Morgunblaðið - 10.06.2007, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 10.06.2007, Qupperneq 54
54 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNGMENNAFÉLAG Íslands er 100 ára á þessu ári. Verkefnin fram- undan, bæði þessa árs og næstu ára, eru fjölmörg. Ein stærstu verkefni hreyfingarinnar eru Landsmótin og eins Unglingalandsmótin ásamt fjöl- mörgum og fjölbreyttum verkefnum sem unnið er að um land allt m.a. af þúsundum sjálfboðaliða. Síðasta Landsmót var haldið á Sauðárkróki árið 2004 og er óhætt að segja að það mót hafi tekist vel og verið öllum til sóma. Nú er framundan Landsmót í Kópavogi. Þetta Lands- mót verður án efa eitt- hvað frábrugðið síðasta móti ekki síst vegna þess að það er haldið á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfsagt telja ein- hverjir að það hafi bæði galla og kosti eins og svo margt annað. Við skulum þó eingöngu horfa á kostina og vera jákvæð og spennt yfir glæsilegu móti sem framundan er. Landsmótsnefnd hefur unnið mik- ið verk og ásamt Kópavogsbæ verð- ur haldið glæsilegt Landsmót þar dagana 5.-8. júlí nk. Á þessu Landsmóti eins og öðrum er það ekki einungis íþrótta- keppni sem allt bygg- ist á, vissulega skipar keppnin stærstan sess en það er svo fjöl- margt annað sem ger- ir Landsmótin að því sem þau eru í raun. Dagskrá helgarinnar er stórglæsileg og mér sýnist að allir eigi að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi, sama á hvaða aldri þeir eru. Það hefur líka verið sagt að allir verða ungir á því að mæta á Landsmót og ég er viss um að svo verður um þá sem mæta í Kópavog- inn. Setningarathöfn Landsmótsins verður glæsileg enda mun 100 ára afmæli UMFÍ sérstaklega verða minnst þar. Hljómleikar, sýningar, keppni og endalaus dagskrá mun fylla Kópavoginn þessa daga og það verður mikil gleði sem þar mun ríkja. Ég vil hvetja landsmenn alla til að fjölmenna á Landsmótið í Kópavogi og upplifa einstaka stemmningu Landsmótanna. Ég vil hvetja Ung- mennafélagsfólk um land allt til að taka þátt í keppni á Landsmótinu og fjölmenna með sína sveit í Kópavog- inn. Ungmennafélagar, tökum hönd- um saman, fylkjum liði og fjölmenn- um á Landsmót UMFÍ í Kópavog- inum og sýnum þann kraft sem í okkur býr. Hreyfingin er 100 ára en ung í anda eins og ætíð. Hafir þú ekki komið á Landsmót UMFÍ skaltu ekki sleppa því tæki- færi að koma í Kópavoginn. Þú munt ekki gleyma þessari helgi. Lands- mót UMFÍ eru einstök. Ómar Bragi Stefánsson. Ómar Bragi Stefánsson hvetur fólk til að mæta á Landsmót í Kópavogi 5.-8. júlí nk. »Ég vil hvetja lands-menn alla til að fjöl- menna á Landsmótið í Kópavogi og upplifa ein- staka stemmningu Landsmótanna. Ómar Bragi Stefánsson Höfundur vinnur við skipulagningu Landsmótsins. Allir á Landsmót Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismó- um 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í VÍKVERJA 7. júlí 2007 er gagn- rýnt að hraustir kappar hafi staðizt herþjálfunarprógramm nýlega með því að henda sér í ískaldan sjó, lyfta þungum drumbum o.fl. Einhvers staðar stendur skrifað: „Heilbrigð sál í hraustum líkama“. Á latínu: „Mens sana in corpore sano“. Þetta voru kjörorð Hellena á Grikk- landi í fornöld. Hvað veldur pirringi Víkverja skil ég ekki fyllilega. Mér fannst um- fjöllun um líkamshreysti Íslendinga mjög ánægjuleg og lofsverð. Nú- tímaunglingar og margir aðrir eru að drepa sig á hreyfingarleysi og óheppilegu mataræði. Svisslendingar gera það að skyldu að allir karlar séu í stöðugri þjálfun, t.d. með árlegri mætingu í herinn þeirra. Ég veit ekki annað en Sviss- arar séu friðsöm þjóð en þeir vilja eiga varalið vel þjálfaðra manna ef þörf krefur. Ég blæs á röksemdir Víkverja. Ég held að það geti ekki skaðað nokkurn mann að fá erlendan her- þjálfara til að gera úttekt á hreysti landans. Ef þeir þurfa upprifjun geta þeir einfaldlega hent sér í sjó- inn eða farið í líkamsrækt. Slíkt hef- ur að öllu jöfnu ekki drepið nokkurn mann. PÁLL B. HELGASON, endurhæfingarlæknir á eftirlaunum. Heilbrigð sál í hraust- um líkama Frá Páli B. Helgasyni Fréttir í tölvupósti mbl.is smáauglýsingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.