Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 43
aldar, vegna þess að hann krafðist vígbúnaðar í
tæka tíð til að verjast ógninni af nasismanum?
Eða trúir hann því, að þeir vinstrimenn, sem
mynduðu kjarnann í andspyrnuhreyfingum vítt
og breitt um Evrópu gegn nasistum, hafi samt
sem áður setið á svikráðum við frelsið? Hvers
konar blaður er þetta eiginlega. Auðvitað var
fullt af vinstrimönnum, sem voru friðarsinnar
(þ.e. andvígir valdbeitingu af grundvall-
arástæðum), en þeir voru hvergi við völd á þess-
um árum og höfðu lítil áhrif á gang mála.
Sú fullyrðing, að hægriöfgamenn, eins og þeir
sem nú fara með völd í Bandaríkjunum, standi
vörð um frelsið, og séu einir tilbúnir að verja
það með vopnavaldi, er meira en lítið vafasöm í
ljósi sögulegra staðreynda. En sá sem trúir
svona kennisetningum, og ætlast til, að aðrir
trúi þeim líka, gæti þess vegna talið sjálfum sér
trú um, að innrásin í Írak hefði snúist um út-
breiðslu frelsis, jafnréttis og bræðralags. Öllu
lengra verður að vísu ekki gengið í veru-
leikafirringu.
Böðullinn og fórnarlambið
En er þá eitthvað til í því, að vinstriöflin hafi
rétt fyrir sér um nauðsyn kröfunnar um fé-
lagslegt réttlæti? Tökum dæmi af framgöngu
Ísraelsríkis gagnvart Palestínumönnum á und-
anförnum árum og áratugum. Þegar þeir gyð-
ingar, sem lifðu af helförina – skipulagða tilraun
þýskra nasista til að útrýma gyðingum á meg-
inlandi Evrópu – flykktust til Palestínu að stríði
loknu og stofnuðu Ísraelsríki í fornum heim-
kynnum, nutu þeir af skiljanlegum ástæðum
víðtækrar samúðar hins alþjóðlega samfélags.
Síst af öllu höfðu Evrópumenn siðferðilegan
rétt til að fordæma stofnun eigin ríkis gyðinga.
Frá upphafi hlaut framtíð hins nýja ríkis hins
vegar að vera undir því komin, hvernig samn-
ingar næðust um skiptingu landsins við Palest-
ínumenn, sem fyrir voru.
Nú, meira en hálfri öld síðar, er ljóst orðið, að
framkoma hins hervædda Ísraelsríkis gagnvart
því varnarlausa fólki, sem fyrir var, er orðin að
mesta harmleik samtímans. Fórnarlömbin, sem
flúðu undan ofsóknum og útrýmingarhættu í
Evrópu, eru nú orðin að böðlum, sem beita
hernaðarlegum yfirburðum ríkisins miskunn-
arlaust til að undiroka og niðurlægja Palest-
ínumenn, sem þeir meðhöndla eins og óæðri
kynþátt. Þetta ástand er eins og opin und, sem
eitrar út frá sér og eyðileggur möguleika á frið-
samlegum samskiptum Bandaríkjanna og
bandalagsþjóða þeirra í samskiptum við mú-
hameðstrúarheiminn og Arabalöndin. Meðan
Ísraelsríki heldur áfram uppteknum hætti og
þenur út landnemabyggðir sínar á hernumdu
svæðunum, með það að yfirlýstu markmiði að
koma í veg fyrir stofnun lífvænlegs ríkis Palest-
ínumanna, eru friðsamleg samskipti fólks á
þessum slóðum útilokuð.
Framkoma Bandaríkjastjórnar gagnvart
Palestínumönnum er óafsakanleg og óverjandi.
Menn verða að hafa það í huga, að Ísrael er
skjólstæðingsríki Bandaríkjamanna. Það er
ekki einasta, að Bandaríkin veiti Ísrael árlega
hernaðar- og efnahagsaðstoð, sem nemur um
fimm milljörðum dala. Ísraelsmenn njóta sér-
stakra leyfa til að sækja í vopnabúr Bandaríkja-
manna það, sem þá lystir og til að framleiða
bandarísk hátæknivopn á sérstökum leyfum.
Ísraelar njóta þeirra forréttinda að hafa mátt
óáreittir koma sér upp kjarnorkuvopnum, sem
öðrum ríkjum leyfist ekki, sbr. atganginn að Ír-
an að undanförnu.
Ekkert af þessu hefði getað gerst, nema
vegna þess að Bandaríkin halda hlífiskildi yfir
Ísrael, hvernig svo sem framferði þeirra er. Til
dæmis hafa Bandaríkin beitt neitunarvaldi í ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna oftar en nokkurt
annað ríki og oftast nær til að undanskilja Ísrael
frá því að hlíta samþykktum allsherjarþingsins
og öryggisráðsins um að fara að alþjóðalögum
og milliríkjasamningum. Ein réttlætingin fyrir
innrásinni í Írak var sú, að Saddam Hussein
virti ekki samþykktir Sameinuðu þjóðanna.
Ekkert ríki hefur hundsað samþykktir Samein-
uðu þjóðanna jafn rækilega og jafn staðfastlega
og Ísrael. Og komist upp með það í skjóli
Bandaríkjanna.
Í guðs nafni?
Eftir fall Sovétríkjanna hafa Bandaríkja-
menn ráðið lögum og lofum í Mið-Aust-
urlöndum. Lengst af hafa þau boðið sig fram
sem meintan sáttasemjara milli skjólstæðings-
ríkis síns, Ísraels, og Palestínumanna. Þótt þau
hafi vissulega dregið taum Ísraels, verður í
nafni sanngirninnar að geta þess, að allir forset-
ar Bandaríkjanna hafa reynt að stöðva útþenslu
landnemabyggðanna á Vesturbakkanum og
Gaza, en útþensla þeirra, ein og sér, fyrir utan
allt annað, útilokar friðsamlega lausn á svæðinu.
Þetta á við um alla forseta Bandaríkjanna, sem
að málinu hafa komið – nema George W. Bush.
Bush er sem kunnugt er, frelsaður frá villu
síns vegar til bókstafstrúar og fulltrúi bibl-
íubeltisins í Suðurríkjunum í Hvíta húsinu.
Hann á gott sálufélag við trúarofstækisliðið,
sem nú ræður ríkjum í Ísrael. Báðir trúa því, að
Guð hafi gefið Gyðingum allt land Palestínu.
Miskunnarlaust hernaðarofbeldi Ísraelsríkis
gegn varnarlausu fólki í flóttamannabúðum á
hinum hernumdu svæðum, nýtur í augum þessa
fólks blessunar Guðs. Örvæntingarfullt andóf
þess óæðri kynþáttar, sem Palestínumenn eru í
augum hinna rétttrúuðu, er með sama hætti
óguðlegt athæfi.
Reynum nú að setja okkur í spor fórnarlamb-
anna, Palestínumanna, í þessum átökum. Þeir
hafa verið reknir með valdi burt af landi sínu. Í
fjörutíu ár hafa þeir dregið fram lífið í flótta-
mannabúðum og undir hernámi. Í öllu sínu dag-
lega lífi eru þeir upp á náð og miskunn yfirboð-
aranna komnir. Þeir njóta engra mannréttinda.
Engrar virðingar. Um milljón manns, sem
löngum sá sér og sínum farborða með því að
vinna skítverk fyrir herraþjóðina í Ísrael, eru
niðurlægðir og lítilsvirtir af her og lögreglu
herraþjóðarinnar upp á hvern dag. Palest-
ínumenn ráða ekki yfir höfnum né flugvöllum.
Þeir eru upp á náð og miskunn herraþjóð-
arinnar komnir um útflutning afurða og inn-
flutning lífsnauðsynja. Hvort tveggja stöðvar
Ísraelsstjórn fyrirvaralaust, hvenær sem henni
þóknast. Sama máli gegnir um tolla af inn- og
útflutningi og opinber gjöld. Hvort tveggja er
innheimt af Ísraelsmönnum, og því aðeins skil-
að, að undirþjóðin hlíti settum fyrirmælum.
Ýmsar þjóðir, þ.á.m. Íslendingar, en fyrst og
fremst Evrópusambandið, hafa lagt fram efna-
hagsaðstoð í því skyni að lina þjáningar þessa
undirokaða og forsmáða fólks, t.d. með því að
byggja skóla, sjúkrahús, hafnir, flugvelli o.fl.
Allt þetta hefur Ísraelsher lagt jafnóðum í rúst í
hefndarskyni fyrir sjálfsmorðsárásir í Ísrael.
Alþjóðalög og samningar um lágmarksréttindi
fólks á hernumdum svæðum hafa aldrei staðið í
vegi fyrir hermdarverkum hins hervædda Ísr-
aelsríkis: Þeir reisa mannhæðarháa múra utan
um landnemabyggðir sínar, en beita skrið-
drekum og jarðýtum til að leggja í rúst húsa-
kynni og mannvirki Palestínumanna, af minnsta
tilefni. Pólitísk morð eru stunduð sem rútína.
Sannleikurinn er sá, að Ísraelsríki hefur gengið
svo langt í ofbeldisverkum sínum, að Palest-
ínumenn eru nú eins og innikróuð dýr í útrým-
ingarhættu. Allt er þetta gert með blessun og
virkum stuðningi Bandaríkjastjórnar og á sam-
ábyrgð bandalagsþjóða þeirra. Valdhrokinn er
botnlaus.
Sýndarveruleiki spunameistarans
Frammi fyrir svona ástandi hljóma orðalepp-
ar eins og að sýna „hernaðarlega staðfestu til
stuðnings við frelsið“ eða „beiting hervalds til
stuðnings lýðræði og mannréttindum“ ekki að-
eins eins og öfugmæli, heldur sem himinhróp-
andi svívirðing til að smána og hæða hin varn-
arlausu fórnarlömb ofbeldisins. Þeir sem beita
þessu ofbeldi og réttlæta það, vita ekki, hvað
þeir gera. En eitt er víst: Þeir munu aldrei vinna
sitt stríð. Þeir skyldu minnast þess, að svo má
brýna deigt járn, að bíti. Þeir skyldu minnast
þess, að það eru á endanum takmörk fyrir því,
hve langt er hægt að ganga í valdbeitingu í
krafti tæknilegra yfirburða, gagnvart varn-
arlausu fólki. Að lokum mun örvæntingin, þegar
hinir kúguðu og smáðu hafa að lokum engu að
tapa, gefa þeim kraft til að rísa upp í nafni rétt-
lætisins og hrista af sér hlekki kúgara sinna.
Þetta er það eina, sem við vitum með vissu af
langri sögu óréttlætisins í mannheimum.
Er heimurinn öruggari í framhaldi af herför
þeirra fóstbræðra, Bush og Blair, gegn hryðju-
verkamönnum í Afganistan, í Palestínu og nú í
Írak? Svarið er skýrt og klárt: Nei. Afleiðing-
arnar af stríði þeirra fóstbræðra gegn hinum
ósýnilega óvini eru þveröfugar á við yfirlýst
markmið. Alveg eins og Bush hefur tekist að
sameina því sem næst alla heimsbyggðina gegn
bandarískri utanríkisstefnu, þá hefur hinum
bókstafstrúuðu hægriöfgamönnum í Hvíta hús-
inu og Pentagon tekist að breyta Írak í gróðr-
arstíu hermdarverkamanna. Og eina risaveldið,
sem eftir er, með allan sinn hátæknihernað, fær
ekki rönd við reist.
Grein breska forsætisráðherrans í Econom-
ist, sem hér hefur verið vitnað til, var af hans
hálfu tilraun til að svara þeirri einföldu spurn-
ingu, hver væri mikilvægasti lærdómurinn af
reynslu hans síðastliðinn áratug við stjórnvöl
breska ríkisins. Í greininni reynir hann eftir
bestu getu að sannfæra sjálfan sig og lesendur
sína um, að honum hafi lærst nauðsyn þess að
sýna hernaðarlega staðfestu til stuðnings frels-
inu. Þetta hljómar vel, en reynist vera orðin
tóm, þegar að er gáð. Því að sá sem að beitir
vopnavaldi til að knýja fram vilja sinn, en
forsmáir nauðsyn félagslegs réttlætis hinna
undirokuðu, hann mun áreiðanlega tapa sínu
stríði – og sálu sinni í leiðinni. Sá maður sem
þannig breytir, hefur um leið fyrirgert rétti sín-
um til að bera sæmdarheitið jafnaðarmaður.
Kannski var hann það aldrei. Kannski lét hon-
um bara svo vel að látast. Þá stendur að lokum
ekkert eftir nema sýndarveruleiki spunameist-
arans.
Höfundur var formaður Alþýðuflokksins 1984-96.