Morgunblaðið - 10.06.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 47
Óli Björn Kárason stofnaði og Exista eða aðilar á
þess vegum eru nú aðaleigendur að og Markaður-
inn, sem Fréttablaðið gefur út.
Þróunin í viðskiptablaðaheiminum er líka ein
helzta ástæða þess að Bancroft-fjölskyldan mun
hugsanlega selja WSJ. Harðnandi samkeppni á
þessu sviði blaðaútgáfu gerir það að verkum, að það
getur einfaldlega verið hagstætt fyrir útgáfu WSJ
að tengjast fjölmiðlaveldi Murdochs. Samnýtingar-
möguleikar eru margir. Við sjáum slíka möguleika
líka hér í okkar litla umhverfi. Meginástæðan fyrir
kaupum Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðs-
ins, á Blaðinu, öðru fríblaðinu, sem hér er gefið út,
er að augljóslega er hægt að reka Blaðið á mun hag-
kvæmari hátt sem eina af þeim einingum, sem
reknar eru undir hatti Árvakurs-samsteypunnar.
Í samtölum sínum við blaðamenn Wall Street Jo-
urnal hefur Murdoch lagt áherzlu á, að hann muni
engin afskipti hafa af ritstjórnarhlið blaðsins. Hann
segist munu einbeita sér að auglýsingasölu og
dreifingu svo og að netútgáfu WSJ, sem er nánast
eina netútgáfa dagblaðs á Vesturlöndum, sem rekin
er á grundvelli áskrifta. Hann segist munu gera
eina kröfu til ritstjórnar WSJ. Og hver er hún? „Ég
bið ykkur um að skrifa nafn mitt rétt“, segir Mur-
doch.
Þótt menn á borð við Murdoch séu umdeildir í
fjölmiðlaheiminum má ekki gleyma því að hann hef-
ur sýnt í verki, að hann er tilbúinn til að tapa árum
saman peningum á rekstri sumra blaða og nota
hagnaðinn af öðrum til þess að borga það tap. Þann-
ig er ljóst að Murdoch hagnast á útgáfu The Sun í
London en tapar á útgáfu Times. Wall Street Jo-
urnal telur sig hafa upplýsingar um að á árinu 2004
hafi Murdoch tapað um 90 milljónum dollara á út-
gáfu Times í London. Raunar hefur hann allt að því
tvöfaldað upplag þess frá því að hann keypti blaðið
með því að lækka lausasöluverð þess verulega. Og
skapaði blaðinu þar með sterkari stöðu á auglýs-
ingamarkaðnum. Þetta var ekki ný markaðshug-
mynd Murdochs og hans manna heldur varð The
Daily Telegraph til sem alvöru dagblað snemma á
20. öldinni með sömu markaðsaðferð.
Það er athyglisvert í þessu samhengi, að Mur-
doch og hans menn hafa lítið reynt fyrir sér á frí-
blaðamarkaðnum. Ósagt skal látið hvers vegna.
Hins vegar er ljóst að fríblöð, bæði hér og annars
staðar, eru að byrja að horfast í augu við harðan
veruleika útgáfukostnaður og þá ekki sízt dreifing-
arkostnaðar. Á fyrstu mánuðum þessa árs varð tap
á rekstri Metró-útgáfufélagsins, sem á uppruna
sinn í Svíþjóð og hefur verið í forystu fyrir fríblaða-
útgáfu, í okkar heimshluta alla vega. Það má ekki
mikið út af bera í útgáfu þessara blaða, hvorki varð-
andi kostnað né tekjur, sem geta verið mjög sveiflu-
kenndar.
Átökin um Wall Street Journal beina hins vegar
athyglinni að því, að slík átök verða sára sjaldan um
aðrar tegundir fjölmiðla. Þau snúast fyrst og fremst
um dagblöðin og ástæðan fyrir því er augljós. Dag-
blöðin hafa mesta möguleika allra fjölmiðla til þess
að hafa áhrif á umhverfi sitt. Áhrif sjónvarps geta
verið mikil á augnablikinu en ekki þegar frá líður.
Kannski má segja, að Fox-sjónvarpsstöðin í Banda-
ríkjunum – sem Murdoch á – sé undantekning frá
þessari reglu, en sú sjónvarpsstöð gerir út á að vera
hægri sinnuð og málar alla umfjöllun sína með mjög
hægri sinnuðum litum.
Í Bandaríkjunum gilda margvíslegar reglur um
eignarhald á fjölmiðlum – þrátt fyrir að öðru hafi
verið haldið fram í umræðum um fjölmiðlalögin hér
veturinn og vorið 2004 – og Murdoch hefur í sumum
tilvikum verið tilbúinn til að selja sjónvarpsstöðvar
til þess að mega eignast dagblöð á sama svæði og
einnig að selja dagblöð til þess að mega eiga sjón-
varpsstöðvar.
En það getur líka verið erfitt fyrir menn með
mikil umsvif að eiga dagblöð. Skýrt dæmi um það er
þegar Murdoch seldi eitt blaða sinna, South China
Morning Post, sem gefið er út í Hong Kong, til þess
að greiða fyrir meiri aðgangi að meginlandi Kína
með sjónvarpsrekstur.
Eignarhald á fjölmiðlum
Þ
að hafa alltaf verið til eigendur að fjöl-
miðlum, sem hafa haft mjög ólíka af-
stöðu til þessara eigna sinna. Sagt er
að einn slíkur hafi horft út um
glugga á skrifstofu sinni, horft á
starfsfólk sitt ganga frá vinnu við lok
vinnudags og sagt við viðmælanda sinn: Þarna
gengur helzta eign mín út úr húsinu og ég veit aldr-
ei hvort hún kemur aftur.
Murdoch hefur rétt fyrir sér í því, að helzta eign
Wall Street Journal er ritstjórnarlegt sjálfstæði
blaðsins, sem blasir við á hverri síðu. Ein hringing
frá honum gæti orðið til þess að skerða þá eign stór-
kostlega og hvaða vit væri í því?
Kanadíski fjölmiðlakóngurinn Roy Thomson,
sem átti bæði The Times í London og The Sunday
Times hafði engan áhuga á ritstjórnarhlið þeirra
blaða og hugsaði bara um hvað reksturinn gæfi af
sér. Þar af leiðandi skipti hann sér ekkert af rit-
stjórnarhlið blaða sinna, sem voru mörg.
Murdoch er hins vegar ekki eini eigandi dagblaða
á Vesturlöndum, sem er þekktur fyrir að hafa af-
skipti af ritstjórnum blaða sinna. Á bæði Wash-
ington Post og New York Times hafa grundvall-
arákvarðanir jafnan verið teknar af eigendum
blaðanna. Þannig voru það eigendur þessara blaða,
sem tóku ákvarðanir um birtingu Pentagon-skjal-
anna á sínum tíma. Og alla vega á New York Times
er það svo að eigendur taka ákvarðanir um lykilmál
eins og hvaða frambjóðanda skuli styðja t.d. í borg-
arstjórakosningum í New York ef þeim sýnist svo.
Það er ekki hægt að gefa út neina formúlu fyrir
því, hvernig eigendur blaða eða annarra fjölmiðla
eigi að vera. Fyrirtækin eru þeirra eign. Þeir hafa
sjálfir hagsmuni af því að fara vel með þá eign.
Því verður ekki á móti mælt, að ungi maðurinn,
sem tók við litlu blaði í litlum bæ í Ástralíu úr hendi
föður síns fyrir meira en hálfri öld, hefur farið vel
með þá eign sína og byggt upp á grundvelli þess
blaðs eitt mesta fjölmiðlaveldi í heimi.
Á þeim tíma hefur Rupert Murdoch öðlast mikla
lífsreynslu og er því sennilega vel hæfur til að verða
eigandi þess merka dagblaðs, sem nú er tekizt á
um.
Mikil og djúp lífsreynsla er verðmætasti eigin-
leiki eigenda dagblaða.
»Hið merkilega við viðbrögð Wall Street Journal er umfjöll-un blaðsins sjálfs um áformuð kaup. Ritstjórn WSJ hefur
vikum saman haldið uppi daglegum fréttaflutningi og birt
fréttaskýringar um málið allt. Fjallað hefur verið ítarlega um
Bancroft-fjölskylduna og mismunandi sjónarmið innan hennar
vegna tilboðs Murdochs. Gerð hefur verið ítarleg og gagnrýnin
úttekt á Murdoch sjálfum og afskiptum hans af þeim blöðum,
sem hann á eða hefur átt.
rbréf
Morgunblaðið/Sverrir