér alltaf tíma til að staldra við og huga að gæðum hlut- anna. Það á að geta gengið að þeim vísum í þessu húsi.“ mýrinni Í HNOTSKURN »Norræna húsið hóf starfsemi árið 1968 og verður því fjörutíu áraá næsta ári. Það er hannað af hinum heimsþekkta finnska arkitekt Alvar Aalto og friðað að stórum hluta. »Nú stendur hins vegar yfir hönnunarvinna í samvinnu við AlvarAalto-akademíuna í Finnlandi og húsafriðunarnefnd sem miðar að því að nýta húsið betur í takt við breytta tíma. »Max Dager er sænskur og kvæntur íslenskri konu, Guðrúnu Garð-arsdóttur, skrifstofustjóra í Þjóðmenningarhúsinu. Hann var einn af upphafsmönnum fjöllistaleikhússins Cirkus Cirkör í Stokkhólmi sem er löngu orðið að fjölmennu alþjóðlegu fyrirtæki með starfsemi í mörgum löndum. Hann hefur veitt forstöðu menningarverkefninu Gardarsholm á Húsavík. » Ég held að sýn mín á menningarstarf- semi sé svolítið önnur en forvera minna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.