Morgunblaðið - 10.06.2007, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 63
MEISTARVELLIR - VEL STAÐSETT
Falleg og mikið endurnýjuð 3ja
herbergja 78 fm íbúð sem skiptist í hol,
stofu, eldhús, baðherbergi, tvö svefnher-
bergi og eldhús. Í kjallara fylgir sérgeymsla
og þvottahús, þurrkherbergi, og
hjólageymsla. Blokkin hefur nýlega verið
viðgerð og máluð.
V. 22,0 m. 6786
ESKIHLÍÐ - FALLEGT ÚTSÝNI
Vel skipulögð, 4ra herbergja, rúmgóð 112
fm íbúð sem skiptist í hol, mjög stóra stofu
/ borðstofu, þrjú stór herbergi, eldhús og
bað. Í kjallara fylgir sérgeymsla, þvottahús,
hjólageymsla, o.fl. Blokkin hefur nýlega
verið tekin í gegn og máluð að utan. 6790
ÞINGHOLTSSTRÆTI 30 - 1.H.H.
Um er að ræða fallega og vel skipulagða
4ra herbergja íbúð á 1. hæð á eftirsóttum
og rólegum stað við Þingholtsstræti. Húsið
er 9 íbúða fjölbýli, staðsett á móti gamla
bókasafninu við Þingholtsstræti. Örstutt
gönguleið niður að Tjörn. Hús og sameign í
mjög góðu standi. Tvær sérgeymslur í kjall-
ara, önnur með glugga og rafmagnstengli.
Sameiginleg vagnageymsla og þvottahús.
EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG
(SUNNUDAG) FRÁ KL. 14-16.
V. 29,9 m. 6618
FÍFURIMI - FALLEG ÍBÚÐ
Mjög góð, 3ja herbergja, 86,6 fm íbúð á
annarri hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í
tvö góð herbergi, rúmgóða stofu, hol, eld-
hús og baðherbergi með tengi fyrir þvotta-
vél. Geymsla innan íbúðar.
V. 19,8 m. 6783
SEILUGRANDI - FALLEG EIGN
Um er að ræða glæsilega, 4ra herb., vel
skipulagða endaíbúð í litlu fjölbýli við Seilu-
granda í Rvk. Eignin sk. í hol, 3 svefnh.,
baðh., eldhús, stofu og borðstofu. Stórar
svalir í suður auk minni svala út frá hjónah.
Stæði í bílag. fylgir eigninni. Íbúðin er mjög
stílhrein, björt og falleg. Öll gólfefni og
hurðir eru úr fallegri eik, fyrir utan baðh. og
forstofuhol, en þar eru flísar. Glæsileg eign.
Stutt í leik-,grunnskóla og aðra þjónustu
6779
GRANDAVEGUR - GOTT SKIPULAG
Um er að ræða 3ja herbergja 72,2 fm fal-
lega og vel skipulagða íbúð á jarðhæð á
besta stað í vesturbænum. Eignin
skiptist í forstofuhol, tvö svefnherbergi, eld-
hús, baðherbergi og sérgeymslu. Mjög
stutt er í leik- og grunnskóla, sem og aðra
þjónustu. V. 22,5 m. 6791
OPIÐ HÚS
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
www.heimili.is
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið hús í dag milli kl. 15 og 17
Ljósalind 4 Kópavogi
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Sími 530 6500
Síðumúla 13
Vel skipulögð 98 fm 3ja herbergja útsýnisíbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli. Góðar út-
sýnissvalir til suðvesturs, þvottahús innan íbúðar. Stutt í barna- og leikskóla
ásamt allri verslun og þjónustu. Sjón er sögu ríkari. Góð eign á vinsælum stað.
Sigríður tekur á móti gestum. Verið velkominn!
Karl Gunnarsson lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
Falleg, rúmgóð og vel um
gengin 2ja herbergja íbúð
á jarðhæð í VR-BLOKK-
INNI. Sérafnotaréttur af
hellulagðri verönd út frá
stofu. Forstofa, stofa,
vinnukrókur inn af stofu,
stórt svefnherbergi, eld-
hús með ljósum innrétt-
ingum og flísalagt bað-
herbergi með sturtu. Parket, korkur og flísar á gólfum. Góð loft-
hæð er í íbúðinni, um 2,70 m. Sameiginlegt þvottahús á gangi.
Sérgeymsla í kjallara. Verð 27,5 millj.
SÖLUMAÐUR LUNDAR Á STAÐNUM ER Í SÍMA 896-1188.
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 16–17
HVASSALEITI 58
Karl Gunnarsson lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
Parhús í miðbæ Reykja-
víkur, 2 hæðir og ris,
samtals 177 fm.
Sérgarður.
Á jarðhæð er flísalögð for-
stofa, arinstofa, borðstofa
með útgengi í garð, eldhús
með nýlegum viðarinnrétting-
um, svefnherbergi og baðher-
bergi með sturtu. Á efri hæð
er stórt alrými auk herbergis
og baðherbergis. Hringstigi er upp á manngengt risloft. Stór afgirtur garð-
ur aftan við húsið og geymsluskúr við hlið hússins. Verð 54,5 millj.
BALDURSGATA – PARHÚS
Falleg 4ra herbergja, 107 fm,
íbúð á 1. hæð ásamt stæði í
bílageymsluhúsi. Nýlegar
innréttingar og gólfefni. Sér-
þvottahús í íbúð. Skipti á 3ja
herbergja íbúð á jarðhæð í
Seljahverfi æskilegt. Verð
23,5 millj.
FÍFUSEL – 4RA HERB. M. BÍLSKÝLI
mbl.issmáauglýsingar
Fréttir á SMS
Í LÍTILLI bloggrein í Morg-
unblaðinu 3. júní, frá Einari
Sveinbjörnssyni, segir „Nú er
þarna S- og Sv-strekkingsvindur
og þá fýkur þurr og laus jarðveg-
urinn auðveldlega sunnan frá hin-
um víðfeðmu auðnum Ódáða-
hrauns og Mývatnsöræfa. Á
Grímsstöðum hefur verið gefið
upp moldrok eða sandfok í veð-
urathugunum frá því á fimmtudag,
en það er ekki fyrr en nú sem
mökkurinn er orðin það þéttur að
skyggni er takmarkað.“
Vonandi hafa margir séð þessa
váfregn, þó helst ráðamenn sem
sofa á verðinum. Í hundrað ár hef-
ur landgræðslan barist vonlítilli
baráttu við eyðingaröflin. Í upp-
græðsluna hafa farið ótaldir millj-
arðar, þar af helmingur í girð-
ingar, einungis vegna búfénaðar á
óheftri lausagöngu um landið. Og
stöðugt sígur á ógæfuhliðina.
Gróðurmoldin fýkur burt og sand-
urinn þekur stöðugt stærri svæði,
kæfir gróður og þekur smám sam-
an ómetanlegar náttúrugersemar
svo sem Lakagíga, Ódáðahraun,
Dimmuborgir og jafnvel Mývatns-
sveitin er í hættu og hafa margar
gróðurtorfur þar farið í sand.
Hvernig er samviskan hjá þeim
ráðamönnum sem hafa átt að gæta
þess að við spillum ekki vistkerf-
inu og rányrkjum landið til skaða
fyrir afkomendur okkar?
Er von til þess, að nýja stjórnin
hafi kjark til að horfast í augu við
vandann og geri ráðstafanir sem
myndu gera okkur, loksins, að nú-
tíma þjóðfélagi með bændastétt
sem býr vistvænt í sátt við landið?
Stundar ræktunarbúskap í stað
rányrkju og heitir fjallkonunni
nýjum grænum skrúða?
Svar óskast frá upprennandi
kynslóð landsins!
» Vonandi hafamargir séð
þessa váfregn…
Höfundur er leikkona, fyrrverandi
formaður Lífs og lands.
Landið
fýkur
burt
Herdís Þorvaldsdóttir skrifar
um gróðureyðingu
Herdís Þorvaldsdóttir
smáauglýsingar
mbl.is