Morgunblaðið - 10.06.2007, Side 89

Morgunblaðið - 10.06.2007, Side 89
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 89 Rafskinna er nýtt sjónrit sem áætlað er að hefja útgáfu á í júní. Sjónrit er tímarit á DVD-formi (e. DVD magazine) og verður Rafskinna ekki aðeins fyrsta ritið sinnar tegundar hér á landi heldur með þeim fyrstu í heiminum. Ritstjórar eru Ragn- heiður Gestsdóttir og Þórunn Hafstað kvikmyndaleikstjórar, Pétur Már Gunn- arsson myndlistarmaður og Sigurður Magnús Finnsson tónlistarmaður. Stúlk- urnar hafa báðar lært sjónræna mannfræði í Bretlandi og Ragnheiður hefur áður unn- ið við álíka rit þar, Specialten. Í Rafskinnu má finna stuttmyndir, heimildamyndir, vídeólistaverk og teikniverk og meginefn- istök tímaritsins eru íslensk samtímalist, sérstaklega tónlist, með áherslu á gras- rótina. Teiknimyndasögur eftir Dr. Gunna Hverju riti verður valið sérstakt þema og í fyrsta ritinu er það fórnarlamb þjóð- aratvinnuvegarins, fiskur. Meðal efnis er matreiðsluhorn með hljómsveitinni Gho- stigital, viðtöl við Björk og Skakkamanage, tónlistarmyndbönd af Ben Frost, Gho- stigial & Sensation, GusGus, Rass, Scope og finnska tónlistarmanninum Jimi Tenor. Tenor á einnig kvikmyndina Tri Aborten- stein sem hann leikstýrir ásamt Jusu Lou- nela og þá á Hugleikur Dagsson stutt- myndina An American Baby. Kristján Loðmfjörð er búinn að endurklippa Nýtt líf sem Hvalalíf og þá eru Inga Birg- Nýir hönnuðir verða fengnir í hvert skipti en þeir Sigurður Eggertsson og Gunnar Þór Vilhjálmsson hanna fyrsta ritið. Efnið er mest á íslensku en oftast verður hægt að velja enskan texta með. isdóttir, Finnur Arnar Arnarson og Hikaru Tota með myndverk á diskinum. Stefnt er að útgáfu fjórum sinnum á ári og verður diskinum dreift í bóka- og plötu- búðir. Með honum fylgir bæklingur þar sem finna má teiknimyndasögur eftir Dr. Gunna og Tony Millionaire og framhalds- sögu eftir Örvar Þóreyjarson Smárason. Rafskinna Íslensk samtímatónlist, sérstaklega tónlist, með áherslu á grasrótina. Sjónritið Rafskinna Fyrsta rit sinnar tegundar á Íslandi this.is/rafskinna / myspace.com/rafskinna SJÓNRIT eru enn sem komið er afar fágæt í hinum enskumælandi heimi. Helst má nefna hið breska Specialten og hið bandaríska Wholpin auk teiknimynda- sjónritsins Stash. Þá má nefna The Raw Report sem beinir sjón- um að hip hop-tónlist og Array sem sérhæfir sig í verkum svartra leikara og leikkvenna. Þá fylgja einnig sjónrit ýmsum hefðbundnum tímaritum. Specialten er nokkuð tónlistarmiðað og hafa ís- lenskir listamenn eins og Mugison, Múm, Björk, Trabant, Sigurrós og Jóhann Jóhannsson komið þar fram auk þess sem Ragnheiður Gestsdóttir vann áð- ur við ritið. Óséðar stuttmyndir Wholpin (hvalrungur, afkvæmi hvals og höfr- ungs) er sjónrit fyrir sjaldgæfar og óséðar stutt- myndir. Þeir hafa birt verk eftir virta leikstjóra á borð við Alexander Payne, Spike Jonze, David O. Russell, Miguel Arteta og Steven Soderbergh. Þá hafa þeir grafið upp rússneska, tyrkneska og jap- anska gamanþætti og birt bæði með þýddum texta og skálduðum texta eftir valda höfunda, en þar eru hæg heimatök þar sem útgefendur Wholpin gefa einnig út bókmenntatímaritið McSweeney. Þá hafa undanfarið fylgt með ritinu aukadiskar með BBC- þáttaröðinni umdeildu The Power of Nightmares, sem annars fær hvergi dreifingu í Bandaríkjunum. Fjölbreytt en fá- gætt úrval sjónrita www.wholphindvd.com www.specialten.com www.stashmedia.tv Á EFTIRTALDAR SÝNINGAR laugardag og sunnudag og mánudagSparBíó* 450kr PIRATES 3 KL. 2 Í ÁLFABAKKA OG KEFL. KL 4 Á AKUREYRI. BLADES OF GLORY KL. 1:50 Í ÁLFABAKKA www.SAMbio.is GOAL 2 KL. 1:50 Í ÁLFABAKKA, 1 Í KEFL. MEET ROBINS. KL. 1 Í ÁLFABAKKA OG KL 6 Á AKUREYRI SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍK WWW.SAMBIO.IS / AKUREYRI / KEFLAVÍK eee S.V. - MBLA.F.B - Blaðið VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Mesta ævintýri fyrr og síðar... ...byrjar við hjara veraldar „Besta Pirates myndin í röðinni! Maður einfaldlega gæti ekki búist við meira tilvalinni afþreyingarmynd á sumartíma.“ tv - kvikmyndir.is „SANNUR SUMAR- SMELLUR... FINASTA AFÞREYINGARMYND“ Trausti S. - BLAÐIÐ MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI eee LIB, Topp5.is HILARY SWANK OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:15 B.i. 7 ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4 - 8 B.i. 10 ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 LEYFÐ ROBINSSON FJÖLSK. m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára PRIATES OF THE CARIBBEAN 3 kl. 2 - 5:30 - 9 B.i. 10 ára GOAL 2 kl. 2 - 5:30 B.i. 7 ára FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS 47.000 GESTIR POPPARINN George Michael var í fyrradag dæmdur til 100 klukku- stunda þegnskylduvinnu og var auk þess sviptur ökuréttindum í tvö ár. Michael játaði sök fyrir rétti, að hafa ekið undir áhrifum lyfja. Hann sagðist hafa verið mjög þreyttur og á lyfseðilsskyldum lyfjum. Michael var handtekinn í október síðast- liðnum. Ökumað- ur tilkynnti um annarlegt ástand Michaels, að hann lægi hálf- rænulaus undir stýri og hindraði umferð. Michael harmar atburðinn, segist skammast sín fyrir að stefna fólki í hættu með athæfi sínu. Michael hlaut dóm George Michael

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.