Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 59
Hofsósi og Sveins Hlyns og Gull- ýjar og Þóru og Stefaníu og allra hinna. Svo hefur Þórbergur líklega verið í móttökunefndinni, enda dó hún á dánardægri hans, og hann hefur kannski staðið fyrir upp- lestri. Ég er viss um að móttökurn- ar voru hlýjar enda dásamleg kona. Hennar verður sárt saknað hér en ég hlakka til að hitta hana næst. Ragnheiður Eiríksdóttir (Ranka skranka). Mér er það bæði ljúft og skylt að setja niður á blað nokkur minn- ingabrot um Ragnheiði, systur mína. Ef ég á að finna minningar leita ég þeirra í steinasafni mínu, velti nokkrum steinum því þar er margt að finna. Það fyrsta sem ég finn er minn- ing um okkur systurnar þrjár, Ragnheiði, mig og Nunnu. Það er sunnudagur og okkur langar að fara í bíó. Engin okkar þorir að biðja pabba um bíópeninga en Radda tekur af skarið. Hún hleyp- ur inn í stofu, sest upp í fangið á pabba, tekur utan um hálsinn á honum og hvíslar í eyra hans. Pabbi segir; alveg sjálfsagt, elskan mín. Þar með var björninn unninn. Þetta atvik sýnir hve Radda var hreinskilin og góðhjörtuð. Ragnheiður var mjög vinsæl í Gagnfræðaskólanum og hún þoldi ekkert pukur. Það var henni að mæta ef einhver var skilinn útund- an. Radda var ung er hún kynntist honum Marteini Friðrikssyni, myndarlegum og góðum íþrótta- manni. Fljótt dró saman með þeim og voru þau fallegt par á að líta. Vorið sem Ragnheiður varð 21 árs var slegið upp tvöföldu brúð- kaupi í Hamarstíg 2. Tvær elstu systur mínar giftu sig. Anna Pála giftist Vigni Guðmundssyni og Ragnheiður giftist honum Marteini sínum. Þetta var falleg athöfn og ég er viss um að við öll sem vorum þarna stödd munum eftir þessum ljúfa og sólríka degi. Fyrstu hjúskaparárin dvöldu þau hér í Reykjavík en fljótlega fluttust þau til Ólafsfjarðar þar sem Mar- teinn réð sig sem kaupfélagsstjóri. Þar áttu þau góð ár og eignuðust þar marga vini. Svo kom að því að þau fluttu til Sauðárkróks. Mar- teinn réðst þar sem framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar. Mikill upp- gangur var hjá því fyrirtæki meðan hann var þar við stjórn. Barnalán þeirra var mikið. Þau eignuðust sjö börn. Ragnheiður og Marteinn voru mjög samstiga í uppeldi barnanna og voru þau alin upp við mikið ástríki. Heimilishald- ið var oft á tíðum ansi þungt, gesta- gangur var mikill og var öllum vel tekið. Húsmóðirin kom til dyra, brosti á sinn skemmtilega hátt og bauð alla velkomna. Ragnheiður og Marteinn voru mjög samrýnd og áhugamál flest þau sömu. Má þar nefna klassíska tónlist og bóklest- ur. Héldu þau tónlistarlífinu á Sauðárkróki lifandi öll árin sem þau bjuggu þar. Þegar börnin voru flogin úr hreiðrinu og Marteinn komst á eftirlaun fluttu þau suður og settust að í Kópavogi. Flest börnin voru sest að í Reykjavík. Síðustu árin áttu þau heima í Garðabæ. Þar gátu þau fylgst með stóra barnahópnum sínum sem stækkaði ört og þau nutu samvista hvert annars. Ég velti ekki upp fleiri steinum. Þeir bestu verða geymdir þangað til frá líður og söknuðurinn eftir stóru systur sækir að. Ég vona að Marteinn og stóri hópurinn hennar geti yljað sér við minningarnar því það er af nógu að taka. Með sorg og söknuð í hjarta kveð ég elsku systur mína. Megi Guð geyma þig, elsku Radda mín. Þín systir Sigurlaug. Radda frænka mín er dáin, hún var stóra systir hans föður míns. Ég og fjölskylda mín fórum oft í heimsókn á Krókinn til Röddu í gamla daga, það voru skemmtileg- ar og oft ævintýralegar ferðir. Bök- unarlykt lagði út á götu þegar kom- ið var að Ægisstíg, inni var glatt á hjalla, hlátrasköll og mikið af fólki, Radda að baka og elda mat, alltaf gaf hún sér tíma til að tala við okk- ur frændsystkinin og hafði áhuga á því sem við vorum að gera, ég man eftir þessum tilfinningum, öryggi, hlýju, gleði. Mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Margrét Bjarman. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 59 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR INGIBERGUR BERGSSON frá Þingeyri, Suðurhólum 35d, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum, Fossvogi, miðviku- daginn 14. nóvember, verður jarðsunginn í Bústaðakirkju þriðjudaginn 27. nóvember kl. 11.00. Þorbjörg Ólafsdóttir, Bjarni G. Sigurðsson, Hulda Jensdóttir, Guðrún Ó. Sigurðardóttir, Halldór Karl Hermannsson, Magnfríður S. Sigurðardóttir, Ólafur Ólafsson, Guðni B. Sigurðsson, Sigurður Kr. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR KR. ÁRNASON skipstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, sem lést 18. nóvember sl. verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 28. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd eða Krabbameinsfélagið. Friðrik Sigurðsson, Margrét Hlíf Eydal, Steinar Sigurðsson, Helga Sigurjónsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Ene Cordt Andersen, Sigurður Páll Sigurðsson og barnabörn. ✝ Gylfi Þor-steinsson fædd- ist á Akureyri 21. janúar 1935. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga á Húsavík að- faranótt miðvikudagsins 7. nóvember sl. Faðir hans var Andrés Þorsteinn Sigvaldason, f. 19.8. 1912, d. í desember 1998, og móðir hans Stefanía Jónsdóttir, f. 8.11. 1917, d. 11.9. 1997. Stefanía giftist Birni Ol- sen Sigurðssyni, f. 24.2. 1916, d. 10.4. 1982, sem gekk Gylfa í föð- urstað. Gylfi var elstur 11 systkina. Gylfi var giftur Guðnýju Sig- urbjörnsdóttur, f. 12.3. 1933, frá Kelduneskoti í Kelduhverfi. Saman áttu þau 4 börn, þau eru: 1) Árni Heiðar, f. 6.8. 1965. Kona hans er Erla Guðmundsdóttir, f. 12.10. 1965, og eiga þau dæturnar Karl- ottu Kristínu og Heiðu Ösp. Kar- lotta er gift Ólafi Jóni og eiga þau soninn Óliver Árna. 2) Sigurbjörn Smári, f. 4.9. 1967. Kona hans er Ólína Sigrún, f. 8.12. 1965, og eiga þau dæturnar Guðnýju Rós og Olgu Sif. 3) Ófeigur Ingi, f. 5.1. 1970. Kona hans er Anna Herborg, f 15.3. 1967. Þau eiga soninn Gunnar Inga. 4) Sandra Ösp, f. 1.4. 1975. Maður hennar er Halldór Baldvinsson, f. 17.10. 1969. Dóttir þeirra er Karen Sól. Fyrir átti Sandra son- inn Viktor Snæ. Frá fyrra hjóna- bandi á Guðný þá Þór og Guðmund Ein- arssyni sem ólust upp á heimili Gylfa og Guðnýjar. Þór er fæddur 24.10. 1957. Kona hans er Janet Borquez, f. 18.2. 1976. Börn þeirra eru Tinna Marisel, Stefán Þór og Guðný Helga. Frá fyrra hjónabandi á Þór dótturina Helgu Dögg. Guðmundur er fædd- ur 28.7. 1959. Kona hans er Katrín Regína Rúnarsdóttir, f . 22.9. 1969. Synir Guðmundar frá fyrra hjóna- bandi eru Einar, Garðar og Marinó. Kona Einars er Ásthildur og eiga þau soninn Tristan. Katrín Regína á frá fyrra hjónabandi soninn Andra. Gylfi ólst upp í Eyjafirði og vann að mestu við bústörf þar til hann fór ungur til sjós. Hann fluttist ásamt Guðnýju til Raufarhafnar ár- ið 1966 þar sem þau bjuggu alla daga síðan. Hann stundaði þar sjó- mennsku og starfaði síðustu árin í loðnubræðslunni á staðnum. Útför Gylfa fór fram frá Rauf- arhafnarkirkju 18. nóvember. Elsku afi, þegar við fréttum að þú værir dáinn, þá grétum við. Við mun- um eftir þér svona: Þú varst oft að taka myndir. Þú varst mikill vinur Bæs. Þegar við komum í heimsókn þá keyptum við bolsíur handa þér á leiðinni. Þegar við komum þá komu Blær, amma og þú til dyra. Svo sast þú í „leisiboynum“ fram að kvöld- mat. Amma gerði alltaf fiskibollur og saltkjöt og þú gafst Blæ alltaf með þér. Og þú fórst reglulega með Blæ út að hjóla í körfunni á hjólinu. Svo varstu alltaf hrifinn af hestum. Þú áttir líka mjög mikið af bókum, alls- kyns bókum sem var alltaf jafn gam- an að skoða. Elsku afi, við kveðjum þig með þessari bæn: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Kveðja, Guðný Rós og Olga Sif Sigurbjörnsdætur. Gylfi Þorsteinsson og styrkjast þann aldarfjórðung sem framundan var. Amma Obba bjó á miðhæðinni og tengdi ættliðina. Hún tengdist líka vinum þeirra, var hugljúf, fróð og yndisleg kona sem gaman var að ræða við. Stundum settumst við þess- ar elstu í sjarmerandi eldhúskrókinn hennar með kaffi og sígó, en það var fyrir löngu; já, það var á sama tíma og móðir hennar, frú Anna Guðrún, sagði brosandi eftir að við höfðum horft á mynd eftir handriti Agöthu Christie í stofunni hjá ömmu Obbu: „Þau eru alltaf svo hugguleg morðin hjá henni Agöthu, þar er aldrei sýnt blóð.“ Amma Obba var með afbrigð- um gestrisin og aldrei kom maður svo inn á heimili hennar að hún spyrði ekki hvort mann langaði í kaffi, kon- fekt eða sérrí. Allt í hófi. Æðruleysi og tryggð einkenndi líf Þorbjargar Tryggvadóttur. Nú þegar hún, elsti tengill okkar við Ránar- götuárin, er horfin á braut, þökkum við henni allan þann hlýhug sem hún sýndi okkur alla tíð. Það fór hver rík- ari af hennar fundi. Elskulegum vin- um, Önnu, Ínu og Kristni, vinkonum okkar Obbu, Völu og Ásu, eiginmönn- um þeirra og langömmubörnunum færum við hugheilar samúðarkveðjur frá okkur og „ömmu Ellu“. Við kveðjum elskulega konu með orðunum sem Ína hennar kveður okk- ur alltaf með þegar haldið er á nýjar slóðir: „Guð gefi þér góða ferð og góða heimkomu.“ Lízella og Anna Kristine. Elsku Kristján minn! Það var minn happa- dagur þegar ég grét mig inn í hjarta Möggu konu þinnar en hún og mamma lágu saman á fæðingardeild FSA. Ég hafði verið svikin um sveita- vist á meðan og var mjög ósátt og grét svo allur heimurinn heyrði um þetta óréttlæti (er mér sagt). Litlu seinna hringir Magga í mömmu og býður mér að koma í sveitina til þeirra, í nokkra daga um rúninginn. Ég hikaði ekki og fyrr en varði sat ég í rútu á leið í nýja sveit, Ytri Reistará. Þegar þangað kom skildi ég ekki vel hvað þú sagðir, Kristján minn, en hlýtt og þétt handtakið, brosið og glettnin í aug- unum var allt sem ég þurfti og ekki var konan þín síðri, frá þessari stundu bundust þau bönd sem aldrei hafa slitnað. Krökkunum kynntist ég fljótt og ég fann mig sem eina af ykkur. Eftir viku skrapp ég heim til að ná í föt og þegar ég kom aftur skildi ég svo vel allt sem þú sagðir. Um heim- ferð var ekki hugsað af minni hálfu fyrr en haustaði. Mér þótti ævintýra- legt að þú varst frá Danmörk og stundum komu þaðan bréf, blöð og eitthvað sniðugt, brúða í dönskum þjóðbúningi og fleiri hlutir. Það er svo ótrúlegt en þegar ég hugsa til baka er alltaf sólskin í huga mínum og undi ég hag mínum vel hjá ykkur. Margar helgar skrapp ég í sveitina til ykkar. 15 ára gerðist ég kaupakona hjá ykk- Kristján Buhl ✝ Kristján Buhlfæddist í Jor- drup á Jótlandi 13. júní 1930. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri sunnudaginn 7. október síðastlið- inn. Útför Kristjáns var gerð frá Möðru- völlum í Hörgárdal 16. október sl. ur og er mér minnis- stætt þegar lítil hnáta bankaði á hurðina hjá mér á morgnana og litla andlitið ljómaði upp þegar ég opnaði fyrir henni, þá hitnaði mér um hjartaræturnar. Ég fékk sérherbergi, ný- málað, dúklagt og með fallegum gardínum og blómum, mér leið eins og prinsessu. Fyrsta jólagjöfin sem ég fékk frá fjölskyldunni gleym- ist aldrei, brúða sem var í hringsniðnum kjól með uppsett hár, ætluð til að sitja til skrauts á rúmi. Kind fékk ég að gjöf og tvö lömb komu alltaf í minn hlut á hverju hausti. Í öll þessi ár sem liðin eru hefur vinátta okkar haldist, ég eignaðist mann, heimili og tvo syni, sem þið tókuð opnum örmum og gaman þótti þeim að spjalla við ykkur, heyra frá- sagnir frá liðnum tíma í Danmörk og hér heima, og fá að vasast aðeins í dýrunum. Þið voruð bæði miklir dýra- vinir og verðlaunagripir rötuðu inn á heimilið fyrir framleiðslu ykkar, þótt þið létuð ekki mikið yfir því. Fallegri blóm hafði ég varla séð og virtist allt vaxa og dafna í höndum ykkar hjóna, svo samrýnd sem þið voruð. Það er alltaf erfitt að kveðja kæran vin en mér fannst líka sárt að þú fékkst ekki að lifa það að sjá litla prinsinn sem fæddist 26. október síð- astliðinn hjá yngstu dóttur þinni og tengdasyni, en ég efast á hinn bóginn ekki um að þú fylgist með og haldir þínum traustu verndarhöndum utan um alla þína fjölskyldu. Ég votta Möggu minni, börnum, mökum og barnabörnum innilega samúð og bið Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Þér Kristján minn, þakka ég góða vináttu öll þessi ár og ykkur Möggu báðum fyrir að bjóða mér öruggt húsaskjól og aðstoð, hvenær sem ég þyrfti á að halda, hvað er hægt að gefa manni dýrmætara? Guð blessi þig og fjölskyldu þína alla. Ykkar Borghildur Rún og fjölskylda. Kristján minn. Þegar við sáumst í síðasta sinn varstu ósköp þreyttur og lagðist að lokum í rúmið þitt á meðan við spjöll- uðum saman. Mig grunaði þá að þetta yrði okkar kveðjustund. Þú varst danskur og langalangafi minn líka, svo máski eigum við sömu forfeður eða mæður. Afi minn sagði þegar hann sá ömmu, að þessa konu skyldi hann eiga, ellegar enga, það hefur lík- lega verið eins með þig, því mörg sam- rýnd hjón hef ég svo sem þekkt, en fá eins og ykkur Margréti. Mér fannst alltaf að þið væruð eitt, væri talað um annað, kom hitt í hugann. Rúm fjöru- tíu ár eru síðan kynni okkar hófust og hefur aldrei borið skugga á. Ómetan- leg var gæska ykkar við dóttur mína Borghildi Rún, sem grenjaði sig inn í fjölskyldu ykkar. Fékk forláta prinsessudúkku í jólagjöf og kind sem lifði með ólíkindum lengi og færði henni tvö lömb á hverju hausti, sem var ekki svo lítil búbót stórri fjöl- skyldu. Og andareggjunum skiptuð þið á milli okkar fyrir jólin, svo við gætum bakað þegar engin egg var að fá, það eru geymdar minningar en ekki gleymdar. Ég man líka þegar ég gisti með pollana mína tvo, og þú hoss- aðir þeim, sínum á hvoru hné og söngst danskar barnagælur. Þú hafðir gaman af að spjalla og rifja upp gamla daga, hafsjór af fróðleik og sást oft kómísku hliðina á tilverunni. Betri vinir en ykkur á Ytri-Reistará eru vandfundnir og þó þú sért nú hafinn á vit hins ókunna, sem okkar allra bíð- ur, munu tengslin ekki rofna. Margrét mín og börnin, mínar inni- legustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Lifið í friði. Ykkar Magnea frá Kleifum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.