Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 43
„HONUM þótti stigi standa á jörðu
og efri endi hans ná til himins, og
sjá, englar Guðs fóru upp og niður
stigann.“ Svo hljóðar 28. vers í 12.
kafla í fyrstu bók Móses, en vers
þetta er ritað á vegg í anddyri Hall-
grímskirkju og er hluti af skúlptúr
innsetningu Svövu Björnsdóttur
sem hefur staðið í rýminu síðan á
opnun Kirkjulistahátíðar.
Skúlptúrinn er gerður úr stálbit-
um sem eru fastir saman frá gólfi til
lofts, líkt og burðarsúla, Við hvorn
enda súlunnar er spegill svo að
blekking myndast út í hið óend-
anlega. Úr hverjum bita eða röri
skín ljós, upp og niður. Ljósið marg-
faldast í spegluninni og þar fær
skúlptúrinn þá sína eiginlegu virkni.
Þ.e. að færast frá áþreifanleika til
óáþreifanleika.
Í fyrstu kann manni að sýnast
Svava, sem er helst þekkt fyrir
veggskúlptúra úr pappamassa, stíga
þarna skref til hliðar, og vissulega
gerir hún það í efnistökum, hins-
vegar samsvarar þetta verk sig við
skúlptúr listakonunnar í Orkuveitu
Reykjavíkur sem einnig er súla,
keilulaga, og mér eru líka minn-
isstæð ker sem listakonan sýndi í 20
fermetrum fyrir um 10 árum þar
sem hún nýtti sér niðurfall til að
skapa litaflæði, en í öllum þessum
tilfellum er listakonan að vinna með
virkni rýmisins.
Það er skýrari frásögn í þessu
verki en ég hef vanist frá listakon-
unni, enda unnið út frá sýn Jakobs
sem er lýst í biblíunni. Ljósið í spegl-
unum er nógu óáþreifanlegt til að
halda utan um myndlíkingu fyrir
engla (eða geta andlegar verur líkt
og englar verið í efni?) og um leið
merkingarfullt til að skila trúarlegri
og trúverðugri mynd af þeim.
Óbærilegt er að horfa á ljósið marg-
faldast í óendanlegri spegilmynd. Af
þeim sökum sýnast englarnir hreyf-
ast og blekkingarmyndin smell-
virkar, en súlan sem slík minnir mig
þó aðeins of mikið á einhverja sér-
hannaða lampa. Þó má segja, eins og
listakonan hefur sjálf bent á í viðtali,
að formrænt samsvari skúlptúrinn
sig orgelinu sem er á hæðinni fyrir
ofan og sést innan úr kirkjunni.
Það eru síðustu forvöð að sjá þetta
verk Svövu. Því miður er það orðið
dálítið lemstrað að neðanverðu eftir
umgang í kirkjunni. En virknin er
enn til staðar og er tilvalið að lúta
undir stiganum og sjá ljósið.
Út í hið óendanlega
Jón B. K. Ransu
MYNDLIST
Hallgrímskirkja
Opið alla daga frá 9 til 17. Sýningu lýkur
26. nóvember. Aðgangur ókeypis.
Jakobsstiginn – Svava Björnsdóttir
Morgunblaðið/ÞÖK
Jakobsstigi „Það er skýrari frásögn í þessu verki en ég hef vanist frá lista-
konunni, enda unnið út frá sýn Jakobs sem er lýst í biblíunni,“ segir í dómi.
Fréttir í tölvupósti
Vorum að fá í einkasölu glæsilegt 210 fm einbýlishús á byggingarstigi. Húsið er teiknað af
Guðmundi Jónssyni arkitekt og fékk teikningin viðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir hönnun.
Glæsilegar stofur með mikilli lofthæð og miklum gluggum. Húsið stendur við sjóinn og er
staðsett á klettum fyrir ofan Korpugolfvöll. Útsýni til borgarinnar, yfir sundin blá, til Snæfells-
jökuls, Esjunnar og víðar. Mikil friðsæld þar sem núttúran og fagurt fuglalíf fær að njóta sín.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
Barðastaðir - sjávarútsýni, golfparadís
Glæsilegt rúmlega 260 fm einbýli á tveimur hæðum með
innbyggðum bílskúr á sjávarlóð í neðstu húsaröðinni við
Grafarvoginn. Húsið er mjög vel staðsett með fallegu
útsýni og suðurgarði. Eignin skiptist í forstofu, tvö hol,
tvær stofur, eldhús, bítibúr, gestasnyrtingu, fjögur svefn-
herbergi, baðherbergi og vaskahús. Bílskúr er innbyg-
gður, fullbúinn. Mikil lofthæð er í húsinu og arinn á
tveimur hæðum. Tvær glæsilegar verandir eru við
suðurhlið eignarinnar. Heitur pottur. Fallegur garður.
Húsið stendur í halla. Glæsilegt útsýni af báðum hæðum
og úr garði. Hiti er í bílaplani fyrir framan húsið. Lóðin er
skráð 808 fm.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
Hverafold - sjávarlóð
Gerðuberg • www.gerduberg.is • sími 575 7700
GERÐUBERG
Fiðluleikarar:
Auður Hafsteinsdóttir • Bryndís Pálsdóttir
Greta Guðnadóttir • Guðný Guðmundsdóttir
Halla Steinunn Stefánsdóttir • Hildigunnur
Halldórsdóttir • Hjörleifur Valsson
Hlíf Sigurjónsdóttir • Laufey Sigurðardóttir
Lilja Hjaltadóttir • Margrét Kristjánsdóttir
Martin Frewer • Sif Tulinius
Sigrún Eðvaldsdóttir • Sigurlaug Eðvaldsdóttir
Unnur María Ingólfsdóttir
Aðgangseyrir:
1200 kr. – 600 kr. fyrir tónlistarnema
Ókeypis aðgangur fyrir 12 ára og yngri
Verið velkomin á Dag hljóðfærisins
í Gerðubergi í dag kl. 13.30 - 17.30