Morgunblaðið - 25.11.2007, Síða 54

Morgunblaðið - 25.11.2007, Síða 54
Laugavegi 170, 2. hæð • Opið virka daga kl. 8-17 Sími 552 1400 • Fax 552 1405 www.fold.is • fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 Melabraut 21 - Parhús – Seltjarnarnes Opið hús í dag frá kl.15-16 Fallegt parhús með bílskúr og aflokuðum garði. Á efri hæð eru tvö stór svefnherbergi og glæsilegt baðherbergi.Á neðri hæð er nýtt eldhús, stofa og sólstofa m/kamínu.Vönduð gólfefni. Rúmgóðuir bílskúr m/ mikilli loft- hæð. Húsið og garðurinn hefa verið mikið endurnýjað og eignin sérlega glæsileg. Góð eign með frábæra staðsetningu. Verð 45,9 millj. Austurbrún 30 - Parhús með aukaíbúð. Laust strax Opið hús í dag frá kl. 14-15 Fallegt 191,6 fm parhús ásamt 30 fm bílskúr á eftirsóttum stað í Reykjavík. Eignin er á tveimur hæðum. Á efri hæð eru 3 svefnherbergi og baðherbergi stór stofa á neðri hæð með arni. Eldhús með eikarinnréttingu, þvottahús og búr inn af því. Hluti neðri hæðar hefur verið útbúin sem 2ja herbergja íbúð en auðveldlega mætti sameina hana við aðalíbúðina. Verð 64,8 millj. Þrastarhöfði 6 í Mosfellsbæ - 4ra herb Opið hús í dag frá kl. 14-16 Falleg endaíbúð í nýju fjölbýli með sérinngang af svölum. Þrjú rúmgóð svefnherb. m. fataskápum. Þvottahús innan íbúðar. Baðherb. M. baðkari og sturtu. Fallegar og vandaðar innréttingar úr Hlyni. Útg á suðvestur sval- ir frá stofu/eldhúsi. Verð 33 millj. Valdimar og Edda á bjöllu. 7726 Óskum eftir húseign Vantar gistiheimili eða húseign með mörgum vistarverum fyrir traustann kaupanda. Ýmsar staðsetningar koma til greina. 54 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG Síðumúla 13 Sími 569 - 7000 www.miklaborg.is Álfhólsvegur - byggingarréttur Til sölu 1500 fm byggingarréttur (birt flatarmál) af nýju nýju fjölbýlihúsi á fallegri hornlóð í rótrónu hverfi í Kópavoginum. Lóðin er vel staðsett og verður mikið útsýni frá flestum íbúðunum. Hér er hægt að hefjast handa strax. Samþykkt hefur verið nýtt deiliskipulag á lóðinna þar sem núverandi hús yrði rifið og byggt nýtt fjölbýlishús í staðinn sem yrði þrjár hæðir með 13 íbúðum, kjallara og bílageymslu (fjöldi bíla- stæða verður 26 í bílageymslu). V. 150 m. 6979 Til leigu í Skeifunni Gott tæplega 360 m² verslunar- og skrifstofuhúsnæði til leigu og afhendingar fyrir jól. Um er að ræða endabil sem leigist eingöngu til lengri tíma og skiptist í ca 250 m² á jarðhæð og 110 m² efri hæð. Innangengt er upp á efri hæðin, sem getur t.d. nýst sem lager og/eða skrifstofuaðstaða. Verslunarhúsnæðið liggur vel við umferð, er bjart með gluggum á þrjá vegu, steinteppi á gólfum og með ágætri lýsingu. Bílastæði beint við inngang. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Leigulistans (Guðlaugur 896-0747). Sími 511 2900 M bl 9 41 43 4 Í GARÐINUM hefur sjávar- útvegur verið burðarstoð atvinnulífs. Fyrir rúmu ári unnu hjá fiskvinnslu- fyrirtækjum í bænum 40% þeirra sem búa í Garðinum og sækja at- vinnu í byggðarlaginu. Öflug fiskvinnslufyr- irtæki í Garðinum hafa styrkt stöðu sína ár frá ári með aukinni afla- hlutdeild. Kvótaeign Garðbúa hefur þannig aukist hægt og bítandi á undanförnum árum og styrkt stöðu fisk- vinnslufyrirtækja, sveitarfélagsins og af- komu íbúanna. Á þessu fiskvinnsluári dregst vinnsla í byggðarlaginu hins vegar verulega saman. Skerðing þorskkvóta um 33,5% kemur þar af leiðandi mjög illa við fiskvinnslufyrirtæki í Garðinum, starfsmenn þeirra og bæinn í heild. Garðbúar með erlent ríkisfang hafa verið fjölmennir í fiskvinnslu. Rúmlega 12% af 1.487 íbúum Garðs voru með erlent ríkisfang í desember 2006 samkvæmt vef Hagstofunnar. Í dag hefur þetta hlutfall lækkað og um 10,5% íbúanna eru með erlent ríkisfang þó að íslenskum Garðbúum hafi ekki fækkað. Þegar Hagstofan tók saman miðársmannfjölda á land- inu og flokkaði eftir sveitarfélögum hafði Garðbúum fjölgað en staðan er ekki sú sama nú. Garðbúar sem hafa flust til annarra landa á árinu eru mun fleiri en hafa flutt til okkar frá öðrum löndum. Þetta er reyndar lýsandi fyrir ástand sem skapast með skerðingu kvótans í byggðum sem byggja afkomu sína að mestu á sjávarútvegi. Kallað eftir stuðn- ingi ráðamanna Fram hefur komið að byggðir á svokölluðu vaxtarsvæði njóti ekki mótvægisaðgerða ríkisins vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Þetta er mér með öllu óskiljanlegt, einkum í ljósi þessara staðreynda sem tíundaðar eru hér að ofan. Stutt er síðan við Suðurnesjamenn þurft- um að þola fjölmennustu fjölda- uppsagnir í sögu þjóðarinnar við brottför varnarliðsins. Nú bætist við niðurskurður á þorskkvóta. Atvinnu- ástandið á Suðurnesjum er óstöðugt og ráðamenn þurfa að líta til Suð- urnesja með stuðning í huga, einkum við þær aðgerðir sem heimamenn eru nú þegar að vinna að, s.s. þróun atvinnutækifæra á Keflavík- urflugvelli og álversframkvæmda í Helguvík. Helguvík nýr hornsteinn stöðugleika Mat á umhverfisáhrifum álvers í Helguvík hefur nýlega fengið já- kvæða umsögn Skipulagsstofnunar. Þar kemur m.a. fram að talið er að álverið muni ekki valda verulega nei- kvæðum og óafturkræfum áhrifum á umhverfi og samfélag. Skipulags- stofnun telur að áhrif álvers í Helgu- vík á vinnumarkað muni að miklu leyti ráðast af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum og víðar, bæði á bygg- ingartíma og þegar rekstur hefst. Fjármálaráðuneytið spáir því að at- vinnuleysi muni aukast hér á landi frá því sem nú er á næstu tveimur ár- um. Þau störf sem verða til í álverinu í Helguvík og vegna starfsemi sem tengist því munu skapa stöðugleika í atvinnumálum Suðurnesjamanna. Þeim stöðugleika þurfum við á að halda enda fylgja honum vel launuð störf og fyrirtæki sem vinnur með samfélögunum á Suðurnesjum. Aðalfundur Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum sem haldinn var 10. nóvember sl. lýsti yfir fullum stuðningi við fyrirhuguð áform um byggingu álvers í Helguvík. Ég hvet þingmenn okkar og aðra ráðamenn þjóðarinnar að athuga vel hvaða áhrif bæði brottför varnarliðsins og skerðing þorskkvóta hefur haft á einstakar byggðir á Suðurnesjum og vinna með okkur að aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að skapa stöð- ugleika á svæðinu. Fast þeir sóttu sjóinn …? Oddný Harðardóttir skrifar um byggðamál á Suðurnesjum » Atvinnuástandið áSuðurnesjum er óstöðugt og ráðamenn þurfa að líta til Suð- urnesja með stuðning í huga … Oddný Harðardóttir Höfundur er bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.