Morgunblaðið - 10.06.2007, Side 65

Morgunblaðið - 10.06.2007, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 65 TILLÖGUR Hafró að veiði- kvóta fyrir næsta ár fylgir sú nýj- asta í langri röð af svörtum skýrslum um ástand þorskstofns- ins. Af viðbrögðum að dæma velk- ist enginn í vafa um það lengur að núverandi veiðistjórnunarkerfi hafi brugðist í því sem var meg- intilgangur í upphafi, að byggja þorskstofn- inn upp í endurnýj- anlega auðlind. Orsökin er nokkuð ljós Grunnur kvótakerf- isins er útreikningur á veiðistofni og veiðar á fjórðungi hans í tonnum talið án þess að binda þær við veiðarfæri og svæði, þetta gengur bersýni- lega ekki upp, en við Íslendingar erum ekki einir um þá reynslu að tapa þorskinum. Norð- ursjórinn, Kanada og Nýja- Sjáland hafa gengið sömu leið. Líklegasta orsökin er, að stóri þorskurinn er einfaldlega drepinn áður en hann nær hrygning- araldri, þetta hefur orsakað erfða- fræðilega breytingu á stofninum. Áður varð íslenski þorskurinn kynþroska aðallega 8 ára gamall, en núna 4-5 ára og stækkar minna úr því. Þessi þróun er búin að vera 40-50 ár á leiðinni og engar líkur eru á að styttri tíma en 40- 50 ár taki að byggja stofninn upp aftur, e.t.v. allt að 100 ár. Í dag erum við að veiða mun minna magn en áður í tonnum, en vegna þess að fiskarnir eru minni, þá getur verið að við séum að drepa svipaðan fjölda og við höfum alltaf gert. En af hverju er haldið í kerfið? Kvótaeigendur og samtök þeirra eru afar vel skipulagður hópur með miklu meiri pólitísk ítök í öll- um flokkum en fjöldi þeirra segir til um. Það kostaði gífurleg átök að koma á kerfinu á sínum tíma, en ástæðan fyrir að útgerðarmenn samþykktu það er væntanlega sú staða sem komin er upp í dag. Þeir sáu einfaldlega lengra en við hinir. Þeir sáu, að með kerfinu fengu þeir óafturkræfa og óaf- skrifanlega skattfrjálsa eign upp á 400.000 milljarða sem þeir gátu verslað með og leigt sín á milli. Það er leigan fyrst og fremst sem gefur þeim varanlegar tekjur. Dæmi eru um að lítil sjávarþorp með nokkur hundruð íbúa, og þar af um 50 manns vinnandi í fiski, hafi borgað um 200 milljónir á ári í kvótaleigu. Þar munar mest um neyslufiskinn, hann sem var áður matur fátæka mannsins kostar nú 1.000-1.200 kr/kg fyrir flökin, þar af fara um 500 kr. í vasa kvótaeig- andans fyrir leiguna. Þannig fylgir kvótaeigninni réttur til að skatt- leggja markaðinn fyrir neyslufisk um 2-3 milljarða á ári. Því halda eigendur í kerfið. Það mun kosta gífurleg pólitísk átök að afnema kvótakerfið til að koma öðru og virkara fiskverndarkerfi á. Miklar líkur eru á að Hafrannsóknastofn- un treysti sér ekki í slík átök og það sé hin raunverulega orsök fyr- ir því að engar breytingar eru lagðar til þrátt fyrir að enginn ár- angur hefur orðið af kvótakerfinu í uppbyggingu þorskstofnsins. En hvað er til ráða Þegar hugleitt er hvaða ráð eru til að koma á virku uppbygging- arkerfi, þá verður fyrst sú stað- reynd á vegi, að möguleikarnir eru ekki mjög margir. Dr. Jónas Bjarnason hefur bent á að íslenski þorskstofninn væri orðinn erfða- breyttur og kanadískir vís- indamenn virðast sammála. Aflamarks- kerfi virkar ekki eitt sér móti þessu, sú staðreynd liggur fyr- ir, en samt sem áður er ekki ástæða til að afnema aflamarkið. Frekar þarf að bæta einhverju við, en hverju? Möguleik- arnir til þess eru mjög takmarkaðir, í raun og veru er ekki annað að gera en tak- marka veiðiaðferðir og hlífa viðkvæmum veiðistöðum. Færeyjar eru oft nefndar í þessu sambandi og þeirra dagakerfi. Yf- irmaður fiskirannsókna þar, segir að 75-85% af þorski og ýsu veiðist með krókum, er þetta leið? Takmörkun á togveiðum Með tilliti til þess að meiri part- ur aflans er frá togurum þá er í raun ekkert annað að gera en draga úr togveiðum og leyfa meiri krókaveiðar í trausti þess, að of- veiði sé ekki möguleg með krók- um. Frá togveiðum yfir í króka er það eina sem hægt er að gera, net eða dragnót þýðir ekki, og þá er krókurinn einn eftir. Annar mögu- leiki er ekki fyrir hendi. Í þessu liggur ákveðin hagræðing, engu þarf að bæta við bátaflotann, bara leyfa honum að sækja sjóinn, sá bátafloti sem til er getur auðveld- lega veitt þessi 130.000 tonn af þorski sem verið er að leggja til. Að auki fylgdi þessu gífurleg framför í byggðamálum, sjáv- arþorp landsins byggðust upp í kringum bátaútgerðina, útgerð á miklu minni og ófullkomnari bát- um en eru á stöðunum í dag. Þess- ar sjávarbyggðir ganga í end- urnýjun lífdaga ef þessi breyting verður gerð. Hvað ef ekki? Ef ekkert verður gert munu erfðafræðilegar breytingar halda áfram og þegar nægilega mikill hluti aflans er orðin undirmáls- fiskur, sem aðeins selst á lágu verði, mun útgerð hætta að borga sig. Þetta var það sem skeði í Kanada, þegar útgerðarmenn þar sáu fram á ekkert nema tap, létu þeir einfaldlega þorskveiðibannið yfir sig ganga. Hér á landi yrði sambærileg þróun mikið lengri og kvalafyllri, útgerðarmenn munu ekki fallast á neina breytingu meðan varanlegur kvóti selst fyrir 2.000 kr/kg og hækkar í verði í takt við það sem þorskum fækkar í hafinu. Hér er gífurlegur póli- tískur vandi á ferðinni, einfaldlega stærsti umhverfisvandi Íslendinga, fyrirsjáanlegt hrun þorskstofnsins. Kvótakerfið virkar ekki Jónas Elíasson um þorskstofn- inn og erfðafræðilegar breytingar hans. » Færa verður þorsk-veiðar frá togveiðum í krókaveiðar, aðrir kostir eru ekki fyrir hendi. Jónas Elíasson Höfundur er prófessor við HÍ. FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali ÁSVALLAGATA - NÝUPPGERÐ Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is Stórglæsileg 92,4 fm 4ra herbergja íbúð á annarri hæð í vel staðsettu þrí- býli við Ásvallagötu. Íbúðin er í skemmtilegum gömlum stíl, hátt til lofts með upphaflegum skrautlistum og fullningahurðum og rósettum. Íbúðin er öll endurnýjuð á þessu ári. Verð 33,9 millj. REYNIMELUR - 3JA HERB HÆÐ Björt og glæsileg mikið endurnýjuð, 3ja herbergja, 75,4 fm íbúð á mið- hæð í fallegu þríbýlishúsi á eftirsóttum stað í Vesturbænum. Stofa og eldhús eru samliggjandi. Rúmgóð stofa. Tvö parketlögð svefnherbergi. Baðherbergi nýlega standsett. Parket og flísar á gólfum. Verð 26,9 millj. OPIÐ HÚS SKÓLASTRÆTI - NEÐRI SÉRHÆÐ Skólastræti 5, 101 Reykjavík, neðri hæð. Opið hús í dag, sunnudag, frá kl 14-15. Einstaklega “sjarmerandi” neðri sérhæð í fallegu tvíbýlishús byggðu 1850 við Skólastræti í hjarta miðbæjarins. Hæðin er 115 fm. Tvær samliggjand bjartar stofur. Eldhús og borðstofa í alrými. Þrjú svefn- herbergi. Á öllum gólfum eru falleg gólfborð. Sérbílastæði. Verð 36,9 millj. Seljendur taka vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl 14-15. KJARTANSGATA - MIÐHÆÐ Björt og rúmgóð 4ra herbergja hæð á afar eftisóttum stað í Norðurmýr- inni í Reykjavík. Eignin er alls 143 fm (þar af 26 fm bílskúr). Eigin er alls 143 fm (þar af 26,9 fm bílskúr). Húsið er í góðu ásigkomulagi. Búið er m.a. að endurnýja garð, endur- nýja ofnalagnir í íbúðinni, búið er að endurnýja skólp og drenlagnir. Ný- leg gólfefni á íbúð. Tvennar svalir. Verð 37,8 millj. LANGHOLTSVEGUR - RAÐHÚS Gott raðhús á þremur hæðum við Langholtsveg í Reykjavík. Húsið er alls 216,1 fm. Stofa, eldhús og borðstofa í alrými. Eldhús með ný- legri innréttingu. Sólstofa og falleg- ur garður. Fjögur svefnherbergi. Stórar svalir. Góður 20 fm bílskúr fylgir eigninni. Í kjallara er rúmgott þvottahús, geymsla og bílskúr. Nýtt rafmagn í húsi. Hús er í góðu ásig- komulagi. Verð 44,9 millj. ÞORLÁKSGEISLI - 4RA HERBERGJA MEÐ BÍLSKÚR Björt og falleg 111,4 fm 4ra her- bergja íbúð á 2. hæð með sérinn- gang af svölum í litlu fjölbýli í Grafarholtinu. 27,7 fm bílskúr fylgir eigninni. Stofa, borðstofa og eldhús eru í alrými, fallegt parket á gólfum. Eldhús er með fallegri innréttingu og vönduðum tækjum. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni. Bað- herbergi er flísalagt hólf í gólf. Verð 34,5 millj. • Verlaunaskipulag Ný byggð í Urriðaholti í Garðabæ hefur fengið verðlaun fyrir framúrskarandi skipulag frá hinu virta arkitekta- og skipulags- fræðingafélagi, Boston Society of Architects. • Frábær staðsetning - notaleg byggð við vatn Lóðirnar eru einstaklega vel staðsettar í Urriðaholtinu í Garðabæ. Landinu hallar til suðvesturs og er einstaklega skjólsælt og sólríkt. Urriðavatn gefur hverfinu einstakan svip. • Eftirsóttar lóðir Það er staðreynd að lóðir sem liggja að vatni eða sjó hafa verið gríðarlega eftirsóttar. Tryggðu þér lóð á einu besta byggingarsvæði landsins í dag. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali URRIÐAHOLT Byggingarlóðir á besta stað í Garðabæ Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.