Morgunblaðið - 10.06.2007, Síða 79

Morgunblaðið - 10.06.2007, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 79 Aðili að Gagnlegur fróðleikur og fleiri fyrirtæki, sjá: www.kontakt.is H a u ku r 2 6 7 4 Jens Ingólfsson rekstrarfræðingur, jens@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Ragnar Marteinsson fyrirtækjaráðgjafi, ragnar@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hdl. lögg. fasteignasali, sigurdur@kontakt.is Eva Gunnarsdóttir skrifstofustjóri, eva@kontakt.is Við erum ráðgjafar í fyrirtækjaviðskiptum og aðstoðum bæði seljendur og kaupendur meðalstórra fyrirtækja við alla þætti slíkra viðskipta: • Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum • Verðmat fyrirtækja. • Viðræðu- og samningaferli. • Fjármögnun. • Gerð kaupsamninga og tengdra samninga. Við höfum engin fyrirtæki til sölu en við vitum af fjölda fyrirtækja sem geta verið fáanleg fyrir rétta kaupendur. Við vitum líka af mörgum aðilum sem eru að leita að góðum fyrirtækjum í flestum greinum atvinnurekstrar. Eftirfarandi fyrirtæki eru ekki til sölu, en við teljum þau fáanleg: Tengsl okkar við viðskiptavini eru trúnaðarmál. Upplýs- ingar um fyrirtæki eru ekki gefnar upp í síma. Vinsam- lega hringið og pantið tíma, síminn er 414 1200, en einnig er hægt að nota tölvupóst: jens@kontakt.is eða brynhildur@kontakt.is TENGING VIÐ TÆKIFÆRIN Suðurlandsbraut 4, 7. hæð. • Sími: 414 1200 www.kontakt.is • Netfang: kontakt@kontakt.is • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að góðu bílaþjónustufyritæki í miklum vexti. • Rótgróin húsgagnaverslun í góðum rekstri. EBITDA 30 m. kr. • Þekkt lítil bílaleiga. • Meðeigandi/framkvæmdastjóri óskast að jarðverktakafyrirtæki á Austurlandi. Mjög góð verkefnastaða. • Rótgróið bakarí í Reykjavík. Góð velta og EBITDA. • Deild úr heildverslun með gjafavörur. Ársvelta 60 m. kr. • Heildverslun með smávörur. Góð framlegð. EBITDA 20 m. kr. • Innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg. EBITDA 55 m. kr. • Þekkt skyndibitakeðja. Ársvelta 130 m. kr. • Sérverslun með þekktar gjafavörur. Ársvelta 40 kr. • Vélsmiðja. Ársvelta 200 m. kr. • Lítil, þekkt barnaverslun með umboð fyrir umhverfisvænar vörur. • Rótgróið lítið byggingafyrirtæki með fasta viðskiptavini. Fjórir fastráðnir starfsmenn. Góð verkefnastaða. • Rótgróin húsgagna- og gjafavöruverslun. EBITDA 14 m. kr. • Stórir byggingaverktakar í einu Eystrasaltslandanna. Ársvelta 3.800 m. kr. • Innflutningsfyrirtæki með sumarvörur. Ársvelta 300 m. kr. • Deild úr heildverslun með þekktar garðvörur. • Lítil húsgagnaverslun í Kaupmannahöfn. • Lítið þjónustufyrirtæki á ferðamarkaði. • Heildverslun-sérverslun með fatnað. Ársvelta 100 m. kr. • Rótgróin umboðs- og heildverslun á Austurlandi. Ársvelta 100 m. kr. • Heildverslun með gjafavörur. Ársvelta 50 m. kr. • Þekkt sérverslun með herrafatnað. Hef opnað sálfræðiþjónustu að Suðurlandsbraut 10 Veiti sálfræðilega meðferð og ráðgjöf fyrir: ● Einstaklinga, m.a. við kvíða, fælni, óöryggi, sorg, áföllum, kulnun, streitu. ● Fjölskyldur, m.a. við samskiptaerfiðleikum, gildin í fjölskyldunni, framtíðarsýn. ● Fyrirtæki, m.a. fyrirtækja- og starfsviðmót, stjórnun breytinga. Handleiðsla fyrir stjórnendur og fagfólk. Held námskeið og veiti handleiðslu í Life-Navigation um hvernig: ● Takast má við það óvænta í lífinu. ● Vaxa sem einstaklingur og njóta lífsins. Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðingur í fyrirtækja-, vinnu- og klíniskri sálfræði cand psych. Tímapantanir í síma 663 8927 eða í netpósti agustina@life-navigation.com FRÉTTIR UMFERÐARÓHAPP varð á gatna- mótum Álfheima og Suðurlands- brautar fimmtudaginn 7. júní síðast- liðinn um klukkan 10:42. Lentu þar saman bifreið af Toyota Corolla- gerð, hvít að lit, og bifreið af Citro- ën C4-gerð, grá að lit. Ágreiningur er um stöðu umferðarljósa þegar árekstur varð. Þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu eru beðnir að hafa sam- band við lögreglu í síma 444 1000. Vitni vantar NÚ fer í hönd tími garðaúðunar. Í því sambandi hefur Umhverfis- stofnun sent frá sér tilkynningu þar sem vakin er athygli á nokkrum at- riðum sem hafa ber í huga: Með garðaúðun er átt við úðun trjáa og runnagróðurs gegn skor- dýrum. Garðaúðun er gagnslaus sem fyrirbyggjandi aðgerð, þ.e.a.s. einungis á að úða garða eftir að skaðvaldarnir hafa klakist út úr eggjum og sjást með berum augum. Þeim einum er heimilt að stunda úðun garða í atvinnuskyni sem hafa í gildi réttindaleyfi frá Umhverfis- stofnun, og skulu þeir ávallt bera leyfisskírteini á sér við störf sín og framvísa persónuskilríkjum sé þess óskað. Einnig er starfsleyfi frá við- komandi heilbrigðisnefnd skilyrði þess að stunda megi garðaúðun í at- vinnuskyni. Áður en úðunin hefst skulu settir upp varnaðarmiðar á áberandi stöðum þar sem fram koma upplýs- ingar m.a. um dagsetningu úðunar, efni sem notað var, hversu lengi garðurinn er lokaður allri umferð og upplýsingar um þann sem fram- kvæmir úðunina. Réttindi þarf til garðaúðunar IÐNSKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 103. sinn 24. maí sl. Alls brautskráðust 243 nemendur af 20 námsbrautum á 8 námssviðum skól- ans. Í ræðu Baldurs Gíslasonar skóla- meistara kom meðal annars fram að búið er að skrifa undir samning við Vitus Bering University College í Horsens í Danmörku, þar sem iðn- meistaranám í byggingagreinum í Meistaraskólanum er metið sem fyrsta árið í námi til bygginga- tæknifræðings og byggingaverk- fræðings. Þá er unnið að samstarfi við Glas- gow School of Art og Myndlistar- skólans í Reykjavík við danskan listaskóla um mat á námi í keramik- hönnun við IR og MÍR til tveggja ára náms til BA-gráðu. Loks kom fram í ræðu skólameistara að Marg- miðlunarskólinn hefur hlotið þá við- urkenningu að þeir sem innritast í diplomanám í Multimedia í Dan- mörku fá fyrsta árið metið úr Marg- miðlunarskólanum. Þetta er mikil viðurkenning fyrir margmiðlunar- námið í Iðnskólanum í Reykjavík og ekki er það síðri viðurkenning að margmiðlunarfræðingar úr skól- anum eru eftirsóttir í vinnu, meðal annars hjá CCP sem er að gera það gott á tölvuleikjamarkaðnum. Einn- ig fjallaði skólameistari um væntan- lega sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans undir nafninu Tækniskólinn. Verðlaunadrottning Laufey Björg Sigurðardóttir átti fullt í fangi með verðlaunin sjö, sem henni hlotnuðust fyrir góðan námsárangur. 243 brautskráðir frá Iðnskólanum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.