Morgunblaðið - 25.11.2007, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 25.11.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 43 „HONUM þótti stigi standa á jörðu og efri endi hans ná til himins, og sjá, englar Guðs fóru upp og niður stigann.“ Svo hljóðar 28. vers í 12. kafla í fyrstu bók Móses, en vers þetta er ritað á vegg í anddyri Hall- grímskirkju og er hluti af skúlptúr innsetningu Svövu Björnsdóttur sem hefur staðið í rýminu síðan á opnun Kirkjulistahátíðar. Skúlptúrinn er gerður úr stálbit- um sem eru fastir saman frá gólfi til lofts, líkt og burðarsúla, Við hvorn enda súlunnar er spegill svo að blekking myndast út í hið óend- anlega. Úr hverjum bita eða röri skín ljós, upp og niður. Ljósið marg- faldast í spegluninni og þar fær skúlptúrinn þá sína eiginlegu virkni. Þ.e. að færast frá áþreifanleika til óáþreifanleika. Í fyrstu kann manni að sýnast Svava, sem er helst þekkt fyrir veggskúlptúra úr pappamassa, stíga þarna skref til hliðar, og vissulega gerir hún það í efnistökum, hins- vegar samsvarar þetta verk sig við skúlptúr listakonunnar í Orkuveitu Reykjavíkur sem einnig er súla, keilulaga, og mér eru líka minn- isstæð ker sem listakonan sýndi í 20 fermetrum fyrir um 10 árum þar sem hún nýtti sér niðurfall til að skapa litaflæði, en í öllum þessum tilfellum er listakonan að vinna með virkni rýmisins. Það er skýrari frásögn í þessu verki en ég hef vanist frá listakon- unni, enda unnið út frá sýn Jakobs sem er lýst í biblíunni. Ljósið í spegl- unum er nógu óáþreifanlegt til að halda utan um myndlíkingu fyrir engla (eða geta andlegar verur líkt og englar verið í efni?) og um leið merkingarfullt til að skila trúarlegri og trúverðugri mynd af þeim. Óbærilegt er að horfa á ljósið marg- faldast í óendanlegri spegilmynd. Af þeim sökum sýnast englarnir hreyf- ast og blekkingarmyndin smell- virkar, en súlan sem slík minnir mig þó aðeins of mikið á einhverja sér- hannaða lampa. Þó má segja, eins og listakonan hefur sjálf bent á í viðtali, að formrænt samsvari skúlptúrinn sig orgelinu sem er á hæðinni fyrir ofan og sést innan úr kirkjunni. Það eru síðustu forvöð að sjá þetta verk Svövu. Því miður er það orðið dálítið lemstrað að neðanverðu eftir umgang í kirkjunni. En virknin er enn til staðar og er tilvalið að lúta undir stiganum og sjá ljósið. Út í hið óendanlega Jón B. K. Ransu MYNDLIST Hallgrímskirkja Opið alla daga frá 9 til 17. Sýningu lýkur 26. nóvember. Aðgangur ókeypis. Jakobsstiginn – Svava Björnsdóttir Morgunblaðið/ÞÖK Jakobsstigi „Það er skýrari frásögn í þessu verki en ég hef vanist frá lista- konunni, enda unnið út frá sýn Jakobs sem er lýst í biblíunni,“ segir í dómi. Fréttir í tölvupósti Vorum að fá í einkasölu glæsilegt 210 fm einbýlishús á byggingarstigi. Húsið er teiknað af Guðmundi Jónssyni arkitekt og fékk teikningin viðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir hönnun. Glæsilegar stofur með mikilli lofthæð og miklum gluggum. Húsið stendur við sjóinn og er staðsett á klettum fyrir ofan Korpugolfvöll. Útsýni til borgarinnar, yfir sundin blá, til Snæfells- jökuls, Esjunnar og víðar. Mikil friðsæld þar sem núttúran og fagurt fuglalíf fær að njóta sín. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Barðastaðir - sjávarútsýni, golfparadís Glæsilegt rúmlega 260 fm einbýli á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á sjávarlóð í neðstu húsaröðinni við Grafarvoginn. Húsið er mjög vel staðsett með fallegu útsýni og suðurgarði. Eignin skiptist í forstofu, tvö hol, tvær stofur, eldhús, bítibúr, gestasnyrtingu, fjögur svefn- herbergi, baðherbergi og vaskahús. Bílskúr er innbyg- gður, fullbúinn. Mikil lofthæð er í húsinu og arinn á tveimur hæðum. Tvær glæsilegar verandir eru við suðurhlið eignarinnar. Heitur pottur. Fallegur garður. Húsið stendur í halla. Glæsilegt útsýni af báðum hæðum og úr garði. Hiti er í bílaplani fyrir framan húsið. Lóðin er skráð 808 fm. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Hverafold - sjávarlóð Gerðuberg • www.gerduberg.is • sími 575 7700 GERÐUBERG Fiðluleikarar: Auður Hafsteinsdóttir • Bryndís Pálsdóttir Greta Guðnadóttir • Guðný Guðmundsdóttir Halla Steinunn Stefánsdóttir • Hildigunnur Halldórsdóttir • Hjörleifur Valsson Hlíf Sigurjónsdóttir • Laufey Sigurðardóttir Lilja Hjaltadóttir • Margrét Kristjánsdóttir Martin Frewer • Sif Tulinius Sigrún Eðvaldsdóttir • Sigurlaug Eðvaldsdóttir Unnur María Ingólfsdóttir Aðgangseyrir: 1200 kr. – 600 kr. fyrir tónlistarnema Ókeypis aðgangur fyrir 12 ára og yngri Verið velkomin á Dag hljóðfærisins í Gerðubergi í dag kl. 13.30 - 17.30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.