Morgunblaðið - 25.11.2007, Síða 34
landgræðsla
34 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Á
seinni hluta 19. aldar var
svo komið hér á landi að
þær leifar af skóglendi,
sem enn fundust, áttu
víða í vök að verjast og
þar með annað gróið land. Eyðingin
var einna mest á Suðurlandi. Þá var
ekki annað sýnna en heilu sveitirnar
legðust undir sand eins og Rang-
árvellirnir, Landsveit og Skeiðin í Ár-
nessýslu. Þá var einnig talsverð gróð-
ureyðing af völdum sands í
Þingeyjarsýslum.
„Framsýnir menn sáu að hér
horfði í algert óefni – sandurinn lagði
heilu jarðirnar í eyði og skógar að
mestu eyddir,“ segir Sveinn Runólfs-
son, landgræðslustjóri.
„Í Landsveit æddu sandgárarnir
fram og inn í skóginn sem þar var
enn. Það ýtti enn undir eyðingaröflin
að menn hjuggu skóginn til þess að
hann yrði ekki sandinum að bráð í
stað þess að leyfa trjánum að taka við
sandfokinu og hefta það. Á það verð-
ur að líta að eldiviðarskortur hrjáði
Íslendinga og bændur og búalið leit-
uðu mjög í skóginn eftir eldiviði.
Það var fyrst og fremst framsýni
Hannesar Hafstein, ráðherra, að
þakka að skógræktar- og land-
græðslulögin náðust í gegn. Fengnir
höfðu verið danskir sérfræðingar til
þess að vera Íslendingum til ráðu-
neytis um varnir gegn uppblæstr-
inum, en þeir höfðu öðlast reynslu af
starfi á Jótlandsheiðum. Þegar Al-
þingi sótti Dani heim árið 1906 sá
Hannes til þess að þingmenn kynntu
sér árangur landgræðslustarfsins á
jósku heiðunum.
Hannesi tókst síðan með harðfylgi
að fá lög samþykkt á Alþingi haustið
1907. Dönsku ráðgjafarnir höfðu
samið ítarleg drög að frumvarpi þar
sem m.a. var gert ráð fyrir að bændur
bæru ábyrgð á búfé sínu. En þing-
menn vildu sem minnst þrengja að
landbúnaðinum og á endanum urðu
lagagreinarnar einungis fimm. Þar af
fjallaði ein um varnir gegn upp-
blæstri en hinar snerust um skóg-
rækt.“
Sandgræðsla hafin
Árið 1906 var ungur Hafnfirðingur,
Gunnlaugur Kristmundsson, sendur
til náms í Danmörku og kom hann
heim árið eftir. Var hann þegar send-
ur austur í sveitir til þess að hefja
sandgræðslustarfið áður en lögin
voru samþykkt. Agnar Kofoed Han-
sen var síðan ráðinn skógrækt-
arstjóri 1. mars 1908. Varð hann yf-
irmaður sandgræðslumála og
Gunnlaugur sandgræðslumaður. Á
fyrstu árum sandgræðslunnar var
einkum beitt þremur aðferðum.
Verstu svæðin voru girt og friðuð fyr-
ir ágangi búfjár.
Þá voru hlaðnir grjótgarðar eða
smíðaðir úr timbri. Í skjóli þeirra var
sáð melgresi. Með þessu móti var
reynt að hamla gegn ágangi sandsins.
Sveinn segir að friðunin hafi skilað
miklum árangri og menn hafi fljótt
gert sér grein fyrir gildi hennar.
„Fáir núlifandi Íslendingar gera
sér grein fyrir því hvað ástandið var í
rauninni skelfilegt,“ bætir Andrés
Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu
ríkisins, við. „Í upphafi starfsins og
lengi frameftir öldinni færðust heilu
sandgárarnir ofan af hálendinu og
stefndu inn á gróið land. Þeir bættust
við þann sand sem fyrir var og svona
valt þetta áfram eins og sístækkandi
snjóbolti.
Norður í Öxarfirði var ástandið
ekki skárra. Þar voru margra kíló-
metra breiðar sandöldur á ferðinni og
fóru allt að 400 metrum á ári. Svo
seint sem á 9. áratugnum sáum við að
sandur við Grænulág á Austurafrétt
hafði þokast um 300-400 metra í einu
hvassviðrinu. Þessi eyðing landkosta
er í raun hreinar náttúruhamfarir.“
Helstu áfangarnir
Sveinn Runólfsson telur að á fyrstu
40 árum landgræðslustarfsins hafi
náðst ótrúlegur árangur þrátt fyrir
takmarkaðar fjárveitingar, en á þeim
tíma var aðeins varið um 200 millj. kr.
á verðlagi ársins 2006 til sand-
græðslumála (5 millj. á ári).
„Ég fullyrði að þá hafi tekist að
forða ýmsum sveitum frá algerri
auðn svo sem ofanverðum Rang-
árvöllum, Landsveit, Skeiðum í Ár-
nessýslu, Meðallandinu o.fl.
Annað skeiðið hófst árið 1948 þeg-
ar hafist var handa við að rækta sand-
ana til beitar og túnræktar. Hafði
þetta mikil áhrif á búsetu og land-
búnað svo sem undir Eyjafjöllum og
víða í Austur-Skaftafellssýslu. Varð
þetta ásamt bættum samgöngum og
vörnum gegn ágangi jökulánna und-
irstaða þeirrar gróðurbyltingar sem
orðið hefur þar um slóðir og hvergi á
landinu er árangur landgræðslu-
starfsins sýnilegri en á Rangárvöllum
og í Austur-Skaftafellssýslu.“
Aukinn heyfengur dró úr þeirri
gegndarlausu vetrarbeit sem tíðkast
hafði, en gerði jafnframt bændum
víða kleift að fjölga búfé meira en
beitilandið þoldi. Þá dró jafnframt úr
beit á hálendinu sem er víða lítt gróið.
Sveinn telur einnig að með fram-
ræslu votlendis, sem hófst að marki
upp úr 1950, hafi bændur getað nýtt
betur heimalönd sín og hún hafi því
ekki verið alslæm.
Árið 1958 var farið að sá erlendu
grasfræi og áburði úr flugvélum.
Sennilega er þeirra þekktust Páll
Sveinsson, sem var í notkun fram til
ársins 2006. Nú hafa bændur eignast
mjög afkastamikil tæki, dráttarvélar
og dreifara og hafa tekið við að sá í
heimalönd sín þar sem þess er þörf.
Þegar flugvélarnar voru teknar í
notkun voru slík tæki ekki til í land-
inu og því skiptu flugvélarnar sköp-
um við landgræðsluna.
Þjóðargjöfin
Á 1100 ára afmæli búsetu á Íslandi
samþykkti Alþingi 5 ára átak til þess
að efla landgræðslustarfið. Þá var
miklu fé varið til landgræðslu og
skógræktar. Einnig var fjármunum
varið til rannsókna á gróðurfari, beit-
arþoli og innlendrar fræframleiðslu.
Á síðari hluta síðustu aldar komu
svo til sögunnar gróðurkort og gervi-
tunglamyndir sem sýndu svo að ekki
varð um villst hversu mikill vandinn
var.
„Eftir fyrstu 40 árin voru ýmsir
enn þeirrar skoðunar að landið væri
ekki jafnilla farið og haldið hafði verið
fram,“ segir Sveinn. „En nú ger-
breyttust allar forsendur. Afstaða
manna breyttist og fjölmargir ein-
staklingar og stofnanir hafa gengið í
lið með okkur við að klæða landið að
nýju. Ísland er það land Evrópu sem
hefur farið einna verst vegna búsetu
manna og okkur ber skylda til þess að
bæta fyrir þann skaða sem við höfum
valdið með búsetu okkar á liðnum
öldum.“
Bændur græða landið
Að tillögu Andrésar Arnalds hófst
formlegt samstarf við bændur um
landgræðslu árið 1990. Bændur fá
greiddan hluta áburðarkostnaðar og
Landgræðslan sér þeim fyrir gras-
fræi þar sem þess þarf.
Starfsfólk Landgræðslunnar heim-
sækir þá 650 bændur sem taka þátt í
verkefninu. Þeir leggja fram vinnu,
reynslu, vélar og tæki. Lagt er á ráð-
in um ýmis mál svo sem landnytjar,
upprekstur o.fl. Landgræðslustjóri
telur þennan þátt starfseminnar einn
hinn mikilvægasta í starfi stofnunar-
innar um þessar mundir.
„Það má einnig skipta land-
græðslustarfinu sjálfu í nokkur tíma-
bil,“ segir Andrés. „Í fyrstu var um
eins konar slökkvistarf að ræða og
menn einbeittu sér fyrst og fremst að
erfiðustu sandfokssvæðunum. Gunn-
laugur Kristmundsson starfaði að
þeim málum ásamt fámennu liði.
Upp úr 1965 hóf Landgræðslan að
einbeita sér að sjálfum gróðurvernd-
arþættinum og það hefur skilað um-
talsverðum árangri.
Aukinn heyfengur dró úr þeirri
gegndarlausu vetrarbeit sem tíðkast
hafði, en gerði jafnframt bændum
víða kleift að fjölga búfé meira en
beitilandið þoldi. Aukinn heyfengur
þýddi einnig að sauðfé fjölgaði og
varð um tíma of margt í högum. Það
verður að segjast eins og er að þetta
olli ákveðnum núningi milli land-
Morgunblaðið/Kristinn
Þorlákshöfn Með framræslu votlendis, sem hófst að marki upp úr 1950,
hafa bændur getað nýtt betur heimalönd sín.
Tötrum klætt Ísland er
ekki eðlileg ásýnd
þess. Hún stafar fyrst
og fremst af mannavöld-
um og hana ber að bæta.
Landsveit Í Landsveit æddu sandgárarnir fram og inn í skóginn.
Aukin landgæði
meiri verðmæti
Um þessar mundir er
fagnað 100 ára afmæli
landgræðslustarfs á Ís-
landi. Arnþór Helgason
tók hús á þeim Sveini
Runólfssyni og Andrési
Arnalds af því tilefni.
Skylda Andrés Arnalds og Sveinn Runólfsson segja að Ísland sé það land Evrópu sem hefur farið einna verst
vegna búsetu manna og því beri okkur skylda til að bæta fyrir skaðann sem búsetan hefur valdið á liðnum öldum.
Gunnlaugsskógur Eins og undanfarin 100 ár verður áfram þörf fyrir land-
græðslu, enda verður ræktanlegt land sífellt dýrmætara.
Í HNOTSKURN
» Landgræðsla ríkisins mið-ar aldur sinn við setningu
laga um skógrækt og varnir
gegn uppblæstri lands en þau
voru staðfest 22. nóvember
1907.
» Sama ár hófst sand-græðslustarfið á vegum
ríkisins.
» Landgræðslan er ein elstastofnun sinnar tegundar í
heiminum og er reynsla Ís-
lendinga í baráttu við landeyð-
ingu því mikil.
» Ný lög um sandgræðsluvoru sett 1914, 1923 og
1945, en árið 1965 var nafninu
breytt úr Sandgræðslu Íslands
í Landgræðslu ríkisins.