Morgunblaðið - 10.06.2007, Síða 66

Morgunblaðið - 10.06.2007, Síða 66
66 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LEIÐTOGAFUNDIR átta stærstu iðnríkja heims hafa nú þeg- ar um hríð verið áberandi viðburðir í sumarvertíð alþjóðastjórnmál- anna. Sumir kunna að líta á það sem rökrétta nið- urstöðu á erfiðu stjórnmálaástandi; samantekt á stóru málunum sem hafa verið í deiglu al- þjóðastjórnmálanna á hverju ári. Þar að auki eru G8-fundirnir taldir vera höfuðvígi al- þjóðavæðingar og lýð- ræðislegra gilda í heiminum. Leið- arstefið sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands lagði upp með fyrir fundinn í ár kann að vera ein sönnun þess: Að þróunarlöndin verði þátttakendur í kerfi alþjóð- legrar ábyrgðar. Í mínum huga hef- ur stefið tvíræða merkingu. Annars vegar virðist það gera þróuðu lönd- in ábyrg fyrir misgóðri meðferð á þróunarlöndunum, en hins vegar liggur það í orðanna hljóðan að það eigi að láta þróunarlöndin bera sinn skerf af fyrrnefndri ábyrgð, og leggja þannig á þau umframbyrðar sem óvíst er að þau standi undir. Því verður seint haldið fram að viðræður milli forseta Bandaríkj- anna og Rússlands lofi góðu. Gagn- kvæmar ásakanir milli þessara fyrrum bandamanna verða alvar- legri á eldingarhraða. Ummæli Bush, um að eldflaugapallarnir sem Bandaríkjamenn vildu setja upp í Póllandi beindust gegn „utangarðs- löndum (e. rogue states), gerðu í rauninni illt verra. Rússar hafa fyr- ir sitt leyti hótað úrsögn úr sátt- málanum um takmörkun herliðs í Evrópu, gagnrýna mannréttinda- stefnu Evrópusambandsins (t.d. notkun gúmmíkúlna og taugalöm- unargass gegn mótmælendum, leynifangelsum CIA í bandalags- ríkjunum, mannfalli saklausra borgara í mótmælum í Eistlandi o.s.frv.) og hafa lýst sig hið eina sanna lýð- ræðisríki. Það verður að viðurkennast að öll þessi brot áttu sér stað, rétt eins Rússar sjálfir beittu sér- sveitum lögreglunnar gegn mótmælum stjórnarandstæðinga í Moskvu, Nizhnij Novgorod og á leið- togafundi Evrópusam- bandsríkja í Samara. Sérfræðingar telja reyndar að þessum yfirlýs- ingum sé einkum beint til rúss- neskra borgara nú þegar forseta- kosningarnar árið 2008 nálgast. Engu að síður eiga þessi átök sér stað þótt öllum megi ljóst vera að samstarf myndi skila öllum meiri ábata en ágreiningur, en þó virðist enginn tilbúinn til að draga sig í hlé. Þetta árið ákvað Angela Merkel að útvíkka hið hefðbundna snið G8- fundanna og bauð níu ríkjum til viðbótar að bætast í hópinn, en öll eiga þau það sameiginlegt að lofa góðu á alþjóðavísu. Fimm þeirra eru afrísk ríki. Kanslarinn leggur mikla áherslu á að barist verði gegn fátækt, HIV/alnæmi og smit- sjúkdómum og friði og öryggi verði náð fram í álfunni. En hverjir eru viðbótarþátttakendurnir? Alsír hef- ur nýlega gengið til liðs við OPEC, með 60% af þjóðartekjunum af jarðefnaeldsneyti og 7,5 milljarða Bandaríkjadala samning um vopna- kaup af Rússum. Egypski herinn er talinn sá næstöflugasti í Miðaustur- löndum á eftir þeim ísraelska og bein erlend fjárfesting mun senni- lega verða meiri þar en í Suður- Afríku á árinu. Nígería hefur leikið stórt hlutverk í olíuiðnaði frá átt- unda áratugnum og er einn af stofnendum OPEC; er 12 stærsti olíuframleiðandi í heimi og 8. stærsti útflytjandinn. Senegal er, samkvæmt lýsingu BBC, eitt af fyrirmyndarlýðræðisríkjum Afríku og þar sem það hefur verið í góðu netsambandi frá árinu 1996 hefur verið uppsveifla í hátæknigeira hagkerfisins. Suður-Afríka er heimsins stærsti útflytjandi á plat- ínu, gulli og krómi og hefur bestu boðskiptakerfin í álfunni. Í öllum þessum ríkjum kosta malaría, berklar og alnæmi þúsundir mannslífa árlega og hátt hlutfall af- brota, fíkniefnaviðskipti og hern- aðarátök ógna friði og öryggi. Aug- ljóslega er þó auðveldara að takast á við þessi vandamál ef hagkerfið er stöðugt. Auk þess hafa leiðtogar G8-ríkjanna þó alltaf meira að ræða við sína hefðbundnu viðskiptafélaga en við snauðari ríki sem eru háð að- stoð Alþjóðabankans. Þjóðverjar, sem eru í forsæti G8- ríkjanna, hafa einnig lagt áherslu á vöxt og ábyrgð í alþjóðahagkerfinu, og vilja að sjónum verði beint ann- ars vegar að ójafnvægi í fjárlögum og dreifingu beinnar erlendrar fjár- festingar, og hins vegar að frum- kvöðlastarfsemi, bættri skilvirkni í orkuframleiðslu sem myndi hægja á umhverfisbreytingum, og auknu gagnsæi í hráefnisframleiðslu. Þetta val á umræðuefnum virðist fyrst og fremst miða að að auka tekjur ríkjanna á fundinum með því að biðla til þessara þróunarlanda sem leika munu lykilhlutverk í hinu nýja alþjóðahagkerfi. Umræður um jafnvægi ættu að höfða til Kínverja sem hafa haft mikinn fjárlaga- afgang og Bandaríkjamanna sem hafa þurft að kljást við mikinn fjár- lagahalla. Efling nýsköpunar snýst að verulegu leyti um Indland og hinn ört vaxandi hátæknigeira þar. Á margan hátt virðist leiðtogafund- urinn árið 2007 geta orðið þátttak- endunum hagfelldur, og gæti jafn- vel stuðlað að gerð margra milljarðasamninga milli austurs og vestur. En markmiðin um al- þjóðavæðingu og lýðræðisgildi, sem fundirnir eiga að snúast um, ná varla fram að ganga að þessu sinni. Getum við raunverulega kallað þetta alþjóðavæðingu með mann- legri ásýnd? Hnattvæðing með mannlegri ásjónu Alena Krasovskaya skrifar í tilefni af G8-fundinum »Markmiðin umalþjóðavæðingu og lýðræðisgildi, sem fund- irnir eiga að snúast um, ná varla fram að ganga að þessu sinni. Alena Krasovskaya Höfundur er 2. árs laganemi í HA. Sumarbústaðalóðir við Skorradalsvatn Til sölu sumarbústaðalóðir við Skorradalsvatn (vatnalóðir) í vel grónu kjarri vöxnu landi, hallandi mót suðri. Áhugasamir sendi tölvupóst á netfangið logsol@logsol.is innan 7 daga. FYRIRTÆKI TIL SÖLU - SÖLUTURN Auðveld kaup á spennandi rekstri. Söluturn, grill, ísbúð og vídeóleiga - í rúmgóðu leiguhúsnæði, samtals 169,5 fm, á góðum stað í Salahverfi í Kópavogi. Nánari lýsing: Um er að ræða vaxandi rekstur ásamt lager, tækjum og innréttingum. Velta fer vaxandi og góðir möguleikar eru á aukningu. Reksturinn er staðsettur í hverfi sem hefur verið og er í mikilli uppbyggingu. TILBOÐ ÓSKAST Í REKSTURINN ÁSAMT TÆKJUM OG INNRÉTTINGUM. MÖGULEIKI Á YFIRTÖKU Á LÁNUM SEM HLUTA AF GREIÐSLU. Nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 414 6600. Svínhagi HS1 - Heklubyggð Lóð til sölu í landi Svínhaga HS1, u.þ.b. 10-15 mín akstur frá Hellu. Stærðin á skikanum er 15,4 ha. Girðing HS1 liggur að girðingu skógræktarfélags ytra Rangárþings, þetta er blandað landslag, gróinn sandur sem ekkert mál er að gera iðjagrænan með áburðadreifingu. Ofboðslega fallegt gamalt gróið hraun með fullt af flottum stöðum. Þarna eru örfáir landeigendur með þetta frá 15 og upp í 150 ha hver. Óskum eftir tilboðum. Nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 414 6600. Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Opið hús – Eikjuvogi 22 Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is Einstakt tækifæri – 2ja herbergja 73,2 fermetra íbúð í tvíbýli á þessum skemmtilega stað í hverfi 104. Gott svefnherbergi og rúmgóð stofa. Verð 17,9 millj. Laus til afhendingar strax. tákn um traust Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Þverholti 14. Upplýsingar gefur Stefán Bjarni Bjarnason í s. 694 4388. Í dag sunnudag frá kl. 14-15 sýnum við laglega íbúð við Eikjuvog í Reykjavík. Sími 575 8500 - Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Pálmi Almarsson og Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasalar ÞARFTU AÐ SELJA? HÖFUM KAUPENDUR Á SKRÁ Erum með kaupendur að einb.-, par- eða raðhúsi í hlíða- og höfðahverfi Mosfellsbæjar. Verð allt að kr. 45,0 millj. Nánari uppl. gefur Þór. Erum með fjársterkan kaupanda að einbýlishúsi, helst með aukaíbúð. Verð 60-80 millj. Nánari uppl. gefur Sverrir. Aðili sem ég er með og er að leita að stórri fasteign með einum leigutaka sem þarf að vera nokkuð traustur t.d. ríki, borg eða öflugt fyrirtæki. Verð +500 millj. Nánari uppl. gefur Pálmi. Aðili sem vantar 200 m² + í miðbænum, helst með byggingarrétti. Nánari uppl. gefur Pálmi. Ung kona á uppleið er að leita að 2ja til 3ja herbergja íbúð á Reykjavíkursvæðinu. Verð allt að kr. 17,5 millj. Nánari uppl. gefur Þór. Erum að leita að einbýli-, rað- eða parhúsi á svæði 101, 105, 107 eða 200. Hámarksverð kr. 45,0 millj. Nánari uppl. gefur Þór. Erum með kaupanda að sérhæð 125-150 fm á Seltjarnarnesi helst bílskúr, en ekki skilyrði. Nánari uppl. gefur Brynjar. Erum með kaupanda að 700–1.000 fm verslunarhúsnæði á Höfuðborgarsvæðinu. Nánari uppl. gefur Örn. ÞETTA ER SÝNISHORN ÚR KAUPENDASKRÁ OKKAR.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.