Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 79
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 79
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • Akureyri sími: 461 1099
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
0
70
1
Frábær kjör – takmörkuð gisting
Sand Castles
Sunset Jamaica Grande Resort
Glæsileg lúxusgisting
Gran Bahia Principe Jamaica
– nýtt lúxushótel
Opnaði
í des.
2006
Allt innifalið í 10 eða 11 daga - frá aðeins
149.990 kr.
Allt innifalið í 10 eða 11 nætur - frá aðeins
145.390 kr.
Gran Bahia Principe Jamaica – allt innifalið
Mjög gott fjögurra stjörnu hótel við ströndina í hjarta Ocho Rios
með góðri aðstöðu. Aðstaða og aðbúnaður hótelsins var end-
urnýjað nýlega. Glæsilegur garður með 5 sundlaugum, veitinga-
stöðum, börum o.fl.. Herbergi eru með sjónvarpi, síma, loftkæl-
ingu, baðherbergi, öryggishólfi og svölum/verönd. Örstutt er í
mannlífið fyrir þá sem kjósa að leita út fyrir hótelið.
Einfalt en þokkalegt hótel við Turtle Beach ströndina, skammt
frá miðbæjarkjarna Ocho Rios. Á hótelinu eru íbúðir með einu
svefnherbergi, stúdíóíbúðir og hótelherbergi. Íbúðir og her-
bergi eru með loftkælingu, sjónvarpi, síma og ísskáp. Öll her-
bergi/íbúðir með svölum. Fallegur sundlaugargarður, bar, veit-
ingastaður og móttaka. Góður kostur fyrir þá sem vilja einfaldari
gistingu með minni þjónustu en góða staðsetningu og verð.
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Stórglæsilegt og nýtt fimm stjörnu glæsihótel við ströndina í
Runaway Bay. Hér finnur þú alla þá þjónustu í fríinu sem hægt
er að óska sér. Glæsilegan garð með 3 sundlaugum, barnalaug-
um, fjölda veitingastaða, bara, verslana, líkamsrækt og tenn-
isvöllum. Golfvellir og fjölbreytt sjósport í nágrenninu. Hótelið
er með 700 herbergi sem öll eru svítur með nuddbaðkari. Öll
herbergi eru með gervihnattasjónvarpi, síma, loftkælingu, bað-
herbergi, öryggishólfi og svölum/verönd. Þetta er stórglæsilegt
hótel og örugglega eitt það allra besta á Jamaica – hér er dekr-
að við þig í aðbúnaði og þjónustu.
Allt innifalið:
• Morgunverðarhlaðborð
• Hádegisverðarhlaðborð
• Kvöldverður (val um 5 veitingastaði)
• Innlendir drykkir
• Aðgangur að diskóteki hótelsins
• Aðgangur að líkamsrækt
• Sólbekkir, sólhlífar og handklæði
• Skemmtidagskrá á daginn og kvöldin
• Minibar m/vatn, gos og bjór (fyllt á daglega)
• Köfunarkennsla í sundlauginni (1 klst.)
• Frítt á brimbretti, tennis, báta án mótors
eða reiðhjól (í 1 klst.)
Hvað er í boði
• 5 veitingastaðir
• 5 barir
• 3 sundlaugar
• Verslanir
• Öryggishólf
(gegn gjaldi)
• Barnagæsla
• Líkamsrækt
• Heilsulind
• Barnaklúbbur
• Tennisvellir
• Fjölbreytt sjósport
• Diskótek
• Píanó bar, Karaoke bar
og sport bar
• Mótor- og reiðhjólaleiga
• Læknisþjónusta
• Golf, Runaway Bay Golf
Club
• Kayakar
• Skemmtidagskrá fyrir börnin
Jamaica er ein fegursta eyja Karíbahafsins og hún býður stórkostlega náttúrufegurð og veðurfar. Á Jamaica ríkir einnig
einstakt andrúmsloft og menningin á sér vart hliðstæðu í Karíbahafinu. Sandstrendurnar eru drifhvítar og með þeim feg-
urstu í heimi. Eyjan skartar náttúruperlum eins og Dunn’s fossunum, Blue Mountains og YS fossunum sem eru einstakar og
láta engan ósnortinn. Reggie tónlistin ómar allsstaðar, taktur Bob Marleys fægasta sonar Jamaica. Þeir sem hafa komið til
Jamaica eru flestir sammála um að eyjan hafi einstakt aðdráttarafl. Hún er einn þessara heillandi áfangastaða Karíbahafsins
sem laða ferðmenn til sín aftur og aftur.
*) Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði á Sand Castles í 10 eða 11 nætur. Verðdæmi eru netverð á mann m.v. í gistingu tvíbýli. Verð getur breyst án fyrirvara.
Öll herbergi eru svítur
14. febrúar – 10 nætur og 24. febrúar – 11 nætur
Frá 109.890 kr.*
Glæsileg
viðbót!Getum nú loksins boðið gistingu á þessu frábæra hóteli í ferðum okkar í febrúar!Jamaica
ÞAÐ var á síð-
asta ári að und-
irrituðum bár-
ust þær sorg-
arfréttir til
eyrna að hinir
fjölhæfu og afar vinsælu Hjálmar
væru hættir. Það reyndist víst of
erfitt að starfrækja hljómsveit
sem búsett var í tveimur löndum
en annar helmingur þeirra sex
hæfileikaríku tónlistarmanna sem
prýða bandið kom frá Svíþjóð. Það
leið þó ekki á löngu áður en hóp-
urinn sameinaðist að nýju, sveitin
sendi frá sér smellinn „Vagga
Vagga“ og við það varð ekki aftur
snúið. Síðastliðið haust héldu
Hjálmar í þriðja sinn í hljóðver til
að búa til plötu.
Það er engin spurning að marg-
ir bíða spenntir eftir þessari
þriðju plötu Hjálma, og að Ferða-
sót á eftir að seljast eins og heitar
lummur, og gott og vel því hún er
góð og bestu lögin, já bestu lögin
eru ansi góð. Vandamálið við
Ferðasót er hins vegar hversu ris-
lág hún er og í raun einhæf. Alltaf
er platan góð og fagmannlega
framreidd fram í fingurgóma en
neistinn sem gerir Hjálma að
Hjálmum þjáist af súrefnisskorti.
Þetta er alltof öruggt og fyr-
irsjáanlegt, meira af því sama sem
gerði þá svo frábæra en það vant-
ar eitthvað og Hjálmar virka eins
og þeir séu í vinnunni.
Platan var tekin upp á rúmri
viku, lögin koma flest frá Þor-
steini Einarssyni, gítarleikara og
söngvara, og það sama gildir um
flesta textana, en í fyrri verkum
lét Sigurður Halldór Guðmunds-
son meira til sín taka, bæði í laga-
smíðum, textagerð og söng. Þor-
steinn er frábær söngvari með
yndislega framsögn, textar hans
og lög eru þannig gerð að þau
snerta mann oft djúpt og fá mann
til að hugsa um það þjóðfélag sem
við búum í. Gott dæmi um þetta
er „Nú er lag“, en sjálfur meistari
Bob Marley myndi stoltur vera af
þessum óð. Segja má að Ferðasót
sé platan hans Þorsteins, móð-
urmálið kann hann svo textarnir
eru vel úr garði gerðir, lögin hans
fá að njóta sín. Faðir hans á einn-
ig tvo texta, „Vagga Vagga“ og
„Leiðin okkar allra“, en þess má
geta að hann hefur áður komið við
sögu og átt texta á fyrri plötum
Hjálma. Einnig má bæta því við
að unnusta Þorsteins, Sigríður
Eyþórsdóttir, á eitt lag á plötunni.
En þrátt fyrir góð lög eins og „Nú
er lag“, „Leiðin okkar allra“ og
„Vísa úr Álftamýri“, þá skortir
Ferðasót breidd þegar kemur að
því að fylla heila skífu Hjálma af
ferskum tónum. Í titillaginu má þó
finna töfra og er gaman að heyra
samsöng Þorsteins og Sigurðar,
gott hefði verið að fá meira af
slíkum pælingum. Lagið er einnig
gargandi snilld þar sem blandað
er saman reggíi og íslenskum
þjóðlagaarfi. Banjóleikurinn í lag-
inu er síðan algjört konfekt. „Þú
veist í hjarta þér“ hefur líka
skemmtilegan blæ en bæði lag og
texti eru eftir Þorstein Valdimars-
son. Lagið hefur trúarlegan blæ,
sem má svo sannarlega finna á
þessari skífu. Því má svo bæta við
að Skólakór Kársness hljóðritaði
einmitt þetta sama lag 1983 en
þess ber að geta að útsetningin
var önnur þá.
Í dag er staðan sú að hinir
sænsku frændur spila ekki lengur
í Hjálmum en í þeirra stað hefur
Flís brugðið á leik með sveitinni
og kemur tríóið eflaust til með að
hleypa nýju lífi í tilveruna. Á því
leikur enginn efi í huga mér að sú
samsuða á eftir að bæta kryddi í
líf Hjálma sem aldrei fyrr, og
komist sveitin fljótlega á ný í
hljóðver með lög úr fleiri áttum
verður útkoman rosaleg. Hér er
áskorun: Hjálmar, ekki bíða of
lengi og komið með þá fjórðu sem
allra, allra fyrst.
Eftirspurn
Jóhann Ágúst Jóhannsson
TÓNLIST
Geisladiskur
Hjálmar - Ferðasót LIAM Gallagher, söngvari bresku rokksveitarinnar Oasis,
hefur varað bresku söngkonuna Amy Winehouse við því að
halda áfram að sukka. Gallagher telur að söngkonan eigi að
halda sig frá áfengi og öðrum fíkniefnum þar sem hún ráði
alls ekki við þau. „Hún leikur sér að eldinum og brennir
sig. Þannig gengur þetta fyrir sig. Ef hún veit að það sem
hún er að gera er ekki gott þarf hún að hætta því.“
Gallagher, sem sjálfur er þekktur fyrir villt líferni, segir
hins vegar að ef hann væri enn á svipuðum aldri og Wine-
house myndi hann sukka enn meira. „Hún er ung og ég
myndi örugglega gera það sama í hennar sporum, nema
hvað að ég myndi nota tvisvar sinnum meira af fíkniefnum
en hún gerir. En ég er annars viss um að hún vex upp úr
þessu,“ sagði söngvarinn umdeildi í viðtali við The Sun og
bætti því svo við að hann kynni ágætlega að meta tónlist
Winehouse. „Hún er fín, mér finnst „Rehab“ alveg ágætt
lag,“ sagði Gallagher sem sjaldnast er hrifinn af þeirri tón-
list sem aðrir gera.
Gallagher varar
Winehouse við
Villtur Liam Gallagher er 35 ára. Skrautleg Amy Winehouse er 24 ára gömul.