Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 45
lýður á fjörur okkar með skotvopn
og var þar einkum til nefndur
vandræðagemsi úr Borgarnesi,
„Fjörulalli“ að viðurnefni. Ásgeir
Pétursson hafði verið skipaður
sýslumaður í Borgarnesi árið
1961, svo ég lét hann friðlýsa á
manntalsþingi allt Álftanesland og
tók þá alveg fyrir þennan ágang.
V.
Við bræður vorum alvanir
sveitastörfum, höfðum dvalið í
Mývatnssveit sumrin 1936-1941,
en Haraldur auk þess hjá Bene-
dikt Líndal (1892-1967) á Efra-
Núpi í Miðfirði sumarið 1942 og
einnig sumarlangt á Álftanesi,
þannig að við vorum staðkunnugir
þar á bæ. Strax á fyrsta búskap-
arári okkar stungum við út úr
hesthúsinu og voru það tvær
stungur og vel það. Fór það eins
og eldur í sinu um allan Borgar-
fjörð: „Þeir stungu sjálfir út úr
húsunum.“ Ráðskonu hafði Har-
aldur Bjarnason haft og varð það
að samkomulagi að hún væri hjá
honum eitthvað áfram, en hann
flutti endanlega til Reykjavíkur
árið 1958 til Huldu dóttur sinnar
og tengdasonar Jónasar Böðv-
arssonar (1900-1988) skipstjóra
hjá Eimskip. Þar fór vel um hann
hjá þeim heiðurshjónum á Há-
teigsvegi 32.
VI.
Auglýstum við þá eftir ráðskonu
og réðum Guðbjörgu Ólafsdóttur
(f. 1927) en fyrir var á bænum
ráðsmaður okkar Þorkell Gísli
Guðbrandsson (f. 1928). Gengu
þau síðan í hjónaband og fóru í
brúðkaupsferð í febrúar 1959, er
Júlíveðrið gekk yfir (togarinn Júlí
talinn af 19.2. 1959), en við bræður
sinntum öllum bústörfum á meðan.
Ég var svo heppinn að hafa aldrei
lært að mjólka, svo það kom í hlut
Haraldar, en ég gaf heyið og fóð-
urbætinn og mokaði að sjálfsögðu
flórinn. Auk þess fór ég með
mjólkurbrúsana á hestvagni að
Miðhúsum, þar sem brúsapall-
urinn var og vegurinn endaði.
Hitti ég eitt sinn Jón bónda þar
Jónsson (1898-1989) og sagðist
ekki hafa lent í verra veðri og um
tíma haldið að ég mundi ekki hafa
þetta heim að Miðhúsum: „Af
hverju helltir þú ekki mjólkinni
niður, fyrst þú hafðir efni á því?“
voru viðbrögð Jóns. Jón á Mið-
húsum var allra manna fyndnastur
og orðheppinn með afbrigðum.
Man ég best eftir heimsókn Ás-
geirs Ólafssonar dýralæknis (1902-
1995), er hann kom að Álftanesi í
þeim erindum að gelda níu fola frá
okkur og næstu bæjum. Skipaði
hann mig 1. aðstoðarlækni sinn við
skurðaðgerðir þessar og hafði ég
töng mikla í höndum og skyldi
halda utan um meðan Ásgeir
saumaði. Fyrst voru folarnir
svæfðir með eteri, en strax og þeir
voru sofnaðir hófst geldingin.
Tókst þetta að mestu vel, nema ég
féll í túnið í 4. geldingu og svo aft-
ur í 9. geldingu. Hlógu félagar
mínir ógurlega, er ég féll í síðara
skiptið, en ég sagði: „Ég datt nú
líka í fyrra skiptið.“ „Já,“ sagði
Jón á Miðhúsum, „en síðari byltan
var tilkomumeiri.“
VII.
Skv. Jarðabók Árna Magn-
ússonar og Páls Vídalín á fyrstu
áratugum 18. aldar, þá voru um
átta hjáleigur í byggð um lengri
eða skemmri tíma. Árið 1957, er
við bræður keyptum Álftanesið,
voru allar í eyði nema Kvíslhöfði.
Frændur mínir tveir voru nokkur
sumur í sveit hjá þeim heið-
urshjónum Bjarna Einarssyni
(1869-1944) og Önnu Jónsdóttur
(1874-1965) í Fornaseli, en þar
bjuggu þau árin 1905-1911. Bald-
vin Pálsson Dungal (1903-1969)
var annar þeirra og eru fræg við-
skipti þeirra Bjarna: Bjarni kallar
til Baldvins: „Rektu túnið úr roll-
unum strákur.“ „Ha,“ svarar Bald-
vin, en Bjarni endurtekur setn-
inguna: „Rektu túnið úr rollunum
strákur,“ en allt kom fyrir ekki,
Baldvin skildi ekki þetta sér-
kennilega „Mýramannamál“. Hinn
frændinn var Björn Daníel Korn-
elíus Haralz (1906-1960) móður-
bróðir minn, lengst sjómaður í
Boston. Hann kenndi ensku vetr-
arlangt 1947-1948 við skóla Ingi-
mars Jónssonar (Gagnfræðaskóla
Reykjavíkur), en hélt síðan aftur
til Bandaríkjanna um vorið. Ók ég
honum þá suður á Keflavíkur-
flugvöll með viðkomu í Hafnar-
firði, þar sem hans gamla hús-
móðir í Fornaseli bjó, en hún hét
fullu nafni Guðríður Anna Guð-
björg, þótt hún væri almennt köll-
uð Anna. Miklir kærleikar hafa
verið með þeim Konna og Önnu,
því hann dvaldist lengi hjá henni,
en ég beið í bílnum á meðan.
Bjarni varð síðan vinnumaður á
Álftanesi til ársins 1920, að hann
flutti til Reykjavíkur.
VIII.
Fjöldi eyja tilheyrir Álftanesi,
þeirra merkust Þormóðssker, þar
sem viti var reistur 1947. Þangað
fór ég eitt sinn með nágrönnum
mínum, þeim Magnúsi Guðbjarn-
arsyni (f. 1938) í Straumfirði og
Gísla á Vogalæk (1893-1973) Þor-
kelssyni. Straumfirðingar áttu
trilluna og var stefnan þegar sett
á Þormóðssker. Þar sýndist mér
maður á ferð og stend ég mjög
ábúðarfullur í stafni og kalla til
hans, er hann leggur frá skeri:
„Hvaða lögmæt erindi eigið þér í
eyju mína?“ og gaf hann mér
besta svar ævi minnar: „Það voru
engin egg.“ Við þremenningarnir
fengum 80 fiska, bæði ýsu og
þorsk, skipti fóru þannig fram, að
báturinn fékk einn hlut, þ.e. 20
fiska, en við þremenningarnir 20
hver. Ég gleymi þessum degi aldr-
ei, veðrið var frábært, nema að
það sást ekki til miða vegna þoku í
fjöllum, t.d. ekki Baulumið, sem
þóttu fengsæl. Ég gleymi þessum
degi aldrei, laugardeginum 24. maí
1958. Engir víxlar, enginn sölu-
skattur, enginn sími, ekkert út-
varp. Himnaríki á jörðu.
IX.
Þegar var hafin uppbygging á
jörðinni, fjárhús reist, bæði í
Kvíslhöfða og Álftanesi, skurðir
grafnir og við það starfaði maður
einn frá Brúarlandi í Deildardal í
Skagafirði. Sögumaður góður og
fannst mér besta sagan um hót-
elhaldara á Sauðárkróki: „Hann
var sendur suður á Bláa-Band, en
gleymdi að fara.“ Engin frásögn á
Norðurlandi er áttlaus.
X.
Bílferð frá Reykjavík að Álfta-
nesi tók u.þ.b. 3,5 tíma, en í flug-
vél u.þ.b. 25 mínútur. Það var því
freistandi að skreppa út á Reykja-
víkurflugvöll og reyna að hitta þar
á flugmann á lausu, sem tilbúinn
væri að fljúga vestur með mig á
Cessnu sinni. Mjög var þetta
óformlegt, hann spurði mig ekki
að nafni og ég ekki flugmanninn
að nafni: „Hvert er ferðinni heit-
ið?“ spurði flugmaðurinn. „Fljúgðu
yfir Akranes og þá skal ég sýna
þér á kortinu, hvar þú átt að
reyna að lenda.“ „Flugvöllurinn“
var skeljasandsfjara vestan við
Kúaldarey, hann stakk Cessnunni
niður í sandinn með öðru fram-
hjólinu, flaug svo í sveig til baka
til þess að skoða hve djúpt far
hjólið hefði gert. Síðan sneri hann
enn við og lenti með þessum orð-
um: „Hér mætti lenda Þristi (Dou-
glas DC-3).“ Síðan greiddi ég hon-
um fargjaldið og gekk heim að
Álftanesi.
XI.
Hinn 31.12. 1963 seldi ég Har-
aldi bróður mínum helming minn í
Álftanesinu, og hafði arður sjö og
hálfs árs verið þessi: A) ein æð-
ardúnssæng, B) 500 krónur fyrir
hundinn, sem mjólkurbíllinn ók yf-
ir, C) 4.500 krónur fyrir íkveikju,
sem átti sér stað í Júlíveðrinu í
febrúar 1959, er ábúandinn á
Kvíslhöfða hugðist hita vatns-
leiðslur með blússlampa, en þær
höfðu frosið í hrakviðri þessu, en
þær voru einangraðar með reið-
ingstorfi, sem eldur komst í. Sam-
ið var við Samvinnutryggingar um
5.500 króna bætur, en viðgerðin
kostaði aðeins þúsund krónur. Var
þá lokið 7½ árs búskap mínum og
sannfærðist ég um sannleiksgildi
setningar Halldórs Kiljan Lax-
ness: „Að búskapur á Íslandi væri
dýrasta sportið.“
XII.
Örnefni úr Egils sögu
Í Egils sögu segir frá því að
þrælar Ketils gufu brenndu inni
Þórð bónda að Lambastöðum og
rændu bæði fé og gripum. Lambi,
sonur Þórðar, var ekki heima en
kom heim í þann mund er þræl-
arnir voru að ljúka við ódáðaverk-
ið. Lögðu þeir á flótta en Lamba
barst liðsauki og voru þrælarnir
eltir. Kóra drápu þeir í nesi því,
sem síðan heitir Kóranes: „en
Skorri og Þormóður og Svartur
gengu á kaf og syntu frá landi.
Síðan leituðu þeir Lambi að skip-
um og reru þá að leita þeirra og
fundu þeir Skorra í Skorraey og
drápu hann þar. Þá reru þeir út til
Þormóðsskers og drápu þar Þor-
móð, er við hann skerið kennt“.
Höfundur er lögfræðingur
í Reykjavík.
Þormóðssker Vitinn á Þormóðs-
skeri á góðviðrisdegi.
Á Mýrum Álftaneskirkja
Ljósmynd/Friðrik Örn Hjaltested
Q7 – náttúrulegir yfirburðir
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
8
5
1
2
HEKLA, Laugavegi 172-174, sími 590 5000, www.hekla.is, hekla@hekla.is
Vorsprung durch Technik www.audi.com