Morgunblaðið - 25.11.2007, Side 30
bókarkafli
30 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
G
uðni Ágústsson hefur
lifað dramatísku lífi.
Hann ólst upp í frum-
stæðu bændasamfélagi
en varð ráðherra á 21.
öldinni, hann var feiminn piltur í
Héraðsskólanum á Laugarvatni en
varð einn vinsælasti stjórnmála-
maður þjóðarinnar; hann lenti í
hringiðu mikils valdabrölts þar
sem átti að koma honum út úr póli-
tík en stóð eftir sterkari en áður. Í
bókinni Guðni – Af lífi og sál ræðir
hann um viðkvæm pólitísk deilumál
liðinna ára, s.s. brotthvarf Halldórs
Ásgrímssonar úr íslenskri pólitík,
Íraksstríðið og fjölmiðlamálið svo
fátt eitt sé nefnt. En í bókinni er
einnig fjallað um einkalíf Guðna,
meðal annars sagðar sögur frá
uppreisn æskunnar á sjöunda ára-
tugnum, greint frá uppákomum í
starfi hans sem þingmanns og ráð-
herra og dregnar upp myndir af
uppvexti hans í sextán systkina
hópi á Brúnastöðum. Höfundur
bókarinnar, Sigmundur Ernir Rún-
arsson, byggir hana á samtölum
sínum við Guðna og samferðamenn
hans, birtum og áður óbirtum
heimildum, meðal annars minn-
isblöðum Guðna, sem ekki hefur
verið vitnað til áður.
Á leynifundi með forsetanum
Guðni segir að fjölmiðlamálið
hafi verið eitthvert erfiðasta úr-
lausnarefni sem hann hafi glímt við
á pólitískum ferli sínum. Þar lenti
hann í hlutverki nokkurs konar
sáttasemjara. Deilurnar stóðu sem
hæst sumarið 2004 en endalokin
voru afar dramatísk. Forseti Ís-
lands neitaði að staðfesta fjölmiðla-
lögin og ákvað ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
þá að leggja fram nýtt frumvarp.
Þessi niðurstaða stjórnarliðsins
er þó ekki eindregnari en svo að
framsóknarmenn eru enn mjög ef-
ins um hvort halda eigi lagasetn-
ingu um eignarhald á fjölmiðlum til
streitu. Margir flokksmenn eru á
því að nóg sé komið. Þeir eru ein-
faldlega orðnir þreyttir á því að róa
á móti straumnum.
Enn er Guðni sendur af stað – og
nú í merkilegan leiðangur. Ráð-
herrum Framsóknarflokksins leik-
ur hugur á að vita hug forseta Ís-
lands til nýs og endurbætts
fjölmiðlafrumvarps. Hann er gerð-
ur út af formanni sínum og sendur
suður á Bessastaði. Það er almennt
vitað í flokknum að kært er á milli
Guðna og Ólafs forseta, enda eru
þeir gamlir baráttufélagar úr ung-
liðahreyfingu flokksins frá ólgu-
tíma Möðruvellinga og þar fyrir ut-
an er Guðni einn af fáum
þingmönnum flokksins sem hafa
stutt Ólaf Ragnar opinberlega á
forsetastóli. Guðni þykir því rétti
maðurinn í þessa friðarför út á
Álftanes. Halldór formaður leggur
mikið upp úr samstarfi við Guðna
varaformann sinn á þessum við-
sjárverðu tímum og telur einsýnt
að hann sé rétti maðurinn í þennan
óvenjulega rannsóknarleiðangur
suður á Álftanes.
Muni aftur neita að undirrita
Guðni heldur á fund forsetans
undir hádegi í hásumri. Það er
mugga úti en þó hlýtt. Honum er
vel tekið. Á borðum er dýrindis
lambasteik. Hann greinir það þó á
forsetanum að hann er þreyttur.
Það er greinilegt að átök síðustu
vikna hafa tekið mjög á hann og
svo virðist sem glettnin sé horfin
úr ásjónu þessa gamla áhlaups-
manns í íslenskri þjóðmála-
umræðu. Hann virðist miður sín og
líður bersýnilega illa. Guðni þreifar
því varlega á forsetanum en er
samt í mun að komast að því hvaða
hug hann beri til nýja fjölmiðla-
frumvarpsins. Svarið er afdrátt-
arlaust. Forsetinn gefur Guðna
fastlega til kynna að hann muni
hafna nýju lögunum rétt eins og
þeim fyrri. Hann verði að vera
samkvæmur sjálfum sér. Ólafur
Ragnar gefur það jafnframt til
kynna í þessu samtali þeirra Guðna
að átökin við Sjálfstæðisflokkinn
snúist ekki aðeins um þetta eina
frumvarp heldur og ekki síður um
framtíð forsetaembættisins. Átökin
síðustu vikur varði ekki aðeins sinn
persónulega heiður. Meginatriðið
sé að verja embættið, frelsi þess og
stöðu á ögurstundu.
Guðni snýr til baka af fundinum
og getur ekki losnað við þá mynd
úr kollinum sem hann hefur fengið
af forsetanum á þessum sérstæða
fundi; þar hafi setið beygður maður
og sár rétt eins og eldmóðurinn
hafi slokknað um stund. Guðni seg-
ir ráðherrum í flokki sínum hver
afstaða forsetans er – honum verði
ekki bifað – og það verður að nið-
urstöðu ráðherra flokksins að
leggja frumvarpsdrögin til hliðar
og reyna ekki frekar á flokkinn,
fólkið og forsetann í þessu máli.
Það fari best á því að nema hér
staðar og slíta þingi, ekkert nema
enn frekari átök muni hljótast af
því að keyra málið enn lengra, nú
sé rétt að hvíla umræðuna og
standa með öðrum hætti að laga-
setningu um eignarhald á fjöl-
miðlum í framtíðinni.
Davíð hneykslaður á sam-
starfsflokknum
Um þetta leyti er Halldór for-
maður kominn austur á Hornafjörð
vegna veikinda móður sinnar og
það verður því hlutskipti Guðna
sem varaformanns flokksins að
eiga einkafund með Davíð Odds-
syni til að kynna honum afstöðu
framsóknarmanna í málinu. Davíð
bregst reiður við þessum tíðindum.
Honum er þungt í skapi. Hann er
enn sannfærðari en áður um að
framsóknarmenn séu hræddir við
forsetann, þar á bæ séu menn nú
meiri veimiltíturnar. Guðni reynir
að koma Davíð í skilning um það að
það einasta sem fengist með frek-
ari lagasetningu væri enn önnur
synjun forsetans. Davíð kveðst
ekki trúa því. Forsetinn myndi
ekki leggja í annan slag, auðvitað
myndi hann samþykkja breytt og
endurbætt frumvarp. Guðni reynir
af fremsta megni að halda stillingu
sinni frammi fyrir reiðum forsætis-
ráðherra. Hann segir honum að
það þýði ekkert að rífast lengur um
þetta mál. Nú sé lag að snúa við áð-
ur en það sé orðið of seint. Málið sé
allt fremur misheppnað, bæði hrað-
inn á því og sjálf málsmeðferðin.
Davíð verði að gera sér grein fyrir
því að ríkisstjórnarflokkarnir séu
búnir að tapa orrustunni.
Augnabliksþögnin eftir þessi síð-
ustu orð Guðna er hlaðin spennu.
Það sljákkar heldur í Davíð en
hann er samt enn hneykslaður á
samstarfsflokknum sínum. Hann er
á því að Framsókn sé að míga á sig
af hræðslu. Þið eruð verri en krat-
arnir, algerlega kjarklausir, bætir
Davíð svo við.
Daginn eftir veikist Davíð Odds-
son og er lagður inn á sjúkrahús og
glímir næstu mánuði við erfið veik-
indi.
Missti þetta óvart út úr sér
Í bók Guðna og Sigmundar Ernis
er að finna fjölmargar kostulegar
sögur af þingmanns- og ráðherra-
ferli Guðna. Ein þeirra gerist í
Vestmannaeyjum en undir lok for-
sætisráðherratíðar Steingríms
Hermannssonar var mikill vandi
uppi í sjávarútvegi. Lét hann þá
hafa eftir sér að fækka yrði fisk-
vinnsluhúsum til að hagræða í
greininni, meðal annars í Eyjum.
Ummæli forsætisráðherrans ollu
stórfelldu uppnámi í þessari
stærstu verstöð landsmanna og var
Guðni sendur af hálfu flokksins til
að friða útgerðaraðalinn á staðn-
um.
Guðni boðaði til fundar um
kvöldið en hitti fyrr um daginn að
máli fulltrúa Samtogs, eignarhalds-
félags frystihúsanna í Eyjum um
útgerð og sjósókn. Fundinum er
lýst svo í bók Guðna og Sigmundar:
Þetta er ójafn fundur. Guðni sit-
ur einn fyrir enda ógurlegs eik-
arborðs og allur útgerðaraðallinn á
móti honum, allt fílefldir karlar
með sverar hendur og axlir á við
afreksmenn í aflraunum. Þarna eru
meðal annarra Arnar Sigurmunds-
son, Bjarni Sighvatsson, Einar Sig-
urjónsson, Eyjólfur Martínsson,
Guðmundur Karlsson, Haraldur
Gíslason, Magnús Kristinsson og
Sigurður Einarsson. Guðna finnst
hann næsta dvergvaxinn gegnt
þessum útgerðarrisum en hann
reynir af fremsta megni að stilla þá
af og róa taugarnar. Það gengur
illa en hefst þó á endanum þegar
Guðni biður viðstadda að hafa ekki
áhyggjur af orðum Steingríms;
hann hljóti bara að hafa misst þetta
óvart út úr sér!
Út um gluggann
Guðni telur sig hafa komist
þokkalega lifandi frá þessum fundi
við stóra eikarborðið og heldur
þessu næst upp á gistiheimilið
Gestgjafann sem sá ágæti fram-
sóknarmaður Pálmi Lórenzson
rekur ásamt Mary konu sinni Sig-
urjónsdóttur. Guðni hefur pantað
svefnstaðinn seint og fær einna
lakasta herbergið uppi í risi í bak-
húsi á þriðju hæð með einum litlum
þakglugga. Hann lætur sér það
nægja og skýst þangað að aflokn-
um kvöldverði til að undirbúa ræðu
sína um kvöldið. Svo hyggst hann
ganga á vit örlaga sinna eftir hálf-
tíma hugleiðslu um orðaval og
áherslur. En herbergisdyrnar eru
læstar. Harðlæstar. Guðni skilur
þetta ekki. Nú eru góð ráð dýr. Það
er enginn sími í herberginu. Hann
reynir að ná athygli með hrópum
og banki og af því það dugar ekki
vitund byrjar hann að öskra og
Systkinahópurinn Guðni ólst upp í sextán systkina hópi á Brúnastöðum.
Barnaskarinn var miklu fljótari en snúningsvélin í heyskapnum og því var
hún minna notuð en efni stóðu til.
Stóð sterkari eftir Guðni Ágústsson og Margrét Hauksdóttir kona hans á
dramatísku augnabliki á flokksþingi Framsóknarflokksins. Guðni lenti í
hringiðu mikils valdabrölts þar sem átti að koma honum út úr pólitík en
stóð eftir sterkari en áður.
Forsetinn gefur Guðna
fastlega til kynna að hann
muni hafna nýju lögunum
rétt eins og þeim fyrri.
Hann verði að vera sam-
kvæmur sjálfum sér.
Morgunblaðið/ÞÖK
Skálmað af fundi Guðni Ágústsson lýsir í bók sinni heiftarlegum átökum við Halldór Ásgrímsson. Þau náðu há-
marki á frægum Þingvallafundi þar sem Guðna fannst Halldór koma illilega aftan að sér. Hann skálmaði af þeim
fundi „heitur og illur í framan“, eins og segir í bókinni.
Á akri stjórnmálanna
Guðni Ágústsson segir
í nýrri bók, sem Sig-
mundur Ernir Rún-
arsson skráði, frá þætti
sínum í stormasömu
stjórnarsamstarfi
Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks.
Bókin nefnist Guðni –
Af lífi og sál.