Morgunblaðið - 10.06.2007, Page 70
70 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
✝
Móðir okkar,
KIRSTEN F. BJARTMARS,
Árbótum,
Mosfellsbæ,
er látin.
Útför hefur farið fram að ósk hinnar látnu.
Læknum og starfsfólki á deildum 11B og 11E er þakkað kærlega fyrir
góða aðhlynningu.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á krabbameinslækningadeild á
Landspítalanum við Hringbraut. Sími 543-1159.
Hanna Bjartmars Arnardóttir, Kristinn Magnússon,
Helga Bjartmars Arnardóttir,
Hjördís Bjartmars Arnardóttir, Gunnlaugur Ó. Johnson,
Svala Ögn Kristinsdóttir,
Gríma Bjartmars Kristinsdóttir,
Örn Bjartmars Ólafsson,
Helena Bjartmars Toddsdóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HAUKUR EINARSSON
vélfræðingur,
Jöklafold 4,
Grafarvogi,
lést á Landspítalanum Hringbraut miðvikudaginn
30. maí.
Útför hans fer fram í Grafarvogskirkju á morgun, mánudaginn 11. júní,
kl. 13:00.
Guðrún Kristjánsdóttir,
Jóna Helga Hauksdóttir,
Inga Guðný Hauksdóttir, Bernharð Antoniussen,
Einar Birgir Hauksson, Kristín Óskarsdóttir,
Edda Kristín Hauksdóttir,
Anna Karen Hauksdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi, langafi og bróðir,
EINAR HALLDÓRSSON
frá Vestmannaeyjum,
fv. skrifstofustjóri,
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt 7. júní,
verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn
14. júní kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
DAS.
Sigrún Bjarnadóttir,
Þórunn Einarsdóttir Kelley, Richard Kelley,
Halldór Einarsson, Esther Magnúsdóttir,
Elín Einarsdóttir, Jón Gunnlaugsson,
Ingibjörg Einarsdóttir,
Birna Einarsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson,
Súsanna Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÚN J. EYRBEKK,
sem andaðist á Dalbæ, Dalvík, miðvikudaginn
6. júní, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju
þriðjudaginn 19. júní kl. 13:30.
Stefán Stefánsson, Hulda Ólafsdóttir,
Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir,
Davíð Stefánsson, Vilborg Björgvinsdóttir,
Anna Lísa Stefánsdóttir, Magnús Jónasson,
Sigrún Stefánsdóttir, Sveinn Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Miðvikudaginn 23.
maí kvaddi ég afa
minn, Steinar Þor-
steinsson, sjóara,
knattspyrnukappa, þúsundþjalasmið
og grallara, en umfram allt hjarta-
hlýjan fjölskyldumann, sem ofar öllu
bar hag og hamingju fólksins síns fyr-
ir brjósti. Af þeirri hæversku um-
hyggjusemi og altumvefjandi ástúð
sem afi bar með sér hef ég ríkulega
notið alla mína ævi, fyrir það er ég
þakklátur. Ég er líka þakklátur fyrir
það að börnin mín fengu þó í nokkur
ár notið samvista við langafa sinn, að
þau kynntust þessum kærleiksríka
grallara. Minningin um hann sitjandi
flötum beinum á gólfinu í leik eða að
lesa með krakkana í fanginu er minn-
ing sem hefur yljað mér þessa síðustu
daga. Það gera ekki síður allar minn-
ingar mínar frá því að það vorum við
Elín en ekki Andrea Dís og Þorsteinn
Steinar Þorsteinsson
✝ Steinar Þor-steinsson fædd-
ist í Reykjavík 28.
apríl 1924. Hann
andaðist á Landspít-
alanum í Fossvogi
23. maí síðastliðinn
og var útför hans
gerð í kyrrþey frá
Fossvogskapellu 1.
júní.
Mikael, sem nutum
góðs af sprellikallinum
og leikjameistaranum,
snerum honum stund-
um í kringum okkur,
hring eftir hring. Ótelj-
andi minningar um
okkur þrjú sem gerð-
um allt mögulegt og
ómögulegt saman, um
bíóferðir, fótboltaleiki,
smíðarnar, hjólaferðir,
skautaferðir og ára-
mótasprengingar. Og
mesta eftirvænting
litla afastráksins var að
vori ár hvert þegar við nafnarnir
þrömmuðum í allar tiltækar sport-
vöruverslanir, skoðuðum hinar ýmsu
tegundir af græjum, spáðum og spek-
úleruðum og festum svo auðvitað
kaup á bestu fótboltaskóm í öllum
heiminum fyrir komandi keppnis-
tímabil. Móður minni var hann ávallt
kletturinn í hafinu og vitinn á landinu,
fyrir það erum við systkinin ævinlega
þakklát. En afi bara fussar og sveiar,
það mátti ekkert vera að vesenast
með einhverjar þakkir, svo sagði
hann eina góða sögu úr siglingunum,
flestar ansi krassandi.
Hann var boðinn og búinn til að-
stoðar hvar og hvenær sem er, alla
daga að leggja hönd á plóg og stússast
fyrir okkur öll, börn og barnabörn.
Það láku kannski allir gluggar heima
hjá honum og ekkert verið málað í 13
ár, en það mátti bíða því hjá afa vor-
um við alltaf í forgang. Þannig var afi,
hann var alltaf til staðar, hann var
alltaf í góðu skapi, hann var alltaf með
eitthvað á prjónunum. Hann sá líka
alltaf það jákvæða í mönnum og mál-
efnum og aldrei nokkurn tímann
heyrði ég afa hallmæla neinum
manni. Steinar afi var mér miklu
meira en afi, hann kom mér í föður-
stað, hann var vinur minn og félagi.
Hann var hetja minnar barnæsku og
ekki síður eftir að ég komst til vits og
ára. Eins og ég lærði af honum að
styðja eina almennilega liðið í enska
boltanum þá er það mín von að ég beri
gæfu til þess í lífinu að fylgja þeirri
góðu fyrirmynd sem hann hefur verið
mér, verða börnum mínum sá faðir
sem hann var sínum og barnabörnum
sá afi sem hann var sínum.
Aldrei mun ég gleyma síðustu
stundinni með honum þennan mið-
vikudagsmorgun, hann gat sig vart
hreyft en var samt jákvæður,
skemmtilegur og bar sig vel. Tárin í
augum afa á kveðjustundinni og sorg-
in í augum hans sýndu hug hans, hann
var ekkert á leiðinni, hann vildi ekki
gefast upp, hann átti enn verk að
vinna, okkur öll, en vissi samt að nú
var stundin komin. En minningin um
yndislega manneskju, Steinar Þor-
steinsson, fer aldrei neitt heldur mun
ljóslifandi dvelja í hjörtum okkar og
huga til síðasta dags.
Steinar Þór Guðgeirsson.
Einar Sigurvinsson
✝ Einar Sig-urvinsson flug-
vélstjóri fæddist í
Ólafsvík 6. júlí 1927.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítalans
31. maí síðastliðinn.
Útför Einars var
gerð frá Kópavogs-
kirkju 8. júní sl.
skugginn af þér. Svo
komumst við nú að því,
að það var vegna þess
að þú varst búinn að
gefa henni heilan poka
af harðfiski sem er
uppáhaldið hennar. En
þegar þú varst svo bú-
inn að bjóða köttinn í
næsta húsi velkominn
líka með því að moka í
hann skinku þá sögðu
nú mamma og amma
stopp. Það var ekki
gott að hafa köttinn í
næsta húsi og hundinn
á heimilinu í erjum inni á heimilinu
akkúrat á meðan þær voru að klára
að undirbúa veisluna mína. En svona
varst þú afi, gerðir öllum til hæfis,
sama hvort það voru menn eða dýr.
Vildir alltaf allt fyrir alla gera.
Það eru milljón hlutir sem ég gæti
rifjað upp í sambandi við þig,m en
geri það ekki núna. Þær minningar
geymi ég alltaf í hjartanu mínu.
Afi, þú varst bestur. Takk fyrir allt,
elsku afi minn, fyrir að vera alltaf
góður við mig, og vera alltaf
skemmtilegur og kátur, og takk fyrir
að hafa verið besti afi í heimi.
Ég elska þig afi og sakna þín svo
mikið og mun alltaf hugsa um þig og
ég veit þú fylgist með mér og passar
mig.
Góða nótt og sofðu rótt. Guð geymi
þig í alla nótt og megi englarnir vaka
yfir þér.
Elsku amma dúlla, þú ert best og
ég elska þig líka svo mikið.
Þín afastelpa,
Íris Huld.
Elsku afi.
Það er svo sárt að hugsa til þess að
þú sért dáinn. Ég bara vil ekki trúa
því .
Fimmtudagurinn 31. maí var erf-
iður dagur. Mamma hringdi í mig um
hádegið og sagði að þú værir alvar-
lega veikur og kominn á spítala. Mig
langaði svo að koma og sjá þig og mig
langaði svo að koma og vera hjá
mömmu. Þú og mamma voruð alltaf
svo náin og ég veit að þetta var ekki
auðvelt fyrir hana. En því miður þá
komst ég ekki frá Eyjum. Ég veit að
mamma hvíslaði í eyrað á þér því sem
ég vildi segja við þig og ég veit að þú
hefur heyrt það. Þegar mamma
hringdi svo til Eyja um kl. hálfsjö til
að segja okkur að þú værir dáinn þá
vildi ég ekki trúa þessu, að þú hefðir
farið svona fljótt, ég ætlaði að koma
morguninn eftir og hitta þig.
Svo um nóttina þá spjölluðum við
Elsku afi. Ég trúi
ekki að þú sért dáinn.
Mér er illt í hjartanu
þegar ég hugsa um það
að ég eigi aldrei eftir að hitta þig aft-
ur. Það er svo margs að minnast þeg-
ar ég hugsa um þig. Um góðu minn-
ingarnar okkar saman. Þú varst alltaf
hress og brosandi og hlóst mikið. Ég
trúi ekki að þú sért farinn frá mér.
Ég bjóst ekki við þessu, að afi minn
færi svona fljótt frá mér.
Þegar ég kom heim til ömmu um
daginn þá var enginn afi, enginn sat í
stólnum hans og hann ekki inni í her-
berginu sínu síbrosandi og segir:
,,Ertu komin, snúlla mín.“
Ég veit honum líður miklu betur
núna – hugsandi til mín og brosandi
og ég veit að hann er ennþá hjá mér.
Ég á svo góða minningar um afa.
Ógleymanlegu fjöruferðina. Við
Sigrún vorum í alveg eins útprjón-
uðum peysum og áttum að stilla okk-
ur upp fyrir flotta myndatöku. Þá
skyndilega urðum við fyrir kríuárás
og það endaði með því að það varð
engin myndataka heldur vorum við
Sigrún Arna organdi af hræðslu við
kríurnar. Þú bjargaðir okkur frá krí-
unum og fórst með okkur inn í bíl.
Það sem þér fannst þetta fyndið, ég
man alltaf hvað þú hlóst mikið af
þessu.
Alltaf þegar ég kom til ömmu og
afa fór ég strax til afa og greiddi á
honum hárið – lét það alltaf svona
upp eins og á lukkutrölli – hann afi
var stóra lukkutröllið mitt.
Það var alltaf var hægt að stóla á
þig, afi, með að skutla okkur ef við
þurftum að fara eitthvað. Þó mamma
væri búin að segja nei, við hefðum
bara gott af því að rölta þetta, þá var
bara laumast til að hringja í þig og þú
varst kominn eftir smá stund, en
þetta var leyndóið okkar sem allir fá
að vita núna.
Alltaf var gaman að koma í heim-
sókn til ömmu og afa. Þá var oft smá-
aur stungið í vasann og sagt – usssss.
Síðasta skiptið sem þú komst til Eyja
var þegar ég fermdist. Þegar við
komum úr kirkjunni þá elti Tara
hundurinn okkar þig eins og hún væri
mamma í símann til kl. að verða 5 um
morguninn – og hlógum og rifjuðum
upp atvik. Þessa nótt veit ég ekki
hvað ég sagði oft … Ég man …
Ég man eftir þegar ég var lítil og
sat á stólbakinu hjá afa með greiðuna
hans og vatnsglas við höndina til að
bleyta greiðuna og greiddi honum
endalaust og ruglaði í hárinu á hon-
um og hann hraut bara í stólnum á
meðan. Einu sinni svaf hann svo vel
þegar ég var að vesenast þetta í hon-
um að ég tók mig til og rakaði af hon-
um bartana. Afa brá nú svolítið þegar
hann sá það þegar hann vaknaði, en
hló bara að því.
Ég man eftir ótal skiptum í Ömmu-
húsi, sumarbústaðnum þeirra, alltaf
jafn gaman þar. Ég man þegar við Ír-
is Huld rústuðum heimilið hjá afa og
ömmu með því að búa til tjald til að
sofa í og var nú afi aðalarkitektinn
þar.
Og ég man eftir ótal skiptum hjá
ömmu og afa í Kópavogi þegar dekr-
að var við mann. Þegar ég kom að
keppa í fótbolta var ég viss um að
amma og afi kæmu að horfa á mig þó
þau þyrftu að vakna klukkan 8 og
fara út í grenjandi rigningu. Og alltaf
gat ég komið með vini mína til afa og
ömmu og þau tóku alltaf vel á móti
þeim
Alltaf var afi tilbúinn að skutla
manni hvert sem maður þurfti að
fara, sama hvort það var í sund eða
alla leið í Þorlákshöfn.
Ég man eftir öllum símhringunum
frá afa af því hann vildi heyra í mér.
Ég man svo ótal ótal margt og allt
skemmtilegt sem tengist afa.
Ég sakna þín mikið, elsku afi. Þú
varst bestur. Ég veit að nú líður þér
vel og vakir yfir okkur.
Ég er búin að hlæja mikið og gráta
mikið síðustu daga en þá koma upp í
hugann orðin: ,,Mundu að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín.“
Elsku amma dúlla. Þinn missir er
mikill en þú ert sterk og ég veit að afi
vakir yfir þér
Elsku mamma, ég veit hvað þið afi
voruð rosalega náin og þú saknar
hans mikið.
Elsku Addi frændi, þú átt hrós
skilið hvað þú ert búinn að vera frá-
bær við ömmu og afa.
Allir aðrir í fjölskyldunni, samúð-
arkveðjur, við söknum öll afa því
hann var frábær.
Ég elska þig, elsku afi, og hafðu
bestu þökk fyrir allt og þú munt alltaf
vera í hjarta mínu
Ég var heppin að eiga besta afa í
heimi.
Minning þín mun lifa að eilífu.
Góða nótt og sofðu rótt. Guð geymi
þig í alla nótt og megi englarnir vaka
yfir þér.
Þín afastelpa
Sigrún Arna.